Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
"Dark Matter" fundið í Minnesota?
14.1.2010 | 22:30
National Geographic greindi nýlega frá því að vísindamenn frá Minnesota háskóla hafi líklega verið fyrstir allra til þess að mæla hið dularfulla fyrirbæri "dark matter" sem talið er að innihaldi um 80% alls massa í alheiminum.
Reynist þetta rétt er um stórt skref að ræða í viðleitni okkar til þess að skilja uppruna og eðli alheimsins en erfitt hefur reynst að sanna tilvist þessa fyrirbæris sem eðlisfræðingar hafa fyrir margt löngu spáð fyrir um.
Mælingar þessar fara fram neðanjarðar í gamalli járn-námu rétt fyrir norðan borgina Duluth, á um 800 metra dýpi, en þar verða mælitækin ekki fyrir "mengun" geimgeislunar sem gera mælingar á yfirborði jarðar gagnslausar.
Mér þykir gaman að segja frá því að ég hef í tvígang komið ofan í þessa námu (Soudan mine) og séð vísindamennina að störfum - en náman er varðveitt sem þjóðgarður og opin almenningi. Það var skrítin upplifun að fara þarna niður í opinni grindar-liftu (cage) og varla hægt að mæla með þeirri ferð fyrir fólk með innilokunarkennd. Til að átta sig á dýptinni er þetta á við 10 Hallgrímskirkjuturna eða tvo Sears turna. Þegar niður er komið tekur svo við um 2 kílómetra lestarferð að stærstu hvelfingunni. Ógleymanlegt ferðalag niður í iður jarðar.
Ekki skemmir fyrir minningunni að vita til þess að hugsanlega sé þetta staður svo merkrar uppgötvunar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)