Bloggfćrslur mánađarins, júní 2009
Fyrirskipun Obama til yfirmanns heraflans í Írak
9.6.2009 | 17:32
Snođađu Stephen Colbert! Snillingar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Mun Amerískur bíla-iđnađur rísa á ný?
1.6.2009 | 16:27
Ţó svo ég sé Ford mađur er ekki laust viđ ađ mađur sé hálf sorgmćddur yfir örlögum General Motors og Chrysler. Ţrátt fyrir ađ GM verđi endurreist sem ríkisfyrirtćki (hugsiđ ykkur!) er niđurlćgingin stór og sárt ađ hugsa til ţess ađ 20 ţúsund manns munu missa vinnuna auk ţess sem lífeyristekjur og sjúkratryggingar 650 ţúsund eftirlaunaţega GM munu skerđast verulega.
Nýja GM sem mun verđa í 60% eign Bandaríska ríkisins (eftir ađ $19 milljarđa björgunarpakki dugđi ekki og endurskipulagningin mun kosta Bandaríska skattgreiđendur ađra $30 milljarđa) mun einungis framleiđa Chevy, GMC, Cadillac og Buick en Hummer, Saturn og Pontiac heyra nú sögunni til. Áfalliđ er mikiđ fyrir Detroit (MoTown) og raunar allt Michican ríki sem sér nú fram á allt ađ 15-20% atvinnuleysi og miklar fjárhagslegar hörmungar.
Ţrátt fyrir ađ efnahags-hruniđ hafi orđiđ til ţess ađ ýta GM endanlega framaf bjargbrúninni á gjaldţrot GM ţó mun lengri ađdraganda. Rekstur GM hefur veriđ mjög erfiđur síđustu 10-15 ár og hver stjórnunarmistökin á fćtur annarri hafa átt sér stađ ţrátt fyrir endalausar hagrćđingar sem litlu hafa skilađ. Ţađ er sorgleg stađreynd ađ á síđustu 10-20 árum hafa gćđi og áreiđanleiki Amerískra bíla dregist langt aftur úr Evrópskum og Asískum keppinautum og svo er nú komiđ ađ Ameríkanar eru hćttir ađ vilja kaupa eigin bíla og Toyota, Honda og Volkswagen eru orđnir söluhćstu bílarnir í Bandaríkjunum.
Fall GM sem alltaf var sagt vera "too big to fail" er í raun táknrćnt fyrir stöđu sjálfra Bandaríkjanna í dag, ţví miđur. Heimsveldiđ er á barmi hruns - iđnađurinn í molum og innviđir samfélagsins (s.s. vegakerfiđ og orkubúskapurinn) eru komnir í óefni. Einstök ríki eru viđ ţađ ađ verđa gjaldţrota - sérstaklega Kalífornía en Schwarzenegger ríkisstjóri tilkynnti ţađ í gćr ađ almenningsgörđum og bađströndum verđi lokađ í sumar í sparnađarskyni. Ríkisstjóri Texas hefur sömuleiđis opinberađ ţá hugmynd ađ Texas lýsi yfir sjálfstćđi og gangi úr Bandaríkjunum! Ţađ er ljóst ađ Bandaríkin standa á miklum tímamótum og ţađ mćtti fćra rök fyrir ţví ađ aldrei fyrr í sögu ţeirra (frá Borgarastyrjöldinni) hafa ţau stađiđ frammi fyrir jafn alvarlegum vanda. Spurningin er sú hvort Obama takist hiđ ómögulega - ađ reisa Bandaríkin viđ til fyrri vegsemdar og virđingar eđa hvort Bandaríkjanna bíđi sömu örlög og Sovétríkjanna sálugu. Viđ lifum svo sannarlega á áhugaverđum tímum en ég trúi ţví enn ađ vinir mínir í landi hinna "frjálsu og hugrökku" rísi úr öskustónni ţví ţađ vita jú allir ađ "America is the Greatest Nation on Earth" og comebackiđ verđur sćtt eins og hjá Rocky Balboa...já og svo vinna góđu gćjarnir alltaf í Hollywood!
En hvađ sem ţví líđur viđurkenni ég eftir ađ hafa átt nokkra Ameríska bíla (frá öllum ţrem risunum) ađ ég gafst upp á ţeim, gerđist Un-American og skipti yfir til Stuttgart. Ţrátt fyrir ţađ sé ég svolítiđ eftir ţessum skrapatólum:
Chrysler New Yorker - Fifth Avenue (međ lúxus Mark Cross leđursófasetti en handónýtu loftpúđadempara-systemi)
Oldsmobile NinetyEight (GM skrapatól međ eilífum rafmagnsvandrćđum)
Lincoln Continental: Sannkölluđ lúxusbifreiđ en međ gallađ head gasket, loftpúđa og lélega sjálfskiptingu)
Ford Crown Victoria: Solid stál-flykki sem stóđ ţó undir nafninu Fix Or Repair Daily.
![]() |
General Motors bjargađ frá gjaldţroti |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (18)