Færsluflokkur: Trúmál

Yfirlætislegt dramb hinna réttlátu í garð Vantrúarseggja

"Heiðvirt og vel gefið fólk með sterka siðferðisvitund, réttlætiskennd og gagnrýnið viðmót" hefur að undanförnu farið mikinn gegn félagsskapnum Vantrú (sem ég N.B. tilheyri ekki enn sem komið er en hef fulla samúð með) eftir að fjölmiðlar fjölluðu um kærumálið fræga í Háskólanum sem til kom þegar kennari við guðfræðideild varð sér og skólanum til háborinnar skammar vegna glórulausra og ógeðfelldra ásakana á hendur trúleysingjum þar sem "fylgismönnum Richards Dawkins" er m.a. lýst sem haturshreyfingu sem "grefur undan allsherjarreglu samfélagsins og almennu siðferði".

Einhliða umfjöllun (áróður) fjölmiðla um þetta mál, sérstaklega í Morgunblaðinu og Kastljósi, var í besta falli sorgleg, þó svo mig langi til að nota sterkari orð.

Þetta ágæta myndband sýnir nákvæmlega hvaða augum hinir trúuðu "sanctimonious" broddborgarar líta okkur vesalings trúleysingjana...með smá dash af tvöföldu siðgæði og hræsni!


Tveggja mílna löng biðröð í bíla-lúguna á nýjum "Kristilegum" hamborgarastað í Texas!

Them Texans sure luuuuv their 'burgers! Grin

Uppi varð fótur og fit í Dallas um daginn þegar hin vinsæla "In-N-Out Burger" keðja opnaði fyrsta veitingastaðinn austan Arizona.  Keðjan hefur verið vinsæl í Kalíforníu undanfarin 20 ár og þykja sveittir borgararnir hið mesta lostæti.

Eitt af því sem gerir þessar búllur frábrugnar öðrum er það að á allar umbúðir utan um borgarana, frönskurnar og á gos-glösin, eru skrifaðar tilvitnanir í Biblíuna!  Það geta því allir verið vissir um að "Jeezus approves these freedom fries". Joyful  Sem er svosem ekkert vitlausara en spádómskökurnar á kína-stöðunum hehe.

En hvort íbúar Dallas hafi verið orðnir svona líka svakalega leiðir á McDonalds...eða hvort uppáhalds sjónvarps-predikarinn þeirra hafi sagt þeim að fara og fá sér heilagan borgara fylgir ekki sögunni... en sjón er sögu ríkari!


Flottur dómsmálaráðherra - "guðs-vírusinn" á undanhaldi

Það er mikið gleðiefni að sitjandi dóms-og kirkjumálaráðherra, Ragna Árnadóttir, hefur ákveðið að láta endurskoða ákvæði laga um að börn séu sjálfkrafa skráð í trúfélög.  Það er mér hálfpartinn til efs að pólitískt kjörinn ráðherra hefði haft kjark í að taka á þessum málum en Ragna er greinilega fagmaður sem þarf ekki að óttast um kjörfylgi.  Það færi betur ef fleiri ráðherraembætti væru skipuð á faglegum grundvelli í stað þess að vanhæfir pólitíkusar fari með umboð mála sem þeir hafa engan skilning á.  Þá væri sennilega margt öðruvísi á Íslandi í dag.

Það hefur ekki alltaf þótt fínt að vera trúlaus á Íslandi og satt að segja eru fordómarnir enn ótrúlega miklir í okkar garð - þrátt fyrir að okkur yfirlýstum trúleysingjum fjölgi nú ört.  Oft höfum við sem talað höfum gegn trúarbrögðum verið taldir sérvitrir rugludallar og vandræðagemlingar líkt og Helgi Hóseason - snillingur og hugaður brautryðjandi sem ég ber mikla virðingu fyrir!  Wink

godvirus.jpgNú er þetta sem betur fer loksins að snúast við og hinir heittrúuðu eru komnir út á jaðar samfélagsins.  Augu almennings hafa opnast gagnvart skaðsemi trúarbragða og þeim hörmungum og samfélagsmeinum sem t.d. kaþólska kirkjan og bókstafstrúaðir íslamistar valda út um allan heim.  Mig langar að benda á nýútkomna bók eftir Dr. Darrel Ray sem ber heitið "The God Virus: How religion infects our lives and culture".  Dr. Ray líkir trúarbrögðum við "samfélagslegan vírus" og útskýrir hvernig vírusinn hefur skaðleg áhrif á gáfnafar og persónuleika fólks, hvernig vírusinn dreifir sér og hvernig hægt er að stöðva hann.  Það er sem betur fer til lækning við trúar-vírusnum! Smile 

Dr. Ray talar um hvernig trúarbrögðum er troðið inn á saklaus börn strax við fæðingu: "Virtually all religions rely upon early childhood indoctrination as the prime infection strategy. Other infection strategies include proselytizing, offering help and financial aid with strings attached, providing educational opportunities at religious institutions and many other approaches which we encounter frequently in the media and in daily exposure to religion."

Að lokum eru hér stórskemtileg vídeó þar sem Richard Dawkins les tölvupósta sem honum hafa borist - uppfullum af "kristnu siðgæði" að sjálfsögðu - og svo svarar hann spurningu "frelsaðs manns" af mikilli hreinskilni. Joyful  


mbl.is Endurskoða sjálfkrafa skráningu í trúfélög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúarbrögð á undanhaldi í Bandaríkjunum

atheism3.jpgIn God we Trust no more! Wink  Samkvæmt nýrri rannsókn Trinity College sem sagt var frá á CNN í fyrradag eru Bandaríkjamenn ekki eins svakalega trúaðir og þeir voru - sem hljóta að teljast mikil gleðitíðindi.

Nú telja 75% bandaríkjamanna sig vera Kristna (niður úr 86% árið 1990) og einn af hverjum fimm tilheyrir nú engu trúfélagi.  Ennfremur segjast 27% aðspurða ekki kjósa trúarlega útför.  Þá hefur okkur sem skilgreinum okkur opinberlega sem trúleysingja (atheists) fjölgað um helming frá árinu 2001 og erum við nú 12% íbúa Bandaríkjanna.  Batnandi mönnum er best að lifa og við skulum vona að þetta trend haldi áfram og verði til þess að minnka enn-frekar skaðleg áhrif trúarbragða á þjóðlíf og menningu Bandaríkjanna sem og að stuðla að vitrænnari og frjálslyndari viðhorfum til lífsins og tilverunnar - byggðum á rökvísi, þekkingu og almennri skynsemi.

Come Out, Come Out - wherever you are! 


Hindurvitna-ráðuneytið

Eins og allir vita er mannorð íslendinga réttilega og gjörsamlega farið niður í svaðið út um allan heim.  Hér í Bandaríkjunum erum við aðhlátursefni eins og annarsstaðar og ekki skánaði það eftir að svæsin en því miður mjög raunsæ grein Michael Lewis birtist í apríl-útgáfu Vanity Fair.  Greinin hefur hefur greinilega vakið töluverða athygli en í fyrradag vitnaði hin stórskemmtilega og fluggáfaða Rachel Maddow, þáttastjórnandi á MSNBC í greinina og gantaðist með trú íslendinga á álfa og huldufólk! Joyful  Hvernig væri að reyna að snúa þessu okkur í hag og taka upp formleg siðaskipti - leggja niður hina Evangelísk-Lúthersku Þjóðkirkju og breyta Kirkjumálaráðuneytinu í álfa-og huldumanna-ráðuneytið...eða bara Hindurvitna-ráðuneytið?  Þetta gæti reynst frábært trick fyrir ferðamanna-iðnaðinn og svo er hvort sem er ósköp lítill munur á því hvort fólk trúir á ósýnilegan vin á himnum, bleika einhyrninga eða álfa og huldufólk!  Sama ruglið en þó sýnist mér álfatrúin mun skaðlausari en Kristnin. Tounge  Bjarni Harrrðar og Magnús Skarphéðinsson væru svo náttúrulega tilvalin ráðherra-efni! Alien


Fyrirlestur Dr. Richard Dawkins í Minneapolis í kvöld

dawkins.jpgEr á leiðinni niður til Twin Cities á eftir í þeim tilgangi að sjá og heyra fyrirlestur hins heimsfræga þróunarlíffræðings frá Oxford og metsöluhöfundar bókarinnar The God Delusion, Dr. Richard Dawkins.  Dawkins er mættur hingað í boði félags trúfrjálsra nemenda við University of Minnesota og fyrirlesturinn mun fjalla um tilgang/tilgangsleysi lífsins.  Dawkins er í mjög miklu uppáhaldi hjá mér, enda "elegant" rödd skynseminnar í eyðimörk hugsunarleysis.

Hér er kynning á efni fyrirlestursins The Purpose of Purpose:

"We humans are obsessed with purpose. The question, “What is it for?” comes naturally to a species surrounded by tools, utensils and machines. For such artifacts it is appropriate, but then we go too far. We apply the “What is it for?” question to rocks, mountains, stars or the universe, where it has no place.

How about living things? Unlike rocks and mountains, animals and plants, wings and eyes, webbed feet and leaves, all present a powerful illusion of design. Since Darwin, we have understood that this, too, is an illusion. Nevertheless, it is such a powerful illusion that the language of purpose is almost irresistible. Huge numbers of people are seriously misled by it, and biologists in practice use it as a shorthand.I shall develop two meanings of “purpose”. Archi-purpose is the ancient illusion of purpose, a pseudo-purpose fashioned by natural selection over billions of years. Neo-purpose is true, deliberate, intentional purpose, which is a product of brains. My thesis is that neo-purpose, or the capacity to set up deliberate purposes or goals, is itself a Darwinian adaptation with an archi-purpose.

putting-the-win-in-darwin.pngNeo-purpose really comes into its own in the human brain, but brains capable of neo-purposes have been evolving for a long time. Rudiments of neo-purpose can even be seen in insects. In humans, the capacity to set up neo-purposes has evolved to such an extent that the original archi-purpose can be eclipsed and even reversed. The subversion of purpose can be a curse, but there is some reason to hope that it might become a blessing."


Kristnir telja sig ofsóttan minnihlutahóp í Bandaríkjunum

notourkidsKristin samtök sem kalla sig American Family Association keyptu nýlega klukkutíma pláss á helstu kapalstöðvum Bandaríkjanna og eyddu í það milljónum dollara.  Þau ætla sér að sýna þátt sem heitir "Speechless - Silencing Christians in America" sem fjallar um hvernig reynt er að þagga niður í Kristnum gildum og hvernig vegið er að málfrelsi Kristinna nú þegar þeir mega helst ekki hvetja til morða á "kynvillingum".  Ennfremur fjallar þátturinn um hvernig Bandaríkjamenn verða að berjast gegn "the radical homosexual agenda" áður en hommarnir taka yfir völdin í landinu og eyðileggja fjölskylduna og "the moral fabric" þjóðarinnar!  Þess má get að hin stórskemmtilega Ann Coulter kemur fram í þættinum sem horfa á má hér!

mcdonaldswildmon.jpgNýlega ákváðu þessi sömu samtök (sem telur milljónir meðlima) að sniðganga McDonalds fyrir þær sakir að í fyrra ákvað stjórnarformaður McDonalds að styrkja og skipa nefndarmann frá McDonalds í stjórn samtakanna National Gay & Lesbian Chamber of Commerce.  Eftir að AFA hótaði boycottinu ákvað McDonalds að láta undan þeim og draga sig úr stjórn NGLCC.

Ennfremur hótuðu AFA gjafakortaframleiðandanum Hallmark öllu illu og þvinguðu þá til þess að taka úr umferð þetta kort:

jesus-loves-you-small_793937.png

 

Já...það er greinilega ekki tekið út með sældinni að vera ofsóttur Kristlingur í Bandaríkjunum! Joyful

Hér eru tvær klippur úr úvarpi í Oklahoma sem allir þurfa að heyra...please...hlustið á þetta!

Hér er ennfremur góð úttekt á Kristnum gildum í Tulsa:

Og að lokum þetta


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband