Grænt bandalag við Bandaríkin

Hvernig væri nú að gleyma IMF, Evrunni og ESB og taka upp Dollarinn (síðar Amero Joyful) og ganga í NAFTA?   Til vara getum við svo boðið þeim afnot og olíuborunarrétt á Drekasvæðinu og fengið ExxonMobil til þess að byggja tvær eða þrjár olíuhreinsunarstöðvar á norðurlandi-eystra eða á Vestfjörðunum.

Rakst á þessa áhugaverðu grúppu á Fésbókinni og hef heyrt margt vitlausara.  Birti hér tillögu grúppunnar:

us_geothermal_potential.jpg "Grænt Bandalag Við Bandaríkin
"Grænt Orkubandalag"


Hér er hugmynd um að Íslendingar, í stað umsóknar um aðild að Evrópusambandinu, tengist aftur okkar gamla Vínlandi og semji við Bandaríkin um laust bandalag.

Bandalagið yrði mun einfaldara heldur en Evrópusambands bandalag og gæti í megin atriðum snúið að þremur hlutum:
1. Ísland tekur upp bandaríkjadollar og fengi lán upp á t.d. $10B.
2. Víðtækur samstarfssamingur um Græna Orku og hefur Ólafur Ragnar, forseti, þegar rætt þau mál aðeins við Obama, eins og kom fram í sjónvarpinu 5. nóvember.
3. Tvíhliða atvinnusamningur þar sem Bandaríkjamönnum er frjálst að vinna á Íslandi og Íslendingum er frjálst að vinna í Bandaríkjunum.

344706532_ff6be9c6a0_724664.jpgKostir fyrir Ísland:
* Ekkert er gefið eftir af fullveldinu, eins og þarf að gera þegar gengið er í Evrópusambandið.
* Deilur Hollands, Bretlands og Íslands gera Evrópusambands umsókn líka erfiða og líklega verða skilyrðin hörð.
* Í stað 20+ ríkja sem deila um stefnu Evrunnar eru aðeins Bandaríkin og Federal Reserve sem stjórna bandaríkjadollar.
* Traustasta mynt í heimi og lágir vextir.
* Laðar að erlenda banka og bandarísk, Græn hátæknifyrirtæki.
* Skapar stöðugt umhverfi fyrir erlenda fjárfesta.

Kostir fyrir Bandaríkin:
* Samstarfið gæti orðið ein af burðarstoðum Grænu byltingar Obama. Ísland er þar í fararbroddi varðandi hátækniþróun í Grænni orku og gæti það gerst mjög hratt. Vegna smæðar landsins er hægt að skipta fljótt yfir í nýja tækni, eins og vetni, og getur allt landið orðið markaðstilraunasvæði fyrir Græna tækni.
* Rússar eru aftur orðnir meiri ógnun við Bandaríkin og hefur vægi staðsetningar Íslands aukist aftur til muna.
* Sýnir að stjórn Obama tekur strax stór skref í Grænu áætluninni sinni með því að tengjast sterklega inn í íslenska sérþekkingu á Grænni orku.

amero.jpgVið skorum á Forseta lýðveldisins, Ríkisstjórn og Alþingi og skoða þessa hugmynd alvarlega sem allra fyrst!

Ef þú ert sammála um að skoða þessa hugmynd, skráðu þig í þessa Facebook grúppu og sendu skilaboð til þinna vina."

http://www.facebook.com/group.php?gid=42789560971&ref=mf

P.S.  Öllu gríni fylgir einhver alvara! Cool


mbl.is Söguleg heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú ert náttúrlega að grínast.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2008 kl. 10:30

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Jú...svona í stórum dráttum er ég að grínast.  En eru hinir valkostirnir í raun ekki alveg jafn mikið grín á þessum síðustu og verstu?  Nú þarf að vanda valið og ekki kasta neinum möguleikum af borðinu fyrr en að vandlega athuguðu máli.  

Varðandi dollarinn, þá held ég nú að hann sé ekki að fara neitt alveg á næstunni.  Fyrir mína parta treysti ég framtíð dollarsins betur en framtíð Evrunnar.  Just my gut feeling.  Sannarlega er ég ekki einu sinni sannfærður um framtíð Evrópusambandsins sem hefur stækkað alltof mikið á síðustu árum.  Því miður held ég að það eigi eftir að brjótast út skelfileg styrjöld í Evrópu innan næsta áratugar eða svo... þetta pakk hefur aldrei getað verið til friðs.  Nýnasistar komnir með 30% fylgi í Austurríki þar sem vitleysan hefur ný yfirleitt byrjað... fátækt og eymd í suður og austurhluta álfunnar...íslamskir innflytjendur... ég meina þetta er alger púðurtunna!

Og Óli varðandi Prop 8...eða öllu heldur þrátt fyrir Prop 8...þá myndi ég nú samt gefa annað eistað fyrir að fá að búa í Kalíforníu frekar en Póllandi, Færeyjum, fyrrum Júgóslavíu, ítalíu, austurríki, eystrasaltsríkjunum og öllum hinum fyrrum austantjaldsríkjunum.  Prop 8 eða ekki þá er ekki hægt að bera saman San Fransisco og Belgrad þar sem fólk af okkar sauðarhúsi er réttdræpt.  

Varðandi samfélagstryggingar er ég sammála þér, en það stendur þó vonandi eitthvað til bóta þegar "sósjalistinn" Obama tekur við. 

Róbert Björnsson, 11.11.2008 kl. 19:02

3 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Sæll Róbert. Loksins tala einhver af viti. Ég vil hins vegar ganga skrefinu lengra og vil að Ísand hefji viðræður við Bandaríkjamenn um aðild að Sambandsríkjum Norður Ameríku. 51 fylkið yrði þá semsagt Iceland. Báðar þjóðirnar myndu græða. Ég mun fljótlega gera bloggfærslu um nánari útskýringar á þessari skoðun minni, sem ég hef haldið fram í meira en 2 ár.

Siggi Lee Lewis, 14.11.2008 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.