Færsluflokkur: Bloggar

Sicko

Ég vissi að það gæti varla talist heilsusamleg ákvörðun að flytjast til Íslands á þessum tíma en grunaði þó ekki að það væri svona bráðdrepandi.  Undanfarna daga hef ég fengið að kynnast hinu margrómaða íslenska heilbrigðiskerfi að eigin raun og bíð nú eftir að ná nægum bata til að komast í aðgerð...einhverntíma innan þriggja mánaða var mér sagt.

Áður en lengra er haldið er best að taka það fram að ég efast ekki um hæfni og fagmennsku íslenskra heilbrigðisstarfsmanna og ég er í engum vafa um að við eigum þar fólk í heimsklassa sem sinnir starfi sínu frábærlega þrátt fyrir fjársveltið sem var nú nógu slæmt á meðan á "góðærinu" stóð.  Ég fæ hins vegar ekki séð hvernig á að skera meira niður til heilbrigðismála á næstu árum án þess að þjónustustigið lækki verulega.  Frekari niðurskurður mun einungis þýða að líf og heilsa íslendinga verður stemmt í hættu...og leyfi ég mér þó að fullyrða að við ofmetum þjónustustig heilbrigðiskerfisins nú þegar.

skurðtólNú vill svo til að ég hef aðeins kynnst Bandaríska heilbrigðiskerfinu, þó ekki á sjálfum mér heldur í gegnum nána vini.  Það merkilega er að þrátt fyrir allt er það ekki svo grábölvað að öllu leyti - svo lengi sem þú ert tryggður.  Þar liggur vandinn - hvernig vilja menn borga fyrir heilbrigðisþjónustuna sína og hvað vill maður fá fyrir peningana? 

Tvær íslenskar vinkonur mínar sem búsettar eru í Minnesota segjast sannfærðar um að þær væru báðar dauðar ef þær hefðu veikst á Íslandi.  Þetta eru stór orð en það athyglisverða er að önnur er menntaður hjúkrunarfræðingur og hin starfaði sem sjúkraliði á Íslandi til margra ára.  Þær ættu því að vita hvað þær eru að tala um.  Eitt er víst að þær fengu báðar fyrirtaksþjónustu sem bjargaði lífum þeirra.  Þrátt fyrir að tryggingarnar hafi ekki dekkað allan þeirra kostnað kom í ljós að Íslenska ríkið borgaði ekki eina krónu í þeirra veikindum þar sem þær veiktust á erlendri grund.  Svo mikils virði er ríkisborgararétturinn og skattgreiðslur þeirra í gegnum árin.  Ekki þarf þó að taka fram að báðar greiða þær sínar sjúkra-skuldir með glöðu geði og þakka fyrir að hafa haldið lífi þökk sé fullkomnasta* heilbrigðiskerfi heims.  *Þrátt fyrir ýmsa alvarlega galla varðandi tryggingakerfið.

Ég hef hingað til verið hlynntur sósíalísku heilbrigðiskerfi en ég verð að viðurkenna að mér brá við að koma inn í gamla lúna Landsspítalann og mér þótti slæmt að þurfa að bíða klukkutímum og dögum saman eftir einföldum rannsóknum og greiningu sem og að vera sendur heim í millitíðinni með bullandi sýkingu.

Mér varð fljótt ljóst að stollt okkar íslenskra jafnaðarmanna er sannarlega enginn Mayo Clinic...og varla byggjum við nýtt "hátæknisjúkrahús" fyrr en búið er að ljúka við Tónleikahöllina og borga IceSlave skuldirnar.  Nema kannski...ef hægt væri að græða á því!  Og ég sem hélt að ég væri ennþá jafnaðarmaður! Undecided

Hvernig væri að reyna að flytja inn erlenda sjúklinga sem eiga fullt af dollurum og evrum og láta þá borga nýtt hátæknisjúkrahús handa okkur?  Ef staðreyndin er sú að við eigum helling af færustu læknum heims sem ekki snúa heim að loknu námi vegna launanna sem þeim býðst hér - af hverju reynum við ekki að slá þrjár flugur í einu höggi - sköpum gjaldeyri, lokkum heim okkar hæfasta fólk með mannsæmandi launum og verkefnum og sjáum til þess að íslendingar haldi áfram að búa við gott heilbrigðiskerfi?

Af hverju stefnum við ekki að því að byggja glæsilegt hátækni-rannsóknarsjúkrahús sem gefur Mayo-Clinic ekkert eftir í gæðum og þjónustu sem gæti í framtíðinni orðið eitt af stærstu aðdráttaröflum Íslenskrar ferðaþjónustu og tryggt afkomu hins íslenzka ríkisflugfélags næstu áratugina?  Tælendingar og Búlgarar hafa grætt á tá og fingri á þessu í mörg ár - af hverju ekki við?  Með okkar "hreinu" og heilsusamlegu ímynd...hversu raunveruleg sem hún kann nú að vera.

Einhvernvegin efast ég þó um að okkar annars ágæti heilbrigðisráðherra væri best til þess fallinn að koma þessu verkefni í framkvæmd.  Enda ljótt að græða á heilsu fólks...eða hvað?

Íbúar Rochester í Minnesota virðast þó ekki hafa mikið samviskubit yfir öllum milljónunum sem þeir græða á veru erlendra sjúklinga á Mayo Clinic.  En kannski er ég bara með óráði enda sit ég heima með 39 stiga hita og kviðverki. FootinMouth


Láglaunastétt

Pilot_CaptainÞað er algengur misskilningur að flugmannsstarfið sé yfirleitt mjög vel launað.  Staðreyndin er því miður allt önnur hjá flestum.  Í Bandaríkjunum eru byrjunarlaun flugmanna svo lág að þau teljast undir fátæktarmörkum.  Kunningi minn og skólabróðir sem flaug 19-sæta vél fyrir NorthWest Airlink þénaði einungis um $9 á tímann eða um $18,000 í árstekjur.  Hann gat ekki lifað af öðruvísi en að flippa borgurum á McDonalds í aukastarfi þar sem hann hafði meira að segja ýfið hærra tímakaup.

Þess má geta að aukastarfið stundaði hann í lögboðnum hvíldartíma sínum.  Það er umhugsunarvert að á þessum tímum lággjaldaflugfélaga eru flugmenn oft að þéna mun minna en strætóbílstjórar þrátt fyrir að hafa lagt á sig strangt og mjög dýrt nám.  Launin eru oft í engu samræmi við þá ábyrgð og álag sem fylgir starfinu og maður spyr sig hvort svo lág laun geti ógnað flugöryggi.  Vildir þú vita til þess að flugmaðurinn þinn væri nýkominn af vakt á McDonalds?  Errm

Oh well...þeir hafa þó allavega uniformin sín!  Cool


mbl.is Flugmenn samþykkja launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Al Franken loks mættur til Washington

090707-franken-hmed-11a_h2Níu mánuðum eftir kosningar er Minnesota-ríki loksins komið með sinn annan fulltrúa í Öldungardeildinni eftir að dómstólar hafa kveðið upp úrskurð sinn um að Al Franken sé löglega kjörinn þingmaður að lokinni  endurtalingu atkvæða sem leiddi í ljós að Franken sigraði Norm Coleman sitjandi Senator með um 300 atkvæða mun.  Franken sór embættiseið sinn í vikunni og sá Joe Biden varaforseti um þann gjörning.

Franken er sextugasti þingmaður Demókrata í Öldungadeildinni sem er gríðarlega mikilvægt því með 60 atkvæðum geta Demókratarnir fellt málþófstilraunir Repúblikana og komið sínum málum í gegn án þess að þurfa að reiða sig á atkvæði frá andstæðingunum.  Nú gefst því kjörið tækifæri til þess að koma í gegn mörgum þeim málum sem Obama lofaði í kosningabaráttu sinni svo framarlega sem Obama hætti þessari linkind sem einkennt hefur fyrstu mánuði hans í embætti og hann þori að taka af skarið í umdeildum málum.  Nú er tækifærið til þess að hreinsa ærlega upp skítinn eftir valdatíð Bush.

Al Franken er sennilega með frjálslyndustu þingmönnum Demókrata og það fer ægilega fyrir brjóstið á íhaldsmönnunum sem líkja þessu við að Rush Limbaugh hefði verið sextugasti þingmaðurinn í stjórnartíð Bush - nú sé Obama og vinstri klíkan með alger völd! Smile  Sem er auðvitað hárrétt og því veltur framtíð Demókratanna og Obama sem forseta á því að standa við stóru orðin um "Change we can believe in".  Now is the time to act!  

Al Franken er ekki beinlínis hinn hefðbundni pólitíkus enda er hann betur þekktur sem skemmtikraftur og leikari.  Hann var handritshöfundur og leikari í hinum geysivinsælu Saturday Night Live þáttum í gamla daga og fékk fjölda Emmy verðlauna fyrir þáttöku sína í SNL.  Franken skrifaði sömuleiðis fimm metsölubækur, þar á meðal hina frábæru "Rush Limbaugh is a Big Fat Idiot - and other observations".  Einn frægasti karakterinn hans var sjálfshjálpar-gúrúinn Stuart Smiley og gerð var kvikmynd um hann árið 1995 (sjá myndbrot).  "I´m good enough, I´m smart enough and doggone it people like me!" LoL

Franken er einkar vel gefinn og útskrifaðist með láði frá Harvard háskóla.  Ég var svo lánssamur að hitta Al Franken og konu hans Frannie nokkrum sinnum í fyrra þegar hann stóð í kosningabaráttunni.  Ég spjallaði við hann þegar hann mætti á kosningafund í skólanum mínum og tók svo í spaðan á honum á Minnesota State Fair hátíðinni og á Gay Pride í Minneapolis þar sem hann tók þátt í hátíðarhöldunum.  Afar viðkunnanlegur og alþýðlegur kall sem ég efast ekki um að mun standa sig vel sem Öldungardeildarþingmaður og mun verða Minnesota ríki til sóma.

Hér má sjá sigurræðu Franken´s:


Fyrirskipun Obama til yfirmanns heraflans í Írak

Snoðaðu Stephen Colbert!  Snillingar. Grin


Mun Amerískur bíla-iðnaður rísa á ný?

CAL%20CHEVYÞó svo ég sé Ford maður er ekki laust við að maður sé hálf sorgmæddur yfir örlögum General Motors og Chrysler.  Þrátt fyrir að GM verði endurreist sem ríkisfyrirtæki (hugsið ykkur!) er niðurlægingin stór og sárt að hugsa til þess að 20 þúsund manns munu missa vinnuna auk þess sem lífeyristekjur og sjúkratryggingar 650 þúsund eftirlaunaþega GM munu skerðast verulega.

Nýja GM sem mun verða í 60% eign Bandaríska ríkisins (eftir að $19 milljarða björgunarpakki dugði ekki og endurskipulagningin mun kosta Bandaríska skattgreiðendur aðra $30 milljarða) mun einungis framleiða Chevy, GMC, Cadillac og Buick en Hummer, Saturn og Pontiac heyra nú sögunni til.  Áfallið er mikið fyrir Detroit (MoTown) og raunar allt Michican ríki sem sér nú fram á allt að 15-20% atvinnuleysi og miklar fjárhagslegar hörmungar.

Þrátt fyrir að efnahags-hrunið hafi orðið til þess að ýta GM endanlega framaf bjargbrúninni á gjaldþrot GM þó mun lengri aðdraganda.  Rekstur GM hefur verið mjög erfiður síðustu 10-15 ár og hver stjórnunarmistökin á fætur annarri hafa átt sér stað þrátt fyrir endalausar hagræðingar sem litlu hafa skilað.  Það er sorgleg staðreynd að á síðustu 10-20 árum hafa gæði og áreiðanleiki Amerískra bíla dregist langt aftur úr Evrópskum og Asískum keppinautum og svo er nú komið að Ameríkanar eru hættir að vilja kaupa eigin bíla og Toyota, Honda og Volkswagen eru orðnir söluhæstu bílarnir í Bandaríkjunum.

Fall GM sem alltaf var sagt vera "too big to fail" er í raun táknrænt fyrir stöðu sjálfra Bandaríkjanna í dag, því miður.  Heimsveldið er á barmi hruns - iðnaðurinn í molum og innviðir samfélagsins (s.s. vegakerfið og orkubúskapurinn) eru komnir í óefni.  Einstök ríki eru við það að verða gjaldþrota - sérstaklega Kalífornía en Schwarzenegger ríkisstjóri tilkynnti það í gær að almenningsgörðum og baðströndum verði lokað í sumar í sparnaðarskyni.  Ríkisstjóri Texas hefur sömuleiðis opinberað þá hugmynd að Texas lýsi yfir sjálfstæði og gangi úr Bandaríkjunum!  Það er ljóst að Bandaríkin standa á miklum tímamótum og það mætti færa rök fyrir því að aldrei fyrr í sögu þeirra (frá Borgarastyrjöldinni) hafa þau staðið frammi fyrir jafn alvarlegum vanda.  Spurningin er sú hvort Obama takist hið ómögulega - að reisa Bandaríkin við til fyrri vegsemdar og virðingar eða hvort Bandaríkjanna bíði sömu örlög og Sovétríkjanna sálugu.  Við lifum svo sannarlega á áhugaverðum tímum en ég trúi því enn að vinir mínir í landi hinna "frjálsu og hugrökku" rísi úr öskustónni því það vita jú allir að "America is the Greatest Nation on Earth" og comebackið verður sætt eins og hjá Rocky Balboa...já og svo vinna góðu gæjarnir alltaf í Hollywood! Wink

En hvað sem því líður viðurkenni ég eftir að hafa átt nokkra Ameríska bíla (frá öllum þrem risunum) að ég gafst upp á þeim, gerðist Un-American og skipti yfir til Stuttgart.  Þrátt fyrir það sé ég svolítið eftir þessum skrapatólum:

Chrysler New Yorker - Fifth Avenue  (með  lúxus Mark Cross leðursófasetti en handónýtu loftpúðadempara-systemi)

1991_chrysler_newyorker_2764-300x189

Oldsmobile NinetyEight (GM skrapatól með eilífum rafmagnsvandræðum)

Mvc-010f

 

 

 

 

 

Lincoln Continental:  Sannkölluð lúxusbifreið en með gallað head gasket, loftpúða og lélega sjálfskiptingu)

Lincoln6Ford Crown Victoria:  Solid stál-flykki sem stóð þó undir nafninu Fix Or Repair Daily. Whistling

TIM_2928


mbl.is General Motors bjargað frá gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sotomayor lífgar uppá hæstarétt Bandaríkjanna

sonia_sotomayorVal Obama á eftirmanni David Souter hæstaréttardómara sem senn lætur af embætti er í senn áhugavert og ánægjulegt.  Sonia Sotomayor verður aðeins þriðja konan frá upphafi og fyrsti Latino einstaklingurinn sem vermir stól hæstaréttar, en hún er ættuð frá Puerto Rico.  Það veitir svo sannarlega ekki af að auka fjölbreytileika hæstaréttarins, sem ætti með réttu að innihalda fulltrúa sem flestra þjóðfélagshópa en í dag eru 7 af 9 dómurum miðaldra eða eldgamlir hvítir karl-fauskar og 5 af 9 eru kaþólikkar.

Hæstiréttur Bandaríkjanna er skelfilega íhaldssamur og er óhætt að segja að viðhorf og úrskurðir réttarins séu 20-30 árum á eftir almennings-álitinu hvað varðar samfélagsleg málefni.  Það er mikið fagnaðarefni að Obama fái tækifæri til þess á næstu 8 (vonandi) árum að endurnýja hæstaréttinn töluvert og yngja hann upp auk þess sem vonir standa við að hann tilnefni dómara með mun frjálslyndari og nútímalegri viðhorf en verið hefur.  Margir núverandi dómaranna eru komnir vel á aldur (sérstaklega Stevens og Ginsburg) en ég er helst að vona að Scalia hrökki uppaf þeirra fyrstur.

Kíkið á Obama kynna Sotomayor:

Fyrir skömmu úrskurðaði hæstiréttur Kalíforníu að umdeild tillaga um bann á hjónaböndum samkynhneigðra (Prop 8) myndi standa - en tillagan var samþykkt með 52% atkvæða kjósenda Kalíforníu s.l. haust eftir mikið áróðursstríð sem mormónar frá Utah, kaþólikkar og aðrir bókstafstrúarmenn dældu milljónum dollara í.  Með blekkjandi auglýsingum, lygum og rógi tókst þeim að hræða nógu marga til að samþykkja þessi svívirðilegu brot á mannréttindum.  En baráttunni er hvergi nærri lokið og réttlætið mun sigra fyrr en varir.  Yfirgnæfandi líkur eru á að á næstu árum muni sjálfur Hæstiréttur Bandaríkjanna þurfa að úrskurða um hjónabönd samkynhneigðra á Federal leveli in hingað til hafa fylkin ráðið þessum málum sjálf og þrátt fyrir að nú séu samkynja hjónabönd lögleg í 5 fylkjum þurfa hin fylkin og alríkið ekki að viðurkenna þau - þökk sé DOMA (ó)lögunum (Defense of Marriage Act) sem líklega standast ekki stjórnarskránna.

Árið 1969 úrskurðaði hæstiréttur í máli Loving vs. Virginia að fólk af mismunandi kynþáttum mættu giftast - en fram að því máttu svartir og hvítir ekki ganga í hjónabönd.  Þetta þætti okkur ótrúlegt og svívirðilegt í dag - en athugið að það eru aðeins 40 ár síðan!  Það merkilega er að kynþáttahatrið og rasisminn grasseruðu enn svo mikið á þessum tíma í Bandaríkjunum að ef kosið hefði verið um þetta mál - hefði það verið fellt með talsverðum meirihluta.  Mig minnir að um 60% Bandaríkjamanna hafi verið á móti blönduðum hjónaböndum í þá dagana.  En mannréttindi eru nefnilega ekki mál sem ákvarðast eiga af einföldum meirihluta í kosningum.  Þá yrðu nú litlar framfarir.  Það verður að vera í verkahring hæstaréttar að skera úr um svona mál. 

Eitt er víst - We Won´t Back Down Wink

En nú ætti ég kannski að hætta að blogga um Amerísk málefni fyrst ég er fluttur heim í bili...og þó...efast um að ég tolli lengi í þessari útópíu Steingríms J.  - A.m.k nenni ég ekki að blogga um sykurskatt og hækkuð olíugjöld.  Það er nokkuð ljóst að þessu landi verður hreinlega ekki viðbjargandi úr þessu...þetta er búið spil.  En þvílíkir snillingar að ætla sér að ná inn 2.7 milljörðum í ríkiskassann með nýju skattahækkununum á sama tíma og vísitala neysluverðs hækkar skuldir heimilana um 7 milljarða.  (Má ég minna á að ríkis-kirkjan kostar okkur 6 milljarða á ári)

Obama ákvað að taka þannig á kreppunni í Bandaríkjunum að hækka ekki skatta heldur dæla pening í atvinnulífið og reyna að sjá til þess að fólk geti haldið áfram að eyða í neyslu til þess að koma í veg fyrir að hjól atvinnulífsins stöðvist.  Þá hefur verið séð til þess að greiðslubyrgði af skuldum sé ekki hærri en 30% af heildar-tekjum fólks svo það haldi húsnæði sínu og eigi fyrir mat og nauðsynjum.   Hér er hins vegar farið í að skattpína fólk í hel ofan á öll hin ósköpin.  Úr verður fyrirsjáanlega vítahringur dauðans - einkaneysla dregst svo mikið saman að öll fyrirtæki fara á hausinn og atvinnuleysi stóreykst.  Þá dragast virðisaukaskatts-tekjur verulega saman og fólk hættir að geta keypt bensín, fer að svíkja undan skatti í auknum mæli og brugga landa til að drekkja sorgum sínum.  Það er greinilegt að þetta fólk sér ekki lengra en nef þeirra nær og úrræðaleysið og vanhæfnin er alger.  Mér segir svo hugur að næsta búsáhaldabylting sem án efa mun eiga sér stað með haustinu muni ekki fara jafn friðsamlega fram og sú síðasta...en þá verð ég vonandi sloppinn aftur burt af þessari vonlausu eyju. Frown


Valdarán Kristinna þjóðernissinna innan Bandaríkjahers

crstiansoldNýlega voru gerð opinber minnisblöð og leyniskjöl úr Hvíta Húsinu sem tengdust innrásinni í Írak þar sem í ljós kom að Bush (sem segir að Guð hafi sagt sér að fara í stríð) og Donald Rumsfield höfðu það fyrir sið að demba Biblíu-tilvitnunum á forsíður skjala sem tengdust stríðsrekstrinum. (sjá nánar hér)  Það hefur því verið sannað sem margan grunaði að Íraksstríðið var í raun og veru dulbúin "Krossför" (Jihad) geðsjúkra bókstafstrúarmanna sem heyrðu raddir.

Þó svo við öndum flest léttara yfir því að Obama sé nú kominn í Hvíta Húsið er samt enn ástæða til að hafa áhyggjur af uppgangi stórhættulegra ofsatrúarmanna innan Bandaríkjahers.  Undanfarin ár hefur orðið gríðarleg breyting á samsetningu nýliða í öllum deildum hersins og markvisst hefur verið stefnt að því að gera Bandaríkjaher að "herdeild Krists".

zz52c5d2b0mj7Í stað þess að "mannaveiðarar" (recruiters) hersins sitji um menntaskóla dropouts eins og tíðkast hefur - hafa þeir nú fært sig um set yfir í kirkjurnar.  Þar taka prestar og predikarar þátt í því að hvetja ungdóminn til þess að ganga í herinn og gerast Kristir Krossmenn í heilögu stríði gegn Íslam.  Hver er munurinn á þessu og því þegar íslömsk hriðjuverkasamtök misnota moskur til þess að tæla til sín unga og áhrifagjarna heimskingja í Jihad?

En það eru ekki bara óbreytt fallbyssufóður (enlisted) sem tekin eru með trompi heldur á þetta líka við um liðsforingjaefni (officers) - sérstaklega áberandi í flughernum en trúar-áróðurinn (indoctrination) ku vera skelfilegur í Air Force Akademíunni í Colorado Springs þar sem allir cadetar eru nánast þvingaðir til að mæta í "born again evangelical" guðsþjónustur á hverjum degi og taka þátt í bænarhringjum.  Þeir sem kjósa að taka ekki þátt í halelújah sirkusnum er refsað og þeir látnir vita að þeir standi ekki jafnfætis hinum trúuðu.  Trúlausir eru jafnvel lagðir í gróft einelti og reynt að fá þá til þess að gefast upp á náminu og hætta í flughernum.  Þá er klíka trúaðra orðin svo öflug meðal háttsettra hershöfðingja að til þess að öðlast frama í hernum og að hækka í tign á tilesettum tíma er nánast skilyrði að vera Jesus-freak.

Christian-Air-Force-eÞrýstingur frá háttsettum aðilum innan hersins hefur orðið til þess að Obama hefur neyðst til þess að svíkja kosningaloforð sitt um að afnema þegar í stað "Don´t Ask - Don´t Tell" stefnuna sem bannar samkynhneigðum að þjóna í hernum.  Það er enn verið að reka þrautþjálfaða og reynda hermenn með skömm úr hernum fyrir það eitt að vera samkynhneigðir.  Síðan 1993 hafa tæplega 13 þúsund samkynhneigðir hermenn verið reknir - margir heiðraðar stríðshetjur sem og tungumálasérfræðingar, læknar og alls konar sérfræðingar.  Á sama tíma er herinn farinn að taka við dópistum og fólki með sakaskrá (svo lengi sem þeir eru frelsaðir).

Þess má að auki geta að hermenn í Írak og Afganistan hafa stundað ágengt trúboð í boði Bandaríska skattgreiðenda.  Tíðkast hefur meðal Bandarískra hermanna að dreifa Biblíum og myndasögum sem sýna Múhammeð spámann brenna í helvíti.  Þá klæðast þeir gjarnan bolum í frítíma sínum sem kynna þá sem "Kristna Krossfara".  Þetta getur nú varla talist gáfuleg aðferð til þess að minnka hatur og tortryggni íbúa hinna hernumdu landa gagnvart vesturlöndunum.

Það er áhugaverð staðreynd og umhugsunarefni nú á "uppstigningardegi" að samkvæmt nýjum skoðanakönnunum (sjá hér) er yfir helmingur þeirra Bandaríkjamanna sem stunda guðsþjónustur einu sinni í viku eða oftar - hlyntir pyntingum eins og stundaðar voru í Abu Graib og Guantanamo!  Hæst er hlutfallið meðal Kaþólikka (3 af hverjum 4 hlyntir eða frekar hlyntir pyntingum og svosem ekkert nýtt að þeir séu haldnir kvalalosta) og Hvítasunnumanna (born again evangelicals - 60%).  Oftar en ekki vitna trúaðir í Biblíu-vers sem réttlæta illa meðferð á villutrúarmönnum.  Svo segja sumir að Biblían sé "fallegt" rit! Sick

Til samanburðar er gaman að geta þess að einungis um 10% sekúlarista (trúlausra) telja að pyntingar geti verið réttlætanlegar.  Hvað segir þetta okkur um Kristið siðgæði og almennt geðheilbrigði trúaðra, gott fólk? 


Bill Holm

bill-holm-and-sky.jpgMinnesota Public Radio útvarpaði um helgina frá samkomu í Fitzgerald Theater í St. Paul, tileinkaðri minningu Westur-Íslendingsins Bill Holm sem var einn dáðasti rithöfundur og ljóðskáld Minnesota.  Hér má hlusta á góða umfjöllun um Bill á MPR.

Bill Holm er eflaust mörgum Íslendingnum að góðu kunnur, enda eyddi hann síðustu sumrum sínum á Hofsósi þar sem hann sat við skriftir í húsi sínu, Brimnesi.  Bill varð bráðkvaddur, aðeins 65 ára gamall, nálægt heimahögum sínum á Sléttunni miklu í suðvestur Minnesota þann 25. febrúar síðastliðinn.

Það gera sér kannski ekki allir grein fyrir því hversu vel þekktur og virtur Bill var hér í Minnesota - það má segja að hann hafi verið nokkurs konar Halldór Laxnes okkar Minnesota-búa.  Bill var mikill Íslendingur í sér og menningararfur forfeðra hans var honum mjög hugleikinn.  Menningarleg tengsl Minnesota og Íslands hafa verið mjög sterk í gegnum tíðina og Bill á ekki lítinn þátt í því að hafa viðhaldið þeim tengslum með gríðarlegri landkynningu í verkum sínum og máli hvar sem hann fór.

Bill var ófeiminn við að gagnrýna Bandarískt þjóðfélag og þá sérstaklega hvernig gömlu góðu gildin (heiðarleiki og mannvirðing) véku fyrir græðgisvæðingu og öðrum löstum nútímans.  Réttlæti og jöfnuður voru honum ávallt efst í huga og það var honum mjög þungbært sem sönnum föðurlandsvin að horfa uppá ógæfuverk Repúblikananna sem lögðu Bandaríkskt þjóðfélag í rúst - rétt eins og kollegum og vinum Bush á Íslandi tókst að gera.

Nýlega las ég tvær bækur eftir Bill og höfðu þær báðar djúpstæð áhrif á mig, sín á hvorn mátann.  "The Windows of Brimnes: An American in Iceland" er samansafn af hugleiðingum hans um lífið og tilveruna á Hofsósi samanborið við Bandaríkin og þá andlegu og veraldlegu hnignun sem hann taldi Bandaríkin hafa orðið fyrir á síðustu 40 árum.

_72bf9b50-a0a2-4a01-99b5-36deddf06c67.jpgHin bókin höfðaði kannski meira til mín; "The Heart Can be Filled Anywhere in the World."  Þar segir Bill frá uppvaxtarárum sínum í smábænum Minneota og sérstöku samfélagi afkomenda íslenskra innflytjenda.
Hann segir frá því hvernig hann þráði heitast að komast burt frá þessum stað, að sjá heiminn og að "meika það" í siðmenningunni.  Það tókst honum raunar, hann komst í háskólanám og í kjölfarið ferðaðist hann um heiminn og naut velgengni. 
Þegar hann var að nálgast fertugt gekk hann í gegnum erfiða tíma og hann neyddist til að fara heim blankur, atvinnulaus og fráskilinn.  Hann hafði eitt sinn skrifað: "Failure is to die in Minneota, Minnesota" og þangað var hann mættur.  Það fór hins vegar svo að hann fékk glænýja sýn á gamla smábæinn sinn og fólkið sem þar bjó og úr varð að hann festi rætur og tók miklu ástfóstri við samfélagið sitt, sögu, menningu og uppruna.

Þetta vakti mig til umhugsunar um hvernig mér gengi að aðlagast mínum gömlu heimaslóðum ef ég flytti heim...en ég verð að viðurkenna að oft hef ég hugsað: "Failure is to die in Selfoss, Iceland."  Kannski ég taki þá hugsun til endurskoðunar einhvern daginn. Wink

759px-flag_of_minnesota_svg.pngEitt er víst að Minnesota og Slétturnar miklu, þar sem ég hef nú eytt hartnær þriðjungi ævi minnar, munu ætíð skipa stóran sess í hjarta mínu hvert sem ég fer.  Fyrir mér er Bill Holm nokkurskonar tákngerfingur fyrir allt sem Minnesota stendur fyrir.

Annar "quintessential Minnesotan" var Paul Wellstone, öldungardeildarþingmaður, sem lést ásamt fjölskyldu sinni í hörmulegu flugslysi á afmælisdaginn minn, 25. október, árið 2002.  Raunar man ég eftir því eins og það hafi gerst í gær því ég var staddur í kennslustund í "Aviation Safety" á fyrstu önninni minni í flugrekstrarfræðinni.  Kúrsinn fjallaði einmitt m.a. um orsakir og rannsóknir á flugslysum og ég man að bekkurinn var mjög sleginn.  Við vorum ekki lengi að kryfja orsök slyssins en vélin lenti í mikilli ísingu og reynsluleysi og röð mistaka flugmannsins ollu slysinu.  Hér á þessu stutta myndbandi sést Bill Holm tala um Paul Wellstone.


Obama tekur í spaðann á Hugo Chavez

chavezobamaJahérna - Obama er svalur gaur!  Hann var ekki fyrr búinn að lýsa því yfir í ræðu á leiðtogafundi Ameríku-ríkja í Trinidad að hann vildi opna sættaviðræður við Kúbu að hann kom auga á Chavez og rauk í áttina að honum og rétti fram spaðann.  Þetta var alveg óundirbúið og viðbrögð Hugo voru þau að hann sagði "I want to be your friend" og svo brostu þeir báðir sínu breiðasta eins og sjá má á þessari sögulegu mynd.

Það verður fróðlegt að sjá viðbrögð Fox "News" við þessu...Russ Limbaugh á eftir að flippa yfirum ef ég þekki hann rétt og þeir sem hafa kallað Obama sósíalista mun nú sjálfsagt kalla hann kommúnista! Joyful  En mikið rosalega er hressandi að sjá þetta...að hann ætli að standa við loforðin um gerbreytta utanríkisstefnu og framkomu.  Hann er nýbúinn að rétta út sáttarhönd til Iran og lýsa því yfir að Bandaríkin séu ekki í stríði við Islam.  Hversu svalt er það að Bandaríkjaforseti sýni umheiminum smá virðingu og hógværð! Smile

Hail to the Chief!


mbl.is Obama og Chávez heilsast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gore Vidal

Merkiskallinn Gore Vidal mætti í fantagott viðtal til Bill Maher í gær og ég má til með að deila því með ykkur.

Fyrir þau ykkar sem ekki þekkið til Vidal er hann einn af áhugaverðustu hugsuðum tuttugustu aldarinnar að mínu mati og án efa einn af skarpgreindustu rithöfundum og þjóðfélagsgagnrýnendum sem uppi hafa verið á seinni tímum.  Það er gaman að sjá hvað kallinn er ennþá ern og beittur þrátt fyrir að vera orðinn 83 ára og bundinn hjólastól.  Það er óhætt að segja að kallinn sé maður að mínu skapi hvað varðar pólitískar skoðanir, húmor, póstmódernískar pælingar, skoðanir á trúarbrögðum o.fl.  Ein af fyrirmyndum og hetjum okkar Bills Maher. 

Já og gleðilega páska til ykkar sem haldið uppá slíkt. Smile

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband