Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
Hjartagæska Kaþólskra skilyrðum háð
14.11.2009 | 17:52
Eitt mega Kaþólikkar eiga sér til tekna - víða um heim stunda þeir hjálpar- og góðgerðarstarfsemi af ýmsum toga. Þeir reka sjúkrahús, neyðarskýli fyrir heimilislausa og munaðarlaus börn og veita fátæku fólki matar-aðstoð. Allt er þetta óskaplega fallega gert af þeim og ber að virða og þakka.
Í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington D.C., er sorglega mikið af fólki í sárri neyð. Það dylst engum sem heimsótt hefur D.C. að fjöldi heimilislausra er gríðarlegur og maður þarf ekki að ganga langt frá miðborginni til þess að koma í hverfi þar sem fátækt og eymd er allsráðandi. Hingað til hafa Kaþólsk góðgerðarsamtök lagt sitt af mörkum til þess að hjálpa þessu fólki - en nú verður breyting þar á!
Washington Post skýrði nýlega frá því að Kaþólska kirkjan hefur hótað að hætta allri góðgerðarstarfsemi í Washington D.C. ef borgarráðið samþykkir nýtt frumvarp um að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra og lög þess efnis að fyrirtækjum og stofnunum í D.C. verði óheimilt að mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar.
Þessi hótun er ekkert annað en ógeðfelld tilraun til pólitískrar kúgunar - en sem betur fer hefur borgarráðið gefið út yfirlýsingu þess efnis að það ætli ekki að láta þessar hótanir hafa áhrif á sína ákvarðanatöku og fastlega er búist við því að tillögurnar verði samþykktar í næsta mánuði. Skilaboð borgarráðsins til Kaþólskra eru þau að þeirra aðstoð er ekki ómissandi og vilji þeir verða af $8.2 milljóna samningi við velferðarsvið borgarinner er þeim frjálst að fara. Aðrir munu fylla þeirra skarð. Útsvar borgarbúa mun ekki renna til stofnunar sem mismunar íbúum og stendur gegn mannréttindum.
Eftir stendur spurningin hvort Kaþólskir ætli í alvöru að láta fægð sína á samkynhneigðum bitna á saklausu fólki í neyð. Er góðmennska þeirra virkilega svona yfirborðskennd og hræsnisfull? Megi það verða þeim til ævarandi skammar!
---
Nú líður senn að Þakkargjörðarhátíðinni, sem Nota Bene er algerlega ótengd trúarbrögðum. Fyrir ári síðan var ég staddur í Washington D.C. á Þakkargjörðardaginn. Á leið minni frá Smithsonian safninu á hótel-herbergi mitt gekk ég framhjá Hvíta Húsinu um kvöldmatarleitið - þegar flestir borgarbúar sátu að snæðingi og gæddu sér á fylltum kalkúna. Það var svolítið súrrealískt að vera á gangi á þessum tíma því breiðstrætin voru næstum tóm - og þó ekki - þá fyrst sá ég hversu margt fólk lá kalt, einsamalt og svangt á bekkjum og í ræsum borgarinnar. Það var átakanlegt.
Þegar ég heimsótti minnisvarðann um Thomas Jefferson, höfundar sjálfrar Stjórnarskrár Bandaríkjanna, varð mér umhugsað um þessi fleygu orð hans:
"Millions of innocent men, women and children, since the introduction of Christianity, have been burned, tortured, fined and imprisoned. What has been the effect of this coercion? To make one half the world fools and the other half hypocrites; to support roguery and error all over the earth..." - úr Notes on the State of Virginia, 1787.
Hér er smá myndbrot frá heimsókn minni til District of Columbia í fyrra.
P.S. Ég datt nýlega í lukkupottinn og fékk starf sem er akkúrat á mínu áhugasviði og þar sem ég get nýtt mína menntun í viðhaldsmálum flugvéla. Ég býst því ekki við miklum blogg-skrifum næstu vikurnar þar sem öll mín orka mun væntanlega fara í starfsþjálfun sem að hluta til fer fram erlendis.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)