Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Ólíkur skotstíll í Iowa

Á meðan Mike Huckabee skýtur á fasana á kuldalegum sléttum Iowa og vekur hrifningu íhaldssamra byssueigenda...

huck

...mætir Barry bara í gymmið og pumpar upp nokkrum þriggja stiga! Smile

bama

bama2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

bama3

 bama4

 

 

Obama08_ThumbLogo150


Happy Holidays!

Lentur á Selfossi og óska bloggvinum nær og fjær til sjávar og sveita ánægjulegra hátíðarhalda áts og friðar! Smile

381happy_holidays


Fair and balanced...as always

obama1


Fjölónæm Xenophobia

xenophobiaSem betur fer hafa Íslendingar ekki þurft að hafa áhyggjur af berklaveiki í nokkra áratugi en því miður hefur annar skæður og illkynja sjúkdómur verið að grassera á þessari litlu afskekktu eyju undanfarin misseri.  Sjúkdómurinn leggst sérlega illa á smáborgara með skerta greindarvísitölu og hefur reynst erfitt að halda honum í skefjum með hefðbundnum sýklalyfjum en vonir eru helst bundnar við forvarnir, uppfræðslu, svo og hugsanlega hugrænar atferlismeðferðir hjá sálfræðingum. 

Sjúdómurinn er sérlega útsmoginn og tekur örum stökkbreytingum og þarf lítið til að koma sjúklingum úr jafnvægi.  Smitleiðir eru margskonar og hafa sýktir einstaklingar nú m.a. verið kosnir á Alþingi þar sem þeir hafa að undanförnu séð sér leik á borði til að ala á ótta illa upplýstra Íslendinga og meðvitandi breytt út sjúkdóminn.  Nú er svo komið að Xenophobian er orðin að lýðheilsuvandamáli sem við verðum að bregðast við með öllum tiltækum ráðum áður en alvarlegur faraldur brýst út og þjóðfélagslegur skaði hlýst af.

Verum á varðbergi og hjálpum sýktum einstaklingum að vinna bug á sjúdómnum.  Sé gripið í taumana nógu snemma er sjúkdómurinn ekki ólæknandi!


mbl.is Kom berklasmitaður til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupglaðir Íslendingar

MoAÉg átti erindi í Mall of America í dag og hitti þar vinkonu mína sem vinnur þar í ónefndri fataverslun.  Hún sagðist vera alveg hissa á öllum þessum moldríku Íslendingum sem hópuðust í búðina hennar dag eftir dag.  Henni þóttu kaupvenjur íslendinganna svolítið sérstakar en magninnkaup á ólíklegustu hlutum sagði hún vera algeng.  Ein íslensk kona hafði t.d. í morgun keypt fullan poka af sokkum fyrir samtals $100! (parið kostaði sko innan við $4 þannig að hún hefur keypt yfir 25 pör!)

Hún sagðist áætla að meðal íslendingurinn verslaði að jafnaði fyrir um $300-400 í versluninni sinni á meðan hefðbundinn kani verslar fyrir $50-100 í einu.  Hún sagði það jafnframt vera áhyggjuefni að Icelandair hyggðist gera hlé á flugferðum til Minneapolis frá miðjum janúar fram í mars og bjóst hún við töluverðum samdrætti yfir Þorrann.  Það kæmi mér ekki á óvart að Minnesota Chamber of Commerce bjóðist til að niðurgreiða ferðir Icelandair hingað...svo mikil er veltan! Smile

Ég var svo beðinn um að kaupa einn iPhone fyrir frænda minn og um leið og ég dró upp Íslenskt kreditkort lifnaði verulega yfir sölumanninum í Apple búðinni og hann ætlaði sko að pranga inná mig fleiri vörum því hann sagði Íslendinga alltaf kaupa sko 3-4 stykki í einu hið minnsta og helst vildi hann láta mig taka svona eins og tvær MacBook Pro ferðatölvur á $3000 kall stykkið sem hann sagðist seljast eins og heitar lummur.  Hann var meira að segja með gengið á hreinu og vissi alveg að hlutirnir væru 40% ódýrari hér en á klakanum og kvaddi mig svo með "takk fyrir, bless bless".


Síðasti skóladagur ever...or until next time!

Ég fór í mína síðustu kennslustund í kvöld...er semsagt búinn með alla mína kúrsa og fleiri til (er kominn vel framyfir fjölda eininga sem þarf til úskriftar)...en er þó ekki alveg útskrifaður enn því ég á eftir að klára masters-ritgerðina og fá hana samþykkta af nefndinni minni...stefni á að það verði búið í mars, apríl.  Hvað þá tekur við, veit ég ekki ennþá... ætli maður verði ekki að fara líta í kringum sig að alvöru í leit að atvinnu.  Woundering  Ég á annars eftir að sakna þess svolítið að þurfa ekki að mæta í skólann framar...og tilhugsunin um að þurfa að fara út í "the real world" er svolítið scary.  Verð ég ekki bara að skella mér í doktorinn?  Æ, nei fjandakornið...

Prófessorinn var annars ekkert á því að demba á okkur lokaprófi heldur bauð okkur bara heim til sín í Barbeque og bjór og gaf A á línuna! Joyful  Svona eiga kennarar að vera hehe! 

Kannski prófessorinn hafi bara verið í góðu skapi eftir gott gengi SCSU Huskies í hokkíinu undanfarið...en hér gengur lífið meira og minna út á hokkí yfir veturinn!  Það er alltaf fjör í höllinni þegar leikmennirnir eru kynntir til sögunnar eins og sjá má á þessu myndbandi:

 


Rúfus

Ég sá að einn af mínum uppáhalds-tónlistarmönnum, Rufus Wainwright er á leiðinni á Klakann (heldur tónleika í Hákólabíói 13. apríl n.k.).

Kannski bloggvinir mínir sem pirruðust svolítið við síðustu færslu mína, taki mig í sátt ef ég sýni þeim þetta myndband með kallinum..."tired of America". 

 

 

Verð líka að bæta þessu við: "Gay Messiah"

 

- Textinn er náttúrulega hrein snilld

He will then be reborn
From 1970's porn
Wearing tubesocks with style
And such an innocent smile

Better pray for your sins
Better pray for your sins
'Cause the gay messiah's coming

He will fall from the star
Studio 54
And appear on the sand
Of Fire Island's shore

Better pray for your sins
Better pray for your sins
'Cause the gay messiah's coming

No it will not be me
Rufus the Baptist I be
No I won't be the one
Baptized in cum

What will happen instead
Someone will demand my head
And then I will kneel down
And give it to them looking down

Better pray for your sins
Better pray for your sins
'Cause the gay messiah's coming


Ameríku-fóbía

US-and-AMér hefur hálf blöskrað öll hysterían sem virðist hafa gripið landann í kjölfar frétta af vesalings konunni sem var svo ólánsöm að lenda í önugum landamæravörðum á JFK flugvelli um daginn.  Það liggur við að þetta ómerkilega atvik hafi skapað milliríkjadeilur því Íslendingar virðast vera soddan prímadonnur að halda að þeir eigi rétt á einhverri sérmeðferð við komuna til Bandaríkjanna bara af því að þeir eru ljóshærðir og með "kristið siðgæði"!?  Fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir því að á hverjum degi er fleiri tugum eða hundruðum manna snúið við á flugvöllum víðs vegar um Bandaríkin af nákvæmlega sömu ástæðu, þ.e. eftir að hafa brotið mjög skýrar reglur um landvistarleyfi.  Þess vegna þótti mér þetta fjölmiðlaupplaup vera hálfgerð Ekki frétt.  Það er afskaplega leiðinlegt að umrædd kona skyldi hafa þurft að ganga í gegnum þessa lífsreynslu og að hún skuli hafa upplifað hana á þann hátt sem hún lýsir.  Ég geri mér að vísu ekki grein fyrir því hvort að í þessu tilfelli hafi verið farið eftir hefðbundnum vinnuferlum hvað varðar framkomu og meðferð á farþeganum, en mér finnst í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að hún hafi verið færð í járnum í fangageymslu yfir nóttina, hafi geymslurými á flugvellinum ekki verið til staðar.

love_america_pcÉg hef sjálfur aldrei orðið fyrir ókurteysi við komuna til Bandaríkjanna, en á undanförnum árum eru komurnar sjálfsagt orðnar vel á annan tuginn.  Það kemur fyrir að landamæraverðirnir séu þurrir á manninn og pirraðir eftir langan dag, en mín reynsla er sú að svari maður spurningum þeirra kurteisislega og virki afslappaður og léttur, brosi og bjóði þeim gott kvöld, þá fær maður yfirleitt góðar móttökur.  Oftar en ekki hafa landamæraverðirnir slegið á létta strengi og boðið mann innilega velkominn.

Ég hef hins vegar oft tekið eftir því að margir landar mínir í biðröðinni standa í einni taugahrúgu og líta út eins og þeir séu við það að skíta í sig, grænir í framan.  Þá eiga margir í tungumálaerfiðleikum og eiga í mesta basli með að svara einföldustu spurningum og virka eins og þeir hafi eitthvað að fela.  Það er ekkert skrítið við það að það fólk lendi í lengri og erfiðari yfirheyrslum.  Ég skil reyndar ekki við hvað fólk er svona hrætt...landamæraverðirnir eru jú bara manneskjur af holdi og blóði sem fara heim til fjölskyldunnar að loknum vinnudegi og glápa á endursýningar á sömu sjónvarpsþáttunum og íslendingar glápa á.  Það er enginn skotinn í hnakkann eða sendur til Guantanamo!  Það versta sem getur gerst er það sem kom fyrir hjá þessari ágætu konu um daginn...vissulega verulega fúlt, en varla stórhættulegt.

nohateÞað hefur farið svolítið fyrir brjóstið á mér hversu margir ágætir bloggarar, þ.m.t. bloggvinir mínir, hafa úthúðað Bandaríkjunum á undanförnum dögum.  Mér liggur við að segja að það hafi skapast ákveðin múgsefjun og hatur í garð Bandaríkjamanna.  Ég hef séð marga einstaklinga, sem by the way hafa aldrei komið til Bandaríkjanna, leggja fram ýmiskonar alhæfingar um land og þjóð, sem að mínu mati eru rangar, ósanngjarnar og fullar af fordómum.

Vissulega hefur þetta þjóðfélag gengið í gegnum mikla erfiðleika á undanförnum árum og núverandi forseti og hans fylgisveinar hafa því miður náð að eyðileggja orðstír þessa lands með heimsku sinni og yfirgangi.  En það er eitt að hata Bush og annað að hata Bandaríkin!  Hér býr margt gott og skynsamt fólk sem mun vonandi ná að reisa þessa miklu þjóð uppúr öskustónni og leiða heiminn til góðra verka í nafni frelsis og hugrekkis! Wink

Ég veit að ég á örugglega eftir að vera skotinn í kaf af æstum antí-Ameríkönum fyrir þessa færslu...but so be it! Bring it on! Tounge  Glápið bara á þetta! hehe

 

 

P.S. Hér verður lítið bloggað framyfir áramót sökum verkefnaskila og fyrirhugaðara ferðalaga, en ég mun kíkja í heimsókn á Klakann núna í vetrarfríinu sem skellur á bráðlega.  Ég lendi að morgni 22. desember og verð væntanlega á landinu eitthvað fram í janúar að öllu óbreyttu...ef íslenskir landamæraverðir hleypa mér inn!  Police 


Guðrún Ásgerður Halldórsdóttir (9. desember 1937 - 21. apríl 2002)

GuðrúnÍ dag hefði ástkær móðir mín heitin fagnað stór-afmæli hefði hún fengið að lifa - orðið sjötug.

Það er einkennileg tilhugsun...hún var, að mér fannst, alltaf svo ung í anda.  En svona líður tíminn...það eru víst liðin fimm og hálft ár síðan hún skildi við þennan heim.  Hennar en ennþá sárt saknað. 

Þótt tíminn lini sorgina þá nær maður sennilega aldrei að fylla það tómarúm sem myndast þegar maður missir móður sína...allavega var ég það mikill mömmustrákur alla tíð að hennar skarð verður aldrei fyllt í minni tilveru...þó lífið haldi auðvitað áfram.  Einhverntíma sagði ég henni að hún væri "flugmóðurskipið" mitt! Joyful  Hún var ekki alveg með á nótunum hvað ég meinti...en ég útskýrði að það væri alveg sama í hvers konar óveður ég flygi inní, að þegar lágt væri á tönkunum gæti ég alltaf lækkað flugið niður úr skýjunum og stólað á öryggi hennar í hvaða ólgusjó sem er.
Eftir fráfall hennar hefur maður stundum flogið blindflug í gegnum lífið með bilaðan kompás...en yfirleitt hefur minningin um móður mína náð að vísa mér rétta leið heim á endanum eins og sterkur flugradíó-viti.

Móðir mín var af flestum kölluð Dúna.  Hún var sveitastelpa úr Grímsnesinu og "Íslenskari en sviðahaus" að eigin sögn. Smile  Hún giftist föður mínum árið 1962 og starfaði sem skrifstofustúlka hjá Kaupfélagi Árnesinga um nokkurra ára skeið en síðar sá hún um bókhald hjá fyrirtæki föður míns auk þess að starfa sem dagmóðir og "bara heimavinnandi húsmóðir" eftir að ég kom í heiminn.  Stóra ástríðan í lífi hennar var tónlistin.  Á "gamals-aldri" tók hún uppá því að fjárfesta í nýmóðins hljómborðum (electronic synthesizers) og sótti hljómborðs-nám til Reykjavíkur í tíu vetur.  Hún tók að sér að spila í veislum, afmælum og árshátíðum auk þess sem hún var orgel-leikari hjá Oddfellow-reglunni.  Hún var dugleg við að endurnýja tækjakostinn og mátti ég hafa mig allan við að aðstoða hana við að tengja tvö-til þrjú hljómborð í einu við  magnara og tölvu-búnað með midi tengingum svo hún gæti nú tekið upp og "mixað" lögin sín. Smile  Hún naut þess að æfa sig langt fram á nætur og var ekkert að hugsa um svefnfrið okkar pabba né nágrannanna því hún hafði mest gaman af því að opna alla glugga og kveikja á stóra Marshall magnaranum og þrusa léttum danslögum yfir hverfið!  Sem betur fer áttum við góða og skilningsríka granna og aldrei fékk hún kvörtun. Whistling

Sumarið 2001 var ég að ljúka námi í flugrafeindavirkjun (avionics) suður í Tulsa, Oklahoma.  Pabbi hafði heimsótt mig árið áður en mömmu þótti það skelfileg tilhugsun að ferðast til Ameríku.  Henni þótti jafn ólíklegt að hún færi þangað eins og til Tunglsins sagði hún mér einhverntíma.  Pabbi ætlaði að koma og kíkja á mig aftur og á síðustu stundu ákveður mamma að hún skildi drífa sig með, öllum að óvörum!  Þessi mynd var tekin á flugvellinum í Tulsa við komu þeirra.

mammaogpabbiTulsa

Upphaflega stóð til að þau yrðu hjá mér í þrjár vikur, en mömmu líkaði svo vel í Ameríku eftir allt saman að hún þvertók fyrir að fara heim og var hjá mér í tvo og hálfan mánuð! Smile  Ég naut þess að hafa hana hjá mér en við brölluðum ýmislegt og ferðuðumst töluvert, meðal annars um sléttur Oklahoma og Kansas, Ozarka fjöllin í Arkansas, Kléttafjöllin í Colorado og eyðimörkina í Nýju-Mexíkó.  Þá tókum við uppá því eina helgina að leigja glænýjan Lincoln Town-Car og rúlla suður til Dallas með stæl og heimsóttum m.a. Southfork Ranch, ættaróðal Ewing fjölskyldunnar. Cool

mammaDallasCarMamma

Þetta eru mér afar dýrmætar minningar, því þetta áttu eftir að vera okkar síðustu góðu stundir saman. 

Ég fylgdi mömmu heim til Íslands, en þegar þarna var komið hafði ég lokið náminu en var ákveðinn í að halda áfram og ná mér í B.S. gráðu í flugresktrarfræði við sama skóla (Spartan) og því fór ég út aftur 2 vikum síðar.  Það var reyndar merkileg tilviljun að við lentum á Íslandi 10. september 2001.  Morguninn eftir horfðum við á tvíburaturnana falla í beinni útsendingu...tilveran átti svo eftir að hrinja enn meira en það.  Þrátt fyrir breytta veröld og skiljanlegar áhyggjur fjölskyldunnar lét ég atburði 11. september ekki stöðva mig í að fara út aftur...en dvölin reyndist ekki löng í það skiptið.

Tveim vikum eftir að ég var kominn út aftur og byrjaður í nýja náminu fékk ég símhringingu að heiman.  Mamma hafði fengið einhvers konar krampa og við rannsókn fannst illkynja æxli í heila.  Hún vildi ekki að ég kæmi heim en fljótlega kom í ljós að meinið var ólæknandi og henni var tjáð að hún ætti skammt eftir ólifað.  Ég pakkaði saman föggum mínum og tróð í bílinn minn og á afmælisdaginn minn 25. október 2001 keyrði ég yfir hálfa Ameríku, frá Tulsa til Norfolk í Virginíu í einum rykk (20 tíma akstur) og setti bílinn í bát til Íslands og flaug svo heim daginn eftir. 

me&mom-oldpicVið tóku erfiðir tímar... við mamma áttum svo margt eftir ósagt...en sjúkdómurinn rændi hana getunni til að tjá sig.  Æxlið hafði eyðilagt málstöðvarnar í heilanum þannig að hún gat hvorki talað né skrifað svo hægt væri að skilja.  Hún hafði fulla hugsun en ef hún reyndi að segja eða skrifa það sem hún hugsaði kom eitthvað allt annað útúr henni eða á blaðið ...vatnsglas gat komið út sem stóll...útvarp sem ljósastaur.  Fyrst í stað var þetta hálf grátbroslegt og oftast var hægt að af-kóða hvað hún meinti...nafnorðin og mannanöfn voru erfiðust.  Samt gat hún lengi talið upp staðina sem við höfðum ferðast til í Ameríku um sumarið og nefnt þá réttum nöfnum...Santa Fe, Amarillo, Colorado Springs...en síðustu 2-3 mánuðina gat hún varla sagt já og nei...hvað þá talað við okkur um tilfinningar sínar...dauðann...eða kvatt okkur. 

Sumir finna víst Guð sinn þegar þeir horfast í augu við dauðann...ég aftur á móti glataði þarna endanlega trúnni á minn.  En þrátt fyrir að ég trúi ekki á líf eftir dauðann, né að ég eigi eftir að hitta móður mína aftur, þá lifir minningin um hana í hjarta mínu á meðan ég lifi, og sú minning gefur mér styrk.


í tilefni aðventunnar

12 Days of Christmas (Fox "news" Style) Joyful

 Og svo Redneck Style (Jeff Foxworthy) LoL

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband