Skemmtileg upprifjun...þegar FL Grúpp átti American Airlines
21.9.2008 | 21:09
Fyrir réttu ári síðan skrifaði ég eftirfarandi færslu sem ég ákvað að endurbirta nú til gamans. Nú vill svo til að American Airlines er aðeins að rétta úr kútnum (merkilegt nokk án hjálpar íslensku snillinganna)...á meðan að FL Grúpp er að....ehhh... well... þið vitið! Ekki það að mér finnist gaman í þessu tilfelli að hafa reynst sannspár...en þetta vara bara aðeins of augljóst.
Hvað verður þá um AA mílurnar mínar?
Nú ætla verðbréfaguttarnir hjá FL grúpp að fara að kenna stjórn American Airlines alvöru Íslenska flugrekstrarfræði, enda sennilega ekki vanþörf á.
Eins og segir í tilkynningu frá Hannesi Smárasyni: FL Group hefur umfangsmikla reynslu af rekstri flugfélaga og við teljum að stjórn AMR beri að leita nýrra leiða til að auka verðmæti félagsins. Með því að aðskilja Vildarklúbb félagsins verður hægt að minnka skuldir og auka virði AMR.
Það er nefnilega það. Vonandi hlusta stjórnarmenn elsta og stærsta starfrækta legacy flugfélags Bandaríkjanna, sem fyrir örfáum árum létu sig ekki muna um að taka yfir rekstur TWA, flugfélagsins sem Howard Hughes stofnaði í gamla gamla daga, á nýríka íslenska braskara sem helstu afrek hingað til hafa verið að kaupa Lettneskt ríkisflugfélag og Tékkneskt lággjaldaflugfélag. Jú, því stjórnarmenn FL Grúpp hafa nefnilega umfangsmikla reynslu af rekstri flugfélaga! Please! Næst heyrir maður að Jóhannes í Bónus kaupi 8% hlut í Wal-Mart og fari að kenna Kananum hvernig eigi að selja kjötfars. Gimme a break!
Nú er ég ekki að halda því fram að AA sé vel rekið flugfélag, langt frá því, og það sama má segja um hin gömlu legacy flugfélögin sem eftir eru; United, Delta og Northwest Einungis Continental og US Airways virðast vera að ná að rétta eitthvað úr kútnum í harðri samkeppni við lággjaldaflugfélögin Southwest og JetBlue. En einhvernveginn efast ég um að Icelandair módelið virki fyrir AA.
Anyway...fyrir nokkrum árum flaug ég svolítið oft með TWA (Trans World Airlines) og gekk í vildarklúbbinn og átti orðið einhverjar mílur hjá þeim sem svo fluttust yfir í AAdvantage þegar AA tók yfir. Hvað ætli verði af þessum mílum mínum ef Hannes nær sínu framgengt? Kannski þær færist þá yfir í vildarklúb Icelandair? Það væri nú ekki nema sanngjarnt.
Annars held ég að FL grúpp ætti að vara sig á of-fjárfestingum í illa stæðum flugfélögum sem þeir halda að þeir geti snúið við eins og ekkert sé með því að fara að reka þau eins og Icelandair. Ef þeir fara ekki varlega gæti endað fyrir þeim eins og Swissair sáluga.
Hér má sjá stutta ritgerð sem ég skrifaði einu sinni um endalok Swissair.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Menntun og skóli, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Það að kaupa ónýt félög á slikk og sélja þau sjálfum sér á súperverði var leið þeirra til að ræna hluthafana penungunum sínum. Að þessir guttar séu ekki í fangelsi og að ekki einnhluthafi hafi stefnt þeim er mér gersamlega óskiljanlegt. Big crime, no time.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.9.2008 kl. 22:11
Jamm...Íslenskur kapítalismi í hnotskurn.
Róbert Björnsson, 25.9.2008 kl. 03:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.