Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Minnesota næs

MN FlagSamkvæmt þessari frétt CNN eru íbúar Minneapolis/St. Paul þeir hjálpsömustu í öllum Bandaríkjunum og mun líklegri til þess að stunda sjálfboðavinnu og samfélagsþjónustu heldur en aðrir Ameríkanar.  Samkvæmt nýjustu tölum höfðu um 4 af 10 íbúum Minneapolis svæðisins boðið fram ókeypis hjálparhönd á síðasta ári.

Áberandi munur er á framboði sjálfboðaliða eftir landshlutum í Bandaríkjunum, en mið-vesturríkin virðast koma best út og þá sérstaklega á þeim svæðum þar sem menntunarstig er hátt, en á eftir Minneapolis/St. Paul koma Austin í Texas, Omaha í Nebraska, Salt Lake City, Utah og Seattle í Washington.

Þeir þættir sem virðast hafa hvað mest áhrif á hjálpsemi íbúanna eru hátt menntunarstig sem skilar sér í aukinni "borgaralegri þátttöku", samgöngumál (stuttur tími í og úr vinnu gefur fólki meiri tíma til umráða), hlutfall þeirra sem eiga eigin heimili eykur tengsl fólks við samfélagið sitt og svo auðvitað hversu margar "non-profit organizations" starfa á viðkomandi svæði.

Lægsta hlutfall sjálfboðastarfs er í Las Vegas í Nevada þar sem einungis 14.4% sinntu einhverju sjálfboðastarfi á síðasta ári, og ástandið er litlu skárra í Miami á Flórída, Virginia Beach í Virginíu og New York City.

Fróðlegt væri að sjá sambærilegar tölur frá Íslandi...eitthvað fær mig til þess að gruna að Íslendingar séu almennt of uppteknir í lífsgæðakapphlaupinu til að stunda of mikla sjálfboðavinnu og kannski eru Íslendingar líka enn meiri kapítalistar í sér en blessaður Kaninn! Halo

En það er gott að búa í Minnesota og hér er vingjarnlegt fólk, enda eru flestir hér af Skandínavískum sósíaldemókrata ættum. Wink

P.S. Á meðan ég var að skrifa þessa færslu ringdi niður haglélum sem voru eflaust um sentímeter í þvermál, þrátt fyrir að úti sé 35 stiga hiti.  Semsagt inniveður í dag, loftkælingin á full blast og engin sjálfboðavinna.


Draumur í dós

787 cockpitStjórnklefinn í Dreamlinernum sem sýndur verður í fyrsta skipti í dag vestur í Seattle minnir kannski frekar á geimskipið Enterprise heldur en farþegaflugvél.  Horfnir eru síðustu analog mælarnir og mætt er hið fullkomnaða "glass cockpit".  Avionics svítan samanstendur af fimm 15" LCD skjáum og tveimur HUD skjáum (Heads-Up-Display) frá Rockwell Collins sem sér líka um allan fjarskiptabúnað og "Electronic Flight Bag" sem gefur flugmönnum aðgang að öllum kortum, handbókum og tékklistum á tölvuskjá í stað þess að þurfa að fletta uppí pappírs-möppum. 

Honeywell framleiðir svo allan leiðsögubúnað, "flight management" tölvuna, stjórn-tölvuna (digital fly-by-wire flight control system) og nýjan viðhaldsbúnað (central maintenance computing) sem fylgist með öllum kerfum vélarinnar, einangrar bilanir og sendir ábendingar og upplýsingar þráðlaust í fartölvu flugvirkja/flugrafeindavirkja.  Þess má geta að rafeindabúnaður Dreamlinersins er heilum 900 kílóum léttari en í eldri flugvélum (sem auðvitar sparar töluvert bensín), en þetta tókst þeim með m.a. með því að fækka vírum og köplum (þráðlaust LAN komið í staðinn), auk þess sem öll "svörtu boxin" eru orðin mun minni og léttari.

Keppinauturinn frá Airbus, A350, er svosem ekkert slor heldur (sjá neðri mynd), en nær þó ekki að skáka Boeing að mínu mati, þegar það kemur að "cool factornum" og "ergonomics".  Dreamlinerinn virðist bjóða uppá mun skemmtilgra vinnu-umhverfi.

a350cockpit_md


mbl.is Boeing frumsýnir 787 Dreamliner á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

11 lítrar á hundraðið

mideastoilÞað er einkennilegt að halda því fram að nýji forsetabíllinn sé eitthvað sérstaklega sparneytinn.  Sannleikurinn er sá að þessi Toyota dolla kemst um það bil 21 mílu á hverju galloni af bensíni, miðað við blandaðan akstur...sem gróflega áætlað gerir rúmlega 11 lítrar á hundraðið.  Það þætti nú ekkert sérstaklega sparneytinn fjölskyldubíll, en Príusinn eyðir víst ca. 4 lítrum á hundraðið.  Þessi er að vísu með 5 lítra V8 vél sem skilar litlum 440 hestum.  Þeir segja að hann hafi kraft á við V12 bíl en eyði eins og V6.  Svo er þetta fjórhjóladrifið í ofanálag.

Sem Mercedes Benz aðdáanda fynnst mér afskaplega leiðinlegt að sjá forsetaembættið skipta yfir í eitthvað Japanskt rusl...erhem...þó svo að sambærilegur Benz, S600, eyði reyndar tæpum 16 lítrum á hundraðið. 

Annars er bensínverðið hérna í landi allsnægtanna alveg að fara uppúr öllu valdi...komið upp fyrir 40 krónur líterinn... hvað varð um alla olíuna frá Írak sem var búið að lofa okkur???  Þessir Repúblikanar svíkja alltaf allt. Frown

P.S.  Ég var upphaflega með rangar tölur í þessum pistli - sá einhversstaðar að Lexusinn hefði 29 mpg (8 L/100km), en hið rétta er 20/22 mpg (city/highway) eins og Jóhann benti mér á í athugasemd.


mbl.is Forsetaembættið fær umhverfisvænan bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...where at least I know I'm free!

Myndband í tilefni dagsins.  Varúð...sumir gætu tárast og öðrum orðið óglatt! Wink


mbl.is Mikill viðbúnaður á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

John Philip Sousa - Independence Day

SousaÞann fjórða júlí er tilvalið að minnast eins merkilegasta tónskálds Bandaríkjanna, John Philip Sousa (1854-1932).  Sousa þarf ekki að kynna fyrir áhugafólki um her-marsa og lúðrasveita-tónlist almennt, en hann hefur oft verið uppnefndur "konungur marsanna".  Meðal frægustu marsanna hans má nefna Stars and Stripes Forever, Washington Post og Semper Fidelis.

Þess má geta að þar sem hefðbundnar túbur eru of stórar og þungar til að bera með góðu móti í skrúðgöngum var fundið upp nýtt hljóðfæri sem hvílir á öxl hljóðfæraleikarans og bjallan kemur upp yfir höfuðið og snýr fram.  Þetta hljóðfæri var að sjálfsögðu nefnt Sousa-fónn til heiðurs meistaranum.

Ég hlóð nokkrum völdum mörsum inní tónlistarspilarann hér til hliðar og vona að einhver gefi sér tíma til að hlusta á eitt eða tvö lög.  Þetta USAF Sousakemur manni alltaf í þrusu-stuð sko! Wink

 

Í dag er svo ómissandi að mæta í skrúðgöngu, veifa Old Glory, sprengja kínverja og skella nokkrum borgurum og heitum hundum á barbeque-ið. 

 

FreedomFlagO say, can you see, by the dawn’s early light,
What so proudly we hailed at the twilight's last gleaming,
Whose broad stripes and bright stars, through the perilous fight
O’er the ramparts we watched, were so gallantly streaming?
And the rockets’ red glare, the bombs bursting in air
Gave proof through the night that our flag was still there;

O say, does that star-spangled banner yet wave
O’er the land of the free and the home of the brave?


Amerísk sveitalubba tónlist

Toby KeithÉg fór í smá bíltúr út í sveit um daginn og kveikti á útvarpinu og fór að flakka á milli rása, leitandi að NPR, en fjandakornið ég fann ekkert nema kántrí! 

Eftir smástund fór ég þó að fíla þessa yndislega hallærislegu músík og hækkaði í græjunum á meðan ég brunaði á milli korn-akrana, og fór að lokum að syngja með hástöfum vitandi það að enginn sæi til mín!

tim-mcgrawKántrí-tónlist er reyndar ótrúlega fjölbreytt "genre" og mismunandi stefnur í gangi.  Gamla væmna Nashville, Grand Ol-Opry músíkin er t.d. allt önnur en "nútíma" kántríið.  Og hvað svo sem má segja um þessa tónlist, þá er alltaf hægt að hlægja af textunum. :-)

dwight_yoakamÉg troðfyllti tónlistarspilarann hér til hliðar af "quality" kántrí músík úr mismunandi áttum.  Gamalt og gott stöff með Dwight Yoakam, Garth Brooks, Trisha Yearwood, Alan Jackson, Hank Williams, Merle Haggard, Tobey Keith og Willy Nelson.  Endilega hlustið á eitthvað af þessu og segið mér hvað ykkur finnst.

P.S.  Varð að rýma fyrir Sousa mörsunum og fjarlægði því kántríið af spilaranum. 

alan-jacksonGarth Brooks


Dinner at Bob's place

IMG_2078Ég tók mig til í dag og bauð nokkrum vinum í No-Name nauta-sirloins að hætti hússins með bökuðum kartöflum, corn-on-the-cob, bernaise og heimabökuðum croissants.

Þetta var allt saman voða þjóðlegt enda er 4th of July rétt handan við hornið.  Ég veit ekki hvað nautalundir kosta á Íslandi, en bara til að vera leiðinlegur get ég sagt frá því að ég borgaði $21 (1320 kr.) fyrir 8. stykki af 7 únsu center cut sirloins...sem sagt ca. 1.6 kg...eða 825 krónur kílóið. 

Engin furða að maður sé á stærð við meðal-Ameríkana Blush   Megrunin verður víst bara að bíða þangað til maður flytur aftur til Íslands...þá hefur maður hvort eð er ekki efni á að kaupa í matinn annað en gulrætur og jógúrt. Whistling

En en...ég tók nokkrar myndir hérna inni í dag og dembdi á vefinn og býð ykkur í heimsókn...smá innlit-útlit sans Vala Matt!

http://picasaweb.google.com/robert.bjornsson/DinnerAtBobSPlace


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband