Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
Í Jésú nafni, Amen!
21.10.2010 | 17:15
Árið 1877 hófu Breskir nýlenduherrar að Kristna "villimennina" í Úganda og undanfarna áratugi hefur Íslenska Þjóðkirkjan haldið úti trúboði og hjálparstarfi í landinu auk þess sem Kaþólska kirkjan og Amerískir Evangelistar hafa barist um sálir þessa fátæka og stríðshrjáða lands. Í dag er Úganda afar Kristin þjóð - en ekki virðist það nú hafa hjálpað þeim uppúr villimennskunni, nema síður sé!
Vegna alþjóðlegs þrýstings tókst þingi Úganda ekki að koma í gegn lagafrumvarpi um dauðarefsingu fyrir glæpinn samkynhneigð, en þá er almenningur bara hvattur til að taka málin í sínar hendur og dauðalistar birtast í fjölmiðlum.
Sumir hafa sjálfsagt haldið að svona villimennska tíðkist einungis í löndum Íslam - Sádí Arabíu og Íran...en ó-nei - svona er nú Kristna siðgæðið í Úganda! Færeyingar hvað?
Almenningur hvattur til að hengja homma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)