Fjölskyldugildi Söruh Palin
6.9.2008 | 05:35
Eins og flestir vita er 17 ára dóttir Söruh Palin varaforseta-frambjóðanda ófrísk. Hingað til hefur siðvöndum Repúblikönum þótt það hin mesta hneysa að stúlka undir lögaldri og ógift í þokkabót verði þunguð og ef um Britney Spears væri að ræða væri sennilega rætt um lauslæti og óábyrga foreldra...en það er greinilega ekki sama hvort stúlkan heitir Britney eða Bristol. Raunar er Sarah Palin og hennar trúsystkini alfarið á móti kynfræðslu í skólum (abstinence education only) þannig að það er kannski ekki hægt að kenna Bristol litlu um hvernig fór...hún vissi sennilega ekki hvernig þetta virkaði allt saman! Og ekki þýddi að ræða við mömmu um fóstureyðingu...ó nei, ekki þó henni hefði verið nauðgað af frænda sínum.
Það eina sem beið Bristol litlu var að giftast barnsföður sínum honum Levi Johnston svo hægt yrði að Guðs-blessa litla barnið og nýju happy 17 ára foreldrana. Svo er bara spurningin hvort þessi litla "white trash" fjölskylda flytjist í hjólhýsi eða Hvíta Húsið.
Hér eru gullkorn vikunnar, tekin af MySpace síðu brúðgumans tilvonandi:
"I'm a fuckin' redneck who likes to snowboard and ride dirt bikes. But I live to play hockey. I like to go camping and hang out with the boys, do some fishing, shoot some shitt and just fuckin' chillin' I guess. Ya fuck with me I'll kick ass."
Status: "In a relationship."
Children: "I don't want kids."
Ooops...Country First...Condoms Second.
P.S. Meistari Bill Maher er mættur aftur eftir sumarfrí... hann gerir létt grín að Söru Palin eins og honum er einum lagið.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt 7.9.2008 kl. 04:18 | Facebook
Athugasemdir
17 ára gutti... ýmislegt sem 17 ára skrifa. Ég er t.d. rétt varla 17 ára og ótrúlegt bull sem kemur úr mér.
En í alvöru, þá er hugsanlega verið að fiska eftir redneck-atkvæðum. Rednecks eru líka fólk!
Ólafur Þórðarson, 6.9.2008 kl. 10:12
Hahahahaaaaa.... Þú hefur örugglega rétt fyrir þér Veffari!! Góð ábending.
Ingunn (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 15:23
Veffari: já mikil ósköp, rednecks eru líka fólk
Hippó: takk sömuleiðis, það er nákvæmlega hræsnin og tvískinningurinn í Repúblikönunum sem ég er að reyna að benda á. Það er búið að banna pressunni að fjalla um fjölskyldu Palin og flestir fjölmiðlar virða það...en dettur nokkrum manni í hug að Fox "news" hefði látið fjölskyldu Obama í friði ef hann ætti 17 ára dóttur sem væri ófrísk utan hjónabands eftir einhvern svartan rappara??? I don´t think so!!!
Lokastratus: ætli strák-greyið hafi nokkuð verið spurður...þetta minnir nú frekar á svokallað "shotgun wedding".
Róbert Björnsson, 6.9.2008 kl. 20:07
Veffari...Víst er það rétt að rednecks eru líka fólk, en það er ekki þar með sagt að það sé ráðlegt að þröngva lífsgildum þeirra upp á allan heiminn. Spaghettyskrímslið forði okkur frá því!
Jón Steinar Ragnarsson, 6.9.2008 kl. 23:52
Ég hefði heldur viljað sjá Homer Simson í varaforsetastólnum. Þsð hefði líka höfðað til mikið breiðari hóps en pallbílseigenda í biblíubeltinu.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.9.2008 kl. 23:57
Homer er vanmetinn snillingur!
Róbert Björnsson, 7.9.2008 kl. 04:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.