Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Sotomayor lífgar uppá hæstarétt Bandaríkjanna

sonia_sotomayorVal Obama á eftirmanni David Souter hæstaréttardómara sem senn lætur af embætti er í senn áhugavert og ánægjulegt.  Sonia Sotomayor verður aðeins þriðja konan frá upphafi og fyrsti Latino einstaklingurinn sem vermir stól hæstaréttar, en hún er ættuð frá Puerto Rico.  Það veitir svo sannarlega ekki af að auka fjölbreytileika hæstaréttarins, sem ætti með réttu að innihalda fulltrúa sem flestra þjóðfélagshópa en í dag eru 7 af 9 dómurum miðaldra eða eldgamlir hvítir karl-fauskar og 5 af 9 eru kaþólikkar.

Hæstiréttur Bandaríkjanna er skelfilega íhaldssamur og er óhætt að segja að viðhorf og úrskurðir réttarins séu 20-30 árum á eftir almennings-álitinu hvað varðar samfélagsleg málefni.  Það er mikið fagnaðarefni að Obama fái tækifæri til þess á næstu 8 (vonandi) árum að endurnýja hæstaréttinn töluvert og yngja hann upp auk þess sem vonir standa við að hann tilnefni dómara með mun frjálslyndari og nútímalegri viðhorf en verið hefur.  Margir núverandi dómaranna eru komnir vel á aldur (sérstaklega Stevens og Ginsburg) en ég er helst að vona að Scalia hrökki uppaf þeirra fyrstur.

Kíkið á Obama kynna Sotomayor:

Fyrir skömmu úrskurðaði hæstiréttur Kalíforníu að umdeild tillaga um bann á hjónaböndum samkynhneigðra (Prop 8) myndi standa - en tillagan var samþykkt með 52% atkvæða kjósenda Kalíforníu s.l. haust eftir mikið áróðursstríð sem mormónar frá Utah, kaþólikkar og aðrir bókstafstrúarmenn dældu milljónum dollara í.  Með blekkjandi auglýsingum, lygum og rógi tókst þeim að hræða nógu marga til að samþykkja þessi svívirðilegu brot á mannréttindum.  En baráttunni er hvergi nærri lokið og réttlætið mun sigra fyrr en varir.  Yfirgnæfandi líkur eru á að á næstu árum muni sjálfur Hæstiréttur Bandaríkjanna þurfa að úrskurða um hjónabönd samkynhneigðra á Federal leveli in hingað til hafa fylkin ráðið þessum málum sjálf og þrátt fyrir að nú séu samkynja hjónabönd lögleg í 5 fylkjum þurfa hin fylkin og alríkið ekki að viðurkenna þau - þökk sé DOMA (ó)lögunum (Defense of Marriage Act) sem líklega standast ekki stjórnarskránna.

Árið 1969 úrskurðaði hæstiréttur í máli Loving vs. Virginia að fólk af mismunandi kynþáttum mættu giftast - en fram að því máttu svartir og hvítir ekki ganga í hjónabönd.  Þetta þætti okkur ótrúlegt og svívirðilegt í dag - en athugið að það eru aðeins 40 ár síðan!  Það merkilega er að kynþáttahatrið og rasisminn grasseruðu enn svo mikið á þessum tíma í Bandaríkjunum að ef kosið hefði verið um þetta mál - hefði það verið fellt með talsverðum meirihluta.  Mig minnir að um 60% Bandaríkjamanna hafi verið á móti blönduðum hjónaböndum í þá dagana.  En mannréttindi eru nefnilega ekki mál sem ákvarðast eiga af einföldum meirihluta í kosningum.  Þá yrðu nú litlar framfarir.  Það verður að vera í verkahring hæstaréttar að skera úr um svona mál. 

Eitt er víst - We Won´t Back Down Wink

En nú ætti ég kannski að hætta að blogga um Amerísk málefni fyrst ég er fluttur heim í bili...og þó...efast um að ég tolli lengi í þessari útópíu Steingríms J.  - A.m.k nenni ég ekki að blogga um sykurskatt og hækkuð olíugjöld.  Það er nokkuð ljóst að þessu landi verður hreinlega ekki viðbjargandi úr þessu...þetta er búið spil.  En þvílíkir snillingar að ætla sér að ná inn 2.7 milljörðum í ríkiskassann með nýju skattahækkununum á sama tíma og vísitala neysluverðs hækkar skuldir heimilana um 7 milljarða.  (Má ég minna á að ríkis-kirkjan kostar okkur 6 milljarða á ári)

Obama ákvað að taka þannig á kreppunni í Bandaríkjunum að hækka ekki skatta heldur dæla pening í atvinnulífið og reyna að sjá til þess að fólk geti haldið áfram að eyða í neyslu til þess að koma í veg fyrir að hjól atvinnulífsins stöðvist.  Þá hefur verið séð til þess að greiðslubyrgði af skuldum sé ekki hærri en 30% af heildar-tekjum fólks svo það haldi húsnæði sínu og eigi fyrir mat og nauðsynjum.   Hér er hins vegar farið í að skattpína fólk í hel ofan á öll hin ósköpin.  Úr verður fyrirsjáanlega vítahringur dauðans - einkaneysla dregst svo mikið saman að öll fyrirtæki fara á hausinn og atvinnuleysi stóreykst.  Þá dragast virðisaukaskatts-tekjur verulega saman og fólk hættir að geta keypt bensín, fer að svíkja undan skatti í auknum mæli og brugga landa til að drekkja sorgum sínum.  Það er greinilegt að þetta fólk sér ekki lengra en nef þeirra nær og úrræðaleysið og vanhæfnin er alger.  Mér segir svo hugur að næsta búsáhaldabylting sem án efa mun eiga sér stað með haustinu muni ekki fara jafn friðsamlega fram og sú síðasta...en þá verð ég vonandi sloppinn aftur burt af þessari vonlausu eyju. Frown


Valdarán Kristinna þjóðernissinna innan Bandaríkjahers

crstiansoldNýlega voru gerð opinber minnisblöð og leyniskjöl úr Hvíta Húsinu sem tengdust innrásinni í Írak þar sem í ljós kom að Bush (sem segir að Guð hafi sagt sér að fara í stríð) og Donald Rumsfield höfðu það fyrir sið að demba Biblíu-tilvitnunum á forsíður skjala sem tengdust stríðsrekstrinum. (sjá nánar hér)  Það hefur því verið sannað sem margan grunaði að Íraksstríðið var í raun og veru dulbúin "Krossför" (Jihad) geðsjúkra bókstafstrúarmanna sem heyrðu raddir.

Þó svo við öndum flest léttara yfir því að Obama sé nú kominn í Hvíta Húsið er samt enn ástæða til að hafa áhyggjur af uppgangi stórhættulegra ofsatrúarmanna innan Bandaríkjahers.  Undanfarin ár hefur orðið gríðarleg breyting á samsetningu nýliða í öllum deildum hersins og markvisst hefur verið stefnt að því að gera Bandaríkjaher að "herdeild Krists".

zz52c5d2b0mj7Í stað þess að "mannaveiðarar" (recruiters) hersins sitji um menntaskóla dropouts eins og tíðkast hefur - hafa þeir nú fært sig um set yfir í kirkjurnar.  Þar taka prestar og predikarar þátt í því að hvetja ungdóminn til þess að ganga í herinn og gerast Kristir Krossmenn í heilögu stríði gegn Íslam.  Hver er munurinn á þessu og því þegar íslömsk hriðjuverkasamtök misnota moskur til þess að tæla til sín unga og áhrifagjarna heimskingja í Jihad?

En það eru ekki bara óbreytt fallbyssufóður (enlisted) sem tekin eru með trompi heldur á þetta líka við um liðsforingjaefni (officers) - sérstaklega áberandi í flughernum en trúar-áróðurinn (indoctrination) ku vera skelfilegur í Air Force Akademíunni í Colorado Springs þar sem allir cadetar eru nánast þvingaðir til að mæta í "born again evangelical" guðsþjónustur á hverjum degi og taka þátt í bænarhringjum.  Þeir sem kjósa að taka ekki þátt í halelújah sirkusnum er refsað og þeir látnir vita að þeir standi ekki jafnfætis hinum trúuðu.  Trúlausir eru jafnvel lagðir í gróft einelti og reynt að fá þá til þess að gefast upp á náminu og hætta í flughernum.  Þá er klíka trúaðra orðin svo öflug meðal háttsettra hershöfðingja að til þess að öðlast frama í hernum og að hækka í tign á tilesettum tíma er nánast skilyrði að vera Jesus-freak.

Christian-Air-Force-eÞrýstingur frá háttsettum aðilum innan hersins hefur orðið til þess að Obama hefur neyðst til þess að svíkja kosningaloforð sitt um að afnema þegar í stað "Don´t Ask - Don´t Tell" stefnuna sem bannar samkynhneigðum að þjóna í hernum.  Það er enn verið að reka þrautþjálfaða og reynda hermenn með skömm úr hernum fyrir það eitt að vera samkynhneigðir.  Síðan 1993 hafa tæplega 13 þúsund samkynhneigðir hermenn verið reknir - margir heiðraðar stríðshetjur sem og tungumálasérfræðingar, læknar og alls konar sérfræðingar.  Á sama tíma er herinn farinn að taka við dópistum og fólki með sakaskrá (svo lengi sem þeir eru frelsaðir).

Þess má að auki geta að hermenn í Írak og Afganistan hafa stundað ágengt trúboð í boði Bandaríska skattgreiðenda.  Tíðkast hefur meðal Bandarískra hermanna að dreifa Biblíum og myndasögum sem sýna Múhammeð spámann brenna í helvíti.  Þá klæðast þeir gjarnan bolum í frítíma sínum sem kynna þá sem "Kristna Krossfara".  Þetta getur nú varla talist gáfuleg aðferð til þess að minnka hatur og tortryggni íbúa hinna hernumdu landa gagnvart vesturlöndunum.

Það er áhugaverð staðreynd og umhugsunarefni nú á "uppstigningardegi" að samkvæmt nýjum skoðanakönnunum (sjá hér) er yfir helmingur þeirra Bandaríkjamanna sem stunda guðsþjónustur einu sinni í viku eða oftar - hlyntir pyntingum eins og stundaðar voru í Abu Graib og Guantanamo!  Hæst er hlutfallið meðal Kaþólikka (3 af hverjum 4 hlyntir eða frekar hlyntir pyntingum og svosem ekkert nýtt að þeir séu haldnir kvalalosta) og Hvítasunnumanna (born again evangelicals - 60%).  Oftar en ekki vitna trúaðir í Biblíu-vers sem réttlæta illa meðferð á villutrúarmönnum.  Svo segja sumir að Biblían sé "fallegt" rit! Sick

Til samanburðar er gaman að geta þess að einungis um 10% sekúlarista (trúlausra) telja að pyntingar geti verið réttlætanlegar.  Hvað segir þetta okkur um Kristið siðgæði og almennt geðheilbrigði trúaðra, gott fólk? 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband