Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Read my lips...no more taxes!

bridge over troubled waters

Bush hótar að beita neitunarvaldi - Ofbeldi gegn samkynhneigðum OK

Bush heart RoveFulltrúadeild Bandaríska þingsins samþykkti í dag breytingu á lögum um "hate crimes" eða glæpi sem rekja má til haturs á minnihlutahópum.  "Haturs-glæpa" lögin gera það að verkum að líkamsárásir og morð sem framin eru vegna kynþáttar, litarhátts, þjóðernis eða trúar fórnarlambsins eru rannsökuð af alríkislögreglunni og sótt til saka af alríkis-saksóknara.  Oft eru dómar vegna alríkis-glæpa harðari og dvölin í alríkisfangelsum erfiðari og eru lögin því hugsuð sem fælingar-tæki gegn haturs-glæpum sem hafa farið fjölgandi á síðustu árum.

Í dag samþykkti þingið með 237 atkvæðum gegn 180 að bæta kynhneigð á listann yfir þá minnihlutahópa sem falla eiga undir haturs-glæpa lögin.  Öldungardeildin mun taka málið upp fljótlega og er búist við að breytingartillagan verði sömuleiðis samþykkt þar, en frumvarpið var upphaflega sett fram af gamla brýninu Ted Kennedy þingmanni Massachusetts og co-sponsoruð af þeim Hillary Clinton og Barrack Obama. 

Þess má geta að samkvæmt tölum frá FBI voru 1,406 ofbeldisglæpir sem flokkast myndu sem haturs-glæpir vegna kynhneigðar tilkynntir árið 2004, en það er um 15% af öllum haturs-glæpum sem rannsakaðir voru það árið.

Grand Moff BushRepúblikanar eru hins vegar mjög ósáttir við að kynhneigð verði bætt á listann yfir hópa sem vernda þarf gegn haturs-glæpum og í tilkynningu frá Hvíta Húsinu í kvöld kom fram að George W. Bush myndi beita neitunarvaldi gegn slíkri breytingu.  Það yrði einungis í þriðja skiptið í forsetatíð Bush sem hann beitir neitunarvaldinu og sýnir því hversu málið er honum mikilvækt.  (sjá frétt CNN)

Andstæðingar frumvarpsins halda því fram að það myndi hefta málfrelsi presta og trúarleiðtoga og geri þeim erfiðara fyrir að mæla gegn samkynhneigð. Harry Jackson, biskup Hope Christian Church í Lanham, Maryland sagði: "We believe that this legislation will criminalize our freedom of speech and our ability to preach the gospel."

Justice and Liberty for SomeÞessi rök eru fáránleg í ljósi þess að lögin taka einungis á ofbeldisglæpum og hafa ekkert með skert málfrelsi að gera.  Það segir meira að segja í lögunum beinum orðum "Nothing in this Act, or the amendments made by this Act, shall be construed to prohibit any expressive conduct protected from legal prohibition by, or any activities protected by the free speech or free exercise clauses of, the First Amendment to the Constitution."  Sem þýðir að Fred Phelps, Pat Robertson, Jerry Falwell og félagar geta haldið áfram að breiða út sinn hatursáróður svo lengi sem þeir hvetji ekki til ofbeldisverka með beinum hætti. 

Endilega kíkið á þessa síðu  http://www.hatecrime.org/subpages/hatespeech/hate.html  og lesið hvað þessir "guðs-menn" láta út úr sér.  Sérstaklega bendi ég á orð Pat Robertson þar sem hann líkir samkynhneigðum við nasista (líkt og Sr. Geir Waage gerði í kastljósþætti nýlega) og orð Dr. Paul Cameron, fyrrverandi sálfræðings sem varð síðan útskúfaður af fræðasamfélaginu: "Unless we get medically lucky, in three or four years, one of the options discussed will be the extermination of homosexuals." Þess má geta að Jón Valur Jensson hefur vitnað beint í "rannsóknir" Dr. Cameron í greinum sínum sem og rannsóknir "The Family Research Council" sem byggja sömuleiðis á fræðum Dr. Camerons.

Hatursglæpir eru raunverulegt og alvarlegt vandamál, bæði hér í Bandaríkjunum sem og annars staðar í heiminum.  Ofbeldið snýr ekki eingöngu gegn sjálfu fórnarlambinu heldur líka gegn þeim hópi sem einstaklingurinn tilheyrir.  Sjálfur þekki ég til fólks sem hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi vegna kynhneigðar sinnar hér í bandaríkjunum.  Mér varð sömuleiðis illa brugðið í fyrra þegar framin voru skemmdarverk á bílnum mínum skömmu eftir að ég hafði sett lítinn límmiða frá Human Rights Campaign á stuðarann.  Ég hafði skroppið út í búð að kvöldi til og þegar ég kom út var bíllinn útataður í eggjum og búið að rispa lakkið og brjóta afturljósið þeim megin sem límmiðinn var og er.

Matt ShepardOftast eru þessi ofbeldisverk fyrst og fremst ætluð til þess að senda skilaboð til samfélagsins og til þess að vekja upp ótta hjá stórum hópi fólks.  Það er óskiljanlegt, sorglegt og kaldhæðnislegt að það séu oftast menn sem þykjast tala í nafni Guðs sem vekja upp þetta hatur meðal fólks.  Það kemur sannarlega úr hörðustu og ósvífnustu átt.

Að lokum langar mig að benda á vefsíðu Matthew Shepard Foundation sem og miður smekklegri "minningarsíðu" um Shepard sem haldið er úti af Westboro Baptist Church í Topeka, Kansas.


Óhuggulegt!

Í kvöldfréttum RÚV í gær 3. apríl, var sýnt frá málþingi Frjálslynda flokksins um málefni innflytjenda.  Það var kostulegt að hlusta á "reynslusögu" Kristinns Snæland leigubílstjóra, sem lýsti nýlegri ferð sinni til Svíþjóðar svona:

"Og ég get sagt ykkur það að ég fann ekki að ég væri í... að ég segi...minni gömlu Málmey.  Það voru Tyrkir!  Og Grikkir!  Og Svertingjar!  Og Múslímar!  þarna að selja Kebab og pulsur!  Og ég veit ekki hvað og hvað.  Þetta var ÓHUGGULEGT!"

Já...vissulega væri það óhuggulegt ef farið yrði að selja Kebab í Reykjavík.  Íslendingar borða jú SS pylsur.  Mat fyrir sjálfstæða Íslendinga! 

Alveg ótengt...Þessi auglýsing birtist á forsíðu Morgunblaðsins þann 26. janúar 1934. 

Ísland fyrir Íslendinga!


Frjálslyndir: Kristilegur Repúblikanaflokkur?

Kristilegir RepúblikanarÍ Silfri Egils í dag var Jón Magnússon, sem skipar fyrsta sæti F-listans í Reykjavík, spurður að því hvort "Frjálslyndi" flokkurinn væri að breytast í "kristilegan Repúblikanaflokk".  Svar Jóns Magnússonar var "Ja, ég væri útaf fyrir sig ánægður með það en ég held ég ráði því ekki einn."

Þar höfum við það.

Nýjasta afrek F-listans á Alþingi var að bregða fæti fyrir stofnfrumu-frumvarpið og fyrir það hlutu þeir lof og stuðning "lífsverndarsinnans" Jóns Vals Jenssonar.  

Annars er það ennþá helsta baráttumál F-listans að reyna að vekja upp ótta og hatur á útlendingum og herða innflytjendalöggjöfina.  Ísland fyrir Íslendinga.  Ein Reich, Ein Volk, Ein Führer!

Er "frjálslyndi" réttnefni yfir öfgahægrisinnaðan þjóðernisflokk?  Eru þeir "liberals"?  

Í síðustu skoðanakönnun var fylgi F-listans hrunið niður í 4,4% og samkvæmt því ná þeir ekki inn manni.  En í dag boðaði Jón Magnússon að kosningabaráttan færi nú á fullt skrið og hann þóttist þess fullviss að hann eigi öruggt þingsæti.  Það verður fróðlegt að sjá hvernig fer. 

Bush-kkk


Rudy Giuliani

Dame Edna???Má eiga það að hann hefur ágætt skopskyn enda ekta New Yorker.  Hann leiðir nú í skoðanakönnunum um hver verður næsti forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, sem verður að teljast mjög merkilegt í ljósi þess að Rudy er ekki beint "poster child" fyrir sósíal conservatisma!

Rudy er þrígiftur og eftir að önnur konan hans rak hann út eftir framhjáhald flutti hann inn til vina sinna sem eru hommar og bjó hjá þeim í mánuð.  Rudy finnst líka gaman að klæða sig upp í drag eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og mætti meira að segja í Gay Pride gönguna í New York þegar hann var borgarstjóri (þó ekki í dragi).

Margir trúaðir Repúblikanar á hægri kantinum hafa lýst því yfir að þeir geti alls ekki stutt Rudy vegna hans "moral shortcomings".

 

Rudy í stuðiRudy fékk á sig hetjuljóma í kjölfar 9/11 þar sem mörgum þótti standa sig vel sem borgarstjóri New York á þessum erfiðu tímum.  Þó var það hann sem fékk þá "snjöllu hugmynd" á sínum tíma (1997) að staðsetja skrifstofu almannavarna borgarinnar í World Trade Center þrátt fyrir að þar hefði verið framið sprengutilræði árið 1993 og augljóst að turnarnir yrðu alltaf djúsí skortmark fyrir terrorista! 

Rudy hefur líka verið harðlega gagnrýndur fyrir að útvega ekki björgunarfólki í rústum WTC öndunargrímur heldur lét hann starfsmenn sína anda að sér asbest-rykinu á meðan hann sjálfur var alltaf með grímu fyrir nefinu.  Í þokkabót lét hann fólk flytjast aftur til síns heima sem bjó nálægt WTC löngu áður en það var búið að gera útekt á því hvort það væri í raun óhætt.

Í borgarstjóraembættinu réðist Rudy í að hreinsa Manhattan af dópistum og mellum.  Hann lét loka öllum klámbúllunum á Times Square og fyrirskipaði lögreglunni að sýna "zero tolerance" í stríðinu gegn vímuefnum.  Handtökum vegna vörslu á marijuana fjölgaði úr 5.116 árið 1990 í yfir 50.000 árið 2002 (yfir 882% fjölgun). Þess má líka geta að kærum vegna "police brutality" fjölgaði um heil 60% á meðan Rudy var Mayor. 

Rudy er harður stuðningsmaður stríðsins í Írak og hefur látið út úr sér: "I think George W. Bush is the greatest president we have ever had"(!).  Shocking

...

Nei, þó Rudy sé flottur í draginu þá yrði hann ömurlegur forseti...enda Repúblikani. Sick 

 

Sjáið Rudy í dragi og Donald Trump í góðum gír!


General Peter Pace

Rummy og Peter Pace eru best buddiesÆðsti strumpur í Pentagon komst í fréttirnar í dag fyrir að segja blaðamanni Chicago Tribune að samkynhneigð væri "ósiðleg" (immoral) og þess vegna ætti ekki að breyta "don´t ask, don´t tell" lögunum sem bannar samkynheigðum að gegna herþjónustu nema þeir séu kyrfilega inni í skápnum.

Hann sagði orðrétt: "I believe that homosexual acts between individuals are immoral and that we should not condone immoral acts" 

og svo "I do not believe that the armed forces of the United States are well served by a saying through our policies that it's OK to be immoral in any way.  As an individual, I would not want (acceptance of gay behavior) to be our policy, just like I would not want it to be our policy that if we were to find out that so-and-so was sleeping with somebody else's wife, that we would just look the other way, which we do not. We prosecute that kind of immoral behavior."

Talið er að hin umdeildu "don´t ask, don´t tell" lög verði brátt endurskoðuð í ljósi manneklu í bandaríska hernum sem nú hefur slakað á reglum um húðflúr og er farinn að taka við fólki með óhreina sakaskrá - sjá bloggfærslu Magnúsar FreedomFries.

Hillary Clinton hefur lýst sig fylgjandi því að samkynhneigðir fái að þjóna landi sínu eins og hverjir aðrir og segir það fáránlegt að á stríðstímum sé búið að reka nærri 11 þúsund manns úr hernum fyrir að vera samkynhneigt.  Þar á meðal fólk sem gegndi mikilvægum störfum sem mikill skortur er á, svo sem þýðendur á arabísku, læknar og hjúkrunarfólk og ýmsir sérfræðingar.

Þessi ummæli Péturs generáls hafa vakið töluverða reiði og orðið til þess að umræðan um þetta mál hefur vaxið í fjölmiðlum og mun það sennilega hafa þau áhrif að lögunum verði breytt fyrr en ella.


Spirit of Strom Thurmond

Cheney gengur frá borði Dick Cheney var nýlega á ferðalagi í Kabúl til þess að hitta strengjabrúðuna sína hann Hamid Karzai.  Eins og kunnugt er slapp karlinn "naumlega" með skrekkinn (því miður?) þegar Talibani sprengdi sjálfan sig upp við hliðið á herstöðinni þar sem Cheney gisti um nóttina.  Aumingja Cheney ku víst hafa vaknað við lætin og heyrt kvellinn.  Vonandi að hann hafi fengið áfallahjálp blessaður.

Það vakti hins vegar athygli nokkurra spekúlanta hér vestra að Cheney notaði ekki sinn vanalega farkost, "Air Force Two" til fararinnar, sem er Boeing 757 þota máluð í litum forsetaembættisins.  Menn hafa sennilega talið að það væri ekki óhætt að lenda svo áberandi skotmarki í Kabúl.  Þess í stað flaug varaforsetinn með C-17 herflutningavél til þess að vekja minni athygli.

Það merkilega við þessa tilteknu C-17 vél sem hlaut að sjálfsögðu kallmerkið "Air Force Two" til bráðabirgða, er að hún ber annars hið kostulega nafn "The Spirit of Strom Thurmond". 

Fyrir þá sem ekki þekkja til Strom Thurmond þá var hann öldungardeildarmaður frá Suður-Karólínu sem var þekktastur fyrir að berjast harkalega gegn auknum réttindum blökkumanna á sjötta áratugnum.  Hann sat á þingi lengst allra bandaríkjamanna, frá 1954 til 2003 þegar hann settist loksins í helgan stein skömmu fyrir andlát sitt, 100 ára gamall.  Hann setti metið í málþófi þegar hann talaði stanslaust í 24 tíma og 18 mínútur árið 1957 þegar hann reyndi að koma í veg fyrir að svertingjar fengju kosningarétt (Civil Rights Act of 1957).  Það var svo ekki fyrr en eftir andlát Thurmonds að í ljós kom að hann átti dóttir á laun með svartri stúlku sem starfaði sem húshjálp (kynlífsþræll?) á heimili Thurmonds.

Ein frægustu orð Thurmonds voru: "I wanna tell you, ladies and gentlemen, that there's not enough troops in the army to force the Southern people to break down segregation and admit the negro race into our theaters, into our swimming pools, into our homes, and into our churches."

Menn hafa verið að velta því fyrir sér hvort það hafi verið með vilja gert hjá Cheney að velja þessa tilteknu flugvél, eða hvort um tilviljun hafi verið að ræða.  Hvað sem því líður er ljóst að þetta er ekki gott "PR" fyrir Cheney, sérstaklega í augum svartra, en kannski var hann að kæta vini sína í Suðurríkjunum með þessu.  Svo er náttúrulega spurning hvort ímynd Cheneys skipti hann nokkru máli lengur.  Hún er hvort eð er svo ónýt að þetta litla stunt skiptir svosem engu máli.  Þar að auki stefnir hann ekki á frekari kosningaframboð sem betur fer.

En aðeins meira um flugvélina.  Svona C-17 vélar eru ekki innréttaðar fyrir farþega (hvað þá tigna farþega) enda hannaðar til þess að flytja heilu skriðdrekana milli heimsálfa.  Til að redda því var ákveðið að koma fyrir sérstöku hjólhýsi (!) innan í fraktrými vélarinnar þar sem varaforsetinn gat hreiðrað um sig í mestu þægindum.  (talandi um "trailer trash"! LoL)

Hér er mynd af þessu fyrirbæri sem birtist á vef Chicago Tribune. (smellið tvisvar á myndirnar til að sjá stærri útgáfu - á efri myndinni má sjá nafn vélarinnar beint fyrir ofan útganginn)

Trailerinn hans Cheney


Vinur minn og Purpurahjörtun

Purple HeartUm daginn fékk ég tölvupóst frá gömlum skólafélaga sem ég hafði ekki heyrt í lengi.  Ýmislegt hefur dregið á daga hans síðan ég sá hann síðast, í október 2001.  Mig langar til að deila með ykkur sögu hans.

Ég kynntist Terry Hudson í febrúar árið 2000.  Við vorum samferða í gegnum nám í flugrafeindavirkjun (avionics) við Spartan School of Aeronautics, í Tulsa, Oklahoma.  Þrátt fyrir mjög ólíkan bakrunn kom okkur strax mjög vel saman og við mynduðum ágætt teymi í verklegu tímunum ("lab parntners") auk þess sem við grúskuðum ýmislegt utan skólatíma.

Terry er svartur og ólst upp í gettóinu í suðurhluta Chicago.  Til að sleppa undan fátækt, gengjastríðum og crack-cocaine faraldrinum, skráði hann sig í herinn 18 ára gamall.  Það var árið 1990, árið sem Saddam Hussein heitinn réðst með offorsi inn í Kúvæt, sællar minningar.  Terry var umsvifalaust sendur á svæðið til að taka þátt í Operation Desert Storm sem fallbyssuskytta á M1A1 Abrams skriðdreka.  Hann var mjög súr yfir því að hafa aldrei lent í alvöru "combat" en þó kom hann heim með Purpurahjarta í farteskinu því hann fékk sprengjubrot í handlegginn þegar að Skud-flugskeyti lenti nálægt herskálanum hans í Sádí-Arabíu.  Hann var voða stoltur yfir því blessaður að vera "wounded veteran".

Terry hélt áfram í hernum (active-duty) næstu 9 árin og lauk ferlinum sem Staff Sergeant (E-6).  Hann ákvað svo að nýta sér skólagjaldastyrk hersins til þess að afla sér mentunar og skráði sig í Spartan, en í hernum hafði hann nokkra reynslu af viðhaldi á þyrlum og ýmsum vopnakerfum.

Um það leiti sem við vorum að útskrifast úr Spartan voru framin skelfileg hryðjuverk, kennd við 11. september, 2001.  Terry var mikill "patriot" og sagðist sko ætla beint í herinn aftur til að taka í lurginn á þessum bansettu "towelheads".  Þegar leiðir okkar skildu vissi ég að hann var búinn að skrá sig í varaliðið (Army reserves) en ætlaði samt að leita sér að vinnu í nýja faginu.  Síðan heyrði ég ekki frá honum í nokkur ár.

Í ársbyrjun 2005 var varaliðs-deildin hans kölluð út og send til Írak.  Þegar kallið kom hafði hann verið búinn að koma sér fyrir í sæmilegri vinnu hjá Lockheed Martin suður í Dallas, Texas.  Eftir tæplega 4 mánaða dvöl í Írak særðist hann svo aftur þegar brynvarinn Hum-Vee sem hann var farþegi í keyrði yfir jarðsprengju.  Hann slapp tiltölulega vel miðað við aðstæður, fékk í sig sprengjuflísar og hlaut innvortis blæðingar auk þess sem hann missti varanlega heyrn á öðru eyra.  Félagi hans í jeppanum lét lífið. 

Eftir einhverja dvöl á hersjúkrahúsi í Þýskalandi fór hann heim til Texas með nýja Purpurahjartað sitt í barminum.  Þegar heim var komið komst hann að því að konan hans hafði haldið framhjá honum og var horfin á brott.  Starfið hans hjá Lockheed Martin var sömuleiðis farið (fyrirtæki eru ekki skyldug til að taka aftur við varaliðsmönnum sem kvaddir eru á brott).  Honum var bara tjáð að fyrirtækið hefði þurft að segja upp fjölda manns vegna samdráttar (ég sem hélt að það væri rífandi bisness hjá hergagnaframleiðendum á stríðstímum).

Terry var svo atvinnulaus í nokkra mánuði uns hann fór að vinna við afgreiðslu á bensínstöð!  Hann er með sykursýki og þarf að kaupa insúlínið sitt sjálfur, því engin er sjúkratryggingin.  Hann fær að vísu einhver "VA benefits" frá hernum en þau dekka ekki insúlínið.  Nú ætlar hann svo að flytjast aftur til Chicago og reyna að byrja nýtt líf.

Já, svona er lífið hér í landi tækifæranna.  Leiðin úr gettóinu í suðurhluta Chicago getur verið þyrnum stráð.  En Terry Hudson er stoltur af Purpurahjörtunum sínum...þó svo öllum öðrum sé slétt sama.


John Edwards er heitur

Það er í raun fáránlegt að velta sér um of mikið uppúr skoðanakönnunum um fylgi forsetaframbjóðendanna núna því það eru jú enn næstum tvö ár í kosningar.  Ég vil minna á að Bill Clinton mældist varla með nokkurt fylgi á þessum tímapunkti áður en hann svo var kjörinn 1992.  Fyrir síðustu kosningar var Howard Dean talinn lang sigurstranglegastur Demókrata áður en hann missti sig aðeins eftir fyrsta prófkjörið í Iowa.  Það getur því allt gerst ennþá...enginn er öruggur og allir eiga séns.

Á þessum tímapunkti get ég varla gert upp á milli Barack Obama og John Edwards fyrrum varaforsetaefnis.  Báðir eru þeir einkar vel máli farnir og glæsilegir frambjóðendur og athyglisvert er að sjá að Edwards er orðinn mun beittari en hann var 2003-4 og virðist núna leita meira til liberal arms flokksins heldur en miðjunnar.  

Meðfylgjandi er skemmtilegt mynband af John Edwards að gera sig kláran fyrir sjónvarpsviðtal...hárið verður að vera fullkomið!  LoL

 


mbl.is Barack Obama saxar á forskot Hillary Clintons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandarískt lýðræði in action

Þetta mál sýnir í hnotskurn eitt það versta við Bandarískt stjórnskipulag.  Þingið hefur í raun og veru engin völd því forsetinn getur alltaf beitt neitunarvaldinu (veto power).  Það er því alveg sama hvaða ályktanir þingið ákveður að endurskoða, það hefur ekkert að segja annað en sýndarmennsku og ákveðið skemmtanagildi.

Forsetinn hefur í rauninni alveg óskorðað vald og er allt tal um þrískitpingu ríkisvaldsins í raun bara brandari í dag.  Hæstiréttur er jú skipaður af forsetanum og þessi klausa sem heimilaði forsetanum m.a. að nota Bandaríkjaher „líkt og hann telur að nauðsynlegt sé og viðeigandi svo vernda megi þjóðaröryggi Bandaríkjanna gegn hinni stöðugu vá sem stafar af Írak" sem og framlengingin á "the Patriot Act" minnir mann helst á það þegar Palpatine hrifsaði til sín öll völd og breytti "the Galactic Senate" í the evil Empire á einni kvöldstund.  Oh when life imitates art.

Mér finnst alltaf jafn vandræðalegt að hlusta á Kanann tala um að "dreifa lýðræðinu út um heiminn" á meðan þeir vita ekki við hversu verulega skert lýðræði þeir búa sjálfir.

 


mbl.is Bandaríkjastjórn mótfallin því að ályktun sem heimilaði Íraksstríðið verði endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband