Trick or Treat

happyholloween.jpgNú er ekki seinna vænna en að skera út grasker og finna sér grímubúning... það liggur við að kanarnir geri jafn mikið úr Halloween og jólunum og Thanksgiving deginum...sem nú nálgast reyndar líka óðfluga...með kalkún og stöffing og all the trimmings. Joyful  

Fólk var farið að undrast um mig og óttast að ég væri hrokkinn uppaf þar sem ég hef ekkert bloggað í tæpar 2 vikur.   Datt því í hug að setja inn þessa tiltölulega innihaldslausu færslu svona bara til að reyna að koma mér í gang aftur.   Satt að segja hef ég einfaldlega ekki haft orku í að taka þátt í kreppu umræðunni.  Það er svo margt sem maður vill segja sem sennilega er best að láta kyrrt liggja.  Það hefur reynst mér ágætlega að halda mér sem lengst frá lyklaborðinu þegar ég er reiður og sorgmæddur.  Hverju getur maður svosem líka bætt við sem ekki er búið að segja annarsstaðar.  Annars hef ég reynt eftir besta megni að leiða þetta hjá mér...hættur að geta horft á fréttirnar á ruv.is í bili...sting bara hausnum í sandinn eins og strúturinn. 

Fékk í gær símhringingu frá College Democrats og var beðinn um að taka þátt í sjálfboðastarfi fyrir Obama nú um helgina og fram að kosningum.  Er að pæla í að slá til... felst aðallega í að hringja í fólk og hvetja það til að mæta á kjörstað og kjósa rétt.  Gæti verið gaman að taka þátt í svona grasrótarstarfi og örugglega ágæt reynsla.  Það er mikið undir núna og ekki bara mikilvægt að Obama vinni (stefnir allt í stórsigur núna) heldur er líka mikil vinna hér í Minnesota lögð í að koma Al Franken í öldungardeildina (stefnum á 60 sæta supermajority) og ekki síður á að sigra skrímslið hana Michele Bachmann, hér í 6th Congressional District, en það var einmitt hún sem sagði um daginn að Obama væri "anti-American" og kallaði á "McCarthy style" rannsókn á því hvaða þingmenn væru nógu "Pro-American".  Sick

Keith Olbermann tjáir sig um Michelle Bachman á snilldarlegan hátt

Og smá skilaboð frá nokkrum vel kunnum andlitum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

ja hérna, þú ert ekki feiminn að sýna á þér bossann

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 30.10.2008 kl. 22:28

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Hahaha...touché!

Róbert Björnsson, 30.10.2008 kl. 22:33

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mæli með því að þú takir þátt í þessu kosningaátaki. Verður örugglega lærdómsrík innsýn í Ameríska þjóðarsál. Annars finnst mér þessi kosningabarátta vera hálfgert twilight zone hvað varðar Repúplíkana. Það er eins og öllum stjörnuvitlausum nöttum, rasistum, gunnöttum, trúarnöttum og dropouts hafi verið safnað í þennan flokk.

Það er kominn tími til að ýta á reset. Þetta er algerlega að spinna af skftinu þarna.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2008 kl. 23:18

4 Smámynd: Heimir Tómasson

Rebbarnir eru farnir að verða all-örvæntingarfullir. Þeirra helsti málflutningur virðist vera að niðurlægja Obama persónulega og ráðast á stefnumálin, ekki síst "redistribute" stefnuna.

Ég er að vinna með einum sem er algerlega McCain maður. Hann bombarderar fyrirtækið með bröndurum og allrahanda póstum þar sem Obama er gert lágt undir höfði. Svo truflast hann gersamlega þegar maður hlær að þessum sömu bröndurum.

Skrýtið fólk, kanarnir.

Heimir Tómasson, 31.10.2008 kl. 09:49

5 Smámynd: Róbert Björnsson

já það var sorglegt að horfa uppá sjálfstortímingu Repúblikanaflokksins...sem í eld gamla daga stóð fyrir ýmsa ágæta hluti.  Fyrir Ronald Reagan var stór hluti Repúblikana með svipuð stefnumál og Ron Paul í dag, sem voru fyrst og fremst lítil ríkisafskipti, minni skattar og frjálshyggja í viðskiptum og einkalífi.  Þessi hópur kallast Libertarians og var eitt sinn máttarstólpi Repúblikanaflokksins...áður en flokkurinn var hertekinn af hvíta ruslinu sem hefur aðeins þrjú áhugamál... the 3 G´s...God, Guns and Gays... með tilhlíðandi "föðurlandsást", kynþáttahatri og útlendingahatri.  Ekkert ósvipað yfirtöku Nýs Afls á F-listanum. 

Það hljóta að verða gerðar MIKLAR breytingar á Repúblikanaflokknum eftir þessar kosningar... rétt eins og hjá íslensku stjórnmálaflokkunum nú um þessar mundir.  Þeir þurfa að fara í gegnum algera endurnýjun og skapa sér nýja ímynd og stefnu..."re-invent" themselves.   Núverandi vörumerki Repúblikanaflokksins er dautt...búið!

Róbert Björnsson, 31.10.2008 kl. 19:04

6 identicon

Hurru gæskurinn, gvað er þeta Holloween?

Ninni (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 19:59

7 Smámynd: Róbert Björnsson

Æi þessir stafsetningar-púkar!   Ninni minn... HOlloween er svona hollow wiener dagur þar sem maður borðar holar pylsur...og er oft ruglað saman við HAlloween sem er allt annað og flóknara fyrirbæri.   

Róbert Björnsson, 31.10.2008 kl. 20:13

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er þetta bara ekki vísun í miklu hryllilegri hlut, þ.e. Sleepy Hollow í New york fylki, þar sem David Rockefeller og NWO familían hans eiga sér skjól.

Mesti viðbjóður á jarðríki það gerpi, enda er Mr. Burns í Simpsons algerlega mótaður á honum, röddin er hans. Rockefellerarnir eru hættulegustu menn á jörðinni. Exxon (litla fjölskyldufyrirtækið þeirra) var einmitt að skila algerum methagnaði á meðan allt anað er á leið til helvítis. Nú og svo stækkar náttúrlega bankinn hans JP Morgan Chase og er sá banki með ráðgjafa hér inni í seðllabanka og efnahagsráðgjafi IMF er fyrrverandi bankastjóri þar.  Ef það er ekki Halloween hrollur, þá veit ég ekki hvað það er.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2008 kl. 17:06

9 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehe...já þú segir nokkuð!

Sammála þér með mr. Burns röddina...gaman að hlusta á kallinn.  En er hann ekki bara besta skinn blessaður...kannski vill ExxonMobil byggja olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðunum...fyrst Rússarnir hættu við lánið.  Svo erum við nú í raun eign hans núna í gegnum IMF og JP Morgan Chase...þannig að við verðum að tala vel um kallgreyið!

Róbert Björnsson, 2.11.2008 kl. 00:23

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm. Hann var hér í fyrra á 92ja ára afmælisdeginum og skoðaði landið. Hann hefur líklega gefið sér það í afmælisgjöf og látið svo aðra sjá um kaupin.

Hann lætur það jú spyrjast út að hann sé mjög gjafmildur og er yfir mörgum "góðgerðarstofnunum" og sjóðum, sem láta ansi lítið hlutfall frá sér í raunverulega styrki. Þessir sjóðir eru fyrst og fremst skattaskjól auðkýfinganna og oft er þeim síðan beitt í "profitable projects"

Afi hans var jú ósvífnasti bissnessmaður sinnar tíðar og varð frægur fyrir að segja m.a. "The more you give away, the more you have." Það átti við að kaupa sér velvild, sem er falleg sögn yfir mútur, en ekki síst að ef þú dælir fjármagni inn í eitthvað, þá áttu það. Fjármagn eykur skuldir, gerir fólk háð því og gerir það háð þeim sem gefur til að koma inn með draumaverkefnin síin. Um þetta eru fjölmörg dæmi í þróunarlöndunum, sem sum hver breyttust í þróunarlönd við slíka innspýtingu.

It's a mad world.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2008 kl. 19:30

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Við sjáum það kannski best á Íslandi, þar sem slíkt peningaflóð hefur breytt okkur í skuldugt þróunarland.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2008 kl. 19:34

12 Smámynd: Róbert Björnsson

Já, það er sjaldan heilbrigt að svo mikil völd og peningar séu á höndum einstakra manna...  en sumir auðmenn standa þó undir sinni "samfélagslegu ábyrgð" eins og Bill Gates og Warren Buffet...    Held reyndar að þeir reynist verst sem erfa auðæfin eins og Rockefeller...  og kvótakóngar.  

Róbert Björnsson, 3.11.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband