Trúleysinginn ég og leitin að hinu góða

Stundum er erfitt að vera trúleysingi.  Það kemur fyrir að ég öfundi þá sem geta fundið huggun í trú sinni þegar erfiðleikar steðja að.  Sem betur fer finn ég mína huggun og innri frið á annan hátt og lifi síður en svo í einhverju svartnætti þrátt fyrir að trúa ekki á yfirnáttúruleg fyrirbæri eða æðri máttarvöld.  Þess í stað trúi ég á okkar eigin mátt, náttúruöflin, lýðræðið, rökvísi, réttlæti og kærleik.

Hið góða býr innra með okkur, manneskjunum.  Það kemur ekki að ofan, heldur að innan.  Samkennd, kærleikur og ást fjölskyldu okkar og vina, er það sem gefur okkur huggun og hugarró á þessum síðustu og verstu.

Undanfarin ár hef ég af sumum verið talinn "herskár trúleysingi", sem samkvæmt skilgreiningunni, hef barist gegn trúarbrögðum í ræðu og riti og reynt að fá trúað fólk til að sjá "villu síns vegar" og fá það til að vakna upp af vitleysunni og sjá veruleikann eins og hann blasir við mér.  Með öðrum orðum, hef ég tekið þátt í að stunda eins konar "trúboð" trúleysingjans.  Rétt eins og aðrir trúboðar hef ég sinnt þessu hlutverki af mestu umhyggju, velvild og með von um bætt samfélag samkvæmt mínum skilningi.

Stundum hefur það þó komið fyrir að ég hef sært tilfinningar þeirra trúuðu vina minna sem sjá heiminn í öðru ljósi en ég.  Það hefur komið fyrir, að sökum þeirrar óbeitar sem ég hef gagnvart ákveðnum þáttum skipulagðra trúarbragða , að mér hafi yfirsést sú staðreynd að sumt sem tilheyrir trúarbrögðum er í sjálfu sér af hinu góða og að trú getur veitt mörgu góðu fólki "inspírasjón" til góðra verka.  Trúarbrögð eru ekki eins svarthvít og þau hafa stundum birst mér.

Þegar ég var barn og unglingur var ég tiltölulega trúaður.  Ekki meira en gengur og gerist með íslensk börn, en móðir mín reyndi að ala mig upp í góðum siðum og gildum.  Við vorum ekki kirkjurækin og ég las ekki biblíuna fyrr en ég komst á fullorðinsaldur (las þá Gamla testamentið og varð fyrir skelfilegu áfalli Joyful).  Engu að síður leið mér alltaf vel þegar ég slysaðist í kirkju og fann þar oftast fyrir friði, hlýju og kærleika.  Sömuleiðis man ég eftir að hafa beðið til Guðs þegar ég fann fyrir ótta, kvíða og einmannaleika og ég man að trúin á að ég væri ekki einn í heiminum veitti mér mikla hugarró.

Smám saman fjaraði þó undan trúnni með aldrinum, sérstaklega eftir að ég fór að hugsa um hversu fáránleg og óraunsæ hugmyndin um Guð raunverulega er.  Einnig fannst mér Guð endanlega hafa yfirgefið mig þegar móðri mín veiktist af ólæknandi krabbameini og lést eftir hörmulega erfið veikindi.  Satt að segja fann ég þá fyrir biturð og reiði út í þann Guð sem ég taldi mig hafa þekkt.

Ofan á þetta kynntist ég hræsni og öfgum "sanntrúaðra" eftir að ég fluttist hingað til Bandaríkjanna.  Blind bókstafstrú, hvaða nafni sem hún nefnist, er að mínu mati eitt hið skelfilegasta mein sem herjar á mannkynið.  Hatur, ótti, dogma, græðgi, fals og lygi.  Þannig sé ég flest skipulögð trúarbrögð í dag.  Boðskapur margra Kristinna söfnuða (t.d. kaþólskra og hvítasunnusöfnuða) virðast hafa snúist upp í algera andhverfu þess boðskapar sem ég las eitt sinn í Nýja testamentinu.

Hitt hef ég þó líka verið að sjá að undanförnu, mér til mikillar gleði, að til er gott fólk sem boðar einfaldlega trú á hið góða í okkur sjálfum.  Til eru prestar, þ.m.t. innan Þjóðkirkjunnar, svo sem hjónin Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir sem raunverulega boða einungis sannan náungakærleik og samkennd.  Þau taka það besta úr Nýja testamentinu og skilja eftir hryllingssögur hins morðóða og valdasjúka guðs gyðinganna.

Þrátt fyrir að ég sé og verði áfram hamingjusamlega trúlaus (trúfrjáls), þá lýsi ég því hér með yfir að ég mun reyna að taka trúaða í aukna sátt og sýna þeim meiri skilning en ég hef gert í framtíðinni.  "Why can´t we all just...get along?" Smile

coexist1.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Godspeed dude.... ;-)

Heimir Tómasson, 1.12.2008 kl. 19:45

2 Smámynd: Jens Guð

  "Hengjum guð!" söng sænska pönksveitin Ebba Grön fyrir þremur áratugum við gífurlegar vinsældir.  Ég veit ekki hvort einhverjir hlýddu kallinu. 

Jens Guð, 1.12.2008 kl. 20:26

3 identicon

Það verður aldrei friður,trúarbrögð byggja jú á því sama og The Borg "You will be assimilated", minn súperkarl rústar þínum... sem er kannski erfitt hjá islam/kristni þar sem um sama súperkarl er að ræða hjá báðum :)

Annars er þetta að lagast allt saman, mikil vakning um þetta bull um allan heim.

DoctorE (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 21:44

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Heimir:  halelújah bróðir!

Jens: pönkið gerði okkur margt gott...sérstaklega það að þora að hugsa öðruvísi og brjóta niður múra úreldra gilda og hefða.

DocktorE:  Hehe já "resistance is futile"...samt tekst Picard alltaf að leika á þá   Já, vakningin heldur áfram og fólk hlýtur að fara í auknu mæli að sjá í gegnum og afneita ruglinu.  Völd öfgatrúarfólksins fara minnkandi.

Róbert Björnsson, 1.12.2008 kl. 22:33

5 Smámynd: Linda

Já  hérna hér, detta bara ekki af mér allar dauðar lýs Þetta er með því flottasta ef ekki flottasta bréfi/færslu sem ég hef lesið frá vantrúar persónu, þó eru Hippó og Kristinn í miklu uppáhaldi hjá mér þessar elskur. 

Ég vona að þú fáir hlýjar móttökur frá fólki almennt og þá vona ég sérstaklega úr hópi trúaðra, ég leyfi mér að biðja Guð um að varðveita þig og leiða, að gefa þér frið og blessa líf þitt ríkulega.  Og ég vona að þú mætir aðeins kærleika á ferðum þínum, hvort sem hér heima eða úti.  

trúarnött kveðja (sem urrar stundum, en bít aldrei, lofa)

Linda.

Linda, 1.12.2008 kl. 22:44

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehehe...kærar þakkir Linda!

Róbert Björnsson, 1.12.2008 kl. 22:55

7 identicon

frískandi að sjá einhvern tala um trúleysi sitt opinskátt án þess að innihalda "taktu upp mína heimssýn ellegar ertu fífl" attitutið sem trúfrelsishetjur Íslands hafa lengi verið samvaxnir við í barráttu sinni gegn... nákvæmlega því.

Flott færsla verð ég að segja. Tek minn hatt af fyrir þér. *Nær í hatt upp í skáp til að taka að ofan*

Bestu Kveðjur

Jakob (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 23:47

8 Smámynd: Róbert Björnsson

Takk fyrir þetta Jakob.  Fólk verður að fá að trúa því sem það vill svo lengi sem það brýtur ekki á rétti annara til að trúa einhverju allt öðru eða engu.

Þar er ég mikið sammála Thomas Jefferson og þessari fleygu setningu:

"No man shall be compelled to frequent or support any religious worship, place, or ministry whatsoever, nor shall be enforced, restrained, molested, or burdened in his body or goods, nor shall otherwise suffer, on account of his religious opinions or belief; but that all men shall be free to profess, and by argument to maintain, their opinions in matters of religion, and that the same shall in no wise diminish, enlarge, or affect their civil capacities."

Róbert Björnsson, 2.12.2008 kl. 00:44

9 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

frískandi að sjá einhvern tala um trúleysi sitt opinskátt án þess að innihalda "taktu upp mína heimssýn ellegar ertu fífl" attitutið sem trúfrelsishetjur Íslands hafa lengi verið samvaxnir við í barráttu sinni gegn...

Það væri skemmtilegt ef Jakob myndi vísa okkur á dæmi um slíkan málflutning frá "trúfrelsishetjum Íslands".  Hann mætti einnig segja okkur hverjir það eru.

Ég býst reyndar ekki við svari frekar en fyrri daginn.

Af því þú nefnir Jónu Hrönn vil ég benda þér á að hún er í forsvari þeirra sem vilja troða ríkiskirkjunni inn í grunnskólana.  Svoleiðis fólk getur seint talist "boða einungis sannan náungakærleik og samkennd".  Kristniboð í leik- og grunnskólum er klárt siðleysi.

Matthías Ásgeirsson, 2.12.2008 kl. 09:49

10 identicon

rna mælir

sá er æva þegir

staðlausu stafi.

Hraðmælt tunga,

nema haldendur eigi,

oft sér ógott um gelur." 

Jakob (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 13:49

11 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Jakob, þetta er fíflalegt.  Trekk í trekk kemur þú með einhverjar yfirlýsingar um Vantrú eða einhverja ónefnda trúleysingja sem eru alveg ógurlega skelfilegir.  Þegar á þig er gengið getur þú aldrei fært rök fyrir fullyrðingunum.

Þú ert á réttri hillu í guðfræðideildinni.

Matthías Ásgeirsson, 2.12.2008 kl. 14:46

12 identicon

Sæll Matti.

Fyrst þú kannast ekki við krónísk niðrandi ummæli um þá sem ekki deila heimssýn vantrúar þá hlýt ég að fara með fleypur og biðst afsökunar á því. Megi ummæli mín detta niður dauð og ómerk.

Jakob (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 17:35

13 identicon

Já - a þig.

Kinkaði marg oft kolli.

Ragnhildur (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 18:41

14 Smámynd: Róbert Björnsson

Sæll Matthías og takk fyrir viðlitið.  Þú vonandi lítur ekki á mig sem "sellout" fyrir að taka þennan pól í hæðina, en ég tel mikilvægt að "hófsamari öfl" trúaðra annars vegar og svo okkar húmanistana geti átt samskipti á friðsömum nótum og að við reynum að skilja hvort annað og virða skoðanir hvers annars.

Við viljum jú að hlustað sé á okkar rödd og að okkar sjónarmið séu álitin skiljanleg og réttmæt.  Þá getum við ekki verið svo óhagganleg í okkar afstöðu til trúaðra að við lítum út eins og andstæð útgáfa af Gunnari í Krossinum eða Jóni Val Jenssyni.  Við verðum að "take the high road" og leyfa fólki eins og t.d. Bjarna og Jónu Hrönn og Hirti Magna að njóta sannmælis og viðurkenna að þrátt fyrir að þau sjái heiminn á annan hátt en við, þá meina þau vel og standa með okkur gegn óréttlæti og öfgum þeirra "sanntrúuðu".

Eg vissi ekki að Jóna Hrönn væri í forsvari fyrir kristniboð í grunnskólunum og að sjálfsögðu er ég sterklega mótfallinn því, en það breytir því ekki að ég efast ekki um að Jóna Hrönn sinnir því hlutverki sínu einmitt af "náungakærleik og samkennd" from her point of view...rétt eins og þú hefur staðið þig vel í að boða okkar sjónarmið og sinnir því starfi að heilindum.  Takk fyrir það og bestu kveðjur!

Róbert Björnsson, 2.12.2008 kl. 19:03

15 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Við skulum bara orða það þannig að barátta Jónu Hrannar fyrir trúboði í skólum hefur ekki alltaf verið heiðarleg.   Hún hefur ekki haft nokkra samúð með því sjónarmiði að trúboð eigi ekki heima á þeim vettvangi og hefur aldrei sýnt nokkrun sáttavilja í því máli.  Hér eru einhverjar Vantrúargreinar þar sem hún kemur við sögu.

Vel má vera að þau hjónin séu hið besta fólk.  Ég efast ekkert um það.

En þau eru líka starfsmenn ríkiskirkjunnar og þeirra helsta markmið er að kristna þjóðina.

Ég tel þig ekki vera sellot, en ég er að reyna að benda þér á að "hógværu" trúmennirnir eru þeir sem hafa verið verstir undanfarin ár, hafa m.a. verið að berjast fyrir trúboði í leik- og grunnskólum. 

Matthías Ásgeirsson, 2.12.2008 kl. 22:05

16 identicon

Ég vill ekki evru !

Júrí (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 23:22

17 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Skemmtilegt innlegg Róbert   Ég allavega "trúi" á það sem þú ert að segja   og er sammála þessum pól í hæðina með hófsamari öfl trúlofaðra og ótrúlofaðra húmanista "United Kingdom Of Earth And Heaven"

Máni Ragnar Svansson, 9.12.2008 kl. 11:48

18 Smámynd: Róbert Björnsson

Hey þetta virkar allavega í Star Trek!   Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir o.s.f. ...en það getur þó virkilega reynt á þolrifin hehe!

Stundum þegar að "kristnir" bloggarar taka til máls hér þá verð ég að bíta mig í puttana til þess að halda mér frá því að commenta og rífast við þetta lið.  Það er engan veginn gott fyrir blóðþrýstinginn...en svo man ég eftir því að það er ekki í mínum verkahring að koma vitinu fyrir þetta fólk.  Sumir eru svo "hardwired" í þetta trúar-dæmi (að það jaðrar við sjúkdómsástandi að mínu mati) en það væri alger ógjörningur og tilgangslaust að reyna að rökræða við þetta ágæta fólk.  Það verður bara að fá að lifa í sínum hugarheimi í friði fyrir mér....SVO FRAMARLEGA sem það drullar ekki yfir mig, mínar lífsskoðanir og lífsmáta.   Therein lies the problem.

Róbert Björnsson, 9.12.2008 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband