Rodeo og 7 sekúndur af frægð

bullVar að Channel-surfa áðan og rak upp stór augu þegar ég sá Cody skólabróður minn frá Oklahoma í Cowboy-dressinu sínu fara upp á 700 kílóa grátt og tryllt naut sem bar nafnið "Bones".  Eftir að hliðið opnaðist var augljóst að Bones var ekki alveg að fíla þessa miklu nálægð við Cody og eftir um sjö sekúndna dans kastaðist Cody af baki og mátti þakka fyrir að sleppa ómeiddur eftir að Bones ákvað að sambandinu væri ekki alveg lokið fyrr en eftir að hafa traðkað aðeins á Cody.

Þessar sjö sekúndur skiluðu Cody þó einhverjum punktum í stigakeppninni og hann virtist alsæll.  Það var skrítið að sjá hann allt í einu á sjónvarpsskjánum en ánægjulegt að vita til þess að hann hefur haldið þessari ástríðu sinni áfram.  Cody þessi er mjög sérstakur karakter...alveg "the real deal" í Wrangler-galla frá toppi til táar, í stígvélum úr skröltormaskinni, 20-gallona hvítan kúrekahatt og silfraða beltis-sylgju á stærð við hjólkopp!

kúrekarCody er frá Reno í Nevada og þrátt fyrir að vera frekar fámáll talaði hann um að ganga í flugherinn eftir skólann en hugur hans allur var þó við "country western lífsstílinn" og draumurinn að eignast búgarð í Wyoming.  Það ríkti svolítill rígur og samkeppni meðal okkar í skólanum á sínum tíma og honum þótti voðalega leiðinlegt að vera ekki hæstur í bekknum.  Þó svo skólinn byrjaði ekki fyrr en 7:30 var hann alltaf mættur á undan öllum öðrum á morgnana...oftast var ég mættur í skólann klukkan 6:50 og þá var hann sá eini sem var mættur á undan mér...á sínum rauða Ford F-150 pickup.  Um leið og hann sá mig leggja Lincolninum á hinum enda bílastæðisins rauk hann út úr bílnum, hrækti út úr sér munntóbaks-slummunni og hékk fyrir framan skólastofuna með kaffibrúsa frá QuikTrip-bensínstöðinni á horninu.  

Þar sem ég nennti ekki að spjalla við Cody á hverjum morgni sat ég yfirleitt áfram í bílnum og fékk mér kríu yfir morgunútvarpi KBEZ þangað til Mexíkana-gengið mætti með látum og vakti mig korter yfir sjö...þá var tími til að labba út á brautarenda 36L á KTUL og fylgjast með F-16 þotunum frá 138th FW setja á afturbrennarana.  Hvílíkur hávaði.

Er ekki við hæfi að enda þetta á Garth Brooks og raunarvísum hans um lífið í Ródeóinu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha ertu ekki að grínast! Þetta er eins og grunnur að einhverri "college" "road trip" mynd. Spurning um að hliðra aðeins til staðreyndum og skrifa handrit að bíómynd ef önnur atvinnutækifæri fara ekki að dúkka upp?

Ingi Björn (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 00:44

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Já þú segir nokkuð!    ég á nóg efni í nokkrar smásögur allavega hehe.

Róbert Björnsson, 18.2.2009 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband