Prop 8 í Calí

no_prop_8_717486.jpgÞað er ekki bara kosið um forseta og þingmenn á morgun heldur eru ýmis mál á dagskrá sem fólk kýs um í sínum fylkjum.  Eitt stærsta málið sem kosið er um í Kalíforníu er "Proposition 8" sem er tillaga til þess að breyta sjálfri stjórnarskrá Kalíforníu til þess að banna hjónabönd samkynhneigðra, en þau urðu lögleg í sumar eftir að hæstiréttur Kalíforníu komst að þeirri niðurstöðu að slíkt bann væri mismunun og stjórnarskrárbrot. 

Niðurstöðum kosninganna er beðið með eftirvæntingu út um allt land því fordæmið sem myndi skapast væri gríðarlegt á hvorn veginn sem fer.  Eins og máltækið segir: "As California goes, so goes the Nation".  Það yrði gríðarlegt áfall ef frumvarpið nær í gegn.

dont_tread_on_me.gifÞað er lúalegt að ætla sér að vega að sjálfri stjórnarskránni...sem margir líta á sem heilagt plagg sem tryggir borgaraleg réttindi og að vilja bæta í hana ákvæði um misrétti og mannvonsku!  Ef þetta er ekki ANTI-American þá veit ég ekki hvað getur fallið undir slíkt.

now_its_up_to_you.jpgÞví miður er mjög tvísýnt um hvernig kosningin fer...nýjustu skoðanakannanir benda til að afar mjótt sé á mununum.  Haturshópar eins og "American Family Association", Mormónakirkjan í Utah og Kaþólska kirkjan hafa dælt $31 milljón dollurum í auglýsingar og hómófóbískan áróður.  Þá hjálpar ekki til að Latino íbúar Kalíforníu eru margir og langflestir Kaþólskir og íhaldssamir varðandi sín "fjölskyldugildi".

Mér verður illt af heimskunni, hræsninni og lyga-og hræðsluáróðrinum sem þetta andskotans (kristna) pakk dælir út úr óæðri endanum á sér.  Hér er 30 mínútna auglýsing frá American Family Association sem birtist á öllum helstu sjónvarpsstöðvunum nýlega... ef þið nennið að horfa á þetta þá endilega segið mér hvað ykkur finnst.  Hvort þetta "meiki sense" í ykkar huga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Merkilegur fjandi þessi homophobia.

Ég er nú bara ósköp venjulegur heterókarl með konu og börn, en ég skil samt ekki allt þetta fár gegn fólki sem ekki hefur áhuga á þeim pakka.

Kristlingarnir telja sér ýmist trú um að þeir séu að aðstoða Guð við að hemja syndina eða að verja mannkynið fyrir útdauða vegna þess að fólk hætti að maka sig í þeim tilgangi að eignast börn. Hvorutveggja náttúrulega raklaus della.

En þetta verður spennandi á morgun allt saman. Ég ætla að vaka eitthvað frameftir og fylgjast með.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 3.11.2008 kl. 09:28

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég ætla að fylgjast með, það hefur nefnilega þýðingu fyrir aðrar þjóðir hvernig tiltekst í USA. 

Kaþólska kirkjan ætti nú að taka til í eigin kirkjum, ekki hafa prestarnir, kaþólsku, verið beint til fyrirmyndar.

Ég er að hugsa um, að setja puttana í kross og vona að sá rétti verði kosin. 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 3.11.2008 kl. 16:19

3 identicon

Þetta kristna pakk veit að guð er vondur og þess vegna vill það koma í veg fyrir allt sem það heldur að guð sé á móti, það er svo hrætt við að annars muni guð láta bölvun rigna yfir mannfjöldann, hugsið ykkur heimskuna. En annars er alveg stórundarlegt að fólk sé yfir höfuð að skipta sér af því hvort einhver maður vilji giftast öðrum manni eða konu, skiptir bara engu máli.

Ég ætla að fylgjast með Obama trúleysingja vinna þessar kosningar.

Valsól (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 17:38

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Takk fyrir kommentin   Maður getur huggað sig við það að einhvern daginn verður hægt að horfa til baka og hlægja að þessu liði...eins tragíkómískt og það er.  

Sá áðan að Sasha Baron Cohen (Borat) mætti í gervi hins uber flamboyant Bruno á samkomu kristlinga fylgjandi Prop 8....hehe...hann rétt náði víst að flýja æstan múginn þegar upp komst hver hann var.  Sjá hér 

http://www.people.com/people/article/0,,20237505,00.html?xid=rss-topheadlines

Róbert Björnsson, 3.11.2008 kl. 18:33

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

 GAt nú ekki horft á þetta allt. Þetta var eins og fræðslumynd úr Brazil Gilliams. Niðursoðin röddin í þulunni var svo óhugnanlega dauðhreinsuð að mér varð kalt.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2008 kl. 00:02

6 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Ég slökkti þegar setningin "You may ki..." kom.

Siggi Lee Lewis, 5.11.2008 kl. 18:24

7 Smámynd: Róbert Björnsson

Já Siggi minn... til hamingju... þú þarft ekki að horfa uppá fleiri svona myndir frá Kalíforníu í bráð... Prop 8 var samþykkt og þarmeð eru hjónabönd samkynhneigðra þar úr sögunni. (for now)

Róbert Björnsson, 5.11.2008 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband