Jóhanna kveikir von í Uganda
29.1.2009 | 09:56
Margir veltu fyrir sér hvort það var viðeigandi og yfir höfuð fréttnæmt að draga fram þá staðreynd að Jóhanna Sigurðardóttir yrði fyrsti opinberlega samkynhneigði einstaklingurinn til þess að gegna embætti forsætisráðherra eða stjórnarleiðtoga í heiminum. Sem betur fer hefur réttindabarátta samkynhneigðra á íslandi loksins skilað þeim árangri að fólk er ekki dregið í dilka eftir kynhneigð og ungu kynslóðinni finnst fáránlegt að slíkt sé einu sinni rætt lengur og telur jafnvel að mismunun og fordómar tilheyri algerlega löngu liðinni tíð. Þetta er feykilega jákvæð þróun - en við megum samt ekki blekkja okkur til að halda að svona sé þetta líka alls staðar annarsstaðar í heiminum. Þess vegna þótti mér mjög mikilvægt að að útlendingar tækju eftir gleðifréttunum um Jóhönnu - sem því miður verður að sætta sig við að vera orðin mjög opinber persóna þó svo það sé henni eflaust þvert um geð.
En vonandi yrði hún sátt við þennan fjölmiðlasirkus ef hún læsi þetta blogg - skrifað af samtökum samkynhneigðra í Afríkuríkinu Uganda! Það er hræðilegt að lesa um þær hörmungar og mannréttindabrot sem þetta fólk er að upplifa í dag - en hugsið ykkur - að fréttin um Jóhönnu skyldi vekja þvílíka von og efla baráttuandann hjá bræðrum okkar og systrum í Uganda! Seriously folks...pælið í því!!!
Þetta er ástæðan fyrir því að ég ákvað að senda tilkynningar um þetta á Amerískar fréttaveitur, blogg og ýmis samtök samkynhneigðra um leið og ég áttaði mig á mikilvægi fréttarinnar fyrir fólk sem enn býr við óréttlæti í sínum löndum. Þessar fréttir geta e.t.v. kveikt vonir einhverra samkynhneigðra ungmenna um betri tíð og gert þeim kleift að hugsa út fyrir ramma staðalímyndanna þegar þau taka ákvarðanir um eigið framtíðarstarf.
Og eins og mig grunaði hefur verið eftir þessu tekið - hér má sjá umfjöllun Associated Press í LA Times, umfjöllun á bloggveitunum Huffington Post og DailyKos...og meira að segja hjá sjálfum Perez Hilton
En í tengdum fréttum þá horfir aldeilis til betri tíma fyrir samkynhneigða hér í Bandaríkjunum með tilkomu Obama - en hér er frétt um að hann hafi skipað 16 samkynheigða einstaklinga í embætti náinna samstarfsmanna sinna í Washington. Þetta þykja fréttir hér þó svo ekkert þessara embætta komist í líkingu við starf forsætisráðherra.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Hvað getum við gert, Róbert, fyrir þá í Uganda? Hvert á ég að senda bréf til þessara hommsa hans Obama? Er ekki ráð að rífa þetta aðeins upp?
Skorrdal (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 04:13
Ég var næstum drepinn ( í orðum) fyrir að taka upp hanskann fyrir samkynhneigða einu sinni. Það vill svo til að ég dæmi ekki verk fólks af kynhneygð þess.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 30.1.2009 kl. 17:06
Það eina sem við getum gert fyrir þá í Uganda er sennilega að reyna að vekja athygli á þessu - en það þýðir svosem lítið þegar öllum er skítsama.
Sóldís: takk fyrir stuðninginn!
Róbert Björnsson, 30.1.2009 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.