Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Hvað verður þá um AA mílurnar mínar?
27.9.2007 | 17:55
Nú ætla verðbréfaguttarnir hjá FL grúpp að fara að kenna stjórn American Airlines alvöru Íslenska flugrekstrarfræði, enda sennilega ekki vanþörf á.
Eins og segir í tilkynningu frá Hannesi Smárasyni: FL Group hefur umfangsmikla reynslu af rekstri flugfélaga og við teljum að stjórn AMR beri að leita nýrra leiða til að auka verðmæti félagsins. Með því að aðskilja Vildarklúbb félagsins verður hægt að minnka skuldir og auka virði AMR.
Það er nefnilega það. Vonandi hlusta stjórnarmenn elsta og stærsta starfrækta legacy flugfélags Bandaríkjanna, sem fyrir örfáum árum létu sig ekki muna um að taka yfir rekstur TWA, flugfélagsins sem Howard Hughes stofnaði í gamla gamla daga, á nýríka íslenska braskara sem helstu afrek hingað til hafa verið að kaupa Lettneskt ríkisflugfélag og Tékkneskt lággjaldaflugfélag. Jú, því stjórnarmenn FL Grúpp hafa nefnilega umfangsmikla reynslu af rekstri flugfélaga! Please! Næst heyrir maður að Jóhannes í Bónus kaupi 8% hlut í Wal-Mart og fari að kenna Kananum hvernig eigi að selja kjötfars. Gimme a break!
Nú er ég ekki að halda því fram að AA sé vel rekið flugfélag, langt frá því, og það sama má segja um hin gömlu legacy flugfélögin sem eftir eru; United, Delta og Northwest Einungis Continental og US Airways virðast vera að ná að rétta eitthvað úr kútnum í harðri samkeppni við lággjaldaflugfélögin Southwest og JetBlue. En einhvernveginn efast ég um að Icelandair módelið virki fyrir AA.
Anyway...fyrir nokkrum árum flaug ég svolítið oft með TWA (Trans World Airlines) og gekk í vildarklúbbinn og átti orðið einhverjar mílur hjá þeim sem svo fluttust yfir í AAdvantage þegar AA tók yfir. Hvað ætli verði af þessum mílum mínum ef Hannes nær sínu framgengt? Kannski þær færist þá yfir í vildarklúb Icelandair? Það væri nú ekki nema sanngjarnt.
Annars held ég að FL grúpp ætti að vara sig á of-fjárfestingum í illa stæðum flugfélögum sem þeir halda að þeir geti snúið við eins og ekkert sé með því að fara að reka þau eins og Icelandair. Ef þeir fara ekki varlega gæti endað fyrir þeim eins og Swissair sáluga.
Hér má sjá stutta ritgerð sem ég skrifaði einu sinni um endalok Swissair.
FL Group hvetur stjórn AMR til að leita leiða til að auka virði félagsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bara misskilningur hjá túlkinum?
25.9.2007 | 04:33
Vesalings Mahmoud Ahmadinejad mátti þola það í dag, í fyrsta skipti á ferlinum, að það væri hlegið uppí opið geðið á honum á meðan hann flutti ræðu sína við Columbia háskóla. Hlátrasköllin áttu sér stað þegar þessi annars geðþekki íslamófasisti hélt því fram að samkynhneigðir einstaklingar væru ekki til í Íran.
Mig grunar reyndar að Mahmoud hafi alls ekki látið þetta útúr sér og túlkurinn hafi bara eitthvað verið að stríða karlinum... hérna talar hann nefnilega á allt öðrum nótum!
Hvað er annars hægt annað en að reyna að brosa í gegnum tárin eftir að hafa horft á þetta? http://www.youtube.com/watch?v=FAzMuHyg8Eg
Hér er svo linkur á vefsíðu IRanian Queer Organization.
Ahmadinejad segir samkynhneigð ekki þekkjast í Íran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég leyfi mér að vona...
23.9.2007 | 00:08
Að við sjáum alvöru breytingar í Washington á næsta ári. Að næsti forseti Bandaríkjanna endurspegli von nýrrar kynslóðar um breyttar áherslur í utanríkismálum og raunverulegar framfarir í innanríkismálefnum þessarar stórbrotnu þjóðar. Að næsti forseti Bandaríkjanna verði ekki ofurseldur sérhagsmunahópum og stórfyrirtækjum og boði ekki "politics as usual". Að næsti forseti Bandaríkjanna sameini þjóðina til að losna undan ótta og sjálfseyðingarhvöt ný-íhaldsaflanna og boði róttækar breytingar í átt frelsis og hagsældar fyrir alla. Að næsti forseti Bandaríkjanna verði ötull baráttumaður fyrir auknu lýðræði og mannréttindum. Að næsti forseti Bandaríkjanna sjái til þess að Ameríski draumurinn lifni við á ný. Þetta kallast...The Audacity of Hope!
Hillary Clinton sætir vaxandi gagnrýni keppinauta sinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pólitíkin í flugdeildinni
19.9.2007 | 21:58
Háskólaprófessorar eru eins misjafnir og þeir eru margir og hef ég verið nokkur sáttur við flesta mína prófessora hérna hingað til þó svo sumir séu svolítið sérvitrir og erfiðir í umgengni.
Í flugrekstrarfræðinni átti ég mér mína uppáhalds prófessora og svo var reyndar einn sem fór í taugarnar á mér. Sá heitir Jeff Johnson og er um margt sérstakur karakter. (Sjá SCSU Aviation faculty) Ég sat bara einn kúrs hjá honum en mér þótti mjög skrítið þegar hann eyddi heilli kenslustund í að segja okkur hversu mikilvægt það væri fyrir fólk í flugbransanum, sérstaklega þá sem eru langtímum frá heimili sínu, að sækja kirkju reglulega til að viðhalda heilbrigðu fjölskyldulífi! Ok...svo stofnaði hann kristilegt nemendafélag og fékk fyrrverandi hershöfðingja úr Flughernum til að halda fyrirlestur á samkomu sem hann kallaði "Soldiers for Christ".
Johnson var svo orðinn forseti "College Republicans" og í fyrra bauð hann sig fram til þingsetu á fylkisþingi Minnesota - Sjá framboðsvef hans hér. Hann tapaði í kosningunum en fékk stuðning rótækra "lífsverndarsinna" vegna skoðana hans á fóstureyðingum.
Um daginn gróf ég svo upp smá dirt um manninn, en ég komst að því að hann hafði verið rekinn úr stöðu sinni sem prófessor við flugdeild háskólans í Nebraska. (Sjá grein hér) Skýring brottrekstursins var sú að Johnson hafði ekki staðist fagleg skilyrði um starfsárangur og gæði kennslu var ábótavant. Johnson heldur því hins vegar fram að orsök brottreksturins hafi verið af pólítískum toga en hann hafði stuttu áður sent tölvupóst á nemendur og starfsfólk skólans þar sem hann gagnrýndi harðlega þá nýju stefnu skólans að réttindapakki (m.a. sjúkratryggingar og lífeyrisgreiðslur) sem fram að þessu hafði verið í boði fyrir maka starfsfólks skólans yrði nú líka gerður aðgengilegur fyrir samkynhneigt starfsólk skólans og þeirra maka.
Ég sendi þessa grein að gamni mínu til míns fyrrum umsjónar-prófessors en skrifstofur þeirra Johnsons eru hlið við hlið og nýlega sá ég svo regnbogalitaðan límmiða á skrifstofuhurðinni hans sem á stendur "GLBT Safe Space" Það ættu því að fara fram líflegar umræður á kennarastofunni þessa dagana, hehe.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Well folks, time for a lil´update
19.9.2007 | 05:46
Ennþá brjálað að gera í skólanum þannig að ég hef þurft að skera niður bloggrúntinn all verulega að undanförnu og er fyrst núna að komast yfir blogg-fráhvarfseinkennin.
Ég hef staðið í svolitlu basli með prófessorana sem sitja í thesis-nefndinni minni en þannig er að tveimur þeirra kemur alls ekki saman og annar bað mig um að skipta hinum út svo þeir þyrftu ekki að vinna saman. Svo er sá þriðji úr annari deild og virðist hafa allt aðrar hugmyndir um hvernig skal staðið að rannsóknarvinnunni en hinir tveir og allir hafa þeir sínar skoðanir á verkefninu og gefa mér misvísandi leiðbeiningar. Þetta er ekki til að auðvelda vinnuna og ég veit ekki alveg hvernig ég á að snúa mér til að halda þeim öllum happy og komast áfram með ritgerðina.
Anywho...pabbi gamli og Óa frænka (móðursystir mín) ásamt Sigurði manni hennar voru svo í heimsókn hjá mér í síðustu viku en þau fóru heim á Sunnudaginn. Ég reyndi mitt besta til að hafa ofan af fyrir þeim þrátt fyrir skólastússið og skruppum við pabbi m.a. niður til La Crosse í Wisconsin, þaðan sem við fórum í siglingu á Missisippi fljótinu á gamaldags fljótabáti (paddleboat). Það var ágætis upplifun þrátt fyrir um 30 moskítóbit, en kvöldverðar-hlaðborðið og dixie hljómsveitin um borð gerðu ferðina alveg þess virði.
Íslenska sauðkindin kom svo við sögu um daginn því Sigurður hennar Óu minnar hafði uppá bóndabýli hér í nágrenninu sem elur íslenskar rollur og vildi endilega fara í heimsókn þangað, enda er hann fyrrv. yfirdýralæknir á Keldum og eru ær hans ær og kýr. Það vildi svo skemmtilega til að þegar við mættum á staðinn var þar staddur kollegi Sigurðar við landbúnaðarstofnunina á Selfossi, dr. Þorsteinn, en hann var að kenna Amerískum bændum nýjustu tækni við sæðingar. Það var satt að segja hálf skrítið að sjá blessaðar skjáturnar í þessu umhverfi...en það virtist bara fara vel um þær í öllum hitanum.
....
Ég var svo að fá mér nýja græju í gær...24" widescreen tölvuskjá (Gateway FPD2485W). Þvílíkur munur, 1920*1200 upplausn og allez. Styður 1080p Hi-Def svo hann dobblar sem fullkominn skjár fyrir X-boxið líka og svo verður maður auðvitað að fá sér Blu-Ray spilara innan skamms.
Svona lítur desktoppurinn út hjá mér núna.
Afsakið hlé!
8.9.2007 | 03:02
Ég mun sennilega ekki blogga mikið á næstunni enda er skólinn kominn á fulla ferð aftur, en auk þess að klára lokaverkefnið er ég að taka þátt í hönnunarsamkeppni fyrir bandarísku flugmálastjórnina (FAA) og sækja um rannsóknarstyrk. Ég geri samt ráð fyrir að henda inn einstaka færslum svona þegar tækifæri gefast og er reyndar að skoða þann möguleika að færa mig um set (leiður á moggablogginu) og blogga á ensku svo ég nái betur til kunningja minna hérlendis. Ef og þegar af verður mun ég pósta link á það hér.
Önnur orsök tímaskortsins er sú að pabbi gamli er í heimsókn og móðursystir mín er væntanleg í næstu viku, þannig að maður hefur í nógu að snúast með að dedúast í kringum þau. Við pabbi skruppum á The Minnesota State Fair á mánudaginn (Labor Day) þar sem ég hakkaði í mig þennan líka fína tveggja feta langa corn-dog-on-a-stick...yum yum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
The Michelangelo Code
1.9.2007 | 17:56
Að gefnu tilefni langar mig að benda áhugasömum kaþólskum guðfræðingum og skápasmiðum á Skagaströnd á þetta skemmtilega myndband.
TomTom
1.9.2007 | 05:33
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og mikið flandur undanfarin ár hefur mér aldrei tekist að villast alvarlega hér í Ameríkunni, enda er vegakerfið hér með eindæmum einfalt og auðratað þegar maður er á annað borð orðinn vanur því. Það var því ekki af brýnni nauðsyn, heldur einskærri nýjungagirni og græjudellu sem ég skellti mér nýlega á einn TomTom.
TomTom er GPS leiðsögukerfi á sterum, sem maður smellir á framrúðuna og voila! Maður veður ekki villu síns vegar framar. Ég verð að viðurkenna að ég hef afskaplega gaman af þessari græju...fyrir utan að segja manni til vega á 35 tungumálum (og með röddum frægs fólks eins og John Cleese og Mr. T), þá geymir þetta upplýsingar um yfir 6 milljónir "points of interest" svo sem verslanir og þjónustu af ýmsum toga, veitingahús og gististaði. kortin og þessi "points of interest" eru svo stöðugt uppfærð af notendum (mapshare) og maður getur hlaðið inn nýjum upplýsingum eins oft og maður vill.
Græjan dobblar svo sem MP3 spilari og er með FM sendi fyrir útvarpstækið, einnig er hægt að tengja þetta við farsíma með Bluetooth og þá fær maður aðgang að rauntímaupplýsingum um umferðarþunga og vegavinnu og græjan reiknar þá út hvort það sé hagkvæmt að fara aðra leið. Einnig er hægt að fá upplýsingar um veður, hvað er verið að sýna í næsta bíóhúsi og hvar sé hægt að fá ódýrasta bensínið í nágrenninu. Svo ef vinur þinn á samskonar græju getið þið gerst "TomTom Buddies" og er hægt að fylgjast náið með staðsetningu hvers annars sem getur komið sér vel ef fólk er að ferðast saman á tveimur bílum og týnir hvort öðru.
Hér er svolítið skemmtileg sjónvarpsauglýsing frá TomTom...fólk getur orðið OF háð þessu.
Hér er svo líka fyndin paródía sem auglýsir "Discrimi-Nav" fyrir fólk sem vill forðast "ákveðin hverfi".
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 05:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)