Repúblikanarnir á leiðinni

rncEftir rúma viku mæta McCain, Bush, Cheney og allir hinir ansans kjánarnir hingað til Minnesota til að halda flokksþing Repúblíkanaflokksins.  Búist er við um 15 þúsund fjölmiðlamönnum á svæðið hvaðanæfa að, þó svo FOX "news" verði að sjálfsögðu fyrirferðamestir og er meira að segja búist við sjálfum Billo O´Reilly á svæðið.  Það má því með sanni segja að "you will never find a more wretched hive of scum and villainy" á einum stað...utan Mos Eisly! Wink

Þetta pakk setur Minneapolis og St. Paul alveg á annan endan og það má búast við svakalegum umferðarteppum og öryggisgæslu, en stór hluti downtown St. Paul verður girtur af enda er almenningi ekki ætlaður aðgangur.  Þrátt fyrir það er búið að skipuleggja massíf mótmæli fyrir utan XCel Energy Center þar sem þingið verður haldið (sjá www.protestrnc2008.org) og er búist við tugum þúsunda réttsýnna borgara á svæðið og ég er mikið að spá í að mæta til að upplifa stemmninguna.  Slagorðin eru "US Out of Iraq Now!", "Money for human needs, not war!", "Say No to the Republican Agenda!" og "Demand Peace, Justice and Equality!".  

Það var ógleymanleg upplifun að sjá Barack Obama flytja sigurræðu sína yfir Hillary á þessum sama leikvangi fyrr í sumar (heimavelli íshokkí-liðsins Minnesota Wild).   (Sjá myndbönd sem ég tók við það tækifæri hér og hér)

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er Obama nú með 10% forskot á McCain hér í Minnesota og það eina sem ógnar honum hér er sá möguleiki að McCain velji Tim Pawlenty fylkisstjóra Minnesota sem varaforsetaefni sitt.  Þá gæti orðið mjög mjótt á mununum hér því miður.

ncfom


mbl.is Húseignir McCains vatn á myllu Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.