Ike hlífir Key West
9.9.2008 | 05:26
Ef Paradís er í Bandaríkjunum (haha!) þá er hún á Key West undan ströndum Flórída! Þrátt fyrir að liggja á versta mögulega stað í vegi fyrir fellibyljum sem herja á svæðinu á hverju ári hefur Key West sloppið ótrúlega vel í gegnum tíðina...sérstaklega með tilliti til þess að hæsti punktur eyjarinnar er heila 6 metra yfir sjávarmáli.
Reyndar þarf oft að rýma eyjarnar (Florida Keys eyjaklasann) í varúðarskyni en þangað liggur bara einn einbreiður vegur (hwy 1) yfir ótal brýr, þar á meðal eina 7 mílna langa. Það er svolítið skrítið að keyra þarna niðureftir, því maður er í raun að keyra lengst út í ballarhaf. Key West, syðsta eyjan í klasanum er um 160 mílur suður af Miami.
Key West er raunar syðsti oddi Bandaríkjanna (fyrir utan Hawaii) og eru aðeins 90 mílur yfir til Havana á Kúbu. Castro er því nálægasti "höfðinginn" á svæðinu, því Governor Jeb Bush er lengst upp í Tallahassee, um 650 mílum norðar. Það þarf því ekki að koma á óvart að það er mikið um Kúbversk "áhrif" á menninguna á Key West.
Stemmningin í gamla bænum og á Duval Street er engu lík, stanslaus hamingja, má kannski helst líkja við French Quarter hverfið í New Orleans. Götulistamenn eru á hverju horni og suðræn tónlistin ómar stöðugt á meðan maður horfir á sólina setjast í Mexíkó-flóa. Picture perfect.
Frægasti íbúi eyjarinnar í dag er tónlistarmaðurinn Jimmy Buffet (sem kallar eyjuna reyndar Margaritaville í lögum sínum). Annars búa um 25 þúsund manns á eyjunni að staðaldri auk fjölda túrista. Eyjan hefur í gegnum tíðina dregið að sér ýmis konar bóhema og fríþenkjandi fólk og meðal frægustu íbúa í gegnum tíðina má nefna stórskáldin Ernest Hemmingway og Tennessee Williams. Hús Hemmingways er eitt aðal túrista-attractjónið á eyjunni, en þar búa ennþá um 50 kettir sem allir hafa 6 klær á hverri löpp! Allt afkomendur katta Hemmingways.Andrúmsloftið á Key West er mjög "liberal" á Amerískan mælikvarða og hvort sem það er ástæðan eða afleiðing þá er eyjan næst fjölsóttasti sumarleyfis-áfangastaður samkynhneigðra Ameríkana á eftir Provincetown í Massachusetts.
Önnur áhugaverð staðreynd, fyrir áhugamenn um flugsöguna, er sú að hið fornfræga flugfélag Pan American Airlines var stofnað á Key West árið 1926 og var fyrsta flugleiðin á milli Key West og Havana á Kúbu. Key West er án efa staðurinn til að flytja á þegar maður sest í helgan stein...verst að það eru sennilega 40 ár þangað til
...en vonandi fær maður tækifæri til að kíkja þangað í heimsókn við og við í millitíðinni.
![]() |
Dregið hefur úr styrk Ike |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föðurbetrungurinn Ron Reagan
7.9.2008 | 05:44
Íhaldssamir Repúblíkanar og hugsjónabræður þeirra á Íslandi dá og dýrka Ronald Reagan sem aldrei fyrr. Dýrðarljómi hans lifir í hjörtum þeirra líkt og um heilagan spámann væri að ræða. Ungir Repúblíkanar hengja slefandi upp myndir af honum á vegg hjá sér líkt og 13 ára gelgjustelpur hengja upp plaköt af Justin Timberlake og ungir Sjallar mynd af Davíð Oddssyni.
Allir forseta-frambjóðendur Repúblíkananna kepptust við að líkja sjálfum sér við Reagan og John McCain gerir nú mikið úr því að hann hafi verið lærisveinn hans og að þeir hafi verið nánast eins og feðgar! Það er því yndisleg kaldhæðni örlaganna að raunverulegur sonur og nafni Reagans gamla skuli vera hataður og fyrirlitinn af helstu aðdáendum föður síns.
Ron Reagan er yngsti sonur þeirra Ronalds og frú Nancy og var ávallt álitinn svarti sauðurinn í fjölskyldunni og ættinni til skammar enda virtist drengurinn vera flaming gay! (nokkuð sem hann neitar reyndar ennþá...en það gerði Cliff Richards líka þangað til í vikunni )
Ron junior hætti á sínum tíma í Yale háskólanum til þess að leggja fyrir sig Ballet-dans og dansaði um tíma með hinum virta Joffrey Ballet danshópi í New York. Athygli vakti að foreldrar hans mættu aldrei á sýningu og sáu hann aldrei dansa.Ron hefur starfað við ýmislegt um ævina, stýrt sínum eigin spjallþætti, verið hundaræktandi og lýst hundasýningum í sjónvarpi, verið dálkahöfundur í tímaritum á borð við Newsweek, Esquire og Ladies´ Home Journal.
Þá hefur Ron verið gestastjórnandi stjórnmálaþátta á MSNBC og nýr útvarpsþáttur hans fer í loftið á mánudagin á útvarpsstöðinni Air America sem þykir frekar vinstri-sinnuð.
Þrátt fyrir að Ron segist vera óháður í pólitík hefur hann í gegnum tíðina stutt frambjóðendur Demókrata og hann hefur verið andvígur stríðinu í írak frá upphafi og ítrekað gagnrýnt Bush stjórnina harkalega. Ennfremur hefur hann látið til sín taka sem aktívisti en hann hefur barist ötullega fyrir stofnfrumurannsóknum og fyrir því að finna lækningu við AIDS (ólíkt föður hans sem neitaði að veita opinberum fjármunum í rannsóknir á AIDS...enda bara "hommasjúkdómur"). Það má að miklu leiti kenna stefnu Ronalds Reagan um hinn hörmulega faraldur sem geisaði á níunda áratugnum.
Ron hefur sagst vera trúlaus og talað um það opinskátt í viðtölum og hefur það eitt og sér farið skelfilega fyrir brjóstið á Reagan-istum. Hann býr nú í Seattle ásamt eiginkonu sinni Doriu sem er sálfræðingur og búddisti. Þau eru barnlaus en eiga saman þrjá ketti.
P.S. Ron á ágætan brandara hér hjá Bill Maher
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fjölskyldugildi Söruh Palin
6.9.2008 | 05:35
Eins og flestir vita er 17 ára dóttir Söruh Palin varaforseta-frambjóðanda ófrísk. Hingað til hefur siðvöndum Repúblikönum þótt það hin mesta hneysa að stúlka undir lögaldri og ógift í þokkabót verði þunguð og ef um Britney Spears væri að ræða væri sennilega rætt um lauslæti og óábyrga foreldra...en það er greinilega ekki sama hvort stúlkan heitir Britney eða Bristol. Raunar er Sarah Palin og hennar trúsystkini alfarið á móti kynfræðslu í skólum (abstinence education only) þannig að það er kannski ekki hægt að kenna Bristol litlu um hvernig fór...hún vissi sennilega ekki hvernig þetta virkaði allt saman! Og ekki þýddi að ræða við mömmu um fóstureyðingu...ó nei, ekki þó henni hefði verið nauðgað af frænda sínum.
Það eina sem beið Bristol litlu var að giftast barnsföður sínum honum Levi Johnston svo hægt yrði að Guðs-blessa litla barnið og nýju happy 17 ára foreldrana. Svo er bara spurningin hvort þessi litla "white trash" fjölskylda flytjist í hjólhýsi eða Hvíta Húsið.
Hér eru gullkorn vikunnar, tekin af MySpace síðu brúðgumans tilvonandi:
"I'm a fuckin' redneck who likes to snowboard and ride dirt bikes. But I live to play hockey. I like to go camping and hang out with the boys, do some fishing, shoot some shitt and just fuckin' chillin' I guess. Ya fuck with me I'll kick ass."
Status: "In a relationship."
Children: "I don't want kids."
Ooops...Country First...Condoms Second.
P.S. Meistari Bill Maher er mættur aftur eftir sumarfrí... hann gerir létt grín að Söru Palin eins og honum er einum lagið.
Bloggar | Breytt 7.9.2008 kl. 04:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mótmælendur handteknir í St. Paul
4.9.2008 | 01:02
Um 300 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan Xcel Energy Center í St. Paul á fyrstu dögum flokksþingsins og hefur lögregla verið sökuð um að beita óþarfa harðræði en ekki hefur verið hikað við að beita piparúða og kylfum til að hafa stjórn á lýðnum.
Mótmælin hafa farið að mestu friðsamlega fram en um 10 þúsund friðarsinnar söfnuðust saman fyrir framan þinghús Minnesota í St. Paul, skammt frá Xcel Energy Center í gær. Þó var eitthvað um ólæti í nokkrum anarkistum sem brutu rúður og skemmdu bíla. Lögregla réðst einnig til inngöngu hjá hópi sem hafði skipulagt að kasta Molotov-kokteilum á Xcel Energy Center.
Þetta Repúblíkana-pakk fer svo loksins frá Minnesota á föstudaginn og þá verður hægt að hreinsa upp draslið eftir það og hlutirnir komast í samt lag. Obama mældist í dag með 13% forskot á McCain hér í Minnesota!
Hægt er að fylgjast með beinum útsendingum og fréttum af flokksþinginu og mótmælum á kare11.com og wcco.com
P.S. kynnist Söru Palin...hlustið á bimbóið tala um hvernig við lifum á hinum síðustu dögum og hvernig íraksstríði sé "a mission from God". Be afraid...be very afraid!
![]() |
Eftirvænting í St.Paul |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Minnesota State Fair
1.9.2008 | 01:14
Hér ríkir nú einskonar "verslunarmannahelgi" (Labor Day Weekend) og í tilefni af því skellti ég mér á "The Great Minnesota Get-Together" í 32 stiga hita og fíneríi. Hvernig er það...eru haustlægðirnar nokkuð mættar þarna uppfrá? (sorry folks! neðanbeltis-skot). Eg mætti Al Franken og Jesse Ventura var þarna líka í dag, þó svo ég hafi farið á mis við hann karlinn og svo var Toby Keith að troða upp. Samtals mættu 210 þúsund manns í gær en þetta stendur yfir í 12 daga og í fyrra mættu tæp 1.7 milljónir gesta.
Skellti að sjálfsögðu saman smá vídeói handa ykkur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
TCAS sannar gildi sitt enn á ný
30.8.2008 | 16:49
Þegar flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum lögðu það til að árekstrarvarar (Traffic Collision Avoidance System) yrðu staðalútbúnaður í öllum flugvélum mætti það mikilli andstöðu frá ýmsum aðilum. Flugumferðarstjórar mótmætlu harðlega og sögðu kerfið taka stjórnina og ábyrgðina úr sínum höndum og flugmenn voru á báðum áttum því þeir vissu ekki hvort þeir ættu að hlusta á viðvörunarkerfi árekstrarvararns eða flugumferðarstjórann ef þeir fengju misvísandi skilaboð. Ennfremur voru flugvélögin mjög óhress með að þurfa að borga fyrir þennan dýra útbúnað, en kostnaðurinn við að installa þessu gat hlaupið á $25,000 til $150,000 per unit og því var þetta mjög stór biti fyrir flugfélögin sem bentu á að þessar græjur hefðu ekki einu sinni sannað gildi sitt.
Það var loks árið 1993 að FAA fyrirksipaði að allar stærri vélar (með fleiri en 30 sæti eða Maximum Takeoff Weight yfir 15 tonn) yrðu að vera útbúnar árekstrarvara. Enn þann dag í dag eru minni vélar (þ.m.t. einkaþotur) ekki skildaðar til að vera útbúnar TCAS og dregur það verulega úr flugöryggi.
TCAS virkar þannig að flugvélar senda frá sér útvarpsmerki úr svokölluðum Mode-S Transponder sem inniheldur upplýsingar um staðsetningu, hæð og hraða og fljúgi vélar of nálægt hvor annari fá flugmenn viðvaranir eða fyrirmæli um að hækka/lækka flugið. TCAS er reyndar orðið gömul og frekar úreld tækni og bíða menn nú eftir að ADS-B kerfið taki við (Automatic Dependant Surveillance-Broadcast) en það byggir á staðsetningarákvörðunum með hjáp GPS og mun gefa bæði flugumferðarstjórum og flugmönnum mun betri yfirsín yfir traffík á svæðum utan ratsjárþjónustu.
Svona lítur vinnuaðstaða flugrafeindavirkjans út; gaman að testa TCAS
![]() |
Mínútu frá árekstri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Örvæntingarfullt útspil
29.8.2008 | 18:37
Valið á Söruh Palin sem varaforsetaefni McCain virðist vera örvæntingarfull og tækifærissinnuð tilraun til þess að ná til kvenkyns kjósenda (sem samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum einungis 34% ætla að kjósa McCain) og jafnvel er ætlunin að reyna að ná til þeirra kvenna sem studdu Hillary Clinton. En haldi Repúblikanar að vel gefnar jafréttissinnaðar konur og femínistar komi til með að kjósa þetta bimbó, sem helsta afrek er að hafa lent í öðru sæti í Miss Alaska árið 1984... bara af því að hún er kona...þá skjátlast þeim hrapalega. Stuðningskonur Hillary hafa meiri sjálfsvirðingu en svo að kjósa afturhalds-grybbu sem er á móti grundvallar kven-réttindum og er lífstíðarmeðlimur í NRA.
Það er deginum ljósara að Sarah þessi hefur enga reynslu og væri algerlega vanhæf til þess að sinna starfi "Commander in Chief" og með tilliti til þess að McCain er að verða 72 ára og raunverulegur möguleiki á að varaforsetinn gæti orðið að taka við á einhverjum tímapunkti, yrði hann forseti, er það skelfileg tilhugsun fyrir marga, þ.á.m. íhaldssamra Repúblíkana sem hvað mest hafa talað um reynsluleysi Obama, að þessi innihaldslausa fegurðardrottning yrði forseti Bandaríkjanna!
Það eru litlar líkur á að þetta vanhugsaða og áhættusama útspil eigi eftir að skila McCain því sem hann vonast eftir og mér er léttir að hann valdi ekki fylkisstjórann "minn" Tim Pawlenty, því hann hefði allavega getað gert kapphlaupið mjótt á mununum hér í Minnesota þrátt fyrir að hafa staðið sig hörmulega sem fylkisstjóri.
![]() |
Hver er Sarah Palin? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Stórkostleg ræða! Ameríski draumurinn lifir!
29.8.2008 | 06:49
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ræðusnillingar í Denver
28.8.2008 | 04:03
Það hefur verið hrein unun að fylgjast með hverri snilldar ræðunni á fætur annari á flokksþingi Demókrata og hér er þrjár þeirra: "keynote" ræða Mark Warner fyrrum fylkisstjóra Virginíu, þá innlegg frá John Kerry og loks Billarinn sjálfur. *Uppfært: var að bæta Joe Biden í hópinn*
Mark Warner
John Kerry
Bill Clinton
Joe Biden - næsti varaforseti Bandaríkjanna
![]() |
Demókratar útnefna Obama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Forsetafrúin
26.8.2008 | 19:50
Hillary hvað??? Michelle Obama hélt kyngimagnaða ræðu á flokksþingi demókrata í Denver í gærkvöldi. Hlustið og hrífist!
Teddy Kennedy flutti líka hjartnæma ræðu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Obama-Biden 08
23.8.2008 | 18:57
Joe Biden á eftir að verða glæsilegur varaforseti. Hann mun örugglega hjálpa til með að sameina demókrata á landsþinginu sem hefst í Denver á mánudaginn og harðir stuðningsmenn Hillary munu eflaust verða ánægðir með Biden...enda er hann nokkurs konar karlkyns útgáfa af Hillary sem höfðar vel til hvítra miðaldra "working class" kjósenda. Ekki skemmir það fyrir Biden að vera húmoristi mikill og hann á það til að missa út úr sér gullkorn sem stundum hafa reyndar komið honum í vandræði...en hann verður þó ekki jafn þurr og leiðinlegur kandídat og Evan Bayh eða Tim Kaine hefðu sennilega orðið. Eini alvöru mínusinn í mínum augum við Biden er að hann er kaþólikki...en þrátt fyrir það styður hann rétt kvenna til fóstureyðinga, fær 90% einkun hjá mannréttinda-samtökunum ACLU og 89% einkun hjá HRC réttinda-samtökum samkynhneigðra. Spurning hvort honum verði neitað um "communion" rétt eins og John Kerry um árið.
![]() |
Varaforsetaefni Obama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Í tilefni dagsins
22.8.2008 | 14:52
Getur maður varla annað en flaggað... ef manni leyfist ekki að finna fyrir pínkuponsu þjóðarstolti á svona degi þá veit ég ekki hvenær!
Held ég horfi bara á leikinn aftur...og ekki bara á tölvuskjá heldur verður hann sýndur á MSNBC núna í hádeginu...með alveg yndislegum amerískum þulum sem vita ekkert um handbolta en halda samt alltaf með litla Íslandi...sem í dag er "stórasta land í heimi".
![]() |
Íslendingar í úrslitaleikinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Repúblikanarnir á leiðinni
22.8.2008 | 03:08
Eftir rúma viku mæta McCain, Bush, Cheney og allir hinir ansans kjánarnir hingað til Minnesota til að halda flokksþing Repúblíkanaflokksins. Búist er við um 15 þúsund fjölmiðlamönnum á svæðið hvaðanæfa að, þó svo FOX "news" verði að sjálfsögðu fyrirferðamestir og er meira að segja búist við sjálfum Billo O´Reilly á svæðið. Það má því með sanni segja að "you will never find a more wretched hive of scum and villainy" á einum stað...utan Mos Eisly!
Þetta pakk setur Minneapolis og St. Paul alveg á annan endan og það má búast við svakalegum umferðarteppum og öryggisgæslu, en stór hluti downtown St. Paul verður girtur af enda er almenningi ekki ætlaður aðgangur. Þrátt fyrir það er búið að skipuleggja massíf mótmæli fyrir utan XCel Energy Center þar sem þingið verður haldið (sjá www.protestrnc2008.org) og er búist við tugum þúsunda réttsýnna borgara á svæðið og ég er mikið að spá í að mæta til að upplifa stemmninguna. Slagorðin eru "US Out of Iraq Now!", "Money for human needs, not war!", "Say No to the Republican Agenda!" og "Demand Peace, Justice and Equality!".
Það var ógleymanleg upplifun að sjá Barack Obama flytja sigurræðu sína yfir Hillary á þessum sama leikvangi fyrr í sumar (heimavelli íshokkí-liðsins Minnesota Wild). (Sjá myndbönd sem ég tók við það tækifæri hér og hér)
Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er Obama nú með 10% forskot á McCain hér í Minnesota og það eina sem ógnar honum hér er sá möguleiki að McCain velji Tim Pawlenty fylkisstjóra Minnesota sem varaforsetaefni sitt. Þá gæti orðið mjög mjótt á mununum hér því miður.
![]() |
Húseignir McCains vatn á myllu Obama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Amerískur handbolti
20.8.2008 | 21:51
Kunningi minn spurði mig um daginn hvort ég fylgdist með ólympíuleikunum og ég viðurkenndi að horfa nú með öðru auganu á körfuboltann (USA redeem team), samhæfðar sund-dýfingar karla og svo auðvitað handboltann!
Handbolta??? Honum þótti merkilegt að íslendingar ættu heilt "lið" í þessari tiltölulega óvinsælu einstaklingsíþrótt (hann les greinilega ekki hið geysi-vinsæla og virta fréttablað Christian Science Monitor! come on Mogga-menn!!!). Jú, handbolti er jú íþrótt sem líkist veggja-tennis, nema leikmenn nota ekki spaða heldur hendurnar (oftast með hanska) til þess að slá lítinn skopparabolta.
Það var svolítið snúið að reyna að útskýra fyrir þessum kunningja mínum að "team handball" er allt annað sport...líkist frekar einhverri furðulegri blöndu af hokkí og sund-bolta (water polo) og að þetta væri nú bara þokkalega skemmtilegt áhorfs enda frekar "fast-paced contact sport".
Það er annars frábært fyrir sjálfstraust smáþjóða eins og okkar að keppt sé í svona óþekktum "jaðar-íþróttum" sem fáir hafa áhuga á svo að við eigum nú séns á að vinna í einhverju!
Annars held ég að gamli ensku-kennarinn minn í Gaggó hafi nú haft rétt fyrir sér þegar hann sagði að "handbolti væri fyrir aumingja sem gætu ekki spilað körfubolta"
Og talandi um körfubolta...Minnesota Timberwolves fagna 20 ára afmæli sínu um þessar mundir og í tilefni af því voru þeir að kynna nýja búninga fyrir komandi tímabil.
![]() |
Jia-you Is-land |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Reynsluakstur - Vídeóblogg
17.8.2008 | 17:11
Smá Bonus material
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)