Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Hátíðartónleikar í Chicago

Chicago skylineNú eru réttar tvær vikur í kalkúnadaginn mikla (thanksgiving) og ætlunin er að halda uppá herlegheitin í Chicago þetta árið. 

Ástæðan fyrir þessu flakki til "the Windy City" er sú að sjálft átrúnaðargoðið mitt, maestro John Williams sjálfur, mætir með tónsprotann og ætlar að stjórna Chicago Symphony Orchestra á sérstökum hátíðartónleikum.  Ég komst á samskonar tónleika árið 2003 og gat ekki látið tækifærið frá mér renna um að endurupplifa þann viðburð.  Það er heldur ekki víst að manni gefist annað tækifæri, því þrátt fyrir að vera enn í fullu fjöri er karlinn nú kominn hátt á áttræðisaldur og samt er hann þessa dagana einmitt að semja tónlistina við nýju Indiana Jones myndina sem kemur út í vor.

Chicago Symphony HallPrógrammið er sem hér segir:

Williams -   Fanfare for a Festive Occasion
Williams -   Tributes! (for Seiji Ozawa)
Williams -   The Five Sacred Trees (Bassoon Concerto)
Williams -   Four Pieces from American Journey (written for the 2002 Winter Olympics)
Williams -   Balloon Sequence and Devil's Dance from The Witches of Eastwick
Williams -   Sayuri’s Theme from Memoirs of a Geisha
Williams -   Adventures on Earth from E.T. (The Extra-Terrestrial)

 

En það er fleira á dagskránni en tónleikarnir.  Góðvinur minn sem ætlar með mér er mikill áhugamaður um arkitektúr og þess vegna ætlum við að koma við á fyrrum heimili og vinnustofu hins heimsþekkta arkitekts Franks Lloyd Wright og skoða nokkrar byggingar eftir hann sem standa á Chicago svæðinu.  Þá ætlum við sömuleiðis að koma við í Museum of Science and Industry en þar er í gangi sýning sem heitir "Star Wars: Where Science Meets Imagination" W00t

Það má fynna margar perlurnar á youtube og hérna er gamall BBC þáttur frá árinu 1980 sem fjallar um John Williams þar sem er m.a. fylgst með honum semja tónlistina við The Empire Strikes Back.  Því miður eru þeir búnir að taka út embed kóðann sem fylgir þessum klippum þannig að ég get ekki sýnt þetta hér á síðunni og verð bara að linka á þá:  Þátturinn er í sex hlutum, hér er fyrstiannar, þriðji, fjórði, fimmti og sjötti hluti.


German Engineering in da house...ja!

Kosturinn við að eiga gamlan Benz:  hann bilar afar sjaldan.  Gallinn við að eiga gamlan Benz: þegar hann bilar, þá er það dýrt spaug (allavega hér í Ameríkunni). 

My 275 horse V8 - E420Þegar Benzinn bilar þá fer maður nú ekki með hann á hvaða verstæði sem er.  Ég tékkaði á þremur verkstæðum hérna í bænum og enginn þorði að snerta hann svo ég varð á endanum að taka mér frí í dag og keyra með hann í umboðið niðurí Minneapolis þar sem "Licensed Mercedes Engineers" í hvítum sloppum taka $120 á tímann. 

Ég gerðist svo frakkur að panta varahlutinn á netinu en ég hefði betur látið það ógert, því ó-nei, þeir harðneita að nota neitt nema sína eigin orginal MB parta sem kosta auðvitað helmingi meira.  Þetta gátu þeir ekki einu sinni sagt mér í símanum eða þegar ég mætti með bílinn og sýndi þeim varahlutinn.  Sá sem tók við mér og tékkaði bílinn inn sagði að þetta væri ok og að honum sýndist að varahluturinn myndi passa.  Mér var sagt að þetta tæki svona 3 tíma en svo fæ ég símhringingu 5 tímum seinna og þá kom í ljós að þeir gátu ekki notað þennan part (Bull$hit) og þeir áttu hann heldur ekki á lager þannig að bílinn fæ ég ekki fyrr en á morgun og verð því að eyða morgundeginum í að gera mér aðra ferð í borgina.  Áætlaður reikningur fyrir herlegheitin hljóðar svo uppá einhverja $2,000 fyrir utan varahlutinn minn gagnslausa. 

Þeir mega þó eiga það að þeir lánuðu mér forláta M Class slyddu-jeppling á meðan...sem við fyrstu kynni er afskaplega óspennandi bifreið og ætti alls ekki að fá að bera Benz stjörnuna á húddinu.

En erhem...talandi um German Engineers...svona eru þeir hjá Vee-Dubb LoL


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.