Færsluflokkur: Bloggar

Svipmyndir frá "Destination Star Trek London 2012"

Skrapp á svaðalegt Star Trek Convention í Lundúnum um síðustu helgi og hitti þar fjölmargar gamlar hetjur og forynjur. Smile

Kafteinn Kirk var á svæðinu (Bill Shatner) sem og kafteinn Picard (Sir Patrick Stewart), kafteinn Sisco (Avery Brooks), kafteinn Janeway (Kate Mulgrew) og kafteinn Archer (Scott Bacula).  Auk þeirra voru þarna m.a. Pavel Checkov (Walter Koenig), Mr. Worf (Michael Dorn), Mr. Data (Brent Spiner), Q (John De Lancie), Major Kira Nerys (Nana Visitor), Odo (Rene Auberjonois), Garak (Andrew Robinson), Klingónarnir Chancellor Gowron og General Martok auk fjölda minni spámanna og framleiðendanna Ira Behr og Brannon Braga.

Heimsmetabók Guinnes var á staðnum og vottaði að þarna var fjölmennasta samkoma Star Trek nörda í búníngum frá upphafi...1,080 manns (ég varð að sjálfsögðu að kaupa mér búning til að taka þátt í heimsmetinu! Wink).  Borgarstjóri Lundúna, Boris Johnson, var sem og á staðnum og gaf okkur öllum "High Five" í tilefni dagsins.

Hér gefur að líta myndband frá herlegheitunum:

 


Lúðrasveitin Svanur á Bad Orb Blasmusik-Festival 2012 (myndband)

Um síðustu helgi fór fram svaðalegt lúðrasveita-festival í bænum Bad-Orb, nálægt Frankfurt í Þýskalandi.  Þangað voru mættir félagar mínir í Lúðrasveitinni Svaninum og voru þau að sjálfsögðu landi og þjóð til sóma. Smile  Þar sem franska hornið mitt var fjarri góðu gamni mætti ég þess í stað vopnaður myndavél og tók upp fjörið sem hér gefur að líta (ca. 50 mín). 


Bíltúr í Saarlandi

Nýji Bimminn prófaður á Autobahninum í fyrsta skipti - hans náttúrulega umhverfi. :)

 

RB FB 


Kjarnorku mótmælt í Schengen

800px-Nuclear_Power_Plant_CattenomÍ dag fóru fram kröftug mótmæli hér hinum-megin við Mósel-ánna, í bænum Schengen í Lúxemborg.  Ekki snérust mótmælin um vindhanann Sarkozy og örvæntingafulla tilraun hans til þess að höfða til lægstu hvata þjóðernissinna með tillögu sinni um að draga Frakkland út úr Schengen samkomulaginu.  Nei, þessi mótmæli beindust að kjarnorkuverinu í Cattenom í Frakklandi, sem er í um 10 km fjarlægð héðan frá mér hér í Perl.

Mótmæli þessi trufluðu sunnudagsbíltúrinn minn, því brúnni hér yfir var lokað í um hálftíma á meðan mestu lætin stóðu yfir í þessum græningjum.  En loks tókst mér að komast leiðar minnar og ég hélt yfir til Frakklands, þar sem ég keyrði um blómlegar sveitir Lorraine héraðs, kom við í Thionville og Metz og keyrði svo að sjálfsögðu framhjá Cattenom í bakaleiðinni.

cattenomMér líður ágætlega vitandi af kjarnorkuverinu í bakgarðinum og deili ekki áhyggjum Die Linke og GreenPeace félaga af hættunni sem þeir telja að stafi af þessu.  Verið var tekið í gagnið 1986 og er hið þriðja stærsta í Frakklandi með fjórum kjarnaofnum sem skila um 1300 MW hver og samtals um 34 Tera-vattsstundum á ári.  Frá kæliturnunum rísa fallegir gufustrókar sem á björtum degi setja svip sinn á umhverfið og maður getur glaðst yfir hreina loftinu sem þeir tákna - því ef ekki væri fyrir kjarnorkuna, þyrfti að brenna óhemju magni af kolum eða olíu sem myndi þýða gríðarlega mengun og losun gróðurhúsalofttegunda.  Í bandaríkjunum er talið að allt að 50 þúsund manns látist árlega af völdum öndunarfærasjúkdóma sem rekja má til kolabrennslu-orkuvera.

Hræðslan við geislun frá kjarnorkuverum er auðvitað skiljanleg en jafnframt er hún byggð á fullkominni vanþekkingu.  Meðal-geislun sem íbúar í nágrenni kjarnorku verða fyrir umfram aðra er um 3/8 úr einu milliremi á ári - en til samanburðar er geislaskammturinn úr einni röntgen-myndatöku allt að 50 millirem.

catnmLíkurnar á kjarnorku-slysi líkt og í Fukushima eða Chernobyl eru sömuleiðis hverfandi, í það minnsta hér í Cattenom.  Hér verða ekki náttúruhamfarir á borð við sterka jarðskjálfta eða flóðbylgjur sem gætu hrundið af stað slíkri atburðarrás. 

Staðreyndin er sú að kjarnorka er örugg, ódýr og "græn" orka sem við komumst ekki hjá því að nýta okkur næstu áratugina hið minnsta, eða þangað til tæknin gerir okkur kleyft að ná betri nýtni úr endurnýjanlegri orku eins og sól og vind.

Stóra vandamálið við kjarnorkuna er auðvitað úrgangurinn.  Úran-eldsneytis-stangirnar verður að geyma á öruggum urðunar-geymslustað næstu þúsund árin eða svo.  Enginn vill auðvitað urða geislavirkan úrgang í bakgarðinum sínum, en þrátt fyrir að samkomulag náist um hentuga staðsetningu, t.d. í neðanjarðar-göngum í Úral-fjöllum, þá er ekki nema hálfur sigur unninn.  Flutningurinn þangað er nefnilega veikasti hlekkurinn í öryggis-keðjunni.  Þess vegna er lausnin til bráðabirgða sú að geyma all unnið eldsneyti á staðnum, í kjarnorkuverunum sjálfum, en það getur þó aldrei verið varanleg lausn.


mbl.is Hótar að draga Frakkland úr Schengen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kveðja úr Mósel-dalnum

luxcoatofarmsÞá er maður loks búinn að koma sér fyrir í hjarta Evrópu og maður leyfir sér að horfa björtum augum á framtíðina.  Byrjunin lofar í það minnsta góðu - nýja starfið hjá Cargolux leggst vel í mig og umhverfið er ekki af lakari endanum. 

Ég leigi íbúð (sjá myndir) í Þýska bænum Perl í Saarlandi sem stendur við Mósel-ánna gegnt Lúxembúrgíska bænum Schengen (þar sem samnefnt landamæra-samkomulag var undirritað á sínum tíma).  Frakkland er svo ekki langt undan (um 2 km) og er þetta svæði því kallað "dreiländereck" eða þriggja landa hornið.  Og hér vaxa sko rúsínurnar - í orðsins fyllstu merkingu...eða a.m.k. vínberin. :)

CXNálægt því helmingur þeirra sem vinna í Hertogaríkinu Lúxemborg búa hinum-megin landamæranna, ýmist í Frakklandi, Þýskalandi eða Belgíu - sökum húsnæðisverðs í Lúx.  Við köllumst "grenzgänger" en þökk sé Schengen samkomulaginu er það lítið mál.  Ég er um hálftíma að keyra í vinnuna uppá Findel-flugvöll - 26 km í gegnum blómlegar sveitir og vínakra.  Eitthvað annað en blessuð Hellisheiðin.   Veðrið er líka aðeins skárra - í dag var 15 stiga hiti og léttskýjað og ég býst við að það styttist í túlípanana!

Ég hef svo passað mig á því að fylgjast sem minnst með íslenskum fjölmiðlum og þjóðfélagsumræðu - og viti menn, þvílíkur léttir!  Ég finn hvernig blóðþrýstingurinn lækkar og lundin léttist!  Í alvöru talað - ísland er orðið einn allsherjar Kleppur!

euroluxBestu kveðjur frá "hinu illa heimsveldi" ESB - Schengen - Eurozone.  Gangi ykkur vel með krónuna og "fullveldið" og verði ykkur að góðu - suckers*! ;)

(*þessari stríðni er að sjálfsögðu eingöngu beint til valinkunnra Moggabloggara og Heimssýnar-félaga sem kynnu að slysast inná þessa síðu - aðra bið ég afsökunar og votta þeim samúð mína!)

P.S. Þetta er útsýnið af svölunum mínum :)


mbl.is „Evrópusambandið er framtíð okkar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirgef Ísland á ný – hasta la vista, baby!

Eftir tæplega þriggja ára viðdvöl á Íslandi er nú aftur komið að því að leggjast í Víking og herja á nýjar slóðir eftir nýjum tækifærum og ævintýrum.  Í næsta mánuði flyt ég til hjarta Evrópu, Lúxemborgar, þar sem smérið drýpur af hverju strái.

Ég ákvað að grípa gæsina þegar mér bauðst starf (Maintenance Programs & Reliability Engineer) hjá hinu fornfræga og íslensk-ættaða flugfélagi Cargolux.   Það verður spennandi áskorun og einstækt tækifæri til að vaxa faglega og taka þátt í metnaðargjarnri uppbyggingu hjá framsæknu fyrirtæki sem er leiðandi í heiminum á sínu sviði.   Cargolux er þessa dagana að endurnýja flugflota sinn og er nýbúið að taka við heimsins fyrstu Boeing 747-8F flugvélunum sem er nýjasta útfærslan á gömlu góðu „Júmbó-bumbunni“ eða „Drottningu háloftanna“.  Nýja „áttan“ er fimm og hálfum metra lengri en -400 týpan, ber allt að 29 tonnum meira og nýjir vængir og hreyflar gera hana allt að 16% sparneytnari.   Sem áreiðanleikasérfræðingur mun ég vinna mjög náið með verkfræðingum Boeing sem fylgjast grannt með „performance“ og öllum hugsanlegum byrjunarörðugleikum, bilunum og viðhaldsgögnum.

 

Það verður með miklum söknuði sem ég kveð frábæra félaga og kollega hjá Air Atlanta í bili – en þessi bransi er lítill og aldrei að vita hvenær/hvar við sjáumst aftur. Þá á ég auðvitað eftir að sakna góðra vina, ættingja, Lúðrasveitarinnar Svans...og íslenskrar náttúru.

En nokkurra hluta reikna ég ekki með að sakna:

• Íslenskrar stjórnmála-umræðu/menningar – vanhæfs Alþingis.

• „Djöfulsins snillinga“ sem búa sig nú undir að taka við stjórnartaumunum á ný eftir að hafa talið þjóðinni trú um að hið „svokallaða hrun“ hafi bara verið misskilningur sem enginn ber ábyrgð á.

• Íslensku krónunnar

• Verðtryggingarinnar

• Verðsamráðs, neyslustýringar, okurs og skattpíningar

• Íslenskra fjármálastofnanna

• Íslensks réttarkerfis

• Íslensks menntakerfis

• Íslenskrar ríkis-kirkju og varðhunda hennar

• LÍÚ og bændamafíunnar

• Útvarps Sögu og valinkunnra ofstækisfullra og „þjóðhollra“ Mogga-bloggara haldna ýmsum komplexum

• Þjóðrembu og ótta við útlendinga og erlent samstarf

• Idjóta sem láta sérhagsmunaklíkur blekkja og heilaþvo sig til hlýðni

• Gillzenegger-væðingar

• Heilbrigðis-og tryggingakerfis sem greiðir „skinkum“ fyrir nýja sílíkon-púða í tútturnar á sér á sama tíma og þeir neita að taka þátt í að greiða fyrir handa-ágræðslu Guðmundar Grétarssonar.

Og svo mætti svosem lengi, lengi telja...en því í ósköpunum að ergja sig á því fyrst maður er svo gott sem „sloppinn“? Whistling

En þetta eru kannski hlutir sem þeir sem eftir sitja geta velt fyrir sér þegar allt unga og menntaða fólkið sem hefur tækifæri til að komast burt er farið?  Kannski þarf einhverju að breyta hérna?   Eða hvað?   Það er svosem sem ég sjái það.   Og kannski er bara „landhreinsun“ af okkur „landráðamönnunum“ sem svíkjum íslensku sauðkindina og fjallkonuna og stingum af til illa óvina-heimsveldisins ESB?  Ísland er jú, hefur alltaf verið og mun áfram verða, „bezt í heimi!“. Pinch


Santorum

Ég gat ekki annað en glott út í annað þegar ég sá að Rick Santorum, "uppáhalds" repúblikaninn minn á eftir Michelle Bachman stóð sig vel í forkosningunum í Iowa.

Þessi forpokaði kristni öfga-íhalds trúður hefur í gegnum árin látið mörg gullkornin falla og hann hefur ítrekað opinberað heimsku sína og sjúkan hugsunarhátt.  Það væri því fullkomið fyrir Obama ef Santorum tækist að verða mótframbjóðandi hans, því ekkert heilbrigt fólk utan biblíu-beltisins tekur hann alvarlega.

Líkt og Michelle Bachman hefur Santorum óeðlilegan áhuga á samkynhneigð, sem hann telur rót alls ills í heiminum og beint frá Satan komin.  Eitt af hans helstu baráttumálum er að ógilda dóm Hæstaréttar bandaríkjana gegn hinum svokölluðu "anti-sodomy laws" sem til ársins 2003(!!!) heimiluðu lögreglunni í Texas að ráðast inn á heimili grunaðra homma, grípa þá í bólinu og handtaka fyrir brot gegn náttúrunni!

Þetta varð upphafið að hinu svokallaða "Google vandamáli" Santorums, því nokkrir samkynheigðir grallarar (með Dan Savage í broddi fylkingar) tóku upp á því að stríða Santorum með því að hvetja almenning til þess að finna uppá skilgreiningu á orðinu Santorum sem síðar yrði í krafti fjöldans efsta niðurstaðan þegar flett er uppá Santorum á Google (endilega gúgglið karlinn!) Wink
Nú er skilgreiningin komin í "Urban Dictionaries" og trónir efst á Google.  Það er varla að maður kunni við að hafa þetta eftir...en ég eiginlega verð...

"Santorum - 1. The frothy mix of lube and fecal metter that is sometimes the byproduct of anal sex.    2. Senator Rick Santorum"

Við þetta má bæta að veitingastaður í Iowa selur nú girnilegt salat sem þeir gáfu nafnið Santorum til heiðurs forsetaframbjóðandanum.  Annaðhvort eru þeir miklir húmoristar eða hafa ekki gert sér grein fyrir kaldhæðninni, því svona lítur salatið út! Tounge
ssalad
 

mbl.is Romney og Santorum jafnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirlætislegt dramb hinna réttlátu í garð Vantrúarseggja

"Heiðvirt og vel gefið fólk með sterka siðferðisvitund, réttlætiskennd og gagnrýnið viðmót" hefur að undanförnu farið mikinn gegn félagsskapnum Vantrú (sem ég N.B. tilheyri ekki enn sem komið er en hef fulla samúð með) eftir að fjölmiðlar fjölluðu um kærumálið fræga í Háskólanum sem til kom þegar kennari við guðfræðideild varð sér og skólanum til háborinnar skammar vegna glórulausra og ógeðfelldra ásakana á hendur trúleysingjum þar sem "fylgismönnum Richards Dawkins" er m.a. lýst sem haturshreyfingu sem "grefur undan allsherjarreglu samfélagsins og almennu siðferði".

Einhliða umfjöllun (áróður) fjölmiðla um þetta mál, sérstaklega í Morgunblaðinu og Kastljósi, var í besta falli sorgleg, þó svo mig langi til að nota sterkari orð.

Þetta ágæta myndband sýnir nákvæmlega hvaða augum hinir trúuðu "sanctimonious" broddborgarar líta okkur vesalings trúleysingjana...með smá dash af tvöföldu siðgæði og hræsni!


TF-AMU lendir í Jeddah (myndband)

Óska félögum mínum í Jeddah gleðilegrar Hajj vertíðar.  Allahu ackbar!  Wink

Auk farþegaflugsins er sömuleiðis nóg að gera í fraktinni (aðrar 8 vélar í augnablikinu - 4x Boeing 747-200, 2x Boeing 747-400 og 2x Airbus A300).

Þetta myndband tók ég af einum fraktaranum í Jeddah í sumar áður en ég húkkaði mér far til Hong Kong.


mbl.is Átta vélar frá Air Atlanta í pílagrímaflugi til Jeddah
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Marsa-tónleikar Svansins og LV í Ráðhúsi Reykjavíkur

Ég lét nýlega gamlan draum rætast og byrjaði að blása aftur í franska hornið eftir nokkurra ára hiatus.  Ég hef æft með Lúðrasveitinni Svaninum í haust og nú er komið að fyrstu tónleikunum.

Fyrir hönd Svansins leyfi ég mér að vekja athygli á marsa-tónleikum í Ráðhúsi Reykjavíkur annað kvöld (miðvikudag) kl. 20.  Lofa heilmiklu trukki, en auk Svansins spilar Lúðrasveit Verkalýðsins.  Þema kvöldsins verða franskir her-marsar frá Napóleon-tímabilinu en auk þess hljómar John-Phillip Sousa, Páll Pamplicher Pálsson og loks verður frumflutt nýtt íslenskt verk fyrir tvær lúðrasveitir eftir Þórunni Guðmundsdóttur.

Swan-ad


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband