Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Tölvupóstar sýna kynţáttahatur innan lífvarđarsveitar forsetans
25.5.2008 | 02:50
Nýleg innanhús-rannsókn hjá lífvarđasveit forsetaembćttisins (Secret Service) hefur uppgötvađ tölvupósta sem sendir voru milli háttsettra starfsmanna Secret Service sem eru uppfullir af mjög grófum "svertingja-bröndurum" auk ţess sem í sumum skeytum er kvartađ yfir stöđuhćkkunum svartra starfsmanna framyfir hvíta menn og í einu bréfinu talađi starfsmađur um ađ "reverse racism" og "political correctness" vćri ađ ganga ađ landinu dauđu.
Mađur spyr sig í ljósi ummćla frú Clinton í gćr...tćki ţessi mađur kúlu fyrir Obama?
Sjá frétt CNN um máliđ:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (15)
1968 og 2008
1.3.2008 | 01:43
Ţađ má fćra rök fyrir ţví ađ bandaríska ţjóđin standi í dag ađ mörgu leiti á svipuđum tímamótum og hún gerđi áriđ 1968. Ástand ţjóđmála áriđ ´68 voru ađ mörgu leiti lík og ţau eru í dag. Víetnamstríđiđ var í algleymingi og hatrömm barátta skildi ađ stríđsandstćđinga og ţá sem töldu nauđsynlegt ađ sigra stríđiđ sama hvađ ţađ kostađi. Bandaríkin voru tvístruđ. Unga kynslóđin sem hafđi fćđst á velmegunarárum eftirstríđsáranna ("baby boomers") gerđi uppreisn gegn gömlum gildum og heimtađi breytingar. Mannréttindabarátta svartra stóđ sem hćst og kvenfrelsishreyfingin fékk byr undir báđa vćngi. Fólk sameinađist um von til ţess ađ jákvćđar og nauđsynlegar ţjóđfélagsbreytingar gćtu átt sér stađ.
Morđin á Robert Kennedy og Martin Luther King höfđu gríđarleg áhrif á ţjóđarsálina og Vietnam stríđiđ hafđi gert Lyndon B. Johnson, sitjandi forseta, svo óvinsćlann ađ hann fékk ekki útnefningu Demókrataflokksins til ţess ađ bjóđa sig fram til annars kjörtímabils. Í kjölfariđ hófst valdabarátta innan Demókrataflokksins sem átti eftir ađ hafa alvarlegar afleiđingar í för međ sér fyrir heimsbyggđina. Unga kynslóđin sá von í öldungardeildarţingmanni Minnesota, Eugene J. McCarthy, og má segja ađ ţađ hafi myndast nokkurs konar "Obama mania" í kringum hann. McCarthy var eini forsetaframbjóđandinn sem var andvígur Víetnam stríđinu og hét ţví ađ binda endi á ţađ ţegar hann tćki viđ embćtti. En ţrátt fyrir miklar vinsćldir og sćta sigra í prófkjörum ákvađ flokksmaskína Demókrata ađ útnefna annan Minnesota-búa, Hubert H. Humphrey sem forsetaefni á flokksţinginu sögufrćga í Chicago. Humphrey var sitjandi varaforseti og fulltrúi gömlu kynslóđarinnar (nokkurs konar Hillary?). Eftir útnefninguna brutust út miklar óeirđir í Chicago ţar sem stuđningsmenn McCarthy´s voru barđir niđur af lögreglu.
Ţađ sem gerđist í kjölfariđ var ađ vonin dó. Unga kynslóđin og stríđsandstćđingar misstu tiltrú á stjórnmálum og lýđrćđinu yfir höfuđ. Ungir Demókratar höfđu gefist upp og sátu heima á kjördag í stađ ţess ađ kjósa Humphrey sem leiddi til ţess ađ Richard Nixon var kjörinn forseti. Ţađ sem meira er, ţessi kynslóđ Demókrata kom í raun aldrei til baka og fimm af nćstu sjö forsetum urđu Repúblikanar.
2008
Í dag hefur unga kynslóđin fengiđ vonina um breytingar á ný. Bandaríska ţjóđin er ennţá tvístruđ. Í raun má segja ađ ţađ ríki hatrammt stríđ milli ólíkra menningarhópa (Culture Wars) ţar sem tekist er á um grunngildi. Barack Obama hefur gefiđ fólki von um ađ ţađ sé hćgt ađ binda endi á stríđ og áframhaldandi mannréttindabrot, ađ hćgt sé ađ minnka biliđ milli ríkra og fátćkra, svartra og hvítra, karla og kvenna. Ţađ hefur aldrei veriđ mikilvćgara ađ vonin lifi. Ţađ er mikiđ í húfi...fyrir demókrataflokkinn, bandaríkin og heimsbyggđina alla. Viđ megum ekki viđ ţví ađ unga kynslóđin missi vonina og hćtti ţátttöku í stjórnmálum. Hillary gćti orđiđ nćsti Hubert H. Humphrey. John McCain gćti orđiđ nćsti Richard Nixon. Ţađ má ekki gerast!
Mig langar ađ lokum til ađ benda lesendum á áhugaverđa ritgerđ Andrew Sullivan, ritstjóra "The Atlantic", um "Why Obama Matters". Sömuleiđis vil ég benda á nýútkomna og mjög fróđlega bók fjölmiđlamannsins góđkunna Tom Brokaw sem ber nafniđ "Boom! Voices of the Sixties: Personal Reflections of the 60´s and Today". Bókin fjallar ađ miklu leiti um atburđi ársins 1968 og samhljóm viđ nútímann.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Obama heimsćkir Minneapolis
3.2.2008 | 18:34
Nćsti forseti bandaríkjanna kom til Minneapolis í gćr og trođfyllti Target Center (heimavöll Minnesota Timberwolves) ţar sem hann flutti magnađa rćđu fyrir ríflega 20 ţúsund dygga stuđningsmenn sína.
Ég gerđi mér ađ sjálfsögđu far í bćinn og stóđ í tveggja mílna langri biđröđ í kuldanum fyrir utan Target Center í rúma 3 tíma. Ég hef satt ađ segja aldrei séđ annađ eins og ţessa mögnuđu biđröđ...stemmningin var engu lík og eftirvćntingin í andlitum fólks var greinileg. Ég heyrđi í fólki sem var komiđ langt ađ, sumir frá Wisconsin og ađrir frá "way up north" og öllum leiđ leiđ okkur eins og viđ vćrum ađ taka ţátt í sögulegum viđburđi...ógleymanleg stund. Ég man ekki eftir sambćrilegri stemmningu í Target Center fyrr, ekki einu sinni á tónleikum Bob Dylan né ţegar Timberwolves spiluđu á móti L.A. Lakers í úrslitum vesturdeildarinnar í NBA voriđ 2003. Stjarna Obama skín skćrt.
Smelliđ hér til ađ horfa á sjónvarpsupptöku NBC frá rćđu Obama í Target Center í gćr.
Ţess má geta ađ Hillary mćtir til Minneapolis í dag og heldur fund í litlum íţróttasal Augsburg College (erhem...kristilegum einkaskóla!), Mitt Romney hélt í gćr fund hjá einkafyrirtćki í Edina (úthverfi Minneapolis) og öfga-frjálshyggjumađurinn skemmtilegi Ron Paul mćtir í U of M á mánudaginn.
Fair and balanced...as always
19.12.2007 | 20:30
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
Morgunkaffi međ Al Franken
10.10.2007 | 18:08
Ég var ađ koma af skemmtilegum fundi međ sjálfum Al Franken, sem er ađ bjóđa sig fram til Öldungadeildarţingsins á móti sitjandi Senator og scumbag Norm Coleman. Al er kannski best ţekktur sem grínisti enda lék hann í Saturday Night Live hér á árum áđur og skrifađi sömuleiđis handrit fyrir ţćttina. Í seinni tíđ hefur hann skrifađ bćkur og veriđ međ útvarpsţátt á Air America ţar sem hann hefur veriđ mótvćgi viđ flón eins og Russ Limbaugh og Bill O´Reilly.
Al er virkilega alţýđlegur og "down to earth" og hefur viđkunnanlega nćrveru. Hann er bráđ vel gefinn og komst inní Harvard á námsstyrk ţađan sem hann útskrifađist "cum laude" og Ţrátt fyrir bakgrunn sinn sem grínisti held ég ađ hann eigi fullt erindi á ţing.
Fundurinn í morgun var skipulagđur međ stuttum fyrirvara af College Democrats og var frekar fámennt en góđmennt, sennilega svona 30 manns, en fyrir vikiđ náđi ég ađeins ađ spjalla viđ kappan og fá hjá honum áritađ veggspjald sem mađur verđur nú ađ setja útí glugga ţegar kosningarnar nálgast. Hann talađi mest um menntamál, heilbrigđismál og stríđsbröltiđ og lofađi öllu fögru komist hann til Washington.
Hér er myndbrot af kappanum hjá Dave Letterman í vor:
Og hér "A Message from Al Franken":
Skandall skekur Oral Roberts "University"
8.10.2007 | 21:26
Í gamla heimabć mínum, Tulsa í Oklahoma, er starfrćktur einn stćrsti og virtasti kristilegi "háskólinn" í Bandaríkjunum. Hann var stofnađur af sjónvarps-predikaranum Oral Roberts áriđ 1962 og er fyrirmynd skólans hans Jerry Falwell sáluga, Regent "University".
ORU kampusinn er satt ađ segja einn sá flottasti sem ég hef nokkurntíma séđ. Skólinn situr á 275 ekrum lands í suđurhluta Tulsa og byggingarnar eru allar glćsilegar og gullhúđađar. Á níunda áratugnum fékk Roberts "köllun frá Guđi" um ađ byggja nýja byggingu sem átti ađ hýsa lćknaskóla. Hann lokađi sig inni og hótađi ţví ađ Guđ myndi drepa sig ef honum tćkist ekki ađ safna $8 milljónum til verkefnisins. Ţađ tókst og byggđu ţeir 300 metra háan turn sem í dag er eitt helsta kennileiti Tulsa borgar...en er ađ vísu bara notađ sem skrifstofuhúsnćđi. Tćplega 6000 nemendur stunda nú nám viđ skólann og hagnađur skólans á árinu 2005 var $76 milljónir.
Ţess má til gamans geta ađ skólinn hefur m.a. útskrifađ sjálfan Ted Haggard sem allir muna vonandi eftir, sem og Michele Bachman (snćlduvitlausan ţingmann repúblikana hér í kjördćmi mínu í Minnesota )...og í Simpsons ţáttunum kom fram ađ Ned Flanders átti ađ hafa útskrifast úr ORU!
Nema hvađ...nú er kominn upp svaka spillingar skandall hjá ORU...surprise, surprise.
Í fyrsta lagi nýttu stjórnedur skólans áhrif sín og fjármagn til ađ styđja "sinn mann" í borgarstjóra-kosningum Tulsa borgar í fyrra og létu nemendur taka ţátt í sjálfbođavinnu fyrir hann. Ţetta er auđvitađ kolólöglegt ţar sem skólinn er skattalega skráđur sem "non-profit organization".
En ţađ sem er kannski meira juicy er bruđl Roberts fjölskyldunnar úr sjóđum skólans og grunsamleg tengls Lindsay Roberts, eiginkonu forseta skólans (og kölluđ "first lady" á kampusnum) viđ unga karlkyns nemendur skólans, sem eru undir lögaldri! (man einhver eftir Mark Foley?)
Lindsay mun hafa sent hundruđ SMS skilabođa til "underage males who had been provided phones at university expense" sem voru send á milli klukkan 1 og 3 á nćturnar! Símreikningar Lindsays og ungu nemendanna mun hafa numiđ $800 á mánuđi. Lindsay mun líka hafa rekiđ húsvörđ sem starfađ hafđi lengi viđ skólann til ađ geta gefiđ einum af sínum ungu vinum starfiđ.
Ţá mun Lindsay hafa verslađ sér föt í tískuvöruverslun í Beverly Hills fyrir $39,000 á reikning skólans og mun hafa sagt "As long as I wear it once on TV, we can charge it off". Einnig sendi Lindsey dćtur sínar í útskriftarferđ til Orlando og Bahama á einkaţotu skólans og skrifađ ţađ sem "evangelistic function of the president". Ţá voru starfsmenn skólans oft kallađir á heimili Roberts hjónana til ađ "sinna heimanámi" dćtra ţeirra og skólinn rekur hesthús međ hrossum til einkanota fyrir dćturnar.
Auk ţessa mun heimili Roberts hjónanna hafa veriđ endur-innréttađ 11 sinnum á síđustu 14 árum á kostnađ skólans og frúin ekur um á Lexus jeppa og Mercedes Bens blćjubíl sem kostađir eru af gjafafé "ministry donors".
Svona fer Jesús međ fólk í biblíu-beltinu. Hvenćr ćtli ruglukollunum og féfletturunum á Omega TV detti í hug ađ stofna háskóla?
Ađ lokum er hér ágćtt myndband sem sýnir skólann og kampusinn í allri sinni dýrđ.
Áfangasigur í Iowa
31.8.2007 | 23:14
Bann viđ hjónaböndum samkynhneigđra brýtur gegn stjórnarskrá Iowa og var dćmt ógilt í gćr af dómara í Polk sýslu eftir nokkurra ára málaferli. Fáeinum klukkustundum síđar fylltust sýsluskrifstofur í Des Moines af umsćkjendum um giftingaleyfi og nokkur lánsöm pör náđu ađ ganga í ţađ heilaga áđur en ríkissaksóknara tókst ađ fá lögbann á frekari giftingar eftir ađ hafa áfrýjađ málinu til hćstaréttar.
Séra Mark Stringer prestur Unitarian kirkjunnar pússađi saman í morgun ţá Sean Fritz og Tim McQuillan, nemendur viđ Iowa State University áđur en lögbanniđ tók gildi og eru ţeir nú löglega og hamingjusamlega giftir eins og myndirnar sýna.
Ţetta er fyrsti sigurinn sem vinnst í miđvesturríkjunum gegn ţessum svokölluđu DOMA lögum (Defense of Marriage Act) en ljóst er ađ baráttan er rétt ađ byrja og réttlćtiđ mun sigra ađ lokum. Ţađ fer vel á ţví ađ State-mottó nágranna minna suđur í Iowa er "Our Liberties We Prize And Our Rights We Will Maintain."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Jón Valur er samur viđ sig
29.8.2007 | 17:59
Ég gat ekki annađ en brosađ út í annađ í morgun ţegar ég sá stórkallalega fyrirsögn nýjasta bloggs Jóns Vals Jenssonar: "Róbert Björnsson bullar um ţađ sem hann ţekkir ekki" - Jóni hefur greinilega svelgst illilega á ţegar hann sá síđustu fćrslu mína og hefur séđ ástćđu til ađ fara í heiftarlega en bitlausa vörn ţar sem hann reynir, međ sínum hefđbundna vandlćtingartón, ađ umsnúa og gera lítiđ úr rannsóknarniđurstöđum sagnfrćđiprófessorsins Allan Tulchin. Ţađ vantar ekki hrokann í Jón Val ţar sem hann ţykist ţekkja betur til viđhorfa miđaldasamfélagsins (sem hann reyndar kannski tilheyrir sjálfur?) sem og ţeirra sambanda sem fyrrnefndur prófessor fjallar um í rannsóknarritgerđ sinni sem gefin er út í virtu frćđiriti (Journal of Modern History).
Ennfremur reynir Jón ađ saka mig um ađ hafa gert meira úr heimildunum en efni stóđu til í fćrslu minni (sem var nánast bein ţýđing uppúr greininni) og jafnvel ađ ég hafi spinnađ ofan á fréttina! Er mađurinn lesblindur eđa las hann ekki sömu grein og ég?
Fyrirsögn greinarinnar sem ég vitnađi í er "Gay Civil Unions Sanctioned in Medieval Europe" og inngangsorđ greinarinnar eru svohljóđandi:
"Civil unions between male couples existed around 600 years ago in medieval Europe, a historian now says. Historical evidence, including legal documents and gravesites, can be interpreted as supporting the prevalence of homosexual relationships hundreds of years ago, said Allan Tulchin of Shippensburg University in Pennsylvania. If accurate, the results indicate socially sanctioned same-sex unions are nothing new, nor were they taboo in the past."
Ţessi grein birtist svo í óbreyttri mynd á ekki ómerkari fréttaveitum en MSNBC, MSN, Yahoo! og AOL.
Ţađ er annars alltaf svolítiđ gaman af bullinu í honum Jóni Val og bloggiđ vćri fátćkara ef ekki vćri fyrir svona sérstaka karaktera sem auđga litrófiđ. Ekki síđri eru hinir jólasveinarnir í "moggablogg-kirkjunni" sem nú hafa sameinast um ađ biđja fyrir mér!
Stađfest samvist samkynhneigđra tíđkađist á miđöldum í Frakklandi
28.8.2007 | 17:56
Sagnfrćđingar hafa komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ stađfestar samvistir (civil unions) samkynhneigđra eru ekki eins nýjar af nálinni eins og margir hafa haldiđ til ţessa. Samkvćmt ţessari frétt sem birtist á LiveScience vefnum í gćr, birtir Allan Tulchin sagnfrćđiprófessor viđ Shippensburg University í Pennsylvaníu, rannsóknir sínar ţess efnis í september-hefti The Journal of Modern History.
Sagnfrćđileg gögn, svo sem löggildir pappírar, erfđaskrár og grafreitir benda til ţess ađ lögskráđar samvistir tveggja karla hafi veriđ nokkuđ algengar í Frakklandi fyrir um 600 árum. Til dćmis fundust heimildir um svokölluđ "affrčrement" (sem gćti veriđ ţýtt sem brćđralag) ţar sem "brćđurnir" (sem voru ţó oft ekki raunverulegir brćđur, heldur einhleypir og óskyldir karlar) gerđu međ sér samning um ađ búa saman "un pain, un vin, et une bourse" ţýđ. "eitt brauđ, eitt vín, ein peningabudda". Líkt og hjónabönd, urđu ţessir samningar ađ vera gerđir í vitna viđurvist hjá opinberum stjórnsýslumanni. Ekki er minnst á samskonar samninga milli tveggja kvenna.
Ţađ er fróđlegt ađ sjá ađ samfélagiđ var etv. á sumum sviđum framsćknara en sögur fara af á hinum myrku tímum miđaldanna í Evrópu. Ţađ er fyrst núna á tímum "upplýsingar og umburđarlyndis" sem sagnfrćđingar hćtta sér til ađ birta heimildir um ţetta sambúđarform, sem á síđustu öldum hefur veriđ gert tabú og ţaggađ niđur, kannski ađallega af kirkjunnar mönnum.