Valdarán Kristinna þjóðernissinna innan Bandaríkjahers
21.5.2009 | 04:19
Nýlega voru gerð opinber minnisblöð og leyniskjöl úr Hvíta Húsinu sem tengdust innrásinni í Írak þar sem í ljós kom að Bush (sem segir að Guð hafi sagt sér að fara í stríð) og Donald Rumsfield höfðu það fyrir sið að demba Biblíu-tilvitnunum á forsíður skjala sem tengdust stríðsrekstrinum. (sjá nánar hér) Það hefur því verið sannað sem margan grunaði að Íraksstríðið var í raun og veru dulbúin "Krossför" (Jihad) geðsjúkra bókstafstrúarmanna sem heyrðu raddir.
Þó svo við öndum flest léttara yfir því að Obama sé nú kominn í Hvíta Húsið er samt enn ástæða til að hafa áhyggjur af uppgangi stórhættulegra ofsatrúarmanna innan Bandaríkjahers. Undanfarin ár hefur orðið gríðarleg breyting á samsetningu nýliða í öllum deildum hersins og markvisst hefur verið stefnt að því að gera Bandaríkjaher að "herdeild Krists".
Í stað þess að "mannaveiðarar" (recruiters) hersins sitji um menntaskóla dropouts eins og tíðkast hefur - hafa þeir nú fært sig um set yfir í kirkjurnar. Þar taka prestar og predikarar þátt í því að hvetja ungdóminn til þess að ganga í herinn og gerast Kristir Krossmenn í heilögu stríði gegn Íslam. Hver er munurinn á þessu og því þegar íslömsk hriðjuverkasamtök misnota moskur til þess að tæla til sín unga og áhrifagjarna heimskingja í Jihad?
En það eru ekki bara óbreytt fallbyssufóður (enlisted) sem tekin eru með trompi heldur á þetta líka við um liðsforingjaefni (officers) - sérstaklega áberandi í flughernum en trúar-áróðurinn (indoctrination) ku vera skelfilegur í Air Force Akademíunni í Colorado Springs þar sem allir cadetar eru nánast þvingaðir til að mæta í "born again evangelical" guðsþjónustur á hverjum degi og taka þátt í bænarhringjum. Þeir sem kjósa að taka ekki þátt í halelújah sirkusnum er refsað og þeir látnir vita að þeir standi ekki jafnfætis hinum trúuðu. Trúlausir eru jafnvel lagðir í gróft einelti og reynt að fá þá til þess að gefast upp á náminu og hætta í flughernum. Þá er klíka trúaðra orðin svo öflug meðal háttsettra hershöfðingja að til þess að öðlast frama í hernum og að hækka í tign á tilesettum tíma er nánast skilyrði að vera Jesus-freak.
Þrýstingur frá háttsettum aðilum innan hersins hefur orðið til þess að Obama hefur neyðst til þess að svíkja kosningaloforð sitt um að afnema þegar í stað "Don´t Ask - Don´t Tell" stefnuna sem bannar samkynhneigðum að þjóna í hernum. Það er enn verið að reka þrautþjálfaða og reynda hermenn með skömm úr hernum fyrir það eitt að vera samkynhneigðir. Síðan 1993 hafa tæplega 13 þúsund samkynhneigðir hermenn verið reknir - margir heiðraðar stríðshetjur sem og tungumálasérfræðingar, læknar og alls konar sérfræðingar. Á sama tíma er herinn farinn að taka við dópistum og fólki með sakaskrá (svo lengi sem þeir eru frelsaðir).
Þess má að auki geta að hermenn í Írak og Afganistan hafa stundað ágengt trúboð í boði Bandaríska skattgreiðenda. Tíðkast hefur meðal Bandarískra hermanna að dreifa Biblíum og myndasögum sem sýna Múhammeð spámann brenna í helvíti. Þá klæðast þeir gjarnan bolum í frítíma sínum sem kynna þá sem "Kristna Krossfara". Þetta getur nú varla talist gáfuleg aðferð til þess að minnka hatur og tortryggni íbúa hinna hernumdu landa gagnvart vesturlöndunum.
Það er áhugaverð staðreynd og umhugsunarefni nú á "uppstigningardegi" að samkvæmt nýjum skoðanakönnunum (sjá hér) er yfir helmingur þeirra Bandaríkjamanna sem stunda guðsþjónustur einu sinni í viku eða oftar - hlyntir pyntingum eins og stundaðar voru í Abu Graib og Guantanamo! Hæst er hlutfallið meðal Kaþólikka (3 af hverjum 4 hlyntir eða frekar hlyntir pyntingum og svosem ekkert nýtt að þeir séu haldnir kvalalosta) og Hvítasunnumanna (born again evangelicals - 60%). Oftar en ekki vitna trúaðir í Biblíu-vers sem réttlæta illa meðferð á villutrúarmönnum. Svo segja sumir að Biblían sé "fallegt" rit!
Til samanburðar er gaman að geta þess að einungis um 10% sekúlarista (trúlausra) telja að pyntingar geti verið réttlætanlegar. Hvað segir þetta okkur um Kristið siðgæði og almennt geðheilbrigði trúaðra, gott fólk?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Trúmál og siðferði, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Aldrei að treysta trúuðum manni... hann er með ímyndaðan vin... sem hann mun svíkja þig fyrir hvenær sem er...
Þessir menn eru snarruglaðir og mega alls ekki komast í að stjórna einu né neinu...
Ég veit að trú verður skilgreind sem geðveiki á næstu áratugum... ég er alveg viss :)
DoctorE (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 09:20
Tja a.m.k. þegar fólk er farið að heyra raddir, tala við ósýnilega vini og sjá engla út um allt þá er nú sjálfsagt kominn tími á röndóttu pillurnar. Sem betur fer eru nú ekki allir trúaðir svo illa haldnir - en bókstafstrúarfólk skortir yfirleitt á rökhugsun og þjáist af veruleikafyrringu.
Róbert Björnsson, 21.5.2009 kl. 13:12
Hvernig ætli standi á því að pyntingar og barnaníð virðast hafa verið regla á upptökuheimilum kaþólsku kirkjunnar um allan heim?
Jens Guð, 21.5.2009 kl. 14:50
Góður pistill.
Guði sé lof að maður er trúlaus! ;)
Dabbi (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 15:21
Jens.. það er hugsanlega vegna þess að biblían segir að við séum einskis virði, þjáningar séu leiðin til gudda... fátækt er best af öllu.... og svo hótar hinn kristni guð öllum pyntingum.
Með slíka fyrirmynd þá er ekki von á góðu
DoctorE (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 18:14
Trú hefur alltaf verið barátta um völd. Kirkjan hefur ekki verið neitt annað en samkunda valdafíkla frá upphafi. Trúarbrögð hafa verið vopnið.
Kaþólska kirkjan stóð að svartasta tímabili mannkynssögunnar og sér reyndar ekki fyrir endan á því enn og virðist sem trúarbrögðin séu á uppleið aftur. Því miður.
Nú getur trú verið til góðs. Allir þurfa að trúa á eitthvað, hvort sem að menn trúa á sjálfa sig, mannkynið eða einhvern lausnara. En skipulögð trúarbrögð eru undirrót ills. Það er athyglisvert að skoða hversu margir af alræmdustu fjöldamorðingjum og illmennum sögunnar ólust upp á strangtrúuðu heimili.
Heimir Tómasson, 24.5.2009 kl. 04:08
Frábær grein, sem segir allt sem segja þarf hvort sem menn telja guð vera staðreynd eða uppspuna. Þetta er það sem menn ávinna sér með þjónkun við manngerða dogmatík. Hatur, manngreinarálit, virðingarleysi fyrir lífi, skounum og siðum, en ekki síst egósentrík, sjálfsafneitun og fyrirlitningu á sér og mannlegri reisn og því ditto á alla aðra. "Ég er skítur undir skósóla guðs og allir sem ekki játa hann eru þaðan af verra."
Jón Steinar Ragnarsson, 24.5.2009 kl. 19:08
Fyrst var útrýmt nazismanum, þá kommúnismanum, og nú er komið að islamismanum. Ekki satt?
Björn Emilsson, 27.6.2009 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.