Homeless in D.C. moved out before inauguration
15.1.2009 | 22:51
As the city of Washington D.C. prepares to spend $47 million (plus another $27 million by neighboring communities in Maryland and Virginia) on President Obama's inauguration ceremony - the city's estimated 12,000 homeless people are being told to disappear for a week! (see this news article from AFP)
It struck me as a harsh reminder of the reality and priorities of this great nation - to witness first hand the despair and hopelessness of the people on the streets of Washington D.C. - As I walked home to my hotel room on Thanksgiving night, past the White House, I felt like I was in a different world. The streets were empty except for myself and the unfortunate homeless people, whom during the day I had hardly noticed.
While most Americans enjoyed their stuffed turkey with their extended families - I walked by hundreds of faces - shivering from the cold and starving. Young and old - men and women - white and black - some even displaced from New Orleans after Hurricane Katrina.
I can't forget those faces - and while America celebrates and brushes it's undesirables under the carpet...I can't stop wondering how many lives could be changed if those $47 million were being spent on housing and employment for those who have absolutely nothing! Actual human beings.
100 milljarðar dala til að taka á vanda heimilanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 23:08 | Facebook
Athugasemdir
Bandaríkin er að mörgu leiti gott land og gaman að koma þanngað en þetta er eitt af því sem mér finnst ógnvekjandi við Bandaríkin eru þessir öfgar rosalegt ríkidæmi og rosaleg fátækt. Ég hef oft velt því fyrir mér hversvegna verður fólk heimilislaust og getur ríkið alltaf hjálpað fólki. Ég tel að 90% af þessu fólki sem lendir í þessu á við geðræna sjúkdóma að stríða og svo auðvitað áfengis og eiturlyfa fíkn og svo er auðvitað fólk inn á milli sem verður bara óheppið og lendir á götuni. Með bæði alkahólista og eiturlyfafíkla getur ríkið ekkert gert ef þeir eru ekki tilbúnir að hætta sjálfir og það er sama hvað ríkið lætur þá hafa mikla peninga þeir halda áfram að lifa á götuni því frekar vilja þeir eyða öllum sínum peningum í áfengi og dóp frekar en húsaskjól en ríkið getur auðvita boðið þeim meðferð hafi þeir áhuga á að hætta sem er í boði hér á íslandi en því miður ekki í usa. Ég hef það stundum á tilfinninguni að fólk gleymi að spyrja sig hvers vegna fólk lendir í þessari stöðu. Ég spyr mig getur ríkið hjálpað öllum? Getur ríkið hjápað þeim sem ekki eru tilbúnir að taka á sínum vandamálum? Ég tek það fram að ég er hlyntur góðu velferðarríki en ég spyr mig sama hversu gott velferðarkerfið er verður nokkum tíman hægt að koma í veg fyrir að fólk lendi á götuni?
Þórarinn Sigfússon (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 04:57
Mjög góður punktur hjá þér Þórarinn!
Eins átakanlegt og það hljómar þá er sennilega ekki hægt að bjarga öllum af götunni. Hjá einhverjum er þetta meira að segja að einhverju leiti sjálfvalinn lífstíll. En jafnframt er ég þess handviss að margir eru í sárri neyð og fá alltof litla hjálp. Margir vita ekki einu sinni um sinn rétt - fjöldamörg börn hafa lent á götunni sem hafa strokið að heiman og alast svo upp á götunni og í fangelsum án þess að þekkja neitt annað.
Róbert Björnsson, 16.1.2009 kl. 05:05
Sæll Róbert,
Þetta er ekki þessu tengt (!) en viltu lesa þetta blogg ef þú ert ekki búinn að því.
Þvílík hetja!!! ég er bara ekki að ná upp í þetta. VÁ!!
http://holmfridurge.blog.is/blog/holmfridurge/
Bæ Edda.
Edda Björk Hafstað Ármannsdóttir, 17.1.2009 kl. 00:58
Takk fyrir að benda mér á þetta Edda!
Já hún er aldeilis frábær! Virkilega sterkur karakter og góð fyrirmynd. Hennar frásögn hjálpar örugglega mörgum í svipaðri stöðu og vekur fólk vonandi til umhugsunar um þessi mál.
Frábært innlegg í baráttuna!
Róbert Björnsson, 17.1.2009 kl. 01:46
Hvað þá með þessa sem eiga við ''geðræn vandamál'' að setja en eru ekki i fíkniefnaneyslu? Ríki gæti eflaust hjálpað þeim. Ekki má svo setja geðræn vandamál og fíkn undir sama hatt þó stundum fari það sama. En fróðlegt væri að vita hve mikill hluti þessara 90 prósenta eiga viðgeðræn vandamál að etja og hve mikill hluti við fíkniefnaneyslu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.1.2009 kl. 12:00
Já Sigurður Þór það er auðvitað ekki hægt að alhæfa en þetta er allavega sú tilfinning sem ég hef fyrir þessu. Alkahólismi og eiturlyfafíkn sem er í raun og veru það sama alkahólismi er bæð líkamlegur og geðrænn sjúkdómur og er skylgreindur sem heilasjúkdómur samkvæmt læknisfræðini og geðsjúkdómar þunglyndi og kvíði eru líka skylgreindir sem heilasjúkdómar í læknisfræðini. Það er vísindalega sannað að ára löng neysla af vímuefnum og þá tel ég að sjálfsögðu áfengi með veldur geðsjúkdómum. Þannig að það er kannski ekki hægt að setja geðsjúkdóma og vímuefna fíkn undir sama hatt en þetta er allavega mjög skylt og eitt leiðir að öðru. Þessir sem eiga bara við geðræn vandamál getur ríkið auðvitað hjálpað en það er eins með þá og vímuefnafíkla þeir verða að vera tilbúnir að hjálpa sér sjálfir sem mér finnst oft gleymast í þessari umræðu það er ekki hægt að kaupa allt handa fólki. Ég get tekið sem dæmi ríkið gæti komið manni að í besta skóla í heimi þar væri besta aðstæða sem völ er á bestu kennararnir ofl en þú verður líka að leggja á þig vinnu til að ná öllum prófunum og útskrifast það getur ríkið ekki gert fyrir þig.
Þórarinn Sigfússon (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 18:42
BLizzar. Er ekki málið að halda sig bara í íslenskunni félagi?
BTW: Hvað er númerið þitt? Hef verið að reyna að ná í þig og það hringir og allt það en svo kemur bara "We'r sorry, you have reach a number that has bin disconnected or not longer in service" Hvað er málið? ;-)
Siggi Lee Lewis, 17.1.2009 kl. 19:52
Sigurður Þór og Þórarinn: Hvort sem heimilisleysið tengist geðsjúkdómum einvörðungu eða hvort vímuefnaneysla bætist svo við - ber þjóðfélaginu að mínu mati skylda til þess að reyna eftir fremsta megni að aðstoða. Til dæmis með því að bjóða uppá gisti-skýli, "súpu-eldhús", ráðgjafar- og læknisþjónustu sem og meðferðarúrræði. Hins vegar er rétt hjá Þórarni að það er erfitt að hjálpa þeim sem ekki vilja þiggja hjálp. Það er ekki hægt að hirða fólk upp af götunni og loka það inni gegn vilja þess og neyða það í meðferð. Það virkar ekki og væri í raun brot á frelsi einstaklingsins.
Siggi Lee: Tja...íslensku segirðu? Æi...hefur fólk ekki bara gott af því að æfa sig í enskunni? Annars ert þú sá þriðji sem kvartar yfir þessu og fólk er hætt að nenna að kommenta hjá mér...kannski maður verði að taka þetta til endurskoðunar. Enskumælandi gestir kunna ekki að kommenta því ruslpóstvörnin er á íslensku og þeir kunna ekki að leggja saman tvo plús tvo á íslensku.
Varðandi símann þá er ég svo á kúpunni að ég hef ekki efni á honum lengur...nota bara skype-ið í augnablikinu... og reyndar er með farsíma sem virkar stundum og stundum ekki (næ ekki signali hérna innandyra) en númerið er 320-492-8273.
Róbert Björnsson, 17.1.2009 kl. 21:50
Já óneitanlega minnir þetta á söguna með Mussolini þegar hann lét mála húsin næst lestarteinunum sem Hitler ferðaðist á í heimsókn til Ítalíu. En er í raun átakanlegri.
Ákveðinn ónefndur maður hlýtur að geta gert eitthvað í þessu ef vilji er fyrir hendi af hans hálfu.
Að vera heimilislaus í BNA er ekkert grín, sérstaklega þar sem svo margir taka sér þá stöðu að fólkið sé óttalegir aumingjar og jafnvel "vilji" sofa í pappakassa úti á götu.
Í gær var ég í lestinni og maður kom inn og sagðist hafa verið rændur og veskinu stolið. Hann kæmist ekki heim til sín því hann gæti ekki keypt sér miða (í úthverfi). Hann var alveg þokkalega til fara, bað um bara smá aur og þeir 50 manns eða svo sem voru í vagninum virtu hann ekki viðlits. Enginn gaf honum neitt og hann fór þá í næsta vagn...
Svo er annað, að ef 90% (eða hvað það er) eiga við geðræn vandamál að stríða, af hverju eru þeir þá ekki undir læknishendi? Hér kemur Reagan-dýrkunin svolítið inn í dæmið líka því hann lét skrúfa fyrir svona bölvaða vitleysu og mikið af sjúklingum lenti úr kerfinu og á götunni. Þetta var skömmu áður en ég kom fyst til BNA ('83) og mikil reiði út af þessari frjálshyggjuaðferð.
Ef Bandaríkin hafa efni á að senda gríðarlega dýr vopn, herlið og miklu geðbilaðra rusl út um allann heim, þá hafa þau sannarlega efni á að laga vanda heimilislausra. En þeir hafa meiri áhuga á að bara feika það og við skulum hafa það í huga þegar Obama er að taka ýmsar ákvarðanir á sínum forsetaferli.
Ólafur Þórðarson, 18.1.2009 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.