Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014

Flugtúr á Zeppelin NT loftskipi (myndband)

Við feðgarnir skelltum okkur til Friedrichshafen við Bodensee (Lake Konstanz) hvar Ferdinand von Zeppelin greifi hóf smíði á loftskipum fyrir um hundrað árum síðan.  

Fyrir um 15 árum síðan var Zeppelin Luftschifftechnik endurvakið og framleiðsla hafin á NT (Neue Technologie) loftskipum.  Farartæki þessi eru í raun 8500 rúmmetra helíum-blöðrur með þremur Lycombing 200 hestafla mótorum og gondóla sem tekur tvo flugmenn og 12 farþega.

Það var mögnuð upplifun að fljúga í þessu apparati með Svissnesku Alpana í baksýn og maður upplifði sig hálfpartinn sem Max Zorin úr Bond myndinni View to a Kill. ;)   

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband