Evrópa

Undanfarin ár hef ég verið á þeirri skoðun að hagsmunum Íslands væri best borgið innan Evrópusambandsins.  Í ljósi atburða síðustu mánuða hef ég verið að endurskoða þá afstöðu mína og hef enn ekki komist að endanlegri niðurstöðu.  Það hefði átt að sækja um aðild fyrir 5-10 árum síðan...þá væri staðan kannski önnur í dag.  Í dag eru forsendurnar aðrar og verri og mætti vel nota máltækið "you´re damned if you do, you´re damned if you don´t".  Það virðast þó fáir aðrir kostir raunhæfir í augnablikinu.

Ein rökin sem Evrópusinnar beita stundum, málstað sínum til framdráttar, er sú að benda á að við Íslendingar "eigum svo mikið sameiginlegt" með Evrópu-þjóðunum.  Sérstaklega varðandi menningu og jafnvel sögu.  Jafnframt er oft bent á hvað við eigum ósköp lítið sameiginlegt með lág-menningu Norður Ameríku og jafnvel kvartað sáran yfir því að RúV skuli vera að demba þessum ósóma yfir þjóðina á formi Bandarísks og Bresks sjónvarpsefnis...sem að sumra mati er ekki "nógu kúltíverað".  Íslendingar eiga að horfa á meira af Skandínavísku sósjal-drama og Ítölskum og Frönskum sápuóperum.

Nú verð ég að viðurkenna að fyrir utan stutta heimsókn til London hef ég ekki komið til Evrópu í 12 ár.  Það skrýtna er að mig er lítið farið að langa þangað aftur.  Kallið mig Kanamellu og hvað sem þið viljið...en kíkið á eftirfarandi nýlegar svipmyndir frá þessari æðislegu Evrópu...sem við Íslendingar eigum svo svakalega margt sameiginlegt með.

Austurríki:

 

 

 

 

 

 

Ítalía:

 

 

 

 

 

 

 

 

Pólland:  kaczynski-twins.jpgkielbasa.jpgKrakau gay pridetinky.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þýskaland:  Knutpope.jpgsoccer_neo_nazis.jpg

 

 

 

Spánn:  polizia

 

 

 

Írland:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sviss: plakatsvp03.jpg

 

 

 

 

Ungverjaland: gayprotest-hungary-budapest-neonazis-2008.jpg

 

 

 

 

 

Danmörk:  pig-danish.jpg

 

 

 

 

 

 

Svíþjóð:  swedish chefpam_swedish_mballs.jpg

 

 

 

 

 

 

 Bretland:  bretaheiligordon_brown.jpgprince-charles-the-red-701649_748668.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Holland:  coffeeshops.gifgeertwilders.jpg

 

 

 

 

 

 

Frakkland:  sarkozyfrance

 

 

 

 

 

 

Finnland:  finnskt sauna nokian_748680.jpg

 

 

 

 

 

 

Nennti ekki að birta myndir frá óeyrðunum á Grikklandi, né eymdinni í Belgíu og Eystrasaltslöndunum og brjálæðinu á Balkanskaganum.

Vonandi hef ég eitthvað skakka mynd af þróun mála í þessari heimsálfu ... en myndirnar tala sínu máli. GetLost


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehe...já þú segir nokkuð...en ætla þeir ekki einmitt að fara að loka þessum ágætu "kaffihúsum"?  Eitthvað heyrði ég talað um það að Hollendingar væru orðnir svo leiðir á Amerískum gras-túrhestum.   Hins vegar er að ég held (frá síðustu kosningum) orðið refsilaust að eiga allt að einni únsu til einkanota í Massachusetts og í a.m.k. 11 fylkjum er búið að heimila læknum að skrifa uppá þetta í lækningaskyni.

Hitt er svo annað mál að í Hollandi er örugglega að finna, eins og þú segir, gott og frjálslynt fólk, sem og víðar í heimsálfunni.  Það er heldur ekki svo að ég dæmi allt Austurríki vegna Jörg Haiders og Josef Fritzl...þeir búa líka til Mozart kúlur og skemmtilega týróla-músík.  

Það eina sem ég var að reyna að benda á, er hversu mikil hræsni og vitleysa það er, að dásama Evrópska menningu út í hið ódauðlega á sama tíma og fólk má ekki heyra á Ameríku minnst.  Auðvitað ætla ég ekki að fara að verja redneckana "down south"...en hér býr líka siðmenntað og frjálslynt fólk!   Og hvaða Evrópu-ríki sérð þú fyrir þér að kjósi svartann mann sem forseta á næstu áratugum???

Róbert Björnsson, 12.12.2008 kl. 17:14

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Nú jæja...það hlaut að vera.  Það kom mér líka á óvart að Hollendingar ætluðu sér að verða af þessari miklu tekjulind sökum einhverrar nýtilkominnar púrítanastefnu...það hefði ekki verið þeim líkt. 

Róbert Björnsson, 12.12.2008 kl. 18:29

3 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Evrópa er allavega ekki snauð af "problemum" frekar en Usa eða Iceland.  Að ganga í EB reddar sumum vandamálum, en býr til önnur.  Að standa á eigin fótum frjálst og óháð hefur líka sínar slæmu hliðar og þessi nauðhyggja er virkilega neyðarleg.  Eins og að taka einhverja sérstaka trú af því að annað er ekki í boði, með sverðsblaðið lagt að hálsinum og EB Sollu á bullandi túr eftir öryggisráðsflippið.  Framsýni, þetta orð hljómar eins og nýyrði allavega fyrir mér í Íslensku en hér býr samt fullt af fínu fólki sem sér lengra en nef þess nær og koma dagar og koma ráð og gæfan er alltaf girnileg.  Það fannst Adam allavega þegar Eva færði honum eplið

Máni Ragnar Svansson, 12.12.2008 kl. 22:51

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Segi það líka, Bobby kanamella! Flott samansafn af myndum. Nú þegar Ó-bama er að verða forseti getum við í USA loksins aðeins horft í spegilinn. 

No pimples today.

Ólafur Þórðarson, 15.12.2008 kl. 17:48

5 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sæll Róbert.  Þú sendir mér komment um daginn þegar ég var að skrifa um landnám víkinga. Ég held að það sé rótgróin öfund í garð Bandaríkjamana i Evrópu.  Hún á rætur sínar að rekja til þess þegar þangað flutti duglegt fólk sem hafði verið haldið niðri en yfirstéttin í Evrópu var þar eftir kyrr. Síðan urðu Bandaríkjamenn sjálfstæðir og fljótt miklu ríkari.

Síðan þá hafa evrópumenn stöðugt reynt að halda því á lofti að kanar séu heimskir, menningarsnauðir og sjálfhverfir.  Þó svo að þar séu bestu háskólar í heimi, flestir nóbelsverðlaunahafar og flestar fræðibækur á öllum sviðum vísinda séu skrifaðar þar.

Ég er sammála þér að það er slæmt að þurfa að ganga í EB skríðandi á fjórum fótum. Enda er ég alls ekki viss um að það hjálpi okkur neitt, t.d. varðandi það að taka upp nýjan gjaldmiðil. Sumir hagfræðingar hafa verið að benda á að við ættum frekar að taka upp dollar.  Aðrar þjóðir hafa gert það í samráði við Bandaríska seðlabankann meðan evrópuríkin vilja það ekki.

Þorsteinn Sverrisson, 15.12.2008 kl. 21:11

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Takk fyrir þetta innlegg Þorsteinn.  Jú, sennilega er andúð margra á Bandaríkjunum sprottin af öfund.  Það er skiljanlegt með gömlu evrópsku heimsveldin að fólk þar sjái eftir þeim tímum þegar þessu var öfugt farið...en ég hef samt aldrei skilið af hverju íslendingar láta svona.  Höfum við virkilega efni á að líta niður á aðrar þjóðir?  Erum við svona fullkomin og gáfuð og miklu betri en fúll á móti? 

Hitt er svo annað mál að ég tek undir með þeim sem hafa illan bifur á utanríkisstefnu USA og fráfarandi valdhöfum o.s.f., en það má ekki dæma alla þjóðina útfrá Bush og hans liði. 

Veffari:  Hehe...já, nú getum við smælað framan í heiminn   - A.m.k. þangað til kallinn bregst vonum okkar og gerir eitthvað skammarstrik... but so far so good.   Kind of...er eins og fleiri svolítið hissa á ráðherravalinu.

Hippó:  Stoltur Evrópu-búi segirðu   Einhverntíma verður maður að blogga um þjóðarstolt og af hverju maður á/eða á ekki að vera stoltur af uppruna sínum, sérstaklega með tilliti til þess að maður stjórnar því engan vegin hvar maður fæðist og maður á engann þátt í afrekum forfeðra sinna... áhugaverðar pælingar.

Máni:  Það er rétt...á íslandi býr margt fínt og klárt fólk og ef eitthvað getur bjargað okkur útúr þessum vandræðum er það okkar dýrmætasta auðlynd, mannauðurinn. - Sem við vonandi missum ekki alla úr landi á komandi mánuðum.   Framsýni er einmitt það sem við þurfum meira af...og framfarastefna (Progressivism) ... not to be confused with framsóknarstefna.

Róbert Björnsson, 16.12.2008 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband