Prince segir Guđ hata homma
18.11.2008 | 11:01
Hver man ekki eftir popparanum glysgjarna Prince...sem einu sinni kallađi sig "The Artist formerly known as Prince" og svo varđ hann aftur bara Prince. Eitthvađ virđist hann ennţá vera ruglađur í ríminu eftir ţessar nafnabreytingar og sennilega í einhverri tilvistarkreppu grey karlinn.
Prince er sennilega einn af frćgari tónlistarmönnum Minnesota (ásamt Bob Dylan) og hann hefur búiđ í Minneapolis alla sína hunds og kattartíđ og trođiđ upp á First Avenue (Purple Rain) og í Uptown viđ og viđ. Prince flutti ţó til Los Angeles í fyrra á fimmtugsafmćlinu sínu, ađ eigin sögn til ţess ađ geta betur "rćktađ trúnna".
Aumingja Prince lenti í klónum á költi Votta Jehóva fyrir nokkrum árum og tekur meira ađ segja ţátt í ađ ganga hús í hús til ţess ađ bođa "fagnađarerindiđ" og dreifa "Varđturninum", áróđurspésa Vottanna.
Einhverra hluta vegna gat ég ekki annađ en skellt uppúr ţegar ég las viđtal viđ Prince í The New Yorker ţar sem hann er međal annars spurđur um pólitík...en trúin bannar honum ađ kjósa. Hann sagđist m.a. vera algerlega á móti hjónaböndum samkynhneigđra, benti á biblíuna og sagđi God came to earth and saw people sticking it wherever and doing it with whatever, and he just cleared it all out. He was, like, Enough. og átti ţar vćntanlega viđ Sódómu og Gamorru. Mjög djúpt hjá listamanninum knáa og kvenlega...og svolítiđ tragíkómískt. Viđ óskum honum ađ sjálfsögđu góđs bata.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Tónlist, Trúmál og siđferđi | Breytt s.d. kl. 11:07 | Facebook
Athugasemdir
Prince er líkast til laumuhommi sem varđ fyrir heilaţvottavél.
Trú bannar svo margt, hún bannar eiginlega allt sem viđkemur mannréttindum.... .enda er gudda lýst sem morđóđum einrćđisherra.
DoctorE (IP-tala skráđ) 18.11.2008 kl. 11:52
Seint verđur hann kallađur orator mikill. Orarl donor kannski. Hann er svona kynleysa einhver blessađur.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2008 kl. 19:39
Hehe...ći já hann er spes karakter...og óratoríur hans eru all sérstakar.
Róbert Björnsson, 18.11.2008 kl. 19:50
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.