For a Few Dollars More

matatorpeningarJæja...krónu djókurinn verður fyndnari með hverjum deginum...það er að segja ef maður hefur svo svartan húmor.  Atburðir undanfarinna daga í fjármálaheiminum, bæði hér í Brandararíkjunum og uppfrá á Skerinu hafa verið með þvílíkum ólíkindum að maður er satt að segja kjaftstopp... Þetta eru hlutir sem maður les um í lélegum skáldsagna-reyfurum...að þetta sé að gerast í alvörunni er svo súrrealískt að maður á bágt með að gera upp við sig hvort maður eigi að hlægja eða gráta...þess í stað er maður eiginlega bara dofinn.

Ég hafði hugsað mér að reyna að þrauka hérna á meðan ég bíð eftir atvinnuleyfi og prófa að vinna hérna í a.m.k. eitt ár.  En þegar dollarinn kostar orðið 106 krónur (og sennilega 110 á morgun og 115 á hinn) og maður lifir á yfirdráttarlánum í íslenskum ríkisbanka...þá fallast manni eiginlega hendur.

Nær maður að borga leiguna nú um mánaðarmótin?  Verður eitthvað afgangs fyrir "macaroni & cheese"?  Ætti maður að eyða síðustu dollurunum í flugfar til Íslands í alla eymdina og atvinnuleysið og 7 fermetra herbergi hjá pabba gamla á Selfossi?  Eða á maður að gefa skít í þetta og keyra á síðasta bensíntanknum áleiðis til Kalíforníu og gerast heimilislaus street hustler eða til Mexíkó að tína jarðarber?

Eða er þetta allt slæmur draumur?  Eða falin myndavél?  Er brandarinn búinn?

Screw it...í kvöld geri ég bara eins og aðrir Minnesota búar og gleymi áhyggjunum yfir úrslitaleik Twins og White Sox.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi lýsa yfir þungum áhyggjum af stöðu mála ef ég teldi áhyggjur ekki gagnslausar.

Annars var húsfélagið að demba á mig 200þúsund króna hússjóð sem ég á að borga mánaðarlega í 10 mánuði... ætli maður endi ekki á götunni, svona ef ég fæ þessari húsaviðgerð ekki frestað einhvern veginn

DoctorE (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 21:20

2 identicon

DoctorE: Eru thetta 200k a manudi (!!!) eda 200 deilt a 10 manudi?

Spurning? (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 23:36

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Það er ríkur maður í dag sem skuldar ekkert Óli minn.   Kannski maður ætti bara að tékka á Filipsseyjum...hljómar nokkuð vel þessa dagana.

Það er rétt Doktor...áhyggjur eru algerlega tilgangslausar.  Sérstaklega þegar ástandið er jafn fáránlegt eins og í dag.  Tökum bara Monty Python á þetta og syngjum Always Look on the Bright Side of Life!

Róbert Björnsson, 1.10.2008 kl. 23:39

4 identicon

2millur + á 10 mánuðum, þetta er klikkun.... ég verð bara að syngja lagið góða :)

DoctorE (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 07:37

5 Smámynd: Róbert Björnsson

Takk fyrir góðar kveðjur frá "Paradís" Óli.   Þetta er nú engin smá "bright side of life" sem þú átt þarna og þú átt það sannarlega inni að njóta lífsins og byggja þig upp.  Hafðu það sömuleiðis sem best!

Róbert Björnsson, 3.10.2008 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband