Sinfónían er hljómsveitin mín

Ég fór á dásamlega tónleika í gærkveldi.  Sinfóníuhljómsveit Íslands, þjóðargersemi okkar, lék kvikmyndatónlist eftir John Williams.  Þetta voru aukatónleikar og troðfullur salur unnanda góðrar tónlistar og klassískra bíómynda.

Hljómsveitin skilaði sínu af miklum sóma og hef ég þó góðan samanburð, því ég gerði mér tvívegis far til Chicago til þess að hlusta á sama prógramm flutt af Chicago Symphony Orchestra undir stjórn sjálfs meistarans og höfundarins John Williams.  S.Í. gaf þeim í Chicago lítið eftir og það vakti mikla lukku þegar sjálfur Darth Vader mætti í fullum herklæðum á sviðið og stjórnaði the Imperial March. Smile   Sjá myndband af atvikinu á bloggsíðu Halldórs Sigurðssonar!

french-horn-is-2.jpgSigrún Eðvaldsdóttir fiðlusnillingur fór á kostum í stefi Schindler´s List og brass-deildin fór mikinn allt kvöldið...það þarf sko sterkar varir í þetta.  Stefán Bernharðsson, sem ég man eftir sem polla á lúðrasveitarmótum í gamla daga, er greinilega orðinn fullskapaður "virtuoso" hornleikari og ég viðurkenni að ég dauð-öfundaði hann af djobbinu í gærkvöldi og sé eftir að hafa misst af sóló-tónleikum hans um daginn.

John Williams er raunar töluverður áhrifavaldur í mínu lífi enda var það tónlist hans að þakka að ég fékk áhuga á klassískri tónlist sem barn og ákvað að læra á hið göfuga hljóðfæri franska hornið og reyndi að klóra mig í gegnum horn-konserta Mozarts í gamla daga með misjöfnum árangri.  Það sem ég sé mest eftir í lífinu, hingað til, er að hafa lagt hornið á hilluna...en hver veit nema maður dusti rykið af því einn daginn og gerist brúklegur í lúðrasveitina á nýjan leik.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra frá þér, kæri félagi. Og John Williams er algjör snillingur; leitt að hafa misst af þessum tónleikum, svo ég verð bara að hlusta á Lundúnarsimfóníuna spila J.W. stjórnað af J.W. En það er samt ekki sama upplifun og að hlusta á í beinni - við vitum það báðir tveir.

Ég elska franska hornið; það er tignanlegt hljóðfæri með mikilli depurð en jafnframt er eitthvað rómantískt við það. Hef lengi ætlað að skrifa verk fyrir franskt horn og selló, en ekki komið mér í það enn...

Skorrdal (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 05:01

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Hornið og sellóið eru að mörgu leiti lík hljóðfæri enda liggja þau á svipuðu tónsviði og geta náð yfir svo breitt tilfinningasvið, allt frá trega og einmannaleika yfir í grandioso mikilfengleika.   Þú vonandi kemur þér í það við tækifæri að skrifa góðan dúett.

Róbert Björnsson, 25.10.2009 kl. 15:38

3 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Fór einnig á þessa tónleika ,og var virkilega gaman.
T'ok smá myndband og setti á bloggið mitt.

Halldór Sigurðsson, 25.10.2009 kl. 16:33

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Frábært - takk fyrir þetta!   

Róbert Björnsson, 25.10.2009 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband