Obama-Biden 08

obbi_648943.jpgJoe Biden á eftir að verða glæsilegur varaforseti.  Hann mun örugglega hjálpa til með að sameina demókrata á landsþinginu sem hefst í Denver á mánudaginn og harðir stuðningsmenn Hillary munu eflaust verða ánægðir með Biden...enda er hann nokkurs konar karlkyns útgáfa af Hillary sem höfðar vel til hvítra miðaldra "working class" kjósenda.  Ekki skemmir það fyrir Biden að vera húmoristi mikill og hann á það til að missa út úr sér gullkorn sem stundum hafa reyndar komið honum í vandræði...en hann verður þó ekki jafn þurr og leiðinlegur kandídat og Evan Bayh eða Tim Kaine hefðu sennilega orðið.  Eini alvöru mínusinn í mínum augum við Biden er að hann er kaþólikki...en þrátt fyrir það styður hann rétt kvenna til fóstureyðinga, fær 90% einkun hjá mannréttinda-samtökunum ACLU og 89% einkun hjá HRC réttinda-samtökum samkynhneigðra.  Spurning hvort honum verði neitað um "communion" rétt eins og John Kerry um árið.


mbl.is Varaforsetaefni Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Úff...Þessi combinasjón Obama- Biden líkist óæskilega mikið nafni þekkts ameríkuvinar Osama Bin Laden )Þarf bara að taka eitt bje út og setja inn la.

Tekur sig ekki vel út á plakati.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.8.2008 kl. 19:58

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Var Kerry neitað um sakramentið!? Va-há, hvað þetta lið er kexruglað!

Jón Steinar Ragnarsson, 23.8.2008 kl. 20:02

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eitt enn...er McCain búinn að kjósa sér varaforsetaefni?  Ekki vil ég sjá þennan gamla skarf hannMcCain í forsetastóli. Það mun verða heiminum afdrifaríkt. MC Barak er vænni kostur, en það er einn óvissuþáttur eftir enn, þótt líklegt sé að Obama hafi fylgið fyrir rest, en það eru kosningavélarnar. Sérstaklega, þegar svona mjótt er á munum. Sennnilega eru repúblíkanar svona kúl á því og hafa hægt um sig, af því að þeir vita að vélarnar eru vinir þeirra og sjá um rest eins og áður.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.8.2008 kl. 20:12

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehe...æ já, sá þessa smekkleysu á bloggi kapítalistans ... þessir rasísku haturs og hræðslu-áróðurs repúblíkanar eiga örugglega eftir að leggjast svo lágt að nota þetta crap.

Man ekki hvort það hafi komið til þess að Kerry hafi verið opinberlega neitað um sakramentið...held hann hafi valið sér hliðhollan prest til að forðast niðurlægingu en það var mikið talað um þetta á sínum tíma eftir að Jósef Ratzinger kardináli gaf út  fyrirskipun um að neita "pro abortion" stjórnmálamönnum um communion.

Nei, McCain er ekki búinn að velja VP ennþá... en mikið spekúlerað um að ef það verður ekki mormóninn hann Mitt Romney þá gæti það orðið fylkisstjóri Minnesota Tim Pawlenty....sem ég vona innilega að verði ekki því vinsældir hans hér gætu hugsanlega fært McCain Minnesota... en þá er ég líka fluttur héðan með det samme!!!

Varðandi kosningavélarnar... úfff... það verður að koma í ljós hvort Diebold ráði úrslitum aftur.

Róbert Björnsson, 23.8.2008 kl. 20:25

5 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ég er spenntastur að sjá hvernig repúblikanar mylja þetta undir sig í þetta sinn....

Haraldur Davíðsson, 24.8.2008 kl. 14:05

6 identicon

Já mér líst bara ljómandi vel á Joe Biden sem vp þeir eiga eftir að mynda gott teimi.  Ég bara trúi ekki öðru en að þeir vinni þetta mér finnst Obama hafa allt sem til þarf til að verða góður forseti hann er með gott sjálfstraust kemur vel fyrir virkar ákveðinn og er ekki orðinn elliær eins og keppinautur hans kall skarfurinn John Mccain ef að Repúblikanar vinna þetta þá eru samskiptinn mín við usa lokið og ég reyni að gleyma enskuni og kem aldrei aftur til usa og verð bara hér á íslandi og borða slátur og hrossabjúgu.

Þórarinn Sigfússon (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.