Sicko

Ég vissi að það gæti varla talist heilsusamleg ákvörðun að flytjast til Íslands á þessum tíma en grunaði þó ekki að það væri svona bráðdrepandi.  Undanfarna daga hef ég fengið að kynnast hinu margrómaða íslenska heilbrigðiskerfi að eigin raun og bíð nú eftir að ná nægum bata til að komast í aðgerð...einhverntíma innan þriggja mánaða var mér sagt.

Áður en lengra er haldið er best að taka það fram að ég efast ekki um hæfni og fagmennsku íslenskra heilbrigðisstarfsmanna og ég er í engum vafa um að við eigum þar fólk í heimsklassa sem sinnir starfi sínu frábærlega þrátt fyrir fjársveltið sem var nú nógu slæmt á meðan á "góðærinu" stóð.  Ég fæ hins vegar ekki séð hvernig á að skera meira niður til heilbrigðismála á næstu árum án þess að þjónustustigið lækki verulega.  Frekari niðurskurður mun einungis þýða að líf og heilsa íslendinga verður stemmt í hættu...og leyfi ég mér þó að fullyrða að við ofmetum þjónustustig heilbrigðiskerfisins nú þegar.

skurðtólNú vill svo til að ég hef aðeins kynnst Bandaríska heilbrigðiskerfinu, þó ekki á sjálfum mér heldur í gegnum nána vini.  Það merkilega er að þrátt fyrir allt er það ekki svo grábölvað að öllu leyti - svo lengi sem þú ert tryggður.  Þar liggur vandinn - hvernig vilja menn borga fyrir heilbrigðisþjónustuna sína og hvað vill maður fá fyrir peningana? 

Tvær íslenskar vinkonur mínar sem búsettar eru í Minnesota segjast sannfærðar um að þær væru báðar dauðar ef þær hefðu veikst á Íslandi.  Þetta eru stór orð en það athyglisverða er að önnur er menntaður hjúkrunarfræðingur og hin starfaði sem sjúkraliði á Íslandi til margra ára.  Þær ættu því að vita hvað þær eru að tala um.  Eitt er víst að þær fengu báðar fyrirtaksþjónustu sem bjargaði lífum þeirra.  Þrátt fyrir að tryggingarnar hafi ekki dekkað allan þeirra kostnað kom í ljós að Íslenska ríkið borgaði ekki eina krónu í þeirra veikindum þar sem þær veiktust á erlendri grund.  Svo mikils virði er ríkisborgararétturinn og skattgreiðslur þeirra í gegnum árin.  Ekki þarf þó að taka fram að báðar greiða þær sínar sjúkra-skuldir með glöðu geði og þakka fyrir að hafa haldið lífi þökk sé fullkomnasta* heilbrigðiskerfi heims.  *Þrátt fyrir ýmsa alvarlega galla varðandi tryggingakerfið.

Ég hef hingað til verið hlynntur sósíalísku heilbrigðiskerfi en ég verð að viðurkenna að mér brá við að koma inn í gamla lúna Landsspítalann og mér þótti slæmt að þurfa að bíða klukkutímum og dögum saman eftir einföldum rannsóknum og greiningu sem og að vera sendur heim í millitíðinni með bullandi sýkingu.

Mér varð fljótt ljóst að stollt okkar íslenskra jafnaðarmanna er sannarlega enginn Mayo Clinic...og varla byggjum við nýtt "hátæknisjúkrahús" fyrr en búið er að ljúka við Tónleikahöllina og borga IceSlave skuldirnar.  Nema kannski...ef hægt væri að græða á því!  Og ég sem hélt að ég væri ennþá jafnaðarmaður! Undecided

Hvernig væri að reyna að flytja inn erlenda sjúklinga sem eiga fullt af dollurum og evrum og láta þá borga nýtt hátæknisjúkrahús handa okkur?  Ef staðreyndin er sú að við eigum helling af færustu læknum heims sem ekki snúa heim að loknu námi vegna launanna sem þeim býðst hér - af hverju reynum við ekki að slá þrjár flugur í einu höggi - sköpum gjaldeyri, lokkum heim okkar hæfasta fólk með mannsæmandi launum og verkefnum og sjáum til þess að íslendingar haldi áfram að búa við gott heilbrigðiskerfi?

Af hverju stefnum við ekki að því að byggja glæsilegt hátækni-rannsóknarsjúkrahús sem gefur Mayo-Clinic ekkert eftir í gæðum og þjónustu sem gæti í framtíðinni orðið eitt af stærstu aðdráttaröflum Íslenskrar ferðaþjónustu og tryggt afkomu hins íslenzka ríkisflugfélags næstu áratugina?  Tælendingar og Búlgarar hafa grætt á tá og fingri á þessu í mörg ár - af hverju ekki við?  Með okkar "hreinu" og heilsusamlegu ímynd...hversu raunveruleg sem hún kann nú að vera.

Einhvernvegin efast ég þó um að okkar annars ágæti heilbrigðisráðherra væri best til þess fallinn að koma þessu verkefni í framkvæmd.  Enda ljótt að græða á heilsu fólks...eða hvað?

Íbúar Rochester í Minnesota virðast þó ekki hafa mikið samviskubit yfir öllum milljónunum sem þeir græða á veru erlendra sjúklinga á Mayo Clinic.  En kannski er ég bara með óráði enda sit ég heima með 39 stiga hita og kviðverki. FootinMouth


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fín hugmynd, sjáðu bara Jónínu með sitt þykjustu plat dæmi, ef það gengur þá ætti alvöru að ganga upp :)

Það er ekkert ljótt að græða á einhverju svo lengi sem það er ekki á öfgafullan og heimskulegan máta fullum af græðgi & yfirgang eins og íslendingum er svo tamt.
Nú eða að vera eins og prestur eða aðrir trúboðar sem selja ekkert nema vitleysu sem kemur öllu á annan endan í rugli og bulli + peningasóun hehehe

P.S. Ég gæti allt eins hafa verið með óráði þegar ég skrifa þetta.. you never know ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 19:15

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehe góður doctor!   Já, vitlaus var ég að leita ekki fyrst til Jónínu með þetta...hún hefði örugglega ekki sett mig á þriggja mánaða biðlista og svo er þessi sog-græja hennar víst algert galdratæki...þó svo ekki hafi henni tekist að lækna Gunnsa á krossinum af öllum hans kvillum að því er virðist.

Það er eitthvað bogið við það að þeir einu sem græða eru að selja falskar vörur...og nú dettur þeim helst í hug í ferðaþjónustunni að markaðsetja álfa og huldufólk...eða eins og Penn og Teller myndu orða það: Bullshit!

Róbert Björnsson, 22.7.2009 kl. 22:54

3 identicon

ææ gott batn. Hresstist þú ekki annars við kökusendinguna ?

Ragnhildur (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 23:07

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Jú svo sannarlega   leiðinlegt að missa af ammælinu en ég á eftir að heilsa uppá afmælisbarnið við betra tækifæri.

Róbert Björnsson, 22.7.2009 kl. 23:29

5 identicon

Láttu thér batna strax!.  Ég er nú ekki nógu vel ad mér í hvad er ad gerast á Íslandi...hver er thessi business hjá Jónínu?

Ninni (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 09:34

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Mér skilst að hún lækni fólk af hinum ýmsustu kvillum með stólpípumeðferð (enema).

Hvar ert þú annars staddur Ninni og hvað ert þú að braska í útlandinu?

Róbert Björnsson, 23.7.2009 kl. 11:26

7 identicon

Anonymity is golden.

Ninni (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 16:43

8 Smámynd: halkatla

frábær grein :) vonandi ertu að hressast.

halkatla, 23.7.2009 kl. 17:16

9 Smámynd: Róbert Björnsson

Takk takk Anna Karen - er allur að braggast.

Ninni:  Sure no worries..."anonymites"* of all creeds and colors have always been welcome here   

* for you eloquent partakers of the vernacular - I am aware that anonymous cannot be made plural in the English language as it is an adjective.

Róbert Björnsson, 23.7.2009 kl. 17:28

10 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Það er hægt að fara milliveginn eins og í Kanada. Hér er tryggingakerfi svipað og í Bandaríkjunum en mun ódýrara. Ætli maður greiði ekki í kringum 30.000 kr. í tryggingar á ári og í staðinn er meira og minna allt greitt fyrir mann. Og á flestum vinnustöðum sér vinnuveitandi um að borga trygginguna. Bið eftir sérfræðingi getur reyndar oft verið nokkur eins og gerist og gengur en oftast gengur þetta vel fyrir sig. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 23.7.2009 kl. 20:20

11 identicon

Óbama horfir sjálfsagt til Kanada í thessu efni.  Their gera margt rétt Kanadamenn.

Ninni (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 12:33

12 identicon

Vil bara benda a ad thad er munur thegar thu talar um heilbrigdisthjonustu annars vegar og heilbrigdiskerfi hins vegar.

Eg get tekid undir thad ad heilbrigdisthjonustan sem bydst sjuklingum a Mayo Clinic er med thvi allra besta sem bydst i heiminum i dag. Ef thu att nog af pening, tha færdu thad besta sem bydst.

Hins vegar er bandariska heilbrigdiskerfid "rotten to the core" og gerir flest annad en ad thjona hagsmunum almennings i USA, enda borga tryggingafelogin og lyfjaidnadurinn meiri pening og eiga fleiri lobbyista a fulltrua- og oldungardeildarthinginu en nokkur annar idnadur i landinu.

Thessi kerfisvilla kemur svo greinilega fram i thvi ad medalævilengd Bandarikjamanns er nokkrum arum styttri en medaltalid i odrum vestrænum rikjum og ungbarna og nyburadaudi er umtalsvert hærri.

Thar fyrir utan virdist oft gleymast ad gott, sterkt og odyrt almannaheilbrigdiskerfi er grundvallarforsenda fyrir thvi ad almenningur haldi sjalfstædi sinu.  Ef thu ert hræddur vid ad lenda i skuldafangelsi vegna veikinda eda tharft ad halda vinnunni til ad greida skuldirnar thinar, tha nytir atvinnurekandinn thinn ser thetta og mun tradka a ther eins og skit. 

Erlingur (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 08:03

13 identicon

Alveg rétt Erlingur!  Enda er audvelt ad sjá hverjir hafa tökin í Bandaríkjunum.  Horfa tharf bara á hvernig audsskiptingin er thar...thegar ríkasta 1% á meira en 40% af audnum er ekki undarlegt ad thjódfélagid sé stórlega sjúskad.

Ninni (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 09:06

14 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég hef þurft að díla við heilbrigðiskerfið hér á Íslandi undanfarið, þar sem ég fékk gallsteina. Ég fór upp á spítala með sjúkrabíl, fór í sónar, fékk uppáskrifuð sýklalyf og svo verkjalyf sem höfðu ekkert að segja (fyrst Íbúfen og svo Confortid), fyrr en ég hringdi loks í heimilislækninn minn, sem skrifaði upp á Nobligan (gervimorfín).

31. júlí var ég beðin um að koma aftur í skoðun. Ég staulaðist niður á spítala, enda var ég þá með svakalega kviðverki, allt öðruvísi en gallsteinakast, og ekki einusinni tramadólið sló á þá. Ég beið í tíu mínútur eftir lækninum, hann snerti mig síðan ekki einusinni- þrátt fyrir að ég lýsti verkjunum fyrir honum- en sagði mér að taka íbúfen og sagðist ætla að reyna að koma mér í aðgerð "vonandi einhverntíma á næstu vikum". Þetta hefði vel verið hægt að gera í gegnum síma, en í staðinn var ég dregin niður á Lansa og rukkuð um hátt í fjögurþúsundkall fyrir þetta korters spjall!

Svona finnst mér varla forsvaranlegt.

Lyfjakostnaður, sjúkrabílagjald, komugjöld og fleira fyrir þetta gallsteinavesen er sjálfsagt komið hátt í fimmtíuþúsund. Ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á að fara að því að borga það með tekjur upp á 60 þúsund á mánuði.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 3.8.2009 kl. 11:24

15 Smámynd: Róbert Björnsson

Sæl Tinna - mér heyrist að við séum á svipuðu róli.  Mikið rétt að kostnaðurinn er fljótur að tínast til...þrátt fyrir að hér sé talað um "ókeypis heilbrigðisþjónustu"...heh!

Vona að þér líði skár - kannski að bansettri gallblöðrunni verði kippt úr okkur á svipuðum tíma.

Róbert Björnsson, 11.8.2009 kl. 18:29

16 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Í gær varð ég reyndar vitni að mun alvarlegra atviki. Við móðir mín gengum fram á mann sem hafði fallið í götuna fyrir utan húsið okkar og lá þar nánast hreyfingarlaus í eigin blóði. Ég hljóp aftur inn til að ná í síma og hringdi í 112. Þá var einhver annar búinn að hringja og mér var tjáð að það væri "bara verið að bíða eftir að sjúkrabíll losni". Við biðum hjá manninum og reyndum að tala við hann og fylgjast með því að hann missti ekki meðvitund, þar til lögreglumaður á vélhjóli kom á staðinn.

Hann skoðaði manninn og rak á eftir bílnum, en sagði okkur svo að hann hefði verið næst okkur...í miðbænum. Við búum í Breiðholtinu. Enginn bíll var laus, sem hefði þó verið hægt að nota til að skutla manninum á slysó, heldur bara þessi eina mótorhjólalögga niðri í miðbæ. Sjúkrabíllinn kom loksins, sjúkraliðarnir kíktu á manninn og fóru svo með hann niðureftir, enda hafði hann greinilega fengið nokkuð þungt höfuðhögg, var ekki vel áttaður (hugsanlega hafði hann fengið flogakast), og með stóran skurð í andliti.

Frá því að við hringdum og lögreglan mætti liðu ekki nema svona fimm til tíu mínútur (gemsinn loggar ekki hringingar í 112!) og svo aðrar tuttugu eða svo þar til bíllinn kom. Mundu að við vorum ekki fyrstar til að hringja, svo ég veit ekki hversu langur tími leið frá fyrsta símtalinu, eða hversu lengi maðurinn var búinn að liggja þarna þegar það átti sér stað.

(Manngreyið fær svo væntanlega myndarlegan reikning fyrir þjónustuna)  

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 12.8.2009 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband