On the Road Again

Manni er víst ekki til setunnar boðið og planið er að keyra eins lengi og maður endist til í kvöld.  Eyddi megninu af gærdeginum á National Air & Space Museum en svo var svolítið súrrealískt að labba heim á hótel í gærkvöldi því það var ekki sála á ferli, enda allir að éta þakkargjörðar kalkúnann sinn.  Það voru ekki einu sinni leigubílar á götunum þannig að mér leið eins og Palla einum í heiminum...í miðborg Washington D.C.!  Fljótlega sá maður þó að maður var ekki alveg einn í heiminum því hér er ótrúlega mikið af heimilislausu fólki...það var átakanlegt að sjá...og nöturlegt til þess að vita að fyrir utan Hvíta Húsið er fjöldi fólks svangt og kalt...og það líka á Þakkargjörðardeginum.  Washington D.C. er borg andstæðnanna...hér sér maður ofur-ríkt fólk og ofur-fátækt fólk búa hlið við hlið...en fáa þar á milli.  En jæja...best að koma sér af stað heim.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Siggi Lee Lewis

God Speed. Og passaðu þig nú á þyrlunum. Flottar myndir BTW. Verð að smella mér til höfuðborg heimsins einhverntíma.

Siggi Lee Lewis, 28.11.2008 kl. 17:42

2 Smámynd: Róbert Björnsson

So far so good...náði að spæna tæpar 700 mílur í dag og er kominn á mótel í útjaðri Chicago...bara næstum kominn heim.

Róbert Björnsson, 29.11.2008 kl. 05:15

3 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Já helvíti ertu snöggur! Þú ert bara eins og Kanína. HA HA HA.

Hvenær ertu kominn heim á íslenskum?

Siggi Lee Lewis, 29.11.2008 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.