Mótmælendur handteknir í St. Paul
4.9.2008 | 01:02
Um 300 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan Xcel Energy Center í St. Paul á fyrstu dögum flokksþingsins og hefur lögregla verið sökuð um að beita óþarfa harðræði en ekki hefur verið hikað við að beita piparúða og kylfum til að hafa stjórn á lýðnum.
Mótmælin hafa farið að mestu friðsamlega fram en um 10 þúsund friðarsinnar söfnuðust saman fyrir framan þinghús Minnesota í St. Paul, skammt frá Xcel Energy Center í gær. Þó var eitthvað um ólæti í nokkrum anarkistum sem brutu rúður og skemmdu bíla. Lögregla réðst einnig til inngöngu hjá hópi sem hafði skipulagt að kasta Molotov-kokteilum á Xcel Energy Center.
Þetta Repúblíkana-pakk fer svo loksins frá Minnesota á föstudaginn og þá verður hægt að hreinsa upp draslið eftir það og hlutirnir komast í samt lag. Obama mældist í dag með 13% forskot á McCain hér í Minnesota!
Hægt er að fylgjast með beinum útsendingum og fréttum af flokksþinginu og mótmælum á kare11.com og wcco.com
P.S. kynnist Söru Palin...hlustið á bimbóið tala um hvernig við lifum á hinum síðustu dögum og hvernig íraksstríði sé "a mission from God". Be afraid...be very afraid!
Eftirvænting í St.Paul | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, eg hef ekkert séð minnst á þetta í Ísl. fjölmiðlum.
Manni skilst að gríðarleg örggisgæsla sé.
Var ekki Amy Goodman, fjölmiðlakonan fræga, m.a. handtekin.
http://www.youtube.com/watch?v=oYjyvkR0bGQ
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.9.2008 kl. 01:38
Jú nákvæmlega, hehe það er fyndið að hún sé handtekin fyrir "conspiracy to riot".
Öryggisgæslan er þannig að það er búið að girða af helminginn af downtown St. Paul og fólk sem býr þar kemst varla heim til sín og fyrirtæki og verslanir hafa staðið tóm þessa viku. Paranoid lið.
Róbert Björnsson, 4.9.2008 kl. 01:45
Auðvitað eru þeir paranoid, þetta lið er gangandi skilgreining á paranoju.
Heimir Tómasson, 4.9.2008 kl. 01:58
Mér er til efs að það séu einhverjir anarkistar, sem hleypa upp samkomum með rúðubrotum og skemmdarverkum. (samræmist fyrir það fyrsta ekki manifesto anarkista) Þetta er miklu líklegar flugumenska hins opinbera til að fá lagaheimild til yfirgangs og fjöldahandtöku. Þetta er common practice og hefur verið tíðkað lengi, meðal annars hér þegar við gengum í Nató. Slagurinn á austurvelli. Þar hefur verið sýnt að menn tengdir lögreglunni köstuðu fyrstir steinum. Líklegast fyrir ráð herraþjóðarinnar í vestri.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.9.2008 kl. 03:32
Alveg magnað hvað Repúblíkanarnir nærast á hræðsluáróðrinum.... "Ef þið kjósið okkur verður ekki heimsendir"
Simmi (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 07:50
Jón Steinar: Jamm þetta virtust vera unglingar sem vita sennilega ekki hvað anarkismi er. Það sauð uppúr í gærkvöldi og 400 í viðbót voru handteknir, þar á meðal saklaust fólk sem var ekki að taka þátt í mótmælunum heldur var bara á röngum stað á röngum tíma.
Róbert Björnsson, 6.9.2008 kl. 00:12
Klikkuð kerling. Guðs stríð. Ha ha, það sem vantar í Hvíta húsið ð halda áfram sama ruglinu. Aumingja börnin hennar.
Með handtökurnar, þá eru þær ekkert nýtt. Minni á að í síðustu republican convention í New York var mikið um handtökur og fólki haldið í fleiri daga, tilefnislaust og a la fascismo.
Ólafur Þórðarson, 6.9.2008 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.