Lúxusvandamál Norðmanna - Lockheed eða Saab

Það getur verið gaman að detta inná norska fréttamiðla endrum og eins (sem eru þó ekki eins skemmtilegir aflestrar og þeir Færeysku) en það er afar hressandi að sjá rifrildi um eitthvað annað en kreppu og bölmóð.

f35Heitasta debatið í Noregi þessa dagana virðist vera um hvort þessi friðelskandi olíuþjóð eigi að spandera krónunum sínum í nýtískuleg Amerísk stríðstól eða Sænsk jafnaðarmanna-drápstól frá Saab.  

Það er nefnilega kominn tími á að endurnýja og módernísera flugvélaflota Luftforsvaret og henda gamla kaldastríðs-draslinu á öskuhauga sögunnar.  F-16 þoturnar þeirra hafa reyndar staðist tímans tönn og vel það, en þær eiga ekki lengur séns í nútíma lofthernaði.

Valið stendur á milli Lockheed Martin F-35 Lightning II (Joint Strike Fighter) og Saab JAS 39 Gripen.  Ef flugherinn fengi að ráða væri valið mjög einfalt...en það sem flækir málið verulega er geo-pólitík og kostnaður.  Margir norðmenn vilja frekar styrkja hergagnaiðnað nágranna sinna heldur en að kaupa Amerískt.  Nordisk samarbete...jo visst!

saab_gripen0011.jpgEn staðreyndin er sú að F-35 er að öllu leiti fremri en sú sænska (nema kannski hvað útlitið varðar).  F-35 er af fimmtu kynslóð orustuþotna og mun koma í stað F-16 og F-18 þotna hjá Kananum.  Hún býður uppá Stealth tækni, thrust-vectoring og fullkomnustu avionics og radar svítu sem völ er á.  "First look, first shoot, first kill" concept.  F-35 er að vísu hálfgerður "jack-of-all-trades but a master of none" því hún er hugsuð sem alhliða árásarvél.  Hún er ekki hugsuð sem hreinræktuð "air superiority fighter" eins og F-22 Raptor sem tekur við af F-15.   F-35 er smíðuð í Fort Worth, Texas og kostar stykkið litlar $70-80 milljónir.

Saab Gripen er hins vegar fjórðu kynslóðar orustuþota sem var hönnuð á níunda áratug síðustu aldar.  Þrátt fyrir endurbætur á avionics og nýjan öflugri hreyfil er varla hægt að bera hana saman við F-35.  Hins vegar er hún smíðuð í Linköping og kostar bara $40-60 milljón dollara stykkið.

Hvorki F-35 né Saab Gripen á mikinn séns í loftbardaga á móti Rússneskum Sukhoi Su-35 eða Eurofighter Typhoon...en það má svosem færa rök fyrir því að loftvarnir séu lítið meira en sýndarmennska hvort sem er.

Hvort myndi ég velja Lockheed eða Saab?  Tja...ég hef nú átt Saab bíl og ég hef átt Lincoln... einhverra hluta vegna fílaði ég mig nú betur á Lincolnum. Wink

lincoln12.jpgman-saab_1985_90.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P.S. Þessu tengt - ef þið eruð áhugamanneskjur um orustuþotur þá endilega kíkið á þessi myndbönd sem ég tók á flugsýningu í sumar, m.a. Blue Angels.  Ef maður hugsar ekki mikið um hinn eiginlega tilgang þessara tóla þá getur hönnunin og fegurðin skinið í gegn.  Smile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Sæll meistari, skemmtilegur pistill. En ég verð að leiðrétta þig aðeins Þú segir "Hvorki F-35 né Saab Gripen á mikinn séns í loftbardaga á móti Rússneskum Sukhoi Su-35 eða Eurofighter Typhoon..." Þetta er ekki rétt.

Bandaríski herinn þarf ekki að munda F-35 til að sigrast á Su 35 eða Typhoon. Upgrade-uð F-15 svo ekki sé minnst á F-22 afgreiða málið hvað varðar hæfni og eða yfirburðum í loftbardaga (Dogfight)

Hvað varðar Saab eða Lincoln hehehehe.....skemmtileg pæling. Ég er ekki Ford maður en ég hugsa að ég myndi skella mér á Lincolninn þó svo að GM risinn eigi Saab og Scania. ;-)

Siggi Lee Lewis, 16.11.2008 kl. 12:41

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Fyrir stuttu síðan héldu ástralir gríðar umfangsmikla "simulated wargames" því þeir eru farnir að hugsa um að skipta út F-18A þotunum sínum og eru að spá í F-35.

Niðurstöðurnar (samkvæmt opinberri skýrslu) voru þær að samkvæmt "kill ratio" hafði F-22 gríðarlega yfirburði yfir allt annað fljúgandi (9:1 vs. F-15) og þvínæst kom Sukhoi Su-35 og Typhoon með í kringum 4:1 vs. F-15 (sem var notuð sem benchmark fyrir 4th generation fighters).... F-35 kom þar á eftir með í kringum 2.5 á móti 1....og Gripen var minnir mig 0.3:1.

Já og svo er GM að fara á hausinn maður... nema að Obama samþykki bailout pakka fyrir Detroit bílaiðnaðinn.   Það er talað um að þeir eigi lausafé fram að áramótum...svo séu þeir stopp.

Friends dont let friends drive Chevy´s! 

Róbert Björnsson, 16.11.2008 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband