Af katta-áti Kínverja

catpot2.jpgNýlega voru sagðar fréttir af dýraverndunarsamtökum sem berjast gegn slæmri meðferð á heimilisköttum í Kína - sem oftar en ekki enda í kássum og kebab-réttum innfæddra.

Það er svolítið merkilegt hvað matarvenjur ólíkra menningarheima geta kallað fram heiftarleg viðbrögð og hversu mikið tabú okkur finnst sú tilhugsun að borða ketti og hunda að ég tali nú ekki um skordýr.  Nú tek ég fram að ég er mikill kattavinur og fannst hörmulegt að sjá meðferðina á þessum yndislegu dýrum - En - af hverju ætli við gerumst sek um "speciesm" og finnist allt í lagi að borða sum dýr en ekki önnur? 

Af íslenskum matarvenjum finnst Bandaríkjamönnum skelfilegast að heyra að við borðum hrossakjöt og hvalkjöt með bestu lyst.  Þetta jaðrar við villimennsku að þeirra mati.

making-cat-food.jpgÞetta ratar meira að segja í trúarbrögðin - sumir mega ekki borða svín, aðrir kýr og enn aðrir neita sér um humar, krabba og annan skelfisk.  Nú stendur yfir fasta kaþólskra (Lent) og hér í mínum rammkaþólska heimabæ (Saint Cloud, MN) er varla hægt að fara á veitingahús eða skyndibitastaði á föstudögum fyrir fiskifýlu - meira að segja KFC selur djústeiktan fisk!  Sjálfur kýs ég að borða helst ekki fisk þar sem ég sé ekki til sjávar (af biturri reynslu) en Minnesota er eins langt frá sjó eins og hægt er að komast í Bandaríkjunum. (að vísu nóg af ferskvatnsfiski í vötnunum 10,000)

Kaþólikkarnir suður í Louisiana eru reyndar svo heppnir að það er ekkert í biblíunni sem bannar þeim að éta snáka, krókódíla og froska í hvert mál sem mér skilst að þeir nýti sér óspart! Joyful

En varðandi Kína þá var einn prófessorinn minn að stinga uppá því við mig að ég gæti fengið kennarastarf við systurskóla okkar í Tianjin í Kína, þar sem fer nú fram mikil uppbygging og þá hungrar í enskumælandi vesturlandabúa til að kenna þeim flugrekstrarfræði og viðhaldsstjórnun.  Hann var ekki að grínast...en fjandakornið...Kína???  Tja...ef ekkert rætist úr því sem ég hef á takteinunum hér innan skamms þá verður maður alvarlega að fara að hugsa út fyrir rammann.  Þangað til bíð ég eftir símhringingum frá San Antonio, Chicago, Salt Lake City og Fairfield, California.  Því miður vilja fáir ráða útlending með tímabundið atvinnuleyfi en maður heldur í vonina aðeins lengur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvusslags eiginleg er þetta ! ;) Þetta er tækifæri og þú átt auðvitað að drífa þig til Kína. Það er alveg ljóst að þeir sem setja sig inn í málefni Kína, að ég tali nú ekki um, búa þar og starfa í einhvern tíma, hafa mikið forskot á hina sem sátu heima. Kína er á leiðinni að verða mesta stórveldi heims og ef það er eitthvað sem ég mundi hvetja ungt fólk til að læra . . . þá er það kínverska. Með því að fara til Kína mundir þú líka komast að því að þar fær maður ekki hunda og ketti í matinn hvar sem er . . . og kebab hvergi . . !

Kveðja frá einum sem hefur búið í Kína . . ;)

Ómar (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 15:41

2 identicon

Ég þekki þig ekki neitt en Kína er skemmtilegasta land í heima og endalaust gaman að búa þar. Ef ég hefði tækifæri til að komast þangað aftur og starfa í landinu myndi ég stökkva á það med de samme. Við fjölskyldan bjuggum um tíma í Shanghai og það var algjört æði. Börnunum leið mjög vel í alþjóðlegum gæðaskólum og alls staðar var líf og fjör. Tek undir með Ómari, öld Kína er að renna upp, engin spurning.

Margrét (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 15:51

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Takk fyrir þetta Ómar og Margrét!  Já, maður ætti að skoða þetta af opnum hug.  Væri vissulega ævintýri.

Róbert Björnsson, 12.3.2009 kl. 17:40

4 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Páfagarður hefur reyndar gert undantekningu á fiskátinu - capybara má éta á föstu, þar sem það er...öh...næstum því fiskur.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 12.3.2009 kl. 17:53

5 identicon

Drífðu þig til Kína, kæri vin! Og prófaðu að eta kött - eða hund. Mér er sama. Þetta er allt matur.

Kína er Ameríka framtíðarinnar - Ameríka nútímans er Rómarveldi fortíðarinnar. Ekki láta svona tækifæri úr greipum þér sleppa - Kína er alls ekki vitlaust framtíðartækifæri. Og Kína er ekki eins og þú þekkir það úr sjónvarpi Ammeríkunnar. Kannski strangari reglur - ég geri mér grein fyrir því - en mun færri fangar en nokkru sinni í BNA!

Í mínum huga, er BNA meira fasistaríki en Kína, þótt svo ég þoli ekki stefnu þeirra beggja. En Kína er meiri framtíð en BNA - þar munt þú fá að upplifa meiri hörmungar á næstu árum en nokkru sinni hafa gengið yfir Kína, þrátt fyrir menningarbyltinguna, seint á síðustu öld.

En, til að vera sanngjarn: Kína mun fá að sjá uppreysn á næstu 20-25 árum - borgaralega uppreysn sem gerir út af við núverandi stjórnvöld. En sú uppreysn mun vera aðeins smámunir miðað við hvað Bandaríki Norður Ameríku munu þurfa að upplifa á sama tímabili. Og þú mátt hafa þetta eftir mér.

Með von um bjarta framtíð - ávallt!

Skorrdal (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 17:59

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Tinna:  týpískt!

Óli:  Það er nú mín tilfinning að spádómar um hrun Bandaríkjanna séu nokkuð ýktir þó svo vissulega sé útlit fyrir erfiða tíma framundan.  Leyfi mér nú samt að vona að ekki komi til borgarastyrjaldar eða ámóta hörmunga.

Varðandi Kína þá er augljóslega mikill uppgangur þar - en þó má nú nefna að nánast öll framleiðsla þar er ætluð mörkuðum í Bandaríkjunum og vesturlöndunum og því eru þeir háðir status quo í þeim efnum.  Þó svo Bandaríkjamenn skuldi þeim trilljónir í viðskiptahalla þá er ekki nokkur leið fyrir Kínverjana að innheimta.  Þessar þjóðir þurfa á hvor annari að halda.

Það er hins vegar fagnaðarefni að Kínverjar eru smátt og smátt að færast í rétta átt hvað varðar mannréttindi og stjórnarfar - en þó eiga þeir langt í land ennþá.

En jú - vissulega væri áhugavert að söðla um og skoða lífið og tilveruna í þínum heimshluta með eigin augum.  Efast ekki um að það væri lærdómsrík lífsreynsla.

Róbert Björnsson, 12.3.2009 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband