Wonkette um "ástandiđ" á Fróni
29.1.2009 | 05:17
Okkur mörlandanum finnst fátt skemmtilegra en ađ heyra útlendinga tala vel um okkur og jafnframt móđgumst viđ agalega ţegar glökkt gests-augađ varpar ljósi á óţćgilegar stađreyndir um land og ţjóđ. Hvort ţađ skrifast á barnslega minnirmáttarkennd eđa sjálfhverfu skal ég ekki segja - en spurningin sígilda "How do you like Iceland?" hefur alltaf fariđ svolítiđ í taugarnar á mér - ţví fólk býst alls ekki viđ ađ fá nein önnur svör en ađ ísland sé ávallt "best í heimi miđađ viđ höfđatölu"...og öllum öđrum löndum til fyrirmyndar.
Ţađ verđur ađ viđurkennast ađ ímyndar-áróđurs-maskínunni tókst mjög vel upp ađ byggja upp ţá hugmynd í útlöndum ađ á Fróni byggi fallegasta, sterkasta og gáfađasta fólkiđ í fallegasta landi í heimi... en eins og flestir vita hefur sú ímynd beđiđ mikla og óafturkrćfa hnekki á undanförnum mánuđum - ţökk sé fráfarandi valdhöfum og siđlausum útrásarvíkingum.
En hvađ um ţađ... í Washington D.C. er haldiđ úti skemmtilegu frétta-satíru bloggi er nefnist Wonkette ţar sem fjallađ er um pólitík og atburđi líđandi stundar á svolítiđ sérstakan hátt. Ekki er um verulega vinstri- né hćgri slagsíđu ađ rćđa en kaldhćđnin og "cynicisminn" er í fyrirrúmi. Lesendur bloggsins taka fréttaflutninginn ekki alltof alvarlega en skrifa oft ansi skemmtileg komment sem eru ekki síđur athyglisverđ en greinarnar sjálfar.
Hér má lesa ansi áhugaverđa "frétt" Wonkette um ástandiđ á Fróni - og ţađ er ekki síđur áhugavert ađ lesa komment lesenda og skođanir ţeirra á landi og ţjóđ.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dćgurmál, Spaugilegt, Utanríkismál/alţjóđamál | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.