Hjartagæska Kaþólskra skilyrðum háð

Eitt mega Kaþólikkar eiga sér til tekna - víða um heim stunda þeir hjálpar- og góðgerðarstarfsemi af ýmsum toga.  Þeir reka sjúkrahús, neyðarskýli fyrir heimilislausa og munaðarlaus börn og veita fátæku fólki matar-aðstoð.  Allt er þetta óskaplega fallega gert af þeim og ber að virða og þakka.

Í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington D.C., er sorglega mikið af fólki í sárri neyð.  Það dylst engum sem heimsótt hefur D.C. að fjöldi heimilislausra er gríðarlegur og maður þarf ekki að ganga langt frá miðborginni til þess að koma í hverfi þar sem fátækt og eymd er allsráðandi.  Hingað til hafa Kaþólsk góðgerðarsamtök lagt sitt af mörkum til þess að hjálpa þessu fólki - en nú verður breyting þar á!

Washington Post skýrði nýlega frá því að Kaþólska kirkjan hefur hótað að hætta allri góðgerðarstarfsemi í Washington D.C. ef borgarráðið samþykkir nýtt frumvarp um að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra og lög þess efnis að fyrirtækjum og stofnunum í D.C. verði óheimilt að mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar.

hypocrisy.jpgÞessi hótun er ekkert annað en ógeðfelld tilraun til pólitískrar kúgunar - en sem betur fer hefur borgarráðið gefið út yfirlýsingu þess efnis að það ætli ekki að láta þessar hótanir hafa áhrif á sína ákvarðanatöku og fastlega er búist við því að tillögurnar verði samþykktar í næsta mánuði.  Skilaboð borgarráðsins til Kaþólskra eru þau að þeirra aðstoð er ekki ómissandi og vilji þeir verða af $8.2 milljóna samningi við velferðarsvið borgarinner er þeim frjálst að fara.  Aðrir munu fylla þeirra skarð.  Útsvar borgarbúa mun ekki renna til stofnunar sem mismunar íbúum og stendur gegn mannréttindum.

Eftir stendur spurningin hvort Kaþólskir ætli í alvöru að láta fægð sína á samkynhneigðum bitna á saklausu fólki í neyð.  Er góðmennska þeirra virkilega svona yfirborðskennd og hræsnisfull?  Megi það verða þeim til ævarandi skammar!

---

Nú líður senn að Þakkargjörðarhátíðinni, sem Nota Bene er algerlega ótengd trúarbrögðum.  Fyrir ári síðan var ég staddur í Washington D.C. á Þakkargjörðardaginn.  Á leið minni frá Smithsonian safninu á hótel-herbergi mitt gekk ég framhjá Hvíta Húsinu um kvöldmatarleitið - þegar flestir borgarbúar sátu að snæðingi og gæddu sér á fylltum kalkúna.  Það var svolítið súrrealískt að vera á gangi á þessum tíma því breiðstrætin voru næstum tóm - og þó ekki - þá fyrst sá ég hversu margt fólk lá kalt, einsamalt og svangt á bekkjum og í ræsum borgarinnar.  Það var átakanlegt.

Þegar ég heimsótti minnisvarðann um Thomas Jefferson, höfundar sjálfrar Stjórnarskrár Bandaríkjanna, varð mér umhugsað um þessi fleygu orð hans:

"Millions of innocent men, women and children, since the introduction of Christianity, have been burned, tortured, fined and imprisoned. What has been the effect of this coercion? To make one half the world fools and the other half hypocrites; to support roguery and error all over the earth..." - úr Notes on the State of Virginia, 1787.

Hér er smá myndbrot frá heimsókn minni til District of Columbia í fyrra. Smile



P.S. Ég datt nýlega í lukkupottinn og fékk starf sem er akkúrat á mínu áhugasviði og þar sem ég get nýtt mína menntun í viðhaldsmálum flugvéla. Happy  Ég býst því ekki við miklum blogg-skrifum næstu vikurnar þar sem öll mín orka mun væntanlega fara í starfsþjálfun sem að hluta til fer fram erlendis. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lýsir þessu batteríi vel. Ég mydni annars fara varlega í að hampa þeim um of fyrir heimavistaskóla og stúlknaheimili að óskouðu máli. Jafnvel spítala. (Dauðaspítali móður Theresu sem dæmi og allir hennar milljarðar, sem fóru í að byggja klaustur en ekki til líknarstarfa)

Ég gæti skrifað langlokur um þetta. Andstöðuna við getnaðar og sjúkdómsvarnir,. Fordæming sem leiðir ungar Kaþólskar stúlkur til að leita ólöglegra fóstureyðinga til að forðast útskúfun.

Þetta er viðurstyggilegt dauðakölt, sem ég vona að hverfi af jörðu sem fyrst. Líknarstörfin getum við rekið án þeirra hjálpar. 

Man ekki hvort þú hafðir séð þessa mynd um framgöngu þeirra gagnvart innfæddum í Kanada.  Raunar aðeins eitt dæmi af hundruðum í okkar samtíma.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.11.2009 kl. 20:26

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Til hamingju með nýja jobbið.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.11.2009 kl. 20:36

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Takk félagi Jón Steinar!   Jú ég sá myndina um níðingsskap þeirra í Kanada og því miður virðast ótal dæmi um óhuggnanleg myrkraverk kirkjunnar manna.  Sem betur fer er þó til gott, heiðarlegt og fórnfúst fólk þarna innanum, en það lætur samt stjórnast af forneskjulegum og fjandsamlegum boðum karlaklíkunnar í Páfagarði.  

Róbert Björnsson, 14.11.2009 kl. 23:42

4 identicon

Þetta eru geggjaðir geðsjúklingar og eða glæpahyski... úps I did it again ;)

Til hamingju með djobbið!

DoctorE (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 23:48

5 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehehe nú verð ég sjálfsagt bannfærður líka fyrir að leyfa þessu kommenti að standa.    Annars var ég hvort sem er að pæla í að færa mig yfir á hina nýju Bloggheima þegar ég hef nennu til...

Róbert Björnsson, 15.11.2009 kl. 00:00

6 Smámynd: Haraldur Davíðsson

helvíti er stútfullt af prestum og predikurum...ekkert pláss fyrir aðra...kaldhæðnislegt að kirkjan skóp helvíti...

Haraldur Davíðsson, 15.11.2009 kl. 01:48

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er nú einmitt hængurinn á að knésetja svona batterí að það er alltaf borið við að meðlimirnir eru hjartahreint og gott fólk. Auðvitað. Það er þannig fólk, sem eru fylgjendur í hverju sem er. Það réttlætir ekki batteríið hírarkíið og agendað hjá þeirri handfylli af valdagráðugum og fégráðugum mönnum, sem vilja það eitt að hafa þessa sakleysingja undir hælnum. Bæði til að hafa af því peninga heldur einnig til að bera fyrir sig þegar þeir eru gagnrýndir.

Það er einn höfuðvandi trúarlegrar rökræðu hér að allri gagrýni er mætt með persónulegri móðgun einstakling fyrir hönd kirkjunnar. Þetta er svona self defending system, sem hefur sýnt sig að vera svo effektíft að það er nánast sama hversu viðbjóðslegir glæpir stofnunarinnar eru. Fólk mun hefur alltaf varið það af því að það m.a. getur ekki viðurkennt að það hafi verið haft af fíflum. Svo þegar kirkjan er gagnrýnd eru fyrstu viðbrögð hins trúaða að finnast hann vera kallaður fífl. Ekki skrítið að menn detti niður á þá niðustöðu.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2009 kl. 04:46

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"Góðgerðirnar" eru skálkaskjól og slíkar stofnanir eru tiltölulega nýtilkomnar einmitt í þeim tilgangi að brreiða yfir skítinn og skömmina og svo eftir allt, þá eru þessar stofnanir margar eitt helvíti fyrir fólkið, eins og dæmin sína.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2009 kl. 04:50

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kaþólsku spítalarnir voru kostaðir og reknir af ríkinu hérna. Kaþólikkar setja svona stofnanir á fót til að ná fótfestu með trúboðið og náttúrlega til að raka saman tekjum af skattfé þjóða.  Þannig er það hér.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2009 kl. 04:54

10 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

jæja, þið segið nokkuð!

Það mál sem er ástæða bloggsins hjá Róbert er svo sannarlega áhugavert, þ.e. góðgerðarstarf katólskra og lögleiðing hjónabanda samkynhneigðra. Katólskur þrýstihópur, það má vel vera, áhugavert að fylgjast með hvernig þessu máli lýkur. Hinsvegar leiðist mér þegar menn missa sig út í hatur og öfga. Þeir glæpir sem framdir eru innan Katólsku kirkjunnar eru ekki annað en glæpir sem menn fremja og munu því miður halda áfram að vera til staðar í mannlífinu alla tíð, þó Katólska kirkjan myndi leggjast niður. Á seinustu öld var gerð ein stór tilraun til að losa okkur við trúarbrögðin (ásamt öðrum þjóðfélagsbreitingum), sú tilraun heitir Kommúnismi - og tókst ekki vel. Trú og trúarbrögð, hvoru tveggja var og er eitur í beinum byltingasinna, en ég sé mikinn mun á trú á Guð og svo trú/dýrkun á Stalín, eða Lenín. Fer ekki út í þá sálma núna.

  Ég hef gaman að beinskeittum málflutningi Jóns Steinars, en vil spyrja: Hver var staða sjúkrahússmála á Íslandi þegar Katólska kirkjan kom aftur hingað um aldamótin 1900 (ca)? Hvert var starf þeirra í heilbrigðismálum, spítali í Reykjavík, Hafnarfirði og  Stykkishólmi, fengu þeir fúlgur fjár frá danska eða íslenska ríkinu fyrstu áratugina í rekstri, það held ég ekki - en ef Jón Steinar hefur upplýsingar um það þá væri gaman að heyra um það.  Voru katólskir harðir í trúboði? Nei, en þeir unnu fátækri þjóð mikið gagn. Eru þessir spítalar í eigu Katólskra í dag? - til þess að blóðmjólka Ríkið? Nei, íslenska Ríkið hefur yfirtekið þá alla fyrir mislöngum tíma síðan, eða þegar íslenska Ríkið var þess umkomið (það kemur kannski að því að katólskir þurfa að taka aftur við starfseminni ef við hröpum í fátæktina aftur, t.d. með langvarandi kreppu. Vonandi ekki.)

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 15.11.2009 kl. 14:44

11 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Tek fram að ég er ekki Katólskur maður þó ég sé kristinn maður. Ég hefði  viljað að Íslenska Þjóðkirkjan hefði talað sterkar á móti fóstureyðingum þegar þær umræður fóru fram á Íslandi fyrir 30-40 árum (eða fór einhver umræða fram? Ég var um 20 ára þá og tók ekki eftir því, en gæti hafa verið að hugsa um annað þá:)  Já alveg örugglega ákveðnar á móti þessu algera frelsi til fóstureyðinga sem við höfum hér í dag.

Þegar glæpir eru framdir í skjóli Katólsku kirkjunnar, eins og í skjóli annarra samtaka, þá er ég auðvitað á því að kirkjan/stofnunin þurfi að taka til í sínum ranni, sínum húsum, sínu starfi. Ef ekki tekst að koma skikk á hlutina þá munu samtökin eða kirkjan visna upp, deyja, því að kirkjan er fólkið sem er í henni.

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 15.11.2009 kl. 15:04

12 Smámynd: Róbert Björnsson

Jón Steinar:  Ég er sammála því að það er snúið að rökræða um trúarbrögð því oftar en ekki er einhver sem móðgast og tekur viðhorfum okkar trúfrjálsra sem persónulegum árásum á sín gildi.  Þess vegna er ég eiginlega hættur að nenna að standa í þessum slag.

Svo verðum við líka að passa okkur á því að dæma ekki alla hjörðina af ógæfuverkum þessara sjúku manna við stjórnvölinn...þó svo maður eigi oftar en ekki erfitt með að skilja hvernig gott fólk getur blindast svo gjörsamlega af hugsuarlausri fylgispekt við þessa menn.

En mér finnst samt ekki nema sanngjarnt að hrósa því sem hrósa ber og það verður ekki af þeim tekið, hvort sem það er skálkaskjól eður ey, að góðgerðarstarf þeirra hefur víða komið að gagni. 

Sveinbjörn:   Mér leiðist sömuleiðis þegar menn missa sig út í hatur og öfga í þessari umræðu sem og öðrum - en ekki vil ég meina að Jón Steinar hafi gerst sekur um slíkt þrátt fyrir beinskeitt orðalag.  Mér hefur nú líka sýnst á umræðunni hér á moggabloggi að ýmsir trú-menn gerist ekki síður sekir um öfgakennd skrif en við sem afneitum trúarbrögðum.  Þetta er auðvitað þannig vettvangur og málaflokkur að auðvelt er að missa sig í tilfinningahita augnabliksins.

Varðandi fóstureyðingar þá er mín afstaða sú að betra er að hafa þær löglegar og réttur og frelsi kvenna til að velja á að vera óheftur að mínu mati - en hins vegar finnst mér fjöldi fóstureyðinga vera sorglega hár og slæmt mál ef þær eru hugsaðar sem einhverskonar sjálfsögð "eftirá getnaðarvörn".  Hins vegar kaupi ég ekki þau rök að fóstur - alltént fyrstu 3 mánuðina - sé fyrirbæri sem okkur beri siðferðisleg skylda til að skilgreina sem "manneskju".

Róbert Björnsson, 15.11.2009 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.