Jóhanna fyrsti samkynhneigði stjórnarleiðtogi heims

Nú hafa Íslendingar aftur brotið blað í heimssögunni en árið 1980 var frú Vigdís Finnbogadóttir kosin þjóðarleiðtogi - fyrst kvenna í heiminum.

JóhannaJóhanna Sigurðardóttir, er samkvæmt minni bestu vitund, fyrsti stjórnarleiðtogi (head of government) heims sem hefur opinberað samkynhneigð sína.  Þetta eru ekki lítil tíðindi og eiga eflaust eftir að njóta heimsathygli.  Hverjum hefði dottið það í hug fyrir ári síðan að svartur maður að nafni Hussein yrði forseti Bandaríkjanna og að lesbía yrði forsætisráðherra Íslands viku síðar!

Það efast enginn um heilindi og heiðarleika Jóhönnu - ólíkt öllum öðrum stjórnmálamönnum getur hún orðið sameiningartákn þjóðarinnar fram að kosningum.  Hennar tími er kominn og við hljótum að óska henni farsældar í starfi á þessum erfiðustu tímum þjóðarinnar.  Væntanlega verður hennar fyrsta verk að hreinsa út úr Seðlabankanum.

Til hamingju Íslendingar - samtakamáttur mótmælenda felldi ríkisstjórnina - í fyrsta skipti íslandssögunnar var hlustað á fólkið - Lengi lifi byltingin!


mbl.is Ný ríkisstjórn í kortunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Venjan er sú að ríkisstjórnir eru myndaðar að afstöðnum kosningum. Það er álitamál hvort Jóhanna sé nokkuð stolt af því, ef til kemur, að verða fyrsti forsætisráðherra í sögu lýðveldisins sem kemst til valda með grjótkasti og íkveikjum!  

Flosi Kristjánsson, 26.1.2009 kl. 20:13

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Já, hugsa sér...að ákvörðunin um næsta forsætisráðherra hafi ekki farið fram á flokksþingi Sjálfstæðisflokksins!

Það verða kosningar í vor Flosi - þetta er neyðarstjórn til þriggja mánaða!  

Og jú, Jóhanna má vera stollt af því að hún mun starfa í umboði Íslensks almennings sem reis upp gegn ofríki, siðblindu og vanhæfni flokksforystu Sjálfstæðisflokksins.

Róbert Björnsson, 26.1.2009 kl. 20:26

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Mér líst mjög vel á Jóhönnu.  Hún er mikill mannvinur og þjóðin treystir henni. Ég vona svo sannarlega að hennar tími sé kominn!

Margrét St Hafsteinsdóttir, 26.1.2009 kl. 23:15

4 identicon

Mér finnst eiginlega ekkert markvert né skipta neinu máli hvort þjóðarleiðtogin sé sé svartur eða lessa. Raunar finndist mér merkilega ef einhverjum þarna úti í heimi finnst þetta merkilegt.

En ef einhverjum finnst það skipta máli þá ætla ég að vona að ferðaþjónusta á Íslandi muni blómstra ef til þess kæmi að Jóhanna kæmist til valda.

Ragnhildur (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 11:07

5 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Góðar fréttir.

Það sýnir væntanlega fordómaleysis á þessum bæ að ég var alveg búinn að gleyma þessu með samkynhneigðina. Það sýnir væntanlega líka að Jóhanna stendur fyrir sitt.

Kveðja, 

Sólveig Klara Káradóttir, 27.1.2009 kl. 17:07

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Auðvitað á þetta ekki að vera neitt merkilegt og það er til marks um hvað íslendingar eru komnir langt miðað við aðrar þjóðir að þetta skuli almennt hvorki skipta fólk máli né vekja eftirtekt.

En trúiði mér - það væri annað uppi á teningnum hér í Bandaríkjunum, því miður!

Staðreyndin er sú að í langflestum löndum heims dettur ansi fáum hommum og lesbíum það í hug að þau eigi séns á að rísa til hárra metorða í sínum samfélögum.  Það er hægt að telja á fingrum annnarar handar samkynhneigða þingmenn og borgarstjóra í örfáum löndum - en aldrei fyrr forsætisráðherra eða forseta.  Hvergi.

Þetta er því sannarlega merkilegur áfangi í þeim skilningi - og rétt eins og kjörið á Barrack Obama kveikti vonir í hjörtum svartra barna út um allan heim - um að þau gætu orðið hvað sem er - jafnvel forseti - gildir vonandi það sama um samkynhneigða krakka þegar þau læra að ekkert er útilokað!  Nú hafa þau fyrirmynd sem leyfir þeim að hugsa út fyrir ramma staðalímyndanna.  Enn eitt "gler-þakið" hefur verið brotið.

Róbert Björnsson, 27.1.2009 kl. 19:58

7 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Mér líst  vel á Jóhönnu en hvernig ætlar hún að höndla Seðlabankann??????????

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 28.1.2009 kl. 20:50

8 Smámynd: Ólafur Þórðarson

I like it.

Ólafur Þórðarson, 2.2.2009 kl. 05:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband