Live Long and Prosper!
15.9.2008 | 20:15
Star Trek stjarnan George Takei (Sulu) og Brad Altman giftu sig í Kalíforníu í gær eftir 25 ára samvist. Svaramenn þeirra voru Walter Koenig (Checkov) og Nichelle Nichols (Uhura).
Hjónabönd samkynhneigðra urðu lögleg í Kalíforníu í sumar eftir að hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að annað væri brot á stjórnarskrá Kalíforníu-ríkis. Nú hafa andstæðingar samkynhneigðra lagt fram tillögu til að breyta sjálfri stjórnarskránni og verður kosið um það "Propostition 8" í Kalíforníu samhliða forsetakosningunum hinn 4. nóvember næstkomandi. Samkvæmt skoðanakönnunum er talið ólíklegt að frumvarpið nái fram að ganga og því líkur á að hjónaband Mr. og Mr. Takei vari lengur en til 4. nóvember.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Sjónvarp | Facebook
Athugasemdir
Þá er sambandið búið mar... er gifting ekki ávísun á skilnað ha :)
DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 09:18
Hehe...góður punktur! Þarmeð er allt gamanið búið... Tom Cruise kemur í heimsókn og framhjáhaldið byrjar... uss...þeir verða búnir að skilja löngu fyrir 4. nóvember hvort eð er! Þetta er jú Hollywood.
Róbert Björnsson, 16.9.2008 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.