Russ Limbaugh heilkenni

Til er sú tegund fólks sem þrátt fyrir hugmyndafræðilegt gjaldþrot er of þrjóskt til þess að viðurkenna að lífsskoðanir þeirra ganga ekki upp.  Fremur en að játa mistök sín vilja íhaldsmenn og öfga-frjálshyggjumenn meina að ekkert hafi verið að stefnunni - henni hafi einfaldega ekki verið framfylgt nógu harkalega.

Hér í Bandaríkjunum er Repúblikanaflokkurinn í mikilli tilvistarkrísu og tekist er á um völdin og framtíðarstefnu flokksins sem er í augnablikinu eins og höfuðlaus her.  Nýlega fór fram hið árlega CPAC þing (Conservative Political Action Conference) en þar mæta íhaldsmenn til skrafs og ráðagerða.  Það vakti athygli að helstu stjörnur CPAC þetta árið voru Joe the Plumber og Russ Limbaugh!

Það virðist vera að 20-30% Bandarísku þjóðarinnar séu enn svo miklir sukkópatar að þeir ríghalda í veruleikafirrta og beinlínis stórhættulega hugmyndafræði.  Rétt eins og nefnd Ólafs Klemenssonar kemst að þeirri niðurstöðu að stefna Sjálfstæðisflokksins hafi ekki brugðist heldur hafi henni einugis ekki verið framfylgt nógu vel - eru til þeir íhaldsmenn hér westra sem trúa því að G.W. Bush hafi einfaldlega ekki verið nógu mikill öfgamaður!

Russ Limbaugh ásamt skoðanasystkinum sínum á Fox News eru að reyna að fabúlera þá kenningu að Obama sé að nýta sér efnahagsástandið til þess að skapa ótta í þjóðfélaginu og ná þannig fram sinni stórhættulega "Liberal Agenda".  Russ er harkalega andsnúinn efnahagspakkanum og hefur margoft lýst því yfir að hann voni að áætlanir Obama um að endurreisa hagkerfið mistakist!  Gleymum því ekki að maðurinn telur sig þrátt fyrir það hinn mesta föðurlandsvin!

Spunameistarar á borð við Glenn Beck, Bill O´Reilly, Sean Hannity, Ann Coulter og Russ Limbaugh eru jafnvel farnir að ræða upphátt um að "sannir Ameríkanar" verði að bjarga landinu úr klóm sósíalistanna með góðu eða illu.  Þeir eru farnir að ræða um hvers konar "byltingu" þeir vilji sjá og hvetja fólk jafnvel til þess að búa sig undir borgarastyrjöld!  Þess má geta að á undanförnum vikum og mánuðum hefur byssusala stóraukist sem og meðlimafjöldi í kristnum hriðjuverkasamtökum á borð við KKK. 

Hér er skemmtileg umfjöllun Rachel Maddow um CPAC:


mbl.is Stefna brást ekki, heldur fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Gott þetta með Ross Limbaugh heilkennið. Góður pistill.

Finnur Bárðarson, 1.3.2009 kl. 16:27

2 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Hvernig tengirðu þetta við sjálfstæðisflokkinn? Demókratar í USA eru hægramegin við sjálfstæðisflokkinn í hinu pólítíska litrófi. Repúblikar og þaðan af lengra til hægri eru stjórnmálaflokkar sem eru alls ekki til á Íslandi.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 1.3.2009 kl. 16:28

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Það sem tengir þessa flokka saman í þessu tilfelli er að báðir hafa þeir setið við völd lengi og bera ábyrgð á því fjármálakerfi sem nú er hrunið.  Báðir flokkarnir virðast nú eiga í erfiðleikum með að gera upp fortíðina, viðurkenna sín mistök og aðlaga stefnu sína að breyttum veruleika með nýjum áherslum og nýju fólki.  Báðir flokkarnir virðast eiga það á hættu núna að harðasti kjarni íhaldsmanna nái völdum og færi flokkana enn lengra til hægri.

Ætla að öðru leiti ekki að bera saman Repúblikana og Sjálfstæðisflokksmenn - en þó ber að geta þess að margir Sjálfstæðisflokksmenn hafa lýst opinberlega yfir stuðningi sínum við hugmyndafræði Repúblikana (nú síðast í forsetakosningunum í haust) þar sem margir gagnrýndu "sósjalistann" Obama harkalega og vildu frekar sjá John McCain og Söruh Palin taka við af Bush.  

Róbert Björnsson, 1.3.2009 kl. 16:57

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Adda: Connect the dots. Sjálfstæðisflokkurinn rak nákvæmlega sömu Kleptocracy stjórnskipunina. Og varðandi eftirmálann...well..Hlustaðu á Birgi Ármannson.  Horfðu svo á Smartest Guy in the Room í Sjónvarpinu í kvöld og berðu saman það sem var á seyði hér og var varið í bak og fyrir af Sjöllunum. Er hægt að vera meira til hægri? Er hægt að flytja auðinn svo banalt frá hinum fátæku til hinna ríku og gert var hér? Við eigum raunar heimsmet þar, sem seint fellur. Er þú Ann Coulter þessa lands?

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2009 kl. 17:01

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta þing er eins og eitthvað Hillbillyþing vegvilltra þjóðernissinna og klanara, þar sem hver bible thumping ignoramusinn stígur á stokk á fætur öðrum. Frummælendur eru svona creme de la creme af nöttkeisum amerískra stjórnmála. Lið sem ekki þekkir munin á fasisma og kommúnisma, né hvað felst í hvorri tveggja stefnunni, enda aldrei opnað nema eina bók.

Til fróðleiks er vert að nefna að áður en Mussolíní skírði þetta Fascism þá hét það corporativism þar í landi. So...as I say...connect the dots.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2009 kl. 17:12

6 Smámynd: Oddur Ólafsson

Góður pistill hjá þér!

Oddur Ólafsson, 2.3.2009 kl. 02:41

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Góður pistill og góð umræða, hér á suðurlandi lifir stór hluti sjálfstæðismanna í afneytun og ég býst við að hlutfallið sé svipað um allt land og Samfylkinguna líka.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.3.2009 kl. 11:48

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

..hillbillyþing..flott orð! Góður pistill! Verst að geta ekki keypt skammbysur og skotfæri fyrir næstu mótmæli ef þarf. Vopna alla Íslendinga yfir 18 ára aldri.

Valdstjórn á Íslandi myndi fara gætilegar í stjóranarháttum. Ég segi bara svona. það dugar kanski bara pottaar og pönnur.

20 - 30 % þjóðarinnar veruleikafyrrt í USA. Það er harla gott. Þeir sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn á Íslandi eru veruleikafyrtir og þeir eru alltaf í meirihluta.

Svo hefur fólk sitthvora skoðuninna á því hvað veruleikafyrring sé eiginlega. Við skulum vona samt að Sjálfstæðisflokkurinn endi á þjóðmynjasafninnu. 

Óskar Arnórsson, 3.3.2009 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.