I still have a dream!

Eins og mig langar til að vera í góðu skapi í dag eftir sigur Obama eru nokkrir hlutir sem skyggja á gleðina.  Ekki nóg með að geðsjúklingurinn og McCarthý-istinn Michele Bachmann hafi endurheimt þingsæti sitt hér í Minnesota 6th og Al Franken virðist hafa tapað baráttunni um öldungadeildarsætið (á reyndar eftir að telja aftur þar sem einungis munar nokkur hundrum atkvæðum) heldur náði Prop 8 í Kalíforníu í gegn líka.

st671_halohomo-580px_720054.jpgMormónar frá Utah og Kaþólska kirkjan tóku höndum saman og dældu $40 milljónum dollara í hómófóbískar auglýsingar sem gengu út á það að ef hjónabönd samkynhneigðra yrðu lögleg þá yrði börnum kennt í grunnskólum að samkynhneigð væri til og að fólk að sama kyni gæti meira að segja giftst.  Slíkt væri náttúrulega hroðalegt og myndi örugglega verða þess valdandi að fjöldi samkynhneigðra myndi breytast úr 3-5% upp í 30-50% !!!  Pinch   Við hverju er svosem að búast frá fólki sem trúir á sköpunarkenninguna?  

Svipuð lög voru samþykkt í Arizona og Flórída og í Arkansas var lögum breytt til þess að koma í veg fyrir að samkynhneigð pör gætu ættleitt börn.  

Það er þungbært að sjá þessi lög fara í gegn á sama kvöldi og fyrsti svarti forsetinn er kjörinn.  Draumur Martin Luther Kings frá 1964 rættist að hluta til í gær...en þó ekki alveg.  Það sitja enn ekki allir við sama borð í Bandaríkjunum.   Baráttunni við heimsku, fáfræði og mannvonsku er hvergi nærri lokið.  Þessi orrusta tapaðist en stríðið heldur áfram!  Wink  


mbl.is Hjónabönd samkynhneigðra ólögleg í Kaliforníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hail to the Chief!

Upprunninn er mikill dýrðardagur hér í Minnesota, óvenjuleg hitabylgja flæðir yfir og búist er við 22°C hita og sól í dag sem væri heitasti kosningadagur frá því mælingar hófust.  Veðrið spillir ekki fyrir kosningaþátttökunni og andrúmsloftið er létt.  Fólk virðist fullt bjartsýni og vonar um endurreisn.

Hail to the Chief we have chosen for the nation,
Hail to the Chief! We salute him, one and all.
Hail to the Chief, as we pledge cooperation
In proud fulfillment of a great, noble call.
Yours is the aim to make this grand country grander,
This you will do, that's our strong, firm belief.
Hail to the one we selected as commander,
Hail to the President! Hail to the Chief!
 


mbl.is Castro lofar Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prop 8 í Calí

no_prop_8_717486.jpgÞað er ekki bara kosið um forseta og þingmenn á morgun heldur eru ýmis mál á dagskrá sem fólk kýs um í sínum fylkjum.  Eitt stærsta málið sem kosið er um í Kalíforníu er "Proposition 8" sem er tillaga til þess að breyta sjálfri stjórnarskrá Kalíforníu til þess að banna hjónabönd samkynhneigðra, en þau urðu lögleg í sumar eftir að hæstiréttur Kalíforníu komst að þeirri niðurstöðu að slíkt bann væri mismunun og stjórnarskrárbrot. 

Niðurstöðum kosninganna er beðið með eftirvæntingu út um allt land því fordæmið sem myndi skapast væri gríðarlegt á hvorn veginn sem fer.  Eins og máltækið segir: "As California goes, so goes the Nation".  Það yrði gríðarlegt áfall ef frumvarpið nær í gegn.

dont_tread_on_me.gifÞað er lúalegt að ætla sér að vega að sjálfri stjórnarskránni...sem margir líta á sem heilagt plagg sem tryggir borgaraleg réttindi og að vilja bæta í hana ákvæði um misrétti og mannvonsku!  Ef þetta er ekki ANTI-American þá veit ég ekki hvað getur fallið undir slíkt.

now_its_up_to_you.jpgÞví miður er mjög tvísýnt um hvernig kosningin fer...nýjustu skoðanakannanir benda til að afar mjótt sé á mununum.  Haturshópar eins og "American Family Association", Mormónakirkjan í Utah og Kaþólska kirkjan hafa dælt $31 milljón dollurum í auglýsingar og hómófóbískan áróður.  Þá hjálpar ekki til að Latino íbúar Kalíforníu eru margir og langflestir Kaþólskir og íhaldssamir varðandi sín "fjölskyldugildi".

Mér verður illt af heimskunni, hræsninni og lyga-og hræðsluáróðrinum sem þetta andskotans (kristna) pakk dælir út úr óæðri endanum á sér.  Hér er 30 mínútna auglýsing frá American Family Association sem birtist á öllum helstu sjónvarpsstöðvunum nýlega... ef þið nennið að horfa á þetta þá endilega segið mér hvað ykkur finnst.  Hvort þetta "meiki sense" í ykkar huga.


Skrafað og skrallað með Howard Dean

sn852103_717411.jpgVið hér á kosningaskrifstofu Democratic Farmer-Labor Party of Minnesota í miðbæ St. Cloud fengum ánægjulega heimsókn í dag frá engum öðrum en flokksformanninum sjálfum og fyrrverandi fylkisstjóra Vermont, Howard Dean.  Flestir kannast kannski við Hávarð, frá því hann var hársbreidd frá því að verða útnefndur forsetaframbjóðandi Demókratanna árið 2004 en þá tapaði hann fyrir John Kerry eftir að hafa orðið aðeins of ákafur að loknum forkosningunum í Iowa.

Fullt var út úr dyrum og færri komust að en vildu til þess að hlýða á hvatningarræðu Hávarðs sem heilsaði uppá viðstadda eftir fundinn og gaf sig á tal við fólk og reyndist hann vera mjög alþýðlegur í fasi og einlægur í viðmóti.  Það er engin tilviljun að Hávarður sé staddur hér í sjötta kjördæmi Minnesota því mikil áhersla hefur verið lögð á að sigra Michele Bachmann sem ég minntist á um daginn.

sn852093.jpgHér eru nokkrar myndir af kappanum ásamt sketchi frá Bill Maher í gærkvöldi þar sem hann leggur til að Bandaríkin komi Fróni til hjálpar og breyti því í fimmtugasta og fyrsta fylki Bandaríkjanna og breyti nafninu í New Bjork State! Winksn852096.jpg

 sn852094.jpg

 

mbl.is Öruggasta forustan síðan 1996
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband