Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Var Icelandair að panta 20 Sukhoi Superjet-100 þotur???

superj.jpgSamkvæmt fullyrðingum Rússneskra fjölmiðla (sjá hér og hér og á Wikipedia hér) skrifaði Icelandair nýlega undir pöntun á 20 nýjum Sukhoi Superjet-100 farþegaþotum fyrir litlar $530 milljónir dollara. 

Sagt er að skrifað hafi verið undir samninga á Farnborough flugsýningunni í Englandi þann 15. júlí síðastliðinn eða fyrir réttum mánuði síðan.  Ef rétt reynist er einkennilegt að ekkert hefur heyrst um þessi fyrirhuguðu kaup í íslenskum fjölmiðlum og Icelandair hefur ekki sent frá sér fréttatilkynningu um málið.  Hefði haldið að hluthafar Icelandair hefðu áhuga á svona fréttum í miðju krepputalinu!

Kannski málið sé eitthvað viðkvæmt en ég hef heyrt gróusögur um að Icelandair hafi nú þegar eða sé við það að selja kaupréttarsamninga sína á Boeing 787 Dreamliner þotunum sem þeir áttu annars að fá afhendar 2010/20012 sökum bágs efnahagsástands.

Líklega væru þetta annars frábær kaup á þessu verði og ég reikna með að þeir séu þá að hugsa um endursölu og/eða leigu (dry lease).  Það er ólíklegt að Icelandair taki þessa flugvélategund í notkun á sínu leiðarkerfi enda um frekar skammdræga vél að ræða sem tekur 75-95 farþega og er hönnuð fyrir styttri leiðir (regional) og mun t.d. henta ákaflega vel í evrópu í samkeppni við Embraer 190 og Bombardier CRJ900.

Sukhoi Superjet-100 er fyrsta farþegaþotan sem smíðuð er í Rússlandi frá hruni Sovétríkjanna og hún fór í sitt fyrsta flug í maí síðastliðnum (sjá mynband neðst).  Þetta er sannarlega engin Lada Sport heldur ákaflega háþróuð og hagkvæm vél sem stenst fyllilega vestræna samkeppni og á örugglega eftir að slá í gegn.  Samkvæmt rússneskum heimildum á Icelandair að fá fyrstu vélarnar afhentar 2011/2012.

Hér má sjá myndband af fyrsta flugi Sukhoi Superjet-100


Dallas, Texas

salladÞað er eitthvað furðulega heillandi við Dallas sem ég á bágt með að útskýra.  Nú hef ég ferðast um flest-allar stórborgir í Bandaríkjunum á síðustu árum og það er erfitt að bera þær saman...en þær tvær borgir sem mér finnst einna vænst um eru Chicago og Dallas.  Þetta kann að koma einhverjum á óvart...hvað með NY, LA, San Fran, D.C., Miami?  Jú, jú...allt frábærir staðir á sinn hátt...en ég er "uppalinn" í Mið-Vestrinu...and thats where my heart is.

Kannski ást mín á Dallas tengist á einhvern hátt sápuóperunni sem ég glápti á sem barn ásamt ömmu minni af mikilli athygli...það var eitthvað svö töff við þennan stað...ég vissi strax þegar ég var 6 ára að eitt af takmörkum lífs míns væri að komast til Dallas!  Joyful

southfork.jpgRaunar var það eitt mitt fyrsta verk þegar ég loksins kom til Dallas að kíkja á Southfork búgarðinn fræga, sem nú er safn tileinkað þáttunum frægu.   Búgarðurinn er staðsettur rétt norður af Dallas, nánar tiltekið í jaðri Plano, Texas.  Það er ótrúlega fallegt þarna, endalaus sléttan blasir við undir "the Big Blue Texas Sky" og nokkur hross og Texas Longhorns naut á beit.  Einn og einn olíubor í fjarska. 

Texas er reyndar mjög sérstakt fylki...eða "like a whole ´nother country" eins og slagorðið þeirra er.  Eitt sinn tók ég Grayhound rútu frá Dallas upp til Oklahoma og á landamærunum sagði bílstjórinn í kallkerfið "Well folks, we´re now leaving the Great State of Texas and entering the United States of America!" Cool  Þetta lýsir hugsunarhættinum í þeim mjög vel.

Þegar ég bjó í Oklahoma keyrði ég margar ferðir niður til Dallas (þó það væri 5 tíma keyrsla hvora leið) bara til þess að upplifa stórborgarborgar-stemmninguna og mæta í Reunion Arena á heimaleiki Dallas Mavericks í NBA deildinni.  Talandi um Reunion Arena þá er Reunion Tower þar við hliðina eitt helsta kennileiti borgarinnar og gaman að fara upp í hann.

Vegakerfið í Dallas er magnað...fyrir utan Houston er þetta ein svakalegasta bílaborgin sem ég hef keyrt um.  Miklu afslappaðara að keyra í Los Angeles (believe it or not).  Það eykur bara á stemmninguna...það er fátt skemmtilegra en að keyra um Texas á Lincoln Continental með risastóran kúrekahatt á hausnum og Willy Nelson á fullu í útvarpinu! Wink  Yeeehaaaww!!!  Bara muna að passa sig á Walker Texas Ranger...don´t mess with Chuck Norris!  LoL

jfk2.jpgEitt af því sem vert er að skoða í Dallas er Dealy Plaza og The Sixth Floor Museum þar sem hægt er að horfa út um gluggan sem Lee Harvey Oswald er sagður hafa skotið JFK út um.  Magnaður staður og magnað safn.  Engu hefur verið breytt á Dealy Plaza síðan 1963 og það er einkennileg upplifun að upplifa söguna svona beint í æð.

Maður fer ekki frá Dallas öðruvísi en að koma við á góðu steikhúsi (mæli með Lone Star Steakhouse) og svo er um að gera að kíkja á gamla bæinn og ródeóið í Ft. Worth og Six Flags skemmtigarðinn í Arlington ef maður er að þvælast þarna á annað borð.

Það versta við Dallas er að hún er full af alvöru J.R. Ewingum...og nýlega var George Dubbyah Bush að kaupa sér hús í Dallas sem hann flytur í eftir 164 daga...en það er skömminni skárra að geyma hann þar en í Washington, ekki satt.

Endilega kíkið á þetta bráðfyndna og hjartnæma myndband frá ferðamannaráði Texas! LoL


mbl.is Endurfundir á Southfork
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinur minn og Purpurahjörtun

Purple Heart

Að gefnu tilefni birti ég aftur þessa færslu sem ég póstaði í fyrra.  Var að heyra í kappanum og líf hans gengur bærilega.  Smile

...

Um daginn fékk ég tölvupóst frá gömlum skólafélaga sem ég hafði ekki heyrt í lengi.  Ýmislegt hefur dregið á daga hans síðan ég sá hann síðast, í október 2001.  Mig langar til að deila með ykkur sögu hans.

Ég kynntist Terry Hudson í febrúar árið 2000.  Við vorum samferða í gegnum nám í flugrafeindavirkjun (avionics) við Spartan School of Aeronautics, í Tulsa, Oklahoma.  Þrátt fyrir mjög ólíkan bakrunn kom okkur strax mjög vel saman og við mynduðum ágætt teymi í verklegu tímunum ("lab parntners") auk þess sem við grúskuðum ýmislegt utan skólatíma.

Terry er svartur og ólst upp í gettóinu í suðurhluta Chicago.  Til að sleppa undan fátækt, gengjastríðum og crack-cocaine faraldrinum, skráði hann sig í herinn 18 ára gamall.  Það var árið 1990, árið sem Saddam Hussein heitinn réðst með offorsi inn í Kúvæt, sællar minningar.  Terry var umsvifalaust sendur á svæðið til að taka þátt í Operation Desert Storm sem fallbyssuskytta á M1A1 Abrams skriðdreka.  Hann var mjög súr yfir því að hafa aldrei lent í alvöru "combat" en þó kom hann heim með Purpurahjarta í farteskinu því hann fékk sprengjubrot í handlegginn þegar að Skud-flugskeyti lenti nálægt herskálanum hans í Sádí-Arabíu.  Hann var voða stoltur yfir því blessaður að vera "wounded veteran".

Terry hélt áfram í hernum (active-duty) næstu 9 árin og lauk ferlinum sem Staff Sergeant (E-6).  Hann ákvað svo að nýta sér skólagjaldastyrk hersins til þess að afla sér mentunar og skráði sig í Spartan, en í hernum hafði hann nokkra reynslu af viðhaldi á þyrlum og ýmsum vopnakerfum.

Um það leiti sem við vorum að útskrifast úr Spartan voru framin skelfileg hryðjuverk, kennd við 11. september, 2001.  Terry var mikill "patriot" og sagðist sko ætla beint í herinn aftur til að taka í lurginn á þessum bansettu "towelheads".  Þegar leiðir okkar skildu vissi ég að hann var búinn að skrá sig í varaliðið (Army reserves) en ætlaði samt að leita sér að vinnu í nýja faginu.  Síðan heyrði ég ekki frá honum í nokkur ár.

Í ársbyrjun 2005 var varaliðs-deildin hans kölluð út og send til Írak.  Þegar kallið kom hafði hann verið búinn að koma sér fyrir í sæmilegri vinnu hjá Lockheed Martin suður í Dallas, Texas.  Eftir tæplega 4 mánaða dvöl í Írak særðist hann svo aftur þegar brynvarinn Hum-Vee sem hann var farþegi í keyrði yfir jarðsprengju.  Hann slapp tiltölulega vel miðað við aðstæður, fékk í sig sprengjuflísar og hlaut innvortis blæðingar auk þess sem hann missti varanlega heyrn á öðru eyra.  Félagi hans í jeppanum lét lífið. 

Eftir einhverja dvöl á hersjúkrahúsi í Þýskalandi fór hann heim til Texas með nýja Purpurahjartað sitt í barminum.  Þegar heim var komið komst hann að því að konan hans hafði haldið framhjá honum og var horfin á brott.  Starfið hans hjá Lockheed Martin var sömuleiðis farið (fyrirtæki eru ekki skyldug til að taka aftur við varaliðsmönnum sem kvaddir eru á brott).  Honum var bara tjáð að fyrirtækið hefði þurft að segja upp fjölda manns vegna samdráttar (ég sem hélt að það væri rífandi bisness hjá hergagnaframleiðendum á stríðstímum).

Terry var svo atvinnulaus í nokkra mánuði uns hann fór að vinna við afgreiðslu á bensínstöð!  Hann er með sykursýki og þarf að kaupa insúlínið sitt sjálfur, því engin er sjúkratryggingin.  Hann fær að vísu einhver "VA benefits" frá hernum en þau dekka ekki insúlínið.  Nú ætlar hann svo að flytjast aftur til Chicago og reyna að byrja nýtt líf.

Já, svona er lífið hér í landi tækifæranna.  Leiðin úr gettóinu í suðurhluta Chicago getur verið þyrnum stráð.  En Terry Hudson er stoltur af Purpurahjörtunum sínum...þó svo öllum öðrum sé slétt sama.

Wal-Mart þrýstir á starfsfólk að kjósa McCain

new_walmart_uniforms_624813.jpgVerslunar-risinn og fasista-fyrirtækið Wal-Mart hefur undanfarið beitt starfsfólk sitt hótunum og hræðsluáróðri í von um að hafa áhrif á komandi forsetakosningar.  Obama hefur lýst yfir stuðningi við nýtt lagafrumvarp sem myndi gera verkafólki auðveldara að stofna verkalýðsfélög, en Wal-Mart hefur hingað til umsvifalaust rekið alla starfsmenn sem hafa reynt að skipuleggja starfsmannafélög og þrýstihópa.  Hjá Wal-Mart starfa um 1.1 milljón manns (lang fjölmennasta fyrirtæki Bandaríkjanna) og nýlega hafa deildarstjórar fyritækisins verið boðaðir á fundi þar sem lögð er mikil áhersla á "hættuna" sem stafar af því að demókratar vinni kosningarnar og rekinn áróður fyrir John McCain. (sjá umfjöllun Huffington Post)

Þess má geta að 80% starfsfólks Wal-Mart keðjunnar er ekki ráðið í fulla vinnu svo fyrirtækið sleppi við að útvega starfsfólki sínu sjúkratryggingar.  Mér satt að segja býður við þessu fyrirtæki og hef ekki lengur lyst á að versla þar.

Hvað er fólk svo að kvarta yfir Baugi?


Skopskyn McCain

bush-mccain.jpgL.A. Times greindi frá því í gær að starfsmaður sýklavopna-rannsóknardeildar Bandaríkjastjórnar hafi fundist látinn, og svo virðist sem hann hafi framið sjálfsmorð, eftir að rannsókn FBI leiddi í ljós að miltisbrandurinn (Anthrax) sem sendur var bréfleiðis til nokkurra fjölmiðla og þingmanna rétt eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september hafi mátt rekja til þessa tiltekna starfsmanns. (sjá frétt L.A. Times hér

Miltisbrandurinn vakti verulega hræðslu meðal Bandaríkjamanna á þessum tíma og dró fimm manns til dauða (flestir starfsmenn póstþjónustunnar).  Hvort sem menn trúa því að hinn nýlátni starfsmaður hafi staðið einn að verki, eða hvort um víðtækt samsæri sé að ræða, þá er eitt á hreinu:  Bush stjórnin nýtti sér miltisbrands-tilfellin til hins ítrasta til þess að auka á ótta þjóðarinnar og vísvitandi (þeir vissu strax um hvaðan þessi miltisbrands-stofn var ættaður) LAUG því að þjóðinni að líklega væri miltisbrandurinn ættaður frá...yes you guessed it...Írak!   

Og hver var það sem mætti í spjallþátt Lettermans í október 2001 og sagði þjóðinni frá þessu?  Og að "Phase Two" í stríðinu gegn hryðjuverkum væri að ráðast á Írak?  Jú, auðvitað sprelligosinn og húmoristinn John McCain.  (sjá nánari umfjöllun hér)


mbl.is McCain: Skopskyn nauðsynlegt í kosningabaráttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innihald fartölva skoðað og afritað á bandarískum flugvöllum

javaerrorNú er Sámur frændi endanlega búinn að tapa sér... dómstólar hafa heimilað Heimavarnarráðuneytinu að hnýsast í fartölvur, farsíma, ipoda, myndavélar, flash-drif og öll rafræn gögn sem þú kannt að hafa meðferðis á leiðinni til eða frá Bandaríkjunum.  Landamæraverðir mega samkvæmt þessu, án dómsúrskurðar og án nokkurar sérstakrar ástæðu eða gruns gera fartölvur upptækar og halda þeim "for a reasonal period of time" og er þeim heimilt að skoða og afrita öll gögn sem þeim sýnist!

Sjá frétt MSNBC hér - einhverra hluta vegna er ekki gert mikið úr þessu á Fox "news".

Með hverjum deginum sem líður finnst mér ég frekar vera staddur í Sovétríkjunum en í landi hinna frjálsu og hugrökku. Frown

Munið að taka til á tölvunni og hreinsa úr cache-inu áður en þið komið næst í heimsókn!


Minnesota Twins

Tvíhöfða salamöndrur, froskar og skjaldbökur eru nokkuð algeng fyrirbæri í vötnum Minnesota...sérstaklega í nágrenni við kjarnorkurverin...en þetta er eitthvað sem maður sér ekki á hverjum degi! Shocking


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.