License and Registration Please!

charger.jpgFyrir stuttu var ég stoppaður af lögguni hérna í St. Cloud (bara heiður að vera stoppaður af svona flottum Dodge Charger! Whistling) og ég fékk áminningu fyrir að vera með útrunnin "tags" sem er límmiði sem maður kaupir einu sinni á ári (bifreiðagjöld ca $40) og skellir á númeraplötuna.  Hér þekkist ekki að fara með bíla í skoðun...þú berð sjálfur ábyrgð á þinni druslu.

Þetta var sennilega fjórða skiptið sem ég "lendi í löggunni" hér í Ameríkunni...sem hlýtur að teljast nokkuð gott á 8 árum.  Aldrei hef ég kynnst neinu nema fyllstu prúðmennsku og almennilegheitum af Amerískum löggum og samskipti okkar hafa ætíð verið með mestu ágætum.

ok-skirteini.jpgÞegar ég var nýkominn til Minnesota og rataði lítið í Minneapolis varð mér einu sinni á að keyra inn á Nicolette Avenue...ég tók ekkert eftir skiltinu sem sagði að þetta væri göngugata og einungis leyfð leigubílum, strætóum og neyðarbílum.  Það sem meira var...ég elti löggubíl!  Eftir nokkra metra stoppar hann og setur á blikkljósin en mér datt ekki í hug að hann væri að stoppa mig.  Svo ríkur löggan út og spyr mig hvern andskotann ég haldi að ég sé að gera og hvort ég viti hvar ég sé!  Maður varð hálf skömmustulegur og sagðist bara vera saklaus íslendingur á leið í mollið (það myndi sjálfsagt ekki duga í dag Errm).

mn-skirteini.jpgEftirminnilegast var þó þegar ég var stoppaður af þyrlu!  Það var Iowa State Patrol sem náði mér á smá hraðferð í gegnum maís-akrana á I-35.  Það kostaði mig $110 plús hækkun á bílatryggingunum.

Kynni mín af íslenskum löggum eru hins vegar ekki alveg jafn ánægjuleg.  Veturinn 2001-2002 var ég á íslandi og flutti með mér Lincolninn minn frá Tulsa.  Selfoss-löggan lét mig ekki í friði allan veturinn.  Fyrst var ég stoppaður fyrir meintan hraðakstur (heilum 10 km fyrir ofan leyfðan hámarkshraða), næst var ég stoppaður án tilefnis en þá var ég að rúnta um bæinn með pabba gamla mjög síðla kvölds og þeir vildu bara snuðra um hvern andskotann maður væri að þvælast. 

lincoln_continental.jpgLoks var ég stoppaður fyrir að aka um með skyggðar rúður að framan sem er víst stórglæpur á íslandi, því löggan verður að fá að sjá inn í bílinn af einhverjum ástæðum.  Löggan bauðst til að skrapa filmuna af rúðunum á staðnum og þegar ég afþakkaði pent að framin yrðu skemmdarverk á bílnum mínum, sektuðu þeir mig og settu svo rauðan skoðunarmiða á númeraplöturnar og sögðu mér að hundskast með bílinn í skoðun og að ég fengi aldrei skoðun nema að taka filmuna úr rúðunum fyrst.

Já en halló!!!  Bíllinn var búinn að fá skoðun án athugasemda!  Löggan var búin að stoppa mig TVISVAR áður án þess að minnast á rúðurnar!  Og nú þurfti ég að fara með bílinn aftur í skoðun...þar sem skömmustulegir starfsmenn viðurkenndu mistök sín og réðust svo á rúðurnar og létu mig svo borga fullt skoðunargjald aftur takk fyrir.

250px-dangle911.pngMikið lifandi skelfing var ég feginn að komast aftur út til lands hinna frjálsu og heimkynna hinna huguðu...þar sem engvir öfundssjúkir kerfiskallar með harðlífi skipta sér af lituðum bílrúðum og bifreiðaeftirlit ríkisins er bara til í áróðurs-kvikmyndum um Sovétríkin! Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir munu ekki fá meira umburðarlyndi með yfirgang sinn nú svo mikið er víst. Ísland er hrunið. All bets are off.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2008 kl. 03:58

2 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Það er nú ekkert svalara en að vera stoppaður af þyrlu. Nema kannski þeir fari að nota captured UFO's eða eitthvað svoleiðis. Annars er löggan á Íslandi oftast hundleiðinleg. Ég hef verið stoppaður 4 sinnum fyrir ölvunarakstur og þeir virðast aldrey ætla að læra!

Kom mér samt á óvart þegar ég var í Tulsa ( Í heilar 3 vikur ) að ég sá bara einu sinni löggubíl, og 3svar sinnum sá ég Highway Patrol á leiðinni til Memphis og kannski annað eins í bakaleiðinni. En boy....það það eru fleiri pickup-ar í Memphis heldur en svertingjar.

Siggi Lee Lewis, 17.11.2008 kl. 20:13

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Siggi:  Haha...ÞEIR virðast aldrei ætla að læra???   Tsk, tsk...

Jón Steinar:  Já nú er fokið í flest skjól....hvíti fáninn horfinn...og þú genginn í lið með Guðna Agústssyni!

Skorrdal:  jamm... því miður eins og svo margt annað á íslandi.

Róbert Björnsson, 17.11.2008 kl. 20:44

4 Smámynd: Heimir Tómasson

Þyrlu...töff! Þarf að prófa það einhverntímann.

Heimir Tómasson, 17.11.2008 kl. 22:13

5 Smámynd: Heimir Tómasson

Og bæ ðe vei, góð myndin úr Reno 911! Hann er bara töffari.

Heimir Tómasson, 17.11.2008 kl. 22:14

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Já Leutinant Dangle bregst ekki!

Róbert Björnsson, 18.11.2008 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.