Í tilefni dagsins

Getur maður varla annað en flaggað... ef manni leyfist ekki að finna fyrir pínkuponsu þjóðarstolti á svona degi þá veit ég ekki hvenær! Wizard

animated-flag-iceland.gif

Held ég horfi bara á leikinn aftur...og ekki bara á tölvuskjá heldur verður hann sýndur á MSNBC núna í hádeginu...með alveg yndislegum amerískum þulum sem vita ekkert um handbolta en halda samt alltaf með litla Íslandi...sem í dag er "stórasta land í heimi".  Grin


mbl.is Íslendingar í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég er ekki boltamaður en þetta var sweet augnablik :)

DoctorE (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 15:05

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Já, það hefur nú oft verið flaggað af minna tilefni á mínum slóðum... Skelli fánanum upp á svölunum þegar ég kem heim á eftir og verð svo óþolandi á hverfisbarnum í kvöld :-)

Heimir Tómasson, 23.8.2008 kl. 08:42

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er ástæða til að fagna því að aldrei áður höfum við náð betri árangri í handbolta, já raunar í alþjóðlegu íþróttamóti, ef því er að skipta.

Ég verð fullkomlega sáttur við bronsið, þótt silfur eða gull væri toppurinn. Við eigum alveg að geta það. Verstu oppónentarnir okkar eru úr leik. Við höfum margsinnis rassskellt frakkana. Nú er þetta bara spurning um taugar. Þessi keppni hefur öll verið svo jöfn, að það er alllt mögulegt. Úrslit hafa að mestu ráðist á 1-3 mörkum og ekki hefur munað miklu að við næðum að vinna alla leikina. Það skiptir þó engu núna við erum komnir í úrslit á Ólympíuleikum (sætt að segja þetta, varð að segja það upphátt líka, svona til að máta það)

Gaman að þessari athygli, sem við höfum fengið í USA. Er nokkuð, sem undirstrikar betur sloganið: "Yes we Can! 

Þetta ætti að geta verið mönnum fordæmi. 

Jón Steinar Ragnarsson, 23.8.2008 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband