Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Gaman á fyrirlestri Dr. Richard Dawkins
5.3.2009 | 22:12
Það var góð stemmning í troðfullu Northrop Auditorium í U of M í gærkvöldi þar sem Dr. Richard Dawkins hélt frábæran fyrirlestur og svaraði spurningum að honum loknum auk þess sem hann gaf sér tíma til að árita bækurnar sínar. Því miður voru vídeó-upptökur bannaðar en efni fyrirlestursins svipaði mjög til þess sem hann talar um á myndbandinu hér fyrir neðan. Ennfremur bendi ég á þetta frábæra útvarpsviðtal við kallinn sem hann veitti Minnestoa Public Radio í gærmorgun.
Bloggar | Breytt 7.3.2009 kl. 05:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrirlestur Dr. Richard Dawkins í Minneapolis í kvöld
4.3.2009 | 18:28
Er á leiðinni niður til Twin Cities á eftir í þeim tilgangi að sjá og heyra fyrirlestur hins heimsfræga þróunarlíffræðings frá Oxford og metsöluhöfundar bókarinnar The God Delusion, Dr. Richard Dawkins. Dawkins er mættur hingað í boði félags trúfrjálsra nemenda við University of Minnesota og fyrirlesturinn mun fjalla um tilgang/tilgangsleysi lífsins. Dawkins er í mjög miklu uppáhaldi hjá mér, enda "elegant" rödd skynseminnar í eyðimörk hugsunarleysis.
Hér er kynning á efni fyrirlestursins The Purpose of Purpose:
"We humans are obsessed with purpose. The question, What is it for? comes naturally to a species surrounded by tools, utensils and machines. For such artifacts it is appropriate, but then we go too far. We apply the What is it for? question to rocks, mountains, stars or the universe, where it has no place.
How about living things? Unlike rocks and mountains, animals and plants, wings and eyes, webbed feet and leaves, all present a powerful illusion of design. Since Darwin, we have understood that this, too, is an illusion. Nevertheless, it is such a powerful illusion that the language of purpose is almost irresistible. Huge numbers of people are seriously misled by it, and biologists in practice use it as a shorthand.I shall develop two meanings of purpose. Archi-purpose is the ancient illusion of purpose, a pseudo-purpose fashioned by natural selection over billions of years. Neo-purpose is true, deliberate, intentional purpose, which is a product of brains. My thesis is that neo-purpose, or the capacity to set up deliberate purposes or goals, is itself a Darwinian adaptation with an archi-purpose.
Neo-purpose really comes into its own in the human brain, but brains capable of neo-purposes have been evolving for a long time. Rudiments of neo-purpose can even be seen in insects. In humans, the capacity to set up neo-purposes has evolved to such an extent that the original archi-purpose can be eclipsed and even reversed. The subversion of purpose can be a curse, but there is some reason to hope that it might become a blessing."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Kristnir íhaldsmenn eru klámhundar!
3.3.2009 | 06:47
Samkvæmt nýrri rannsókn á netnotkun og ásókn á klámsíður kemur í ljós að mun meiri áhugi á klámi er í þeim fylkjum Bandaríkjanna sem eru hvað þekktust fyrir að vera íhaldssöm og trúuð. Sjá frétt ABC News um málið. Farið var yfir kreditkorta-reikninga til þess að sjá hvar mesta salan á klámi fór fram. Lang mestu klámhundarnir eru íbúar Utah sem flestir eru afar íhaldssamir Mormónar. Landsmeðaltalið er um 2.3 áskriftir að klámsíðum per 1000 breiðbandstengingar en Mormónarnir í Utah hafa 5.47 áskriftir. Athygli vekur að 8 af þeim 10 fylkjum þar sem klám-stuðullinn er hæstur - eru þau fylki sem John McCain vann sína stærstu sigra í síðustu kosningum (undantekningarnar eru Flórída og Hawaii) á meðan frjálslyndustu fylkin sem Obama vann auðveldlega verma neðstu sætin hvað varðar ásókn í klám.
Ennfremur má geta þess að í þeim fylkjum þar sem kjósendur hafa bannað hjónabönd samkynhneigðra og fólk trúir á "hefðbundin fjölskyldugildi" og að "AIDS sé refsing Guðs vegna siðferðisbrests" er ásókn í klám 11% yfir landsmeðaltali. Þar að auki eru skilnaðir og framhjáhöld hvergi algengari en í þessum sömu fylkjum.
Satt að segja koma þessar niðurstöður mér alls ekki á óvart - en það er gaman að hafa tölulegar sannanir fyrir þeirri vitneskju að oftast eru mestu siðferðispostularnir sjálfir mestu perrarnir! Enn og aftur sannast það á kristna íhaldsmenn hversu sjúkir hræsnarar þeir eru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Russ Limbaugh heilkenni
1.3.2009 | 16:13
Til er sú tegund fólks sem þrátt fyrir hugmyndafræðilegt gjaldþrot er of þrjóskt til þess að viðurkenna að lífsskoðanir þeirra ganga ekki upp. Fremur en að játa mistök sín vilja íhaldsmenn og öfga-frjálshyggjumenn meina að ekkert hafi verið að stefnunni - henni hafi einfaldega ekki verið framfylgt nógu harkalega.
Hér í Bandaríkjunum er Repúblikanaflokkurinn í mikilli tilvistarkrísu og tekist er á um völdin og framtíðarstefnu flokksins sem er í augnablikinu eins og höfuðlaus her. Nýlega fór fram hið árlega CPAC þing (Conservative Political Action Conference) en þar mæta íhaldsmenn til skrafs og ráðagerða. Það vakti athygli að helstu stjörnur CPAC þetta árið voru Joe the Plumber og Russ Limbaugh!
Það virðist vera að 20-30% Bandarísku þjóðarinnar séu enn svo miklir sukkópatar að þeir ríghalda í veruleikafirrta og beinlínis stórhættulega hugmyndafræði. Rétt eins og nefnd Ólafs Klemenssonar kemst að þeirri niðurstöðu að stefna Sjálfstæðisflokksins hafi ekki brugðist heldur hafi henni einugis ekki verið framfylgt nógu vel - eru til þeir íhaldsmenn hér westra sem trúa því að G.W. Bush hafi einfaldlega ekki verið nógu mikill öfgamaður!
Russ Limbaugh ásamt skoðanasystkinum sínum á Fox News eru að reyna að fabúlera þá kenningu að Obama sé að nýta sér efnahagsástandið til þess að skapa ótta í þjóðfélaginu og ná þannig fram sinni stórhættulega "Liberal Agenda". Russ er harkalega andsnúinn efnahagspakkanum og hefur margoft lýst því yfir að hann voni að áætlanir Obama um að endurreisa hagkerfið mistakist! Gleymum því ekki að maðurinn telur sig þrátt fyrir það hinn mesta föðurlandsvin!
Spunameistarar á borð við Glenn Beck, Bill O´Reilly, Sean Hannity, Ann Coulter og Russ Limbaugh eru jafnvel farnir að ræða upphátt um að "sannir Ameríkanar" verði að bjarga landinu úr klóm sósíalistanna með góðu eða illu. Þeir eru farnir að ræða um hvers konar "byltingu" þeir vilji sjá og hvetja fólk jafnvel til þess að búa sig undir borgarastyrjöld! Þess má geta að á undanförnum vikum og mánuðum hefur byssusala stóraukist sem og meðlimafjöldi í kristnum hriðjuverkasamtökum á borð við KKK.
Hér er skemmtileg umfjöllun Rachel Maddow um CPAC:
Stefna brást ekki, heldur fólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)