Færsluflokkur: Samgöngur

Bíltúr í Saarlandi

Nýji Bimminn prófaður á Autobahninum í fyrsta skipti - hans náttúrulega umhverfi. :)

 

RB FB 


Rappandi flugþjónn hjá svalasta flugfélaginu

swa.jpgÞegar Herb Kelleher stofnaði fyrsta alvöru lággjaldaflugfélag heims í Dallas árið 1971 áttu fáir von á að Southwest Airlines ætti eftir að lifa lengur en Braniff, Pan-Am, TWA og nú NWA.  Ekki nóg með það heldur var Southwest eina flugfélagið í Bandaríkjunum sem skilaði hagnaði á síðasta ári.  Mörg flugfélög hafa reynt að herma eftir einstöku viðskipta-módeli Southwest (EasyJet, Ryan-Air, Jet-Blue, Sun-Country) en engu þeirra hefur þó tekist að herma eftir því sem í raun gerir Southwest frábrugðið öllum öðrum flugfélugum - léttleikanum um borð!

sw_gaytravel_logo_arc_4-07.jpgSouthwest hefur aldrei tekið sig mjög alvarlega (eins og sést í auglýsingum þeirra) og þeir markaðssetja sig sem "hip og cool" valmöguleika til höfuðs þurrkunntulegum íhaldssömum flugfélögum sem leggja meiri áherslu á "fágaða framkomu" heldur en að reyna að gera flugferðina sem ánægjulegasta.

Maður veit aldrei hverju maður á von á þegar maður stígur um borð í eina af 530 Boeing 737 vélum Southwest - flugmennirnir og flugfreyjur/þjónar eiga það til að reyta af sér brandara alla leiðina og viðmótið er afar létt og þægilegt.  Það hlakkar í mér núna því Southwest var að tilkynna að þeir ætla loksins að hefja þjónustu við Minneapolis og bjóða uppá hopp til Chicago fyrir aðeins $49. Smile

Endilega kíkið á þennan ágæta flugþjón bjóða farþega velkomna á sinn hátt.  Svolítið öðruvísi en hjá Icelandair! Wink

Flott auglýsing frá 1972 Heart


Vídeó frá flakkinu til Washington

Þá erum við félagarnir (við Alan Smithee myndatökumaður a.k.a. Skarphéðinn góðvinur minn og nágranni LoL) komnir heim í sveitina eftir vel heppnað road-trip til höfuðborgarinnar og samtals 38 klukkustundir á keyrslu (ca. 2500 mílur).  Auðvitað þýddi ekkert annað en klippa strax saman smá brot af ferðalaginu og skella á youtube, for your viewing pleasure.  (Ath. Mæli eindregið með að þið tvísmellið á myndböndin og farið inn á youtube síðuna og veljið "Watch in High Quality")

Og svona leit bíltúrinn út (38 tímar skornir niður í 10 mínútur) með undirleik Blues Brothers.

Og að lokum svipmyndir frá Smithsonian National Air & Space Museum.


Úti að aka - yfir hálfa Ameríku and back

Þakkargjörðar kalkúnninn verður étinn í Washington D.C. þetta árið.  Vegna vegabréfs-vesens neyðist ég til að gera mér ferð í íslenska sendiráðið í höfuðstaðnum.  Þar sem flugvélar eru allar meira og minna uppbókaðar á þessum tíma og fargjöld himinhá var ákveðið að keyra bara, enda bensínið komið niður í $1.69.  Aðra eins vitleysu hefur maður svosem lagt út í en vegalengdin frá Minnesota til D.C. og aftur til baka er um 3760 kílómetrar...sem samsvarar um þremur hringjum í kringum Ísland!  Planið er að ferðalagið taki eina viku með 3-4 daga stoppi í Washington.  Piece of cake.

on the road againEf ekkert heyrist frá mér næstu daga þá sit ég sennilega fastur í snjóskafli einhversstaðar í Appalachia fjöllunum...en veðurspáin er freker leiðinleg fyrir þann hluta leiðarinnar...heavy "Lake Effect" snjókoma frá Ohio og í gegnum Pennsylvaniu...þannig að þetta gæti orðið áhugavert ævintýri.  Pouty  

Svo skemmtilega vill til að í síðasta mánuði voru liðin nákvæmlega 10 ár frá minni fyrstu og einu heimsókn til Washington D.C. og var það sömuleiðis fyrsta ferð mín til Bandaríkjanna.  Það verður áhugavert að sjá hvort eitthvað hafi breyst þar í forsetatíð W.  Ætli ég noti ekki tækifærið og kíki á nokkur söfn og minnisvarða fyrst maður verður þarna á annað borð.

Kannski læt ég vita af mér annað slagið þegar ég kemst í netsamband á leiðinni en ég legg í hann snemma í fyrramálið og ætla mér keyra sem leið liggur í gegnum Wisconsin og Illinois, framhjá Chicago og áætla að gista í South Bend, Indiana fyrstu nóttina.  Svo held ég áfram í gegnum Ohio með viðkomu í Cleveland og þaðan inn í Pennsylvaniu og stefni á að gista í Pittsburgh.  Þaðan er svo ekki nema 4-5 tíma keyrsla inn í Maryland og til D.C. þar sem ég vonast til að vera mættur seinni partinn á þriðjudaginn.  

Wish me luck! Smile


License and Registration Please!

charger.jpgFyrir stuttu var ég stoppaður af lögguni hérna í St. Cloud (bara heiður að vera stoppaður af svona flottum Dodge Charger! Whistling) og ég fékk áminningu fyrir að vera með útrunnin "tags" sem er límmiði sem maður kaupir einu sinni á ári (bifreiðagjöld ca $40) og skellir á númeraplötuna.  Hér þekkist ekki að fara með bíla í skoðun...þú berð sjálfur ábyrgð á þinni druslu.

Þetta var sennilega fjórða skiptið sem ég "lendi í löggunni" hér í Ameríkunni...sem hlýtur að teljast nokkuð gott á 8 árum.  Aldrei hef ég kynnst neinu nema fyllstu prúðmennsku og almennilegheitum af Amerískum löggum og samskipti okkar hafa ætíð verið með mestu ágætum.

ok-skirteini.jpgÞegar ég var nýkominn til Minnesota og rataði lítið í Minneapolis varð mér einu sinni á að keyra inn á Nicolette Avenue...ég tók ekkert eftir skiltinu sem sagði að þetta væri göngugata og einungis leyfð leigubílum, strætóum og neyðarbílum.  Það sem meira var...ég elti löggubíl!  Eftir nokkra metra stoppar hann og setur á blikkljósin en mér datt ekki í hug að hann væri að stoppa mig.  Svo ríkur löggan út og spyr mig hvern andskotann ég haldi að ég sé að gera og hvort ég viti hvar ég sé!  Maður varð hálf skömmustulegur og sagðist bara vera saklaus íslendingur á leið í mollið (það myndi sjálfsagt ekki duga í dag Errm).

mn-skirteini.jpgEftirminnilegast var þó þegar ég var stoppaður af þyrlu!  Það var Iowa State Patrol sem náði mér á smá hraðferð í gegnum maís-akrana á I-35.  Það kostaði mig $110 plús hækkun á bílatryggingunum.

Kynni mín af íslenskum löggum eru hins vegar ekki alveg jafn ánægjuleg.  Veturinn 2001-2002 var ég á íslandi og flutti með mér Lincolninn minn frá Tulsa.  Selfoss-löggan lét mig ekki í friði allan veturinn.  Fyrst var ég stoppaður fyrir meintan hraðakstur (heilum 10 km fyrir ofan leyfðan hámarkshraða), næst var ég stoppaður án tilefnis en þá var ég að rúnta um bæinn með pabba gamla mjög síðla kvölds og þeir vildu bara snuðra um hvern andskotann maður væri að þvælast. 

lincoln_continental.jpgLoks var ég stoppaður fyrir að aka um með skyggðar rúður að framan sem er víst stórglæpur á íslandi, því löggan verður að fá að sjá inn í bílinn af einhverjum ástæðum.  Löggan bauðst til að skrapa filmuna af rúðunum á staðnum og þegar ég afþakkaði pent að framin yrðu skemmdarverk á bílnum mínum, sektuðu þeir mig og settu svo rauðan skoðunarmiða á númeraplöturnar og sögðu mér að hundskast með bílinn í skoðun og að ég fengi aldrei skoðun nema að taka filmuna úr rúðunum fyrst.

Já en halló!!!  Bíllinn var búinn að fá skoðun án athugasemda!  Löggan var búin að stoppa mig TVISVAR áður án þess að minnast á rúðurnar!  Og nú þurfti ég að fara með bílinn aftur í skoðun...þar sem skömmustulegir starfsmenn viðurkenndu mistök sín og réðust svo á rúðurnar og létu mig svo borga fullt skoðunargjald aftur takk fyrir.

250px-dangle911.pngMikið lifandi skelfing var ég feginn að komast aftur út til lands hinna frjálsu og heimkynna hinna huguðu...þar sem engvir öfundssjúkir kerfiskallar með harðlífi skipta sér af lituðum bílrúðum og bifreiðaeftirlit ríkisins er bara til í áróðurs-kvikmyndum um Sovétríkin! Joyful


Reynsluakstur - Vídeóblogg

 

Smá Bonus material Wink


Var Icelandair að panta 20 Sukhoi Superjet-100 þotur???

superj.jpgSamkvæmt fullyrðingum Rússneskra fjölmiðla (sjá hér og hér og á Wikipedia hér) skrifaði Icelandair nýlega undir pöntun á 20 nýjum Sukhoi Superjet-100 farþegaþotum fyrir litlar $530 milljónir dollara. 

Sagt er að skrifað hafi verið undir samninga á Farnborough flugsýningunni í Englandi þann 15. júlí síðastliðinn eða fyrir réttum mánuði síðan.  Ef rétt reynist er einkennilegt að ekkert hefur heyrst um þessi fyrirhuguðu kaup í íslenskum fjölmiðlum og Icelandair hefur ekki sent frá sér fréttatilkynningu um málið.  Hefði haldið að hluthafar Icelandair hefðu áhuga á svona fréttum í miðju krepputalinu!

Kannski málið sé eitthvað viðkvæmt en ég hef heyrt gróusögur um að Icelandair hafi nú þegar eða sé við það að selja kaupréttarsamninga sína á Boeing 787 Dreamliner þotunum sem þeir áttu annars að fá afhendar 2010/20012 sökum bágs efnahagsástands.

Líklega væru þetta annars frábær kaup á þessu verði og ég reikna með að þeir séu þá að hugsa um endursölu og/eða leigu (dry lease).  Það er ólíklegt að Icelandair taki þessa flugvélategund í notkun á sínu leiðarkerfi enda um frekar skammdræga vél að ræða sem tekur 75-95 farþega og er hönnuð fyrir styttri leiðir (regional) og mun t.d. henta ákaflega vel í evrópu í samkeppni við Embraer 190 og Bombardier CRJ900.

Sukhoi Superjet-100 er fyrsta farþegaþotan sem smíðuð er í Rússlandi frá hruni Sovétríkjanna og hún fór í sitt fyrsta flug í maí síðastliðnum (sjá mynband neðst).  Þetta er sannarlega engin Lada Sport heldur ákaflega háþróuð og hagkvæm vél sem stenst fyllilega vestræna samkeppni og á örugglega eftir að slá í gegn.  Samkvæmt rússneskum heimildum á Icelandair að fá fyrstu vélarnar afhentar 2011/2012.

Hér má sjá myndband af fyrsta flugi Sukhoi Superjet-100


Innihald fartölva skoðað og afritað á bandarískum flugvöllum

javaerrorNú er Sámur frændi endanlega búinn að tapa sér... dómstólar hafa heimilað Heimavarnarráðuneytinu að hnýsast í fartölvur, farsíma, ipoda, myndavélar, flash-drif og öll rafræn gögn sem þú kannt að hafa meðferðis á leiðinni til eða frá Bandaríkjunum.  Landamæraverðir mega samkvæmt þessu, án dómsúrskurðar og án nokkurar sérstakrar ástæðu eða gruns gera fartölvur upptækar og halda þeim "for a reasonal period of time" og er þeim heimilt að skoða og afrita öll gögn sem þeim sýnist!

Sjá frétt MSNBC hér - einhverra hluta vegna er ekki gert mikið úr þessu á Fox "news".

Með hverjum deginum sem líður finnst mér ég frekar vera staddur í Sovétríkjunum en í landi hinna frjálsu og hugrökku. Frown

Munið að taka til á tölvunni og hreinsa úr cache-inu áður en þið komið næst í heimsókn!


Duluth Airshow - Blue Angels

Rúllaði upp til Duluth við Lake Superior í gær og átti þar hreint yndislegan dag.  Tilefnið var mögnuð flugsýning þar sem fram komu m.a. frú Patty Wagstaff listflugmaður par excellence sem sýndi listir sínar á nýrri Cirrus 300 (Cirrus flugvélaverksmiðjurnar eru staðsettar á flugvellinum í Duluth) og hápunkturinn var atriðið sýningarsveitar sjóhersins; the Blue Angels.

Endilega kíkið á vídeóin hér fyrir neðan sem ég tók í gær af því helsta sem fyrir augu bar.  Fyrra myndbandið inniheldur skot af vélum sem voru til sýnis auk Patty Wagstaff og atriða frá flughernum (F-16, A-10, P-38).  Seinna myndbandið inniheldur atriði Blue Angels ásamt "Fat Albert".  Minni á að hægt er að sjá myndböndin í skárri gæðum með því að fara beint inná youtube svæðið mitt (smella hér) og velja svo "watch in high quality" eftir að myndandið er valið.

Blue Angels


Pönnuköku Fly-in

ég ásamt vinkonum og nágrönnum fyrir framan CH-47 ChinookNú um daginn fór fram árlegur "morgunverðar-flugdagur" á flugvellinum hér í St. Cloud, en þá vaknar fólk snemma og tekur á móti alls konar flygildum frá nágrannasveitafélögum og borðar saman hrærð egg og pönnukökur með bunch af sírópi!  Það eru lókal flugklúbburinn, Civil Air Patrol og Minnesota National Guard sem standa að þessu í sameiningu og í þetta skiptið mættu m.a. gömul DeHavilland Beaver á sjóskíðum ásamt Chinook og Blackhawk þyrlum frá National Guard svo eitthvað sé nefnt.

Um næstu helgi er svo stefnan tekin á alvöru flugsýningu norður í Duluth, en þangað er von á listflugssveit sjóhersins "Blue Angels" sem er hreint stórkostlegt að horfa á (sá þá áður suður í Oklahoma)...þeir eru að mínu mati flottari en kollegar þeirra úr flughernum (Thunderbirds) sem ég sá suður í Arkansas um árið, enda líka á svalari græjum (F/A-18 Hornet).  Auk Blue Angels verða sviðsettar "árásir" með sprengingum og látum (pyrotechnics) með A-10 Warthog og F-16.  Þá verða þarna gamlar og fallegar orustuvélar úr seinni heimsstyrjöldinni svo sem P-38 Lightning og P-51 Mustang auk þess sem Patty Wagstaff mun sýna listir sínar á Extra-300.  Semsagt spennandi helgi framundan og nú er bara að muna eftir sólar-vörninni og moskító-fælunni. Cool

 Beaver


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.