Oh Canada, eh!

arborg.jpgÞað eru virkilega skemmtileg tíðindi að hugsanlega er verið að opna leiðir fyrir Íslendinga til að setjast að í Kanada.  Manitoba er næsta fylki hér fyrir ofan mig í Minnesota og í hittifyrra tók ég mig til og keyrði norður til Winnipeg og Gimli þar sem ég hitti skemmtilegt fólk af íslenskum ættum og var boðið uppá íslenskar pönnukökur.

Winnipeg er skemmtileg borg sem hefur uppá allt að bjóða...menningu - stórborgarlíf.  Það sló mig að Kanada er svolítið skrítin blanda af Bandaríkjunum og Evrópu...Amerískt small town look en allar mælieiningar í metrakerfinu...maturinn bragðast öðruvísi...franskar útvarpsstöðvar...litlir bílar...svolítið wierd!

bifrost.jpgSvo verð ég að viðurkenna að það var mjög skrítin upplifun að keyra framhjá Husavik, Arborg og Bifrost...sjá gamla konu í Íslenskum þjóðbúning og tala íslensku við innfædda.  Og meira að segja landamæravörðurinn niður við Bandaríkin (um 200km fyrir sunnan Gimli) spurði mig hvort ég væri á leiðinni á Íslendingadaginn þegar hún sá passann minn.

husavik.jpgSvei mér þá ef ég væri ekki til í að flytja til Winnipeg þegar dvalarleyfið hér tekur enda...þokkalegur flug-iðnaður þar og stór flugvöllur...Boeing verksmiðja hvað þá heldur.  Tékka á þessu.

viking.jpgwinnipeg2.jpgfirefighter2.jpg

manitoba.jpg winnipeg.jpg


mbl.is Íslendingar á leið til Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Æ, ég veit ekki. Mér líkar vel við kanadamenn, svona upp til hópa. En landamæraverðirnir þar eru með þeim fasískari sem til eru, allavegana hér vestur frá.

Og hvernig í ósköpunum geturðu tekið þjóð alvarlega sem kallar gjaldmiðilinn sinn Loony? Verði þeim að góðu að fá Íslendingana... :-)

Heimir Tómasson, 12.2.2009 kl. 22:38

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehe jamm... það getur verið erfitt að taka Kanadamenn alvarlega...t.d. Jim Carrey, Dan Akroyd, Rick Moranis, Leslie Nielsen, William Shatner og Mike Meyers!!!

Róbert Björnsson, 15.2.2009 kl. 06:40

3 identicon

Sæll, hvernig er Winnipeg? varstu að fíla hana? er að spá í að flytja með fjölskylduna mína út, hef samt aldrei komið þarna.

Andrés Björnsson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 10:47

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Sæll Andrés,

Mér leist ágætlega á Winnipeg en þó verð ég að taka fram að ég stoppaði þar frekar stutt (3 daga) og það var um hásumar þegar borgin skartaði sínu fegursta.  Það verður skelfilega kallt þarna á veturna.  

Landslagið í kringum borgina er mjög flatt og ekki sérlega spennandi - opnar víðáttur fyrir sunnan og svo miklir skógar fyrir norðan.  Borgin sjálf virkaði ágætlega á mig - að vísu get ég ekki sagt að hún sé beinlínis falleg (fyrir utan nokkur svæði í miðborginni) - hún minnir að mörgu leiti á hefðbundar Bandarískar borgir að svipaðri stærð (ca. 700 þúsund íbúar) en þó eru greinileg evrópsk áhrif og miklu meira um stórar íbúðarblokkir (sem sjást varla í USA).  Þá fannst mér borgin vera skítugri heldur en t.d. Minneapolis og svolítið fátæklegri...vegirnir mjórri og illgresi vex óáreitt í vegköntunum.  Það er erfitt fyrir mig að bera borgina saman við Evrópskar borgir því það er orðið svo langt síðan ég var í Evrópu því miður...en maður verður var við Bresk og Frönsk áhrif.

En fólkið virkaði afslappað og vinalegt og í Winnipeg virðist vera allt til alls og mér sýndist að það gæti vel verið ágætt að búa þarna.  Ekki svo mjög frábrugðið Minnesota í sjálfu sér - verðlagið er þó ívið hærra en í Bandaríkjunum.

Hérna eru aðeins fleiri myndir sem ég tók á þessu flakki http://public.fotki.com/robert-bjornsson/pictures_from_america/travels/canada/

Gangi þér vel og kannski hittumst við í Winnipeg einhvern daginn!

Róbert Björnsson, 7.3.2009 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.