Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Fyrirskipun Obama til yfirmanns heraflans í Írak

Snoðaðu Stephen Colbert!  Snillingar. Grin


Mun Amerískur bíla-iðnaður rísa á ný?

CAL%20CHEVYÞó svo ég sé Ford maður er ekki laust við að maður sé hálf sorgmæddur yfir örlögum General Motors og Chrysler.  Þrátt fyrir að GM verði endurreist sem ríkisfyrirtæki (hugsið ykkur!) er niðurlægingin stór og sárt að hugsa til þess að 20 þúsund manns munu missa vinnuna auk þess sem lífeyristekjur og sjúkratryggingar 650 þúsund eftirlaunaþega GM munu skerðast verulega.

Nýja GM sem mun verða í 60% eign Bandaríska ríkisins (eftir að $19 milljarða björgunarpakki dugði ekki og endurskipulagningin mun kosta Bandaríska skattgreiðendur aðra $30 milljarða) mun einungis framleiða Chevy, GMC, Cadillac og Buick en Hummer, Saturn og Pontiac heyra nú sögunni til.  Áfallið er mikið fyrir Detroit (MoTown) og raunar allt Michican ríki sem sér nú fram á allt að 15-20% atvinnuleysi og miklar fjárhagslegar hörmungar.

Þrátt fyrir að efnahags-hrunið hafi orðið til þess að ýta GM endanlega framaf bjargbrúninni á gjaldþrot GM þó mun lengri aðdraganda.  Rekstur GM hefur verið mjög erfiður síðustu 10-15 ár og hver stjórnunarmistökin á fætur annarri hafa átt sér stað þrátt fyrir endalausar hagræðingar sem litlu hafa skilað.  Það er sorgleg staðreynd að á síðustu 10-20 árum hafa gæði og áreiðanleiki Amerískra bíla dregist langt aftur úr Evrópskum og Asískum keppinautum og svo er nú komið að Ameríkanar eru hættir að vilja kaupa eigin bíla og Toyota, Honda og Volkswagen eru orðnir söluhæstu bílarnir í Bandaríkjunum.

Fall GM sem alltaf var sagt vera "too big to fail" er í raun táknrænt fyrir stöðu sjálfra Bandaríkjanna í dag, því miður.  Heimsveldið er á barmi hruns - iðnaðurinn í molum og innviðir samfélagsins (s.s. vegakerfið og orkubúskapurinn) eru komnir í óefni.  Einstök ríki eru við það að verða gjaldþrota - sérstaklega Kalífornía en Schwarzenegger ríkisstjóri tilkynnti það í gær að almenningsgörðum og baðströndum verði lokað í sumar í sparnaðarskyni.  Ríkisstjóri Texas hefur sömuleiðis opinberað þá hugmynd að Texas lýsi yfir sjálfstæði og gangi úr Bandaríkjunum!  Það er ljóst að Bandaríkin standa á miklum tímamótum og það mætti færa rök fyrir því að aldrei fyrr í sögu þeirra (frá Borgarastyrjöldinni) hafa þau staðið frammi fyrir jafn alvarlegum vanda.  Spurningin er sú hvort Obama takist hið ómögulega - að reisa Bandaríkin við til fyrri vegsemdar og virðingar eða hvort Bandaríkjanna bíði sömu örlög og Sovétríkjanna sálugu.  Við lifum svo sannarlega á áhugaverðum tímum en ég trúi því enn að vinir mínir í landi hinna "frjálsu og hugrökku" rísi úr öskustónni því það vita jú allir að "America is the Greatest Nation on Earth" og comebackið verður sætt eins og hjá Rocky Balboa...já og svo vinna góðu gæjarnir alltaf í Hollywood! Wink

En hvað sem því líður viðurkenni ég eftir að hafa átt nokkra Ameríska bíla (frá öllum þrem risunum) að ég gafst upp á þeim, gerðist Un-American og skipti yfir til Stuttgart.  Þrátt fyrir það sé ég svolítið eftir þessum skrapatólum:

Chrysler New Yorker - Fifth Avenue  (með  lúxus Mark Cross leðursófasetti en handónýtu loftpúðadempara-systemi)

1991_chrysler_newyorker_2764-300x189

Oldsmobile NinetyEight (GM skrapatól með eilífum rafmagnsvandræðum)

Mvc-010f

 

 

 

 

 

Lincoln Continental:  Sannkölluð lúxusbifreið en með gallað head gasket, loftpúða og lélega sjálfskiptingu)

Lincoln6Ford Crown Victoria:  Solid stál-flykki sem stóð þó undir nafninu Fix Or Repair Daily. Whistling

TIM_2928


mbl.is General Motors bjargað frá gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband