Whale Wars

Það væri nú synd fyrir Animal Planet og Sea Shepherd ef íslendingar hættu hvalveiðum...hvað verður þá um Season 2 af þessum stórskemmtilegu þáttum með íslandsvininum og hetjunni Paul Watson? Joyful


mbl.is Gætum þurft að hætta hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað ég hata þetta lið,  hipocracy maximus.

Meina, þeir eru að kasta einhverju drasli í krukkum í skipverja á Japanska hvalveiðiskipinu (þeir hafa áður verið að henda sýru á þá svo það kæmi mér ekki á óvart ef þetta hefði verið sýra),  og svo þegar hinir skipverjarnir gjalda líku líkt þá fara þessir hippar að væla "He's aiming straight at us".

"Shots fired, shots fired,  the captain was shot" ..  Þeir voru þegar aðvaraðir við því að ef þeir myndu ekki breyta um stefnu og hætta að nálgast þá yrði skotið á þá.  Þeir eru með sjóræningjafána dregin að hún, eru kastandi drasli í skipverja og hafa væntanlega plön um að fara um borð í skipið og gera einhvern glundroða.. Þetta eru ekkert nema sjóræningjar.

Skil ekki af hverju allir eru tipplandi á tánum í kringum þessa hálfvita,  ef þetta eru ekki lögbrot sem þeir eru að fremja hvað þá?.   úúú þeir eru kannski á alþjóðlegu hafsvæði þar sem engin venjuleg lög gilda...  Mega þá ekki skipverjarnir á hinu skipinu gera það sama og þessi sea shepperd gaurar?,  mega þá ekki japönsku hvalveiðigaurarnir fara um borð í þeirra skip og eyðileggja þeirra búnað eða klessa á þeirra skip.  Nei, það má ekki og þá verða þeir skammaðir á alþjóða vettvangi.

Jísus kræst,   er hægt að vera meiri hræsnari?

Jóhannes H. Laxdal (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 22:06

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Þetta er auðvitað "made for TV drama" og aðferðirnar sem þeir beita eru hannaðar til þess að vera gott action sjónvarpsefni.  Hvort sem við köllum það veruleikafirru eða ekki þá líta margir áhorfendur Animal Planet svo á að öll brögð séu leyfileg fyrir málstaðinn og að Paul Watson sé mikil hetja.

Þú sérð terrorista á meðan flestir heimsbúar sjá freedom fighters.

Persónulega er ég á móti hvalveiðum en þó finnst mér kjánalegt að sjá fullorðið fólk leggja sjálft sig og aðra í mögulega lífshættu úti á rúmsjó...það hljóta að vera til aðrar öruggari og ódýrari leiðir til þess að ná sínu fram.  En allt snýst þetta jú um peninga.

Róbert Björnsson, 18.11.2008 kl. 22:37

3 identicon

Í kjölfarið af þessari stuttu klippu sem ég horfði á hérna þá fór ég að lesa um hvalveiðar og sea shepperd, og í raun bara dýraverndunarsinna yfir höfuð.

 Fann góða grein um þessa þætti hérna, mörg áhugaverð comment líka.

http://depletedcranium.com/?p=1159

Miðað við það sem ég hef lesið, og ég er greinilega ekki einn um þá skoðum miðað við athugasemdir við þessari grein og á öðrum stöðum, þá tel ég að  Sea Shepperd og Paul Watson séu bara í sjóræningjaleik.

Hvernig þeir státa sig af því að hafa stungið af landhelgisgæslur, og unnið herskip í "chicken" og vælandi yfir því að það er skotið á þá.  Einsog einhver sagði,   Ef Landhelgisgæsla eða Sjóher einhvers lands myndi virkilega vilja stoppa/sökkva/fanga Sea Shepperd  þá væri ekkert sem þeir (sea shepperd) gætu gert til að hindra það.

Það er ofvaxið mínum skilningi hvernig fólk getur hugsanlega talið sér trú um það að Paul watson og þetta lið í Sea Shepperd séu einhverjar hetjur sem eru að berjast fyrir verndun á dýrum, að þeir séu virkilega að hjálpa hvölum eða hverju því sem þeir berjast fyrir.

Ég fór meðal annars að lesa um selveiðar í Canada, Alaska og fleiri stöðum, um hvernig Sea Shepperd er að mótmæla þeim.  Selurinn sem er veiddur á þessum stöðum er ekki í útrýmingarhættu, hann er langt frá því að vera það,  og á meðan það eru held ég 6 tegundir af sel á lista yfir dýr í útrýmingarhættu, þá virðast sem margir dýraverndunarsinnar séu ekkert að gera í að reyna að hjálpa þeim, heldur beina þessar "stofnanir" sig fyrir því að berjast gegn veiðum á sel sem er langt frá því að vera í útrýmingarhættu??  hvernig má það standast?,  hvernig er hægt að taka þetta lið alvarlega þegar það er ekki að berjast fyrir því sem það "stendur fyrir".  á einn bóginn ertu með dýrastofn sem telur um nokkrar milljónir og á hinn bóginn ertu með 6 aðra stofna sem allir eru fámennir og óvíst með hvort þeir séu sjálfbærir..  og þetta lið ákveður að beita sér fyrir stofninum sem telur nokkur milljón dýr og þolir vel veiðar.

Paul Watsson sjálfur sagði að eina ástæðan af hverju þeir væru að mótmæla þessu væri til þess að fá stærri fjárframlög.  PENINGAR! (og greinilega athygli) virðist vera það sem knýr þetta fólk áfram, því ef því væri virkilega annt um dýr og vildu koma sýnum skoðunum á framfæri þá eru betri og áhrifaríkari leiðir til að berjast fyrir þeirra skoðunum og vernda dýrin.

Tek sem dæmi feldiðnaðinn sem var hér á árum áður mjög stór markaður, en með miklu "PR campaign" þá tókst dýraverndunarsinnum að fá fólk til að hætta/minnka kaup á feldum.. við það minnkaði eftirspurning og þar af leiðandi minnkuðu veiðar á dýrum útaf feldinum þeirra.

Ég heiti Jóhannes H. Laxdal og ég er kjötæta sem hugsar rökrétt.

Jóhannes H. Laxdal (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 01:53

4 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Sælar kjötætur. Hvað getur maður annað en vorkennt svo fólki? Þetta eru fávitar og það á að gefa hvalveiðimönnum leyfi til að veiða þessar helvítis gúmmítuðrur og hífa um um borð og handtaka fíflin. ÍSLAND BEST Í HEIMI! Eða allavega second best.

Siggi Lee Lewis, 22.11.2008 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.